Morgunblaðið - 20.11.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.11.1980, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1980 Birgir ísl Gunnarsson um vaxtafrádrátt húsbyggjenda: „Lífsnauðsynleg lán venjulegu fólki ofviða“ Tvoir þintfmenn Sjálfsta'ðisflokks, Birtíir ísleifur Gunnarsson og Halldór Blöndal, hafa flutt frumvarp til hreytinga á Iögum um tekju- og eignaskatt. sem samþykkt voru á Alþingi i fehrúarmánuði sl„ þess efnis, að heimild til frádráttar vaxta frá skattstofni verði rýmkuð verulega. í'ramsaga Birgis ísleifs með frumvarpinu fer hér á eftir. „Hjálpartæki þjóðfélagsins“ I marga áratugi hefur það ákvæði verið í skattalögum að skattgreiðendur gætu dregið frá tekjum sínum vexti sem þeir hafa greitt á árinu. Ákvæði þetta var sett inn i skattalögin fyrst og fremst til að auðvelda húsbyggj- endum það mikla átak, sem það er að eignast eigin húsnæði. Þetta var eitt af hjálpartækjum þjóðfé- lagsins til að örva fólk til að eignast eigið húsnæði. Eitt af sérkennum íslenzks þjóðfélags er, hve íbúðareign er almenn hér á landi. Yfir 90% íbúða í Reykjavík eru í eigu þeirra fjölskyldna sem í þeim búa. Víða um land er þessi tala 100%. Ákvæðið um vaxtafrá- drátt við skattlagningu hefur að- stoðað ófáa, yngri sem eldri, við að eignast eigið húsnæði. Með því ákvæði hefur þjóðfélagið létt skattabyrðina á því erfiða tíma- bili, þegar greiðslur eru þyngstar vegna íbúðaröflunar. Það skilyrði hefur að vísu ekki verið í lögum að lánin séu notuð til öflunar hús- næðis. Önnur lán sem almenning- ur tekur, hafa einnig fallið hér undir. Það hefur að sjálfsögðu komið sér vel, þegar fólk þarf að taka lán til ákveðinna þarfa, t.d. vegna sjúkdóma, skyndilegra áfalla af einhverjum ástæðum og þar fram eftir götum. Þetta ákvæði var stundum gagnrýnt fyrir það að það kæmi sérstaklega til góða svonefndum „skuldakóng um“, en þá er átt við menn, sem hafa sérstaka aðstöðu til að afla sér mikilla lána til að auka eignir sínar og láta síðan verðbólguna vinna með sér til óeðiilegrar eignaaukningar. Vafalaust eru dæmi um slíkt og ég vil taka það fram, að ég hef enga sérstaka samúð með slíkum mönnum. Ef á heildina er litið, er það þó allur almenningur, sem hér hefur notið góðs af. Þó að einhverjum hafi tekizt að spila á kerfið eru það ekki rök fyrir því að leggja kerfið niður eða takmarka það svo sem gert er ráð fyrir í núgildandi lögum um þetta efni. Þó að vitað sé að einhver brögð eru að því að almannatryggingakerfið sé mis- notað — að einhverjir geri sér að leik að spila á það — þá dettur engum í hug að leggja niður almannatryggingar, svo að annað dæmi sé tekið úr þjóðfélaginu. Forsendur breytinga í febrúar 1980 Þessari áratuga gömlu reglu um ótakmarkaðan vaxtafrádrátt — reglu sem hefur skapað sér hefð í hugum fólks — var breytt með þeim lögum, sem sett voru hér á Alþingi í febrúar sl. og sem á að koma til framkvæmda við álagn- ingu á næsta ári, þegar lagt verður á tekjur þessa árs. Til að glöggva sig aðeins á því hver voru meginrökin fyrir þess- ari nýju reglu vil ég með leyfi forseta lesa upp úr greinargerð þeirri sem fylgdi frumvarpinu, þar sem fjallað er um þetta atriði. Þar segir: „Með lögum nr. 40/1978 var lagt til að verulegar breytingar yrðu varðandi verðbreytingar í atvinnurekstri en hins vegar voru ekki verulegar breytingar á fjár- magnstekjum og kostnaði manna utan atvinnurekstrar. Þar skyldu vaxtagjöld frádráttarbær að fullu en vaxtatekjur að fullu skattskyldar með mikilvægri undantekningu varðandi sparifé. Af þessu leiðir gífurlegt ósam- ræmi milli einstaklinga utan rekstrar og aðila í atvinnurekstri. Slíkt ósamræmi er mjög óheppi- legt og skapar tilhneigingu til millifærslu eigna og skulda. Það hefur þótt nauðsynlegt að finna leið til að afnema eða draga úr þessu ósamræmi. Til greina kemur að taka upp hliðstæðar reglur um einstaklinga og lagt er til að gildi um atvinnurekstur. Slík breyting hefði í för með sér geysilega róttækar breytingar á skattbyrði. Sérstaklega snertir slík breyting tilfinnanlega þá er bera mikil vaxtagjöld. Þótt áhrif breyt- inganna séu mikil í atvinnurekstri koma önnur ákvæði þar á móti. Þar má einkum nefna fyrningu af endurmetnu verði. í frumvarpinu er lagt til að draga úr ósamræm- inu með öðrum hætti. Tekin er upp sú almenna regla að vaxta- tekjur manna utan rekstrar komi ekki til skattlagningar með tilliti til þess að leyfilcgir hámarks- vextir viðhalda ekki raungildi eigna við núverandi ástand. Einnig er almenna reglan sú að vaxtagjöld verði á sama hátt ekki frádráttarbær. Afnám frádrátt- arins myndi hins vegar skapa gífurlega erfiðleika hjá þeim aðilum sem eru að komast yfir eigið húsnæði eða eiga það eftir. Hér er því lagt til, þrátt fyrir meginregluna. að vaxtagjöld verði frádráttarbær vegna öfíun- ar eigin húsnæðis innan ákveð- inna marka. Þau mörk eru að sjálfsögðu vandfundin. Við ákvörðun slíkra marka verður fyrst og fremst að hafa í huga þann hóp fólks sem verst er settur vegna öflunar eigin hús- næðis og koma þá m.a. eftirfar- andi atriði tii álita: • 1. Tegund lána. Það megin- sjónarmið sem lagt er til grund- vallar er að vaxtagjöld séu aðeins frádráttarbær hjá einstaklingum utan atvinnurekstrar ef þau eru tilkomin vegna öflunar húsnæðis til eigin nota. í flestum tilfellum eru slík lán tryggð með veði í fasteignum til lengri eða skemmri tíma. Lán til skemmri tíma en til þriggja ára eru ekki algeng í slíkum tilfellum og er miðað við þann lánstíma. Þegar um nýbyggingu er að ræða eru framkvæmdir fjármagn- aðar með ýmsu móti. I fyrstu eru margvíslegar lausaskuldir sem síðan er breytt að einhverju eða öllu leyti í lengri lán. Ef vaxtafrá- dráttur yrði eingöngu miðaður við Birgir ísl. Gunnarsson ar verðbætur á afborganir. Með þessu er fyrst og fremst litið til þeirrar byrði sem lánin eru á viðkomandi skattþegn en ekki verðbóta sem koma til greiðslu eftir langan tíma. Útlánastofna sem gerir ráð fyrir lágum vöxtum 1 og verðbótum gerir það að verkum að greiðslubyrði lækkar í fyrstu og hefur það áhrif á hæfilegt hámark frádráttar. Ýmislegt annað hefur áhrif á val þessa hámarks, sem er að sjálfsögðu ekki algilt og krefst stöðugs endurmats í ljósi að- stæðna og ríkjandi sjónarmiða á hverjum tíma. Þar sem nú er liðið að lokum tekjuársins 1979 þykir þó ekki fært að leggja til að þessi breytta vaxtameðferð einstaklinga verði látin koma til framkvæmda við álagningu