Morgunblaðið - 20.11.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.11.1980, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1980 íslandsdeild Amnesti International: Gervasoni verði ekki vísað úr landi, leiði það til fangelsunar Bernharður Guðmundsson og Hraín Bragason, varaformaður og formaður íslandsdeildar Amnesty International. „SAMKVÆMT heimild aðalskrif- stofunnar í London hfur stjórn íslandsdeildar Amnesty Intcr- national (jen>?ið á fund forsætis- ráðherra nú í da>?. en hann Kegnir störfum dómsmálaráð- herra í fjarveru Friðjóns Þórðar- sonar. Stjórnin hefur farið fram á það við forsætisráðherra, að Gcrvasoni verði ekki visað úr landi. nema að tryKKt sé, að hann lendi ekki í fangelsi veKna skoð- ana sinna, hvorki í Danmörku né í Frakklandi,“ saKði Hrafn BraKason formaður tslandsdeild- arinnar á hlaðamannafundi í Kaer. „Þann 25. september síðastlið- inn báðum við aðalskrifstofuna í London að kanna mál Gervasonis. Okkur hefur nú borizt svar þess efnis, að samtökin muni taka hann að sér sem samvizkufanga, verði nann fangelsaður fyrir að neita að gegna herþjónustu. Samtökin taka að sér alla þá sem neita herþjónustu í Frakk- landi, það er þá, sem neita bæði að gegna herþjónustu og sækja um aðra þjónustu í hennar stað. Ástæðan er sú að samtökin líta svo á að slík þjónusta í Frakk- landi feli í sér refsingu þar sem hún er tvisvar sinnum lengri en herþjónustan. Aðrar takmarkanir franskra laga fyrir samþykki til að neita að gegna herþjónustu beri að sama brunni, svo sem aðeins 30 daga frestur til að sækja um undanþágu frá því er her- kvaðning hefur borist. I öðru lagi að þótt Gervasoni hafi ekki borið fram ástæður sínar við viðeigandi frönsk yfir- völd telji samtökin af þeim upp- lýsingum sem þau hafa fengið, að neitun hans sé byggð á samvisku- ástæðum. Mál hans fellur þannig undir reglur samtakanna um þá sem neita herþjónustu og myndu samtökin þannig taka hann að sér sem samviskufanga. Við teljum það nokkuð öruggt, að málið verði endurskoðað og Gervasoni ekki sendur úr landi, verði það til þess að hann verði fangelsaður fyrir skoðanir sínar. Þótt dómsmálaráðherra segi að Danir þurfi ekki að framselja hann, er það engan veginn víst hvað þeir gera og lögmaður hans í Danmörku telur að hann verði framseldur. Þetta eru í raun og veru einu upplýsingarnar sem við höfum, en vegna þess hve óljóst málið er, viljum við að málið verði kannað áður en til ákvörðunar kemur. Þetta er mjög óvenjulegt mál, það er að Amnesty skipti sér af málefnum manna áður en þeir eru fangelsaðir fyrir skoðanir sínar, og segja má, að þarna sé um fyrirbyggjandi aðgerðir að ræða. Það kemur okkur mjög á óvart ef ríkisstjórn íslands ætlar að fara að skapa samtökunum atvinnu. Þau hafa því miður allt of mikið að gera. En það er auðvitað ósk okkar að hafa alltaf sem minnst að gera,“ sagði Hrafn Bragason að iokum. „Flugum af fyllsta öryggi, þrátt fyrir erfiðar aðstæður44 — sagði Björn Pálsson flugstjóri á TF Rán við heimkomuna i gær Skákæfingar fyrir konur hjá TR í vetur Taflfélag Reykjavíkur hefur ákveðið að gangast fyrir kennslu og skákæfingum fyrir konur í vetur og verður fyrsta æfingin í kvöld klukkan 20.30 í skákheim- ilinu að Grensásvegi 46. Bragi Kristjánsson leiðbeinir á þess- um skákkvöldum og verður kennslan ókeypis fyrir konurn- ar, en hún eru bæði ætluð fyrir byrjendur og lengra komna. Meðfylgjandi mynd er tekin í skákheimilinu og sýnir hóp kvenna að tafli. 85 ára í dag: Sveinn Böðvarsson 85 ARA er í dag 20. nóvember Sveinn Böðvarsson fyrrum bóndi að Uxahrygg á Rangárvöllum, Blönduhlíð 2, Rvík. Kona hans er Guðbjörg Jónsdóttir frá Ey í V-Landeyjum. — Þau bjuggu í 20 ár að Uxahrygg, en árið 1948 brúgðu þau búi þar og fluttu að Selfossi þar sem Sveinn vann við afgreiðslustörf í verslun Ingþórs og Kaupfélaginu. Árið 1965 fluttu þau hjónin til Reykjavíkur. Síðan hefur Sveinn unnið í skrifstofu Skipasmíðastöðvarinnar Stálvík við Arnarvog. ÁIIÖFNIN á TF Rán, þyrlu Landhelgisgæzlunnar. kont til Reykjavíkur í morgun. en hún dvaldi á Ísaíirði í nótt eftir að hafa náð i sjúkan mann i Hornhjargsvita. Látravík á Hornströndum, og flutt hann á sjúkrahús á ísafirði, eins og greint var frá í fréttum Mbl. í gær. Mhl. ræddi við Björn Pálsson annan flugstjórann í ferðinni eftir að hann kom heim í ga>r og spurðum við hann hvernig ferðin hefði gengið. „Þetta gekk mjög vel. Við bárum mikið traust til vélarinnar, en hún gefur mun meira öryggi en við höfum átt að venjast. Við flugum af fyllsta öryggi þrátt fyrir erfið- ar aðstæður. Það má segja að þetta hafi verið ósköp venjuleg vetrarbjörgun“. Björn sagði, að aldrei hefði komið í hug þeirra að snúa við, því hér hefði verið um björgun- arflug að ræða. „Það var mats- atriði í Látravík, hvort við ættum að fljúga til ísafjarðar eða austur um til Blönduóss eða Akureyrar. Við vorum allan tímann í góðu sambandi við Reykjavík, sem lét okkur vita um veður á ísafirði og því héldum við þangað. Þá sagði Björn að sökum éljagangs og dimmviðris hefði verið tekin sú ákvörðun að vera næturlangt á ísafirði, en þeir lögðu upp þaðan í morgun oj* tók flugið til Reykjavík eina klukkustund og tíu mínútur. Björn var mjög ánægður með þyrluna nýju og sagði hana skila nákvæmlega því sem fyllstu ’mnir þeirra hefðu reiknað með. Hann sagði vélina útbúna fullkomnum tækjum og væri flugþol hennar með núver- andi tankarými rúmar þrjár og hálf klukkustund, eða 440 sjó- mílur. Hægt er að fá aukatank á vélina, sem éykur flugþol hennar um heila klukkustund og sagði Björn í lokin, að það myndi auka til muna getu þyrlunnar til björgunarstarfa, en sá viðbótartankur mun vera tiltölulega ódýr. Aðspurður sagði Björn, að heil kíukku- stund til viðbótar í flugþoli gæti munað mannslífi og væntu þeir þess að fest yrðu kaup á þeim aukabúnaði. Áhafnarmeðlimir í þessari ferð, auk Björns, voru þeir Þórhallur Karlsson, sem einnig var flugstjóri og Sigurður Árnason skipherra. Hreinn Elíasson hefur opnað myndlistarsýningu í Hótel Borgarnesi. Sýnir hann 79 verk unnin í olíu, mósaík og pastel. Aðsókn hefur verið góð og meðaí þeirra er keypt hafa verk af Hreini er Listasafn Borgarfjarðar. Sýningin er opin daglega kl. 14—22 til 25. nóvember. Júlíus Þessa mynd tók Úlfar Ágústsson fréttaritari Mbl. á ísafirði af þeim félögum fyrir framan þyrluna á ísafjarðarflugvclli í gærmorgun. Talið frá vinstri: Björn Pálsson flugstjóri, Þórhallur Karlsson flugstjóri og Sigurður Árnason skipherra. „Vinir dýranna“ endurútgefin BÓKIN „Vinir dýranna“ eftir Guðlaug Guðmundsson hefur ver- ið endurútgefin, en hún kom fyrst út 1956 og hefur nú verið ófáanleg í mörg ár. I bókinni eru 9 sögur af börnum pg dýrum í norðlenzkri sveit; Fyrsta veiðiferðin, Vakað yfir vellinum, Móri gamli, Rjúpan, Húsöndin, Snjallir drengir, Hryss- an Tulle, Græddur er geymdur eyrir og Nonni hlakkar til sveita- verunnar. Eftir Guðlaug Guðmundsson hafa m.a. komið út bækurnar Reynistaðabræður og Enginn má undan líta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.