Morgunblaðið - 20.11.1980, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1980
»
Jón Þ. Arnason:
Lífríki og lífshættir LVIII
Spurningin er: Hver treystir sér til að
leiða líkur að vaxandi velmegun í
heimi, þar sem óendurnýjanleg nátt-
úruauðæfi sífellt fara þverrandi?
Frá upphafi mannlegrar hugs-
unarviðleitni hefir framtíðin
verið eitt áleitnasta viðfangsefni
allra þeirra, sem ekki hafa viljað
þýðast ánauðarboðið að láta
sérhverjum degi nægja sína
þjáningu. Hún mun og senniiega
hafa verið einn þrálátasti höfuð-
verkur ábyrgasta hluta mann-
kynsins. Af eðli og að skikkan
sköpunarverksins hlýtur þetta
þannig að vera og ætíð verða.
Á þennan hátt býður eðlisávís-
un, sjálfsbjargarhvöt og þó fyrst
og fremst náttúruþvingun, að í
framtíðina skuli viðstöðulaust
rýnt. Sú ástundun er ýmist
nefnd fyrirhyggja, forsjálni eða
spámennska. Sannreyndirnar
ráðast venjulega af vitsmunum,
þekkingu og reynslu einstakl-
inganna, sem af náttúrunnar
hálfu er blessunarlega ójafnt
skipt eins og öllu öðru undir
sólinni. Þær hljóta m.a. af þeim
sökum stöðugt að standa tölu-
lega í firna öfugu hlutfalli við
spásagnirnar. Það kemur einnig
til af því, að flestum þeim, er
hyggjast ná valdi yfir framtíð-
inni láist að skoða fortíðina í
nægilega lotningarbjörtu ljósi
og takast á við nútíðina með
hæfilegri tortryggni.
Pyþia og arf-
takar hennar
Vísindaleg framrýni getur því
aldrei orðið neitt fúsk eða
ígripaverk, ef markmiðið er
gagnlegur árangur eins og vera
hlýtur.
Kunnáttu-
menn gegn
kuklurum
Varla getur leikið á tveim
tungum, að verkefnið hljóti að
verða geysilega erfitt viðfangs
og líkurnar fyrir nákvæmum
niðurstöðum sáralitlar nema að
því er til afar stutts tíma tekur
og það því aðeins, að forsendur
raskist lítið eða ekkert. Þetta
segir sig að vísu sjálft þó að
annað kæmi ekki til heldur en sú
staðreynd, að viðbrögð og hegð-
un mannsins og þjóðfélags hans
lúta stærðfræðilegum lögmálum
raunalega ilia.
Auðvitað er öllum framrýn-
um, sem taka á verkefnum
sínum af samvizkusemi, full-
kunnugt um þess konar fyrir-
stöður. Þeir hafa því venjulega
þann fyrirvara á, að hreint ekki
sé víst að rás viðburðanna verði
endilega sú, er öll skynsamleg
rök, stefnur, straumar og hrær-
ingar í þjóðfélagslegum lífshátt-
um helzt benda til eða að
vísinda- og tækniþróun leiði
skilyrðislaust til þeirrar niður-
stöðu, sem til var ætlazt. Ýmsir
hlekkir keðjunnar munu ekki
þola álagið og bresta við fyrstu
raun, og fjöldi leiðarvísa mun
stefna vegfarendum inn í blind-
götur.
Og alveg sérstaklega af þess-
um ástæðum ber okkur hinum að
fylgjast með og taka vel eftir.
Allir tímar eru óvissutímar, þar
sem bjartsýnismenn og svart-
sýnismenn, sæluríkissalar og
heimsendaspámenn eigast við. Á
miklu hlýtur þess vegna að velta,
hvort okkur auðnast að fylkja
liði undir gunnfána raunsýnis-
fólks og fara eftir heilræðinu
fornkveðna, sem leggur okkur á
hjarta, að: „Jafnan er hyggi-
legast að vona það bezta, en vera
viðbúinn því versta."
Enginn vefengir nú í alvöru,
að um nokkurra ára bil hafi
draumurinn um vaxandi velmeg-
un hvarvetna í heimi verið á
undanhaldi fyrir efa um, að
hann næði að rætast, vantraust
á blessun „velferðarríkisins"
hafi færzt í aukana, ótti og kvíði
svifið yfir öllum vötnum þjóðfé-
lagsumsvifa, aðallega á vett-
vangi efnahags- og stjórnmála.
Funda- og ráðstefnuhöld, verð-
ugra og óverðugra, ganga yfir
eins og faraldur. í þvílíku and-
rúmslofti er því sízt furða þótt
þjóðhagsspár og þróunaráætl-
anagerð hafi orðið vaxtarat-
vinnuvegur par excellence. Dags-
daglega hellast yfir okkur papp-
írsfeikn úr ólíklegustu áttum
með álitsgerðum manna, er oft
var ókunnugt um áður, að gætu
yfirleitt lagt sér til álit á nokkr-
um sköpuðum hlut.
