Morgunblaðið - 20.11.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1980
21
Annað bindi
„Mánasilfurs44
komið út...
Ut er komið á vegum IÐUNNAR
annað bindi af Mánasilfri. en það
er úrval íslenskra endurminn-
ingaþátta sem Giis Guðmundsson
tekur saman. I þessu bindi eru
þættir eftir tuttugu og níu höf-
unda, elstur þeirra er Arni Magn-
ússon frá Geitastekk, en sex höf-
undanna eru á lífi.
Safnrit þetta byrjaði að koma út
í fyrra, og í fyrsta bindi voru
þættir eftir tuttugu og sex höf-
unda. Ráðgert er að bindin verði
ekki færri en fjögur. Efni hvers
bindis er raðað eftir stafrófsröð
höfunda, en ekki aldursröð. Valið
er úr sjálfsævisögum, þ.e. ævifrá-
sögnum sem sögumaður hefur
skrásett sjálfur, og einnig minn-
ingaþáttum í blöðum og tímarit-
um. Um annað bindi Mánasilfurs
segir svo á kápubaki: „Sögumenn
eru úr ýmsum stéttum, karlar og
konur, leikir og lærðir , sumir
reyndir rithöfundar, aðrir sem
minna fengust við skriftir um
dagana en kunnu þá list að segja
MÁNA
SILFUR
SAFN ENDURMINNINCA
GILS GUOMUNDSSON
VALDI EFNIO
eftirminnilega frá reynslu sinni.
Og sú reynsla sem hér er lýst má
kallast af ýmsu tagi: hátíðar-
stundir, hversdagsönn, lífs- og
sálarháski, bjartir bernskudagar,
kröpp kjör og hörð lífsbarátta."
Mánasilfur, apnað bindi, er 285
blaðsíðna bók. Oddi prentaði.
Sunnefumálin alræmdu
komin út í skáldsöguformi
BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlygur
hf. hefur sent frá sér bókina
Sunnefumálin, eftir breska rithöf-
undinn Dominic Cooper. Bók þessi,
sem er skáldsaga, hefur að uppi-
stöðu eitt kunnasta sakamál hér-
lendis, hin svonefndu Sunnefumái,
sem gerðust um miðja 18. öld.
Höfundurinn dvaldi hér á landi er
hann vann að ritun bókarinnar, og
kynnti sér stæðhætti og þau gögn
sem til eru í málinu.
í fréttatilkynningu frá útgef-
anda segir svo:
„Verður ekki annað sagt en að
honum takist að bregða upp mjög
trúverðugri mynd af því ömurlega
ástandi sem ríkti á íslandi á þessum
árum, eldgosum og drepsóttum, og
þeim áhrifum sem hið óblíða nátt-
úrufar hafði á mannlíf og lífsbaráttu
í landinu.
Sunnefa Jónsdóttir þótti bera af
öðrum konum á sinni tíð. Það varð
henni örlagaríkt, ekki síður en mörg-
um öðrum sem henni kynntust. Hún
eignaðist tvö börn, og enn er það
spurning hvort hún átti þau bæði
með Jóni bróður sínum, eða hvort
Hans Wium sýslumaður átti annað
barnið. Dauðadómur vofði sífellt yfir
Sunnefu og Jóni bróður hennar, og
þau lentu milli steins og sleggju
valdsmanna í Múlasýslum. Urðu
leiksoppar sem kastað var til og frá.
Á þessum árum skiptu með sér
hlutverkum harkan og grimmdin,
hungrið og drepsóttir, mannlegar
tilfinningar og mannlegur breysk-
leiki.
Sunnefumálin eru saga mikilla
átaka í umhverfi sem markað er af
hinni hörðu og miskunnarlausu lífs-
baráttu.
Sunnefumálin komu út í heima-
landi höfundar, Bretlandi, um síð-
ustu áramót, og vakti bókin þar
mikla athygli og fékk góða dóma.
Hún nefnist á frummálinu: Men at
Axlir. Þýðandi bókarinnr er Franz-
ica Gunnarsdóttir.
Sunnefumálin eru sett, filmuunn-
in og prentuð í Prentsmiðjunni
Ilólum hf. og bundin í Arnarfelli.
Káputeikning er eftir Ernest Back-
mann.“
á sér andeind, er hefur sama
massa og öreindin en andhverfa
aðra eiginleika svo sem rafhleðslu.
Andeindir fyrirfinnast ekki í
venjulegu efni, en geta myndazt í
orkuríkum öreindaárekstrum.
Þær hafa verið rannsakaðar ítar-
lega. Veröldin er sögð vera C-sam-
hverf, ef andefni hlítir sömu
lögmálum og venjulegt efni. Vitað
er, að C-samhorfið er ekki full-
komið í náttúrunni.
