Morgunblaðið - 20.11.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.11.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1980 17 á að biðja þannig: „Faðir vor, þú sem ert í sjónum." Er þetta eitt af því í sögunni, sem ber skilningi skáldsins á barnssálinni heillandi vitni. Lýsingin á áhuga og aðgerðum Loga litla, áður en hann fær þá langþráðu ósk sína uppfyllta að vera sumarlangt á síldveiðum á einu mesta aflaskipi hins stóra veiðiflota, býr lesandann rækilega undir það, hvernig snáðinn reynist þar jafnt í gleði og harmi, en sú lýsing hefði ekki getað orðið jafnraunsönn og hún er, ef skáldið hefði ekki lagt slíka rækt við að lýsa þeim mönnum, sem með drengnum eru og hafa beint og óbeint áhrif á hann, að nokkrir af áhöfninni á Sleipni verða góð- kunningjar lesandans. Sumir, svo sem kokkurinn Sævar, verða það ekki sízt vegna þess, að höfundur- inn reynist gæddur skemmtilegu skopskyni, sem vissulega spáir góðu um framtíð hans, en þá gáfu hefur hann verið mjög spar á í fyrri bókum sínum. Þá vil ég láta þess getið, að málfar áhafnarinn- ar á Sleipni er við hæfi gróft á köflum, en hvergi svo sóðalega kámugt sem sumir nútíðarhöf- unda okkar hefðu verið líklegir til að gera það. Undir vertíðarlokin er Logi bú- inn að læra meira en lítið, og veit sig nú þurfa við að bæta. Hann er jafnvel farinn að hugsa til þess óvildarlítið að fara í skóla, er búinn að læra á Sjómannaalman- akinu, að ekki mundi vera svo fráleitt að verða vel læs. Og á blaðsíðu 192 segir svo fyrir munn Loga: „Maður varð ekki sjómaður af því einu að bretta upp bússur og stíga um borð í einhvern bát. Sjómennskan var eins og marg- brotið púsluspil, samanstóð af mörgum ólíkum smáhlutum, sem urðu að falla saman og mynda eina heild, sem hægt var að vera ánægður með. Það var að kunna á kompás, geta hnýtt pelastikk, vera duglegur, snöggur og sterkur, naskur á að sjá vaðandi síld, sofa í öllum fötunum, kunna að stinga út og taka stefnu, og síðast en ekki sízt finna á sér hvar helzt var veiðivon." Og þannig segir meðal annars frá síðasta kvöldinu um borð í Sleipni: „Á meðan danslögin dundu í útvarpinu um kvöldið, sat Logi með trolltvinna frammi í lúkar og reyndi að binda pela- stikk. Hann hafði sett sér það takmark að vera búinn að læra hnútinn áður en þeir kæmu heim.“ Pelastikk er sem sé hnútur, sem aldrei dregst til, þó að á honum sé hert sýnist auðhnýttur og auð- lærður, en er vandmunaður og er raunar hnitmiðað tákn þess vanda, sem farsæld í tilverunni krefst að hver maður læri og muni. Svo er þá auðskilið hvers vegna höfundurinn hefur valið skáldsögunni þetta skrytna heiti. Mýrum 30.10.1980 Guðm. Gíslason Hagalin. Sigrún Eldjárn sýnir I GALLERÍ Langbrók á Torf- unni stendur nú yfir sýning á verkum eftir Sigrúnu Eldjárn. Hún stundar fyrst og fremst grafík, ef ég veit rétt, en nú hefur hún valið teikningar og vatnslitamyndir á þessa aðra einkasýningu sína hér í Reykja- vík, en hún hefur einnig haldið eina einkasýningu á verkum sínum á ísafirði á þessu ári. Sigrún Eldjárn hefur stundað það mikið að myndskreyta bæk- ur og rekur sitt eigið grafíkverk- stæði. Þær teikningar, er nú eru til sýnis í Gallerí Langbrók, eru allar gerðar