á tekjur þess árs. Er í 40. gr. frumvarpsins gert ráð fyrir að þessi ákvæði um breytta með- ferð á vaxtatekjum og vaxtagjöld- Leiðrétta þarf mistök hraðsoðinnar skattalaga- breytingar í febrúar sl. fasteignatryggð lán til lengri tíma kæmi það mjög illa við þá sem í framkvæmdum standa. Til að koma til móts við þessi sjónarmið er lagt til að öll vaxta- gjöld vegna nýbyggingar eða kaupa íbúðarhúsnæðis til eigin nota séu frádráttarbær á næstu þremur skattárum frá því að bygging var hafin eða kaup gerð. (Þessu er breytt í meðförum þingsins). • 2. Ilámark vaxta- og verð- tryggingarfrádráttar. Megin- sjónarmiðið er að létta fólki að komast yfir húsnæði sem er hæfi- legt til eigin nota. Hinir tekju- hærri stofna almennt til meiri fjárfestingar og standa undir meiri vaxtakostnaði. Takmarka- laus vaxtafrádráttur kæmi því fyrst og fremst þeim til góða. Vilji til slíkrar takmörkunar hefur verið áberandi í pólitískri umræðu um frádráttarbærni vaxta, en hins vegar hefur ávallt komið skýrt fram að taka verði tillit til þeirrar kynslóðar fólks sem háir harða baráttu að byggja sér og sínum framtíðarheimili. Við mat á hæfilegu hámarki má meðal annars líta til þess hve fólk með almennar tekjur getur staðið undir miklum greiðslum. Erfitt er að finna ákveðna viðmiðun þar sem fólk leggur oft mikla vinnu af mörkum til að ná takmarki sínu. En almennt má segja að hámarks- frádráttur, 1.500.000 kr. hjá ein- staklingi og 3.000.000 kr. hjá hjónum, sé innan þessara marka. Lögin gera einnig ráð fyrir að til frádráttar teljist vextir og áfalln- um einstaklinga komi til fram kvæmda ári síðar en önnur ákvæ frumvarpsins." Þessir eru gallar hinnar nýju skattareglu Þetta var sú greinargerð með lagafrumvarpinu, þar sem tíunduð voru rökin fyrir hinni nýju laga- reglu um frádrátt vaxta. Við skulum þá aðeins huga að sjálfri reglunni og rekja þá miklu galla, sem á henni eru. Fyrir utan það hámark, sem sett er á vaxtafjárhæðina og ég mun nánar ræða síðar eru skilyrði sett. • 1. Að lánin séu sannanlega not- uð til öflunar íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Oft er auðvelt um slíka sönnun. Húsnæðismálastjórnar- lán og lífeyrissjóðslán, sem tryggð eru með veði í nýrri eign, falla auðveldlega hér undir. Margs kon- ar önnur lán, víxlar, vaxtaauka- lán, lán hjá einkaaðilum o.fl. sem oft eru í gangi lengi og oft framlengd með nýjum lánum, sem erfitt er að setja í fljótu bragði í tengsl við húsnæðisöflun. Lán til annarra þarfa falla hér utan við. Hvað með lán vegna skyndilegra efnahagslegra áfalla, sem oft koma fyrir í fjölskyldum, t.d. sjúkdóma, læknisferða til útlanda o.s.frv. Af hverju eiga þau ekki einnig að koma hér undir? Sam- kvæmt því frv. sem hér liggur fyrir er það skilyrði fellt niður að sannanlega þurfi að vera lán til öflunar húsnæðis. • 2. Þá eru í núgildandi lögum tímamörk mismunandi eftir teg- undum lána. Fasteignaveðskuldir eiga að vera til þriggja ára eða lengur. Undir það falla augljós- lega lán húsnæðismálastjórnar og lífeyrissjóða. Fasteignatryggð vísitölulán munu oftast vera til lengri tíma en þriggja ára. Hins- vegar munu svonefnd vaxtaauka- lán nú yfirleitt vera til styttri tíma en þriggja ára og