Imyndum okkur nú, að við
gerðum tilraunir með andefni og
horfðum á í spegli. Ef tilraunirnar
litu út, séðar í spegli, eins og um
tilraunir með venjulegar agnir
væri að ræða, myndum við segja,
að þær væru CP-samhverfar. Hér
hafa C- og P-samhorfin verið sett
saman í eitt nýtt samhorf,
CP-samhorf.
Fitch og Cronin sýndu fram á,
að veröldin er ekki CP-samhverf.
Þeir athuguðu öreindir, sem nefn-
ast K-mesónur og myndast, er
orkuríkir geimgeislar rekast á
atómkjarna í lofthjúp jarðar.
K-mesónur er einnig kleift að búa
til með aðstoð agnahraðla og
notuðu Fitch og Cronin einn
slíkan, sem staðsettur er í Brook-
haven á Long Island. K-mesónurn-
ar eru skammlífar, klofna í
smærri agnir á u.þ.b. einum tíu-
billjónasta úr sekúndu, sem þykir
þó langur líftími meðal öreinda-
fræðinga. Athuganir sýndu, að
klofnunarferli K-mesónanna er
ekki CP-samhverft.
Við getum sameinað T-samhorf-
ið og CP-samhorfið og fengið
CPT-samhorf. Allar þekktar eðlis-
fræðikenningar, er ekki stangast á
við tilraunir, eru CPT-samhverf-
ar. Sýna má fram á með mjög
almennum forsendum, að
CFT-samhorf hljóti að ríkja í
veröldinni og er trú flestra eðlis-
fræðinga, að svo sé. Það er því
unnt að álykta af tilraunaniður-
stöðum Fitch og Cronins, að heim-
urinn sé ekki T-samhverfur, því að
augljóslega getur veröldin ekki
samtímis verið T-samhverf,
TCP-samhverf og CP-ósamhverf.
Ekkert eitt samhorfanna, P, C og
T, virðist ríkja í náttúrunni, þver-
öfugt við það sem margir, og ef til
vill flestir, héldu að óreyndu.
Fjallakúnstner segir frá
— Stefán frá Möðrudal segir sögu sína
FJALLAKÚNSTNER segir frá.
nefnist nýútkomin bok eftir Pjet-
ur Hafstein Lárusson. en í bók-
inni rekur Stefán frá Möðrudal
sogu sína. Útgefandi bókarinnar
er Örn og Örlygur. en forlagið
segir svo í kynningu sinni á
bókinni:
„Stefán Jónsson frá Möðrudal
er maður sem bindur bagga sina
öðrum hnútum en margir sam-
ferðamenn hans. Hann hefur lifað
margbreytilegu lífi og ber svip
uppruna síns, hinna hrikalegu
Möðrudalsöræfa, þar sem bjarn-
dýr hafa sótt bæjarfólkið heim
með óskemmtilegum afleiðingum,
og Möðrudals-Manga gerir sig
heimakomna, löngu eftir að jarð-
vistardögunum er lokið.
Pjetur Hafstein Lárusson
Fjallakánstner
„Hverju má ég trúa?“
ný bók eftir Harold Sherman
BÓKAÚTGÁFAN Skuggsjá,
Hafnarfirði, hefur gefið út bókina
Hverju má ég trúa? eftir Harold
Sherman í þýðingu Ingólfs Árna-
sonar. Hjá Skuggsjá hafa áður
komið út eftir Harold Sherman
bækurnar Dularmögn hugans,
Lækningamáttur þinn og Að sigra
óttann.
I bókinni reynir Harold Sher-
man að gera greinarmun á því,
hvað sé rétt og hvað rangt. Hann
skýrir fyrir lesandanum furður
hugans og greinir frá niðurstöð-
um, sem hann hefur komizt að í
hinni þrotlausu leit að svari við
hinum mikilvægu spurningum:
Hvað er rétt og satt? Hverju má
ég trúa?
Hundruðir manna um allan
heim spyrja Harold Sherman í
bréfum í hverjum mánuði, hvernig
þeir geti endurheimt trú sína á
lífið; hvernig þeir geti öðlazt
öryggi í stað ótta og óvissu um
framtíðina; hverju þeir geti trúað
og á hvað þeir geti treyst í lífinu.
Þessi bók er tilraun Harold
Sherman til að svara brennandi
spurningum hins sannleiksleit-
andi fjölda og hann fjallar um
efnið á mjög persónulegan og
hreinskilinn hátt.