með bleki og vatns- litum. Þær eru 15 talsins og virðast í fljótu bragði afar svip- líkar og þvi lítt viðráðanlegt að tíunda þær hverja og eina. Það er persónulegur svipur á þessum verkum, og þaú sverja sig í ætt hvert við annað. Sigrún virðist leggja mesta áherslu á sjálfa teikninguna í þessum verkum og nota litinn eins og nokkurs konar undirspil, ef svo mætti segja. Hún nær fallegri og mjúkri áferð í verk sín og hugmyndarík eru þau. Það er vissa gamansemi að finna í þessum vérkum og má þar nefna tvö fyrstu verkin í sýningarskrá, er nefnast „Umturnun" og „Turnað um“. Hér verða sjálfir titlarnir gamansamir. Sigrún notar næma línu í þessum teikn- ingum og leggur mikið upp úr þeim möguleikum, er felast í teikningu. Það er sannast sagna nokkuð langt síðan sést hafa, slík verk hér á sýningu, en ef fólk heldur, að teikning sé aðeins til uppfyllingar í myndlist, er það alrangt mat á hlutunum, og réttast væri að nefna það van- mat. Teikning í sjáifu sér er og verður ætíð eitt af undralyfjum Myndlist eftir VALTY PÉTURSSON myndlistar. Eitt af því, er sefjar á þann hátt, að menn falla í stafi og fá útrás eða hvað það nú heitir: ánægjuna af að skoða verkið, skulum við kalla það. Punktum og basta. Eg hafði ánægju af að sjá þessár teikningar Sigrúnar, þær eru ekki átakamiklar, en búa yfir mýkt og þægilegri gaman- semi, sem ef til vill inniheldur smávegis ádeilu. Þetta er afar geðþekk vinna, og ef við lítum svolítið til baka og komum þessum teikningum heim og saman við listasöguna, sjáum við, að Sigrún leikur sér að sömu töfrabrögðum og þeir gömlu gerðu á sínum tíma (Trompe- L’Æil). En Sigrún gerir þetta á nútímavísu með því að einfalda sjálfa teikninguna þannig, að ætíð verður augljóst, hvar mað- ur er staddur. Þetta kemur dálítið persónulega út hjá Sig- rúnu og árangur verður kæti. Fólk mun verða léttara í lund við kynningu á verkum Sigrúnar. Þetta er í heild snotur lítil sýning, enda ekki um annað að ræða í Gallerí Langbrók. Skemmtileg sýning. „Gallsteinasaga“ Auður Haralds: LÆKNAMAFÍAN Lítil pen bók Iðunn 1980 Fá eða engin umræðuefni eru leiðinlegri en veikindi og sjúkdóm- ar og maður getur orðið vitlaus af því að hlusta á fólk rekja spítala- raunir sínar með viðeigandi at- hugasemdum um lækna og hjúkr- unarfólk. Bðkmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Yfirleitt er kvenfólk afkasta- mest við þá iðju að segja frá því sem hrellt hefur það um dagana. Minna má þó á að einn karlhöf- undur var á undan Auði Haralds að gefa spítalaminningar sínar út: Guðmundur Daníelsson með Spít- alasögu sinni. Eg lét tilleiðast að lesa Lækna- mafíuna eftir Auði Haralds sem hefur undirtitilinn Lítil pen bók. Eg komst lifandi í gegnum hana, en vona engu að síður að ég þurfi ekki að lesa fleiri slíkar bækur í bráð. Auður hefur gaman af að segja gallsteinasögu sína sem reyndar er ekki alveg réttnefni því að annað kom í ljós þegar henni loksins tókst að fá mafíuna til að skera sig upp. Engu að síður verður að viður- kenna að ádeila Auðar á lækna og hjúkrunarfólk er ekki út í bláinn. Það er stundum erfitt að fá lækna til að trúa því að fólk finni til og allra síst eru þeir á því að óathuguðu máli að drífa það í