það færist í vöxt að þau séu ekki fasteignaveð- tryggð heldur tryggð með sjálf- skuldarábyrgð ábyrgðarmanna. Ef ekki er um að ræða fasteigna- veðtryggð lán til þriggja ára eða lengur, þá kemur hin reglan til. Samkvæmt henni er það skilyrði sett, að vaxtagjöld samkvæmt þeim lánum sé aðeins heimilt að draga frá tekjum árið sem hús- næði er keypt og næsta ár þar á eftir — eða ef um byggingu er að ræða, þá á næstu fjórum árum talið frá og með því skattári, sem bygging er hafin á. Undir þessa reglu kemur mikið af lánum, sem almenningur tekur i sambandi við húsbyggingar. Þar má nefna víx- illán, stór hluti vaxtaaukalána og einkalán, t.d. innan fjölskyldna. Hér er um allt of stuttan tíma að ræða. Flestir sem í húsbyggingum eða íbúðarkaupum standa eru einmitt með slík lán, oft í langan tíma eftir kaup eða eftir að bygging hófst. Við þekkjum öll hvernig þetta gengur fyrir sig. Menn taka skammtímalán á mörgum stöðum og nota eitt lánið til að borga upp annað og þannig fram eftir götunum, þar til jafn- vægi er komið á fjármálin að nýju. Það tekur oft mun lengri tíma en tvö eða fjögur ár, eftir því hvort um kaup eða sölu er að ræða — og það jafnvel þótt menn fái bæði húsnæðismálastjórnarlán og líf- eyrislán. Tillaga sú sem við flytj- um hér gerir ráð fyrir að þessi tímamörk falli niður. • 3. Þá er það skilyrði sett, að frádráttur vegna vaxta megi aldrei fara yfir 1,5 millj. kr. hjá staklingi og 3 millj. kr. hjá njónum. Of lág fjárhæð. Að vísu kemur 10% frádráttarreglan hér við sögu einnig, þ.e. menn mega velja hvort þeir draga 10% frá tekjum sínum eða nýta vaxtafrá- dráttarheimildina, frádrátt vegna lífeyris, iðgjaldastéttarfélaga, sjúkrasjóða, styrktarsjóða og ið- gjalda af lífsábyrgð. í mörgum tilfellum mun vaxtabyrðin þó fara umfram bæði hámark laganna og 10% af tekjum. Vaxtabyrði af nokkrum tegundum lána í dag 1. Lifeyrissjóðslán. Nokkuð mismunandi eftir sjóðum og einn- ig eftir því á hvaða tíma lán er tekið. Nefna dæmi úr Lífeyrissjóði starfsmanna Rvíkurborgar, en þar þekki ég allvel til. í meginatriðum sömu reglur hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Þar eru að- allega í gangi þrjár tegundir lána. 1) Eldri lán með bundna vexti frá 7% upp í 19%. Tiltölulega lágar fjárhæðir. Skipta ekki verulegu máli í þessu sambandi. 2) Lán áranna 1978 og 1979 eru með hæstu lögleyfðu fasteignavöxtum eins og þeir eru á hverjum tíma, í dag 38%. Þessi lán voru að upphæð 1,5 millj. kr. til 2,3 millj. kr. eftir því hvenær þau voru tekin á þessu tímabili. Ársvextir af þessum lánum eru því algengir á þessu ári allt að 874 þúsund krónur — af 2,3 millj. kr. láni. 3) Þriðja tegund lána frá þessum sjóði eru lán frá árinu 1980 með 2% vöxtum, en fullri lánskjara- vísitölu á vexti og afborganir, eins og hún er á gjalddaga. Lánsfjár- hæð 4—6,5 millj. kr. eftir því hvenær á árinu lánið er tekið. Þessi lán eru til 25 ára og vaxtaþátturinn fyrstu árin því ekki mjög þungbær, en þyngist þegar á líður. 2. Húsnaðismálastjórnarlán. Þau lán eru all mismunandi, bæði að því er fjárhæð snertir svo og vaxtakjör. Nefna þrjú dæmi, sem ég hef fengið frá Húsnæðisstofnun ríkis- ins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.