Stefán Jónsson er fluttur á
mölina fyrir löngu. Margir hafa
séð hann ganga um bæinn með
sendlahjól í gömlum stíl sér við
hlið. Hann er bóndi, að vísu ekki
sá eini í Reykjavík, en að ýmsu
leyti sá sérstæðasti, þótt ekki væri
nema fyrir það, að enga á hann
spilduna. Ein tugga slegin hér,
önnur þar. Þó fá hrossin sitt.
Stefán er ekki aðeins malar-
bóndi. Hann er listmálari, án
sálufélags við aðra slíka. Hann er
fjallakúnstner, þar sem list hans
ber svip hinnar hrikalegu náttúru"
Möðrudalsöræfanna, oft í trölls-
líki. Og fjallakúnstnerinn er líka
afkastamikill í listsköpun sinni,
og munar ekkert um að „róta
landskapinu á léreftið". Þá má
ekki gleyma því að Stefán er
höfundur þess málverks sem hvað
mestar deilur hafa orðið um á
seinni tímum, þ.e. Vorleiks, sem
lögreglan gerði upptækt á sýningu
sem Stefán efndi til á Lækjar-
torgi.
Stefán Jónsson. fjallakúnstner,
segir frá á sinn skemmtilega og
sérstæða máta, og kemur í bók-
inni, eins og í myndum sínum, til
dyranna eins og hann er klæddur.“
— Bókin Fjallakúnstner segir
frá er sett, umbrotin, filmuunnin
og prentuð í Prentstofu G. Bene-
diktssonar, en bundin í Arnarfelli
nf. Ljósmyndir eru fjölmargar í
bókínni eftir þá Guðjón Róbert
Ágústsson og Gunnar Elísson, en
bókarhönnun og hönnun forsíðu er
eftir Sigurþór Jakobsson. Þá má
og geta þess að í bókinni eru
nokkrar sérstæðar myndir Jóni
Stefánssyni, föður Stefáns, en þær
myndir eru teknar af Páli Jóns-
syni.
Hvort sem litið er á þvottahæfni, efnisgæði,
handbragð eða hönnun, er Völund í sérflokki,
enda fyrsta flokks dönsk framleiðsla, gerð
til að uppfylla ströngustu kröfur vandlátustu
markaða veraldar.
Volund ^
danskar þvottavélar
í hæsta gæðaflokki.
Fgálst val hitastigs með hvaða
kcrfi sem er veitir fleiri mögu-
leika en almennt eru notaðir, en
þannig er komið til móts við
séróskir og hugsanlegar kröfur
framtíðarinnar.
Hæg kæling hreinþvottarvatns
og forvinding í stigmögnuðum
lotum koma í veg fyrir
krumpur og leyfa vindingu á
straufríu taui.
En valið er þó frjálst:
flotstöðvun, væg eða kröftug
vinding.
Trefjasían er í sjálfu
vatnskerinu. Þar er hún
virkari og handhægari,
varin fyrir barnafikti
og sápusparandi svo um
munar,
Traust fellilok. sem lokað er
til prýði, en opið myndar bakka
úr ryðfríu stáli til þæginda
við fyllingu og losun.
Sparnaðarstilling tryggir
góðan þvott á litlu magni
og sparar tíma, sápu
og rafmagn.
Fjaðurmagnaðir demparar
i stað gormaupphengju
tryggja þýðan gang.
Fullkominn öryggisbúnaður
hindrar skyssur og óhöpp.
3ja hólfa sápuskúffa
og alsjálfvirk sápu-
og skolefnisgjöf.
Fjórir litir: hvítt, gulbrúnt, grænt, brúnt.
Tromla og vatnsker
úr ekta 18/8 króm-
nikkelstáli, því
besta sem völ er á.
Lúgan er á sjálfu
vatnskerinu, fylgir
því hreyfingum þess
og hefur varanlega
pakkningu.
Lúguramminn
er úr ryðfríum
málmi og
rúðan úr
hertu pyrex-
gleri.
Annað eftir
því.
Strax við fyrstu sýn vekur glæsileiki Völund athygli þína.
En skoðaðu betur og berðu saman, lið fyrir lið, stillingar,
möguleika, hönnun, handbragð og efnisgæði, og þá skilurðu
hvers vegna sala á vönduðum vélum hefur á ný stóraukist
í nágrannalöndunum. Reynslunni ríkari huga nú æ fleiri að
raunverulegu framleiðslulandi og verðleikum fremur en
verði og gera sér Ijóst, að gæðin borga sig: strax vegna
meira notagildis, síðar vegna færri bilana, loks vegna lengri
endingar.
Volund
þvottavélar-þurrkarar-strauvélar
FYRSTA FLOKKS FRÁ|
Traust þjónusta
Afborgunarskilmálar I
/Fdnix
HÁTÚNI 6A • SÍMI 24420