uppskurð. Þeim er nokkur vork- unn að þessu leyti, en Auði Haralds tekst að gera þá hlægi- lega suma, m.a. þann sem afgreið- ir sjúkdóm hennar sem móður- sýki. Sjúkrahúsið sem ómannúðlegt bákn þar sem vélrænt mat ræður ríkjum og einstaklingurinn týnist birtist lesanda í Læknamafíunni. Auður Haralds er vel ritfær og segir oft fjörlega frá. Hún tekur sjálfa sig ekki of hátíðlega, er jafnvel um of gagnrýnin á sjálfa sig, einkum í því skyni að hafa lesandann góðan. Húmorinn getur verið beinskeyttur, en sjaldan illkvittinn. Samt er engin furða að Auður Ilaralds hún hafi gert suma læknana orðlausa með athugasemdum sín- um. Mikið hljóta þeir að hafa verið fegnir að losna við hana. Auðmýkt skortir þennan sjúkling og algert er virðingarleysi hans gagnvart hátíðleik stofugangs. Læknamafían er að sjálfsögðu engin afþreyingarsaga, hún vekur til umhugsunar um ýmislegt sem miður fer í samskiptum sjúklinga og lækna. En það sem bjargar bókinni frá að vera einhliða ádrepa er frásagnargáfa höfund- arins og hvernig alvara og gaman vega salt. Leiðrétting Greinin Vitnið sem hvarf ekki (Mbl. 8.11.) var ranglega merkt undirrituðum. Höfundurinn er Sveinbjörn I. Baldvinsson. en efnið bók Perúmannsins Manuels Scorza: Ramcas — Þorp á heljar- þröm. með starfsréttindi sem prentari og vann við prentverk lengi fram- an af. Spænska veikin batt enda á ævi hans og ritstörf þegar hann var aðeins fjörutíu og fimm ára. En þá mun hann raunar hafa talið sjálfur að búið væri að dæma sig úr leik sem rithöfund. Samtímadómar um ritverk eru oft alrangir, kunna enda að vera reistir á allt öðrum forsendum en á gildi verkanna sjálfra, til dæmis afstöðu til höfundanna annarra hluta vegna. Þannig galt Jón Trausti þess einatt að hann var sjálfmenntaður — en stefndi þó hátt! Gamla sagan að hverjum er ætlað sitt þrep í þjóðfélagsstigan- um. I öðru lagi mun stíll Jóns Trausta hafa þótt alltof langdreg- inn. En stuttorður eða langdreg- inn stíll gefur enga vísbending um gæðamat, heldur er það einungis spurning um höfundareinkenni. Hinar löngu skáldsögur Jóns Trausta reyndust líka halda les- andanum betur við efnið en flest sem stuttorðara var. En hvers vegna hafa bestu skáldverk Jóns Trausta þá slíkt aðdráttarafl enn í dag að tjói að hafa þau hér á markaði í fleiri útgáfum í einu? Spurningunni er auðvelt að svara. Þau lýsa mann- legu eðli og mannlegum samskipt- um á svo sannan og eðlilegan hátt og þau höfða mikið til á sama hátt til okkar, sem nú lifum, og hinna sem tóku þeim opnum örmum, nýútkomnum, upp úr aldamótun- um síðustu. Sagan um Hflllu og séra Halldór og Ólaf sauðamann er alltaf að endurtaka sig, að vísu við lítið eitt breyttar aðstæður og í lítið eitt breyttum myndum, en frá mannlegu sjónarmiði séð — eins! Fari svo að þessar sögur falli í fyrnsku þori ég að fullyrða að smekkur og hugsunarháttur ís- lenskra lesenda muni verða mjög breyttur frá því sem nú er. Ég fagna þessari útgáfu Höllu og Heiðarbýlisins og vona að sem flestir eigi eftir að njóta góðrar skemmtunar af lestri þessa safa- ríka skáldverks. NÝTT! Kynnum geimferða áætlunina frá LEGO LEGO er nýtt leikfang á hverjum degi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.