Eins og iðulega vill við brenna
í fjöldaframleiðslu og á stór-
mörkuðum, fara magn og gæði
oft misjafnlega saman. Ymis
konar mikið eða lítið gallaður
varningur þvælist gjarnan með,
enda alltof algengt að þorri
skýrslugerðarmanna hafi lítið
annað á bak við eyrun en
atkvæði eða peninga, sem reynd-
ar kemur í sama stað niður. Þess
vegna getur ekki hjá því farið, að
rangmat og öfugtúlkanir reynist
nær reglu en undantekningu, en
það hefir aftur í för með sér, að
endurskoðaðar álitsgerðir og
áætlanir sjá dagsins ljós með æ
skemmra og skemmra tímabili.
Með nokkrum rétti má segja, að
svoleiðis iðja komi ekki sérlega
að sök, framleiðslan hafnar
hvort eð er í höndum „stjórn-
málamanna", en í augum þeirra
flestra er framtíðin nákvæmlega
jafnlöng næsta kjörtímabili.
Fyrir því gegnir heldur ekki
neinni furðu, að fjölmargir eru
fyrirfram sannfærðir um, að
allar þjóðhagsspár og framtíðar-
áform á þeim reist; séu kukl eitt
og ómengað kák. Á hinu leitinu
Framtíðin kem-
/
Ættforeldrar framrýna nú-
tímans áttu þeim að öllu leyti
hægara um vik. Pyþia, Harus-
pex, Apollon og hofgyðjur hans,
spámenn Gamlatestamentisins
og trúarbragðanna gátu öll
kunngjört vilja guðanna og sagt
fyrir um óorðna atburði án þess
að stefna orðstír sínum í tví-
sýnu. Þau blésu sig upp af
guðmóði og mæltu af munni
fram í myrkum spádómsþulum,
sem skilja mátti á alla vegu eða
áttu sér hvorki rúm né tíma,
stað né stund, þegar skorinort og
fortakslaust var hnykkt á.
Þegar t.d. daman í Delfi sett-
ist á þrífót sinn og spáði Krös-
usi, síðasta konungi Lydiu
(560-546 f. Kr.): „Þegar þú ferð
yfir Halys-fljót, munt þú tor-
tíma voldugu ríki,“ og örlögun-
um þóknaðist, að hans eigið ríki
yrði tortímingunni að bráð, þá
gat það ekki orðið Pyþiu til neins
álitshnekkis. Hið sama á við um
spádóm kristinna andagiftar-
manna um afturkomu lausnara
síns til jarðar. Hún hefir hvorki
verið stað- né tímasett; og gæti
samkvæmt því gerzt hvar sem
væri, hvenær sem væri.
Kannski er það líka hagkvæm
ráðstöfun, engum verður meint
af messunni.
Allt öðru máli gegnir um
framrýna nútímans. Til þeirra
eru þær kröfur gerðar, að þeir
viti, hvað þeir segja og gera, sem
tæpast getur kallazt ósann-
gjarnt. Þegar þeim fatast við
afgreiðslu, verða þeir að athlægi
eða verða að þola meðaumkvun.
Heilabrot um framtíðina og
vísindalegar rannsóknir, sem
lagt er kapp á til að skyggnast á
bak við fortjöld hennar, eru
einkum fólgnar í að skýrgreina
þarfir og stöðu einstaklinga og
þjóðfélaga í veröld morgundags-
ins. Þeim er ekki síður ætlað að
benda á líklega möguleika til
þess að settum markmiðum
verði náð, og að niðurstöðurnar
séu reistar á lærdómum fortíð-
arinnar með hliðsjón af ástandi í
nútíðinni.
ur nogu snemma
Óteljandi Hráolíu- Glötunar-
óvissu- skortur leið er bein
þættir í Bahrain og breið
Tilraun til rafmagnsframleiðslu með vindmyllu i New Mexico:
Verður þúsunda ára gömul tækni þrautalending framtiðarinnar?
eru síðan aðrir, fleiri eða færri
en hinir fyrrgreindu, það treysti
ég mér ekki til að gizka á, er trúa
sérhverju orði, sem einhver
fræðimennskukeimur er að, eins
og nýju neti og telja óyggjandi
opinberun um frávikalausa
braut og fastákveðna framtíð.
Hvorug þessara skoðana fær
staðizt hina lauslegustu gagn-
rýni. í engri spá, hversu gáfuleg
og lærdómsþrungin sem hún
kann að vera, þegar hún er gerð,
er unnt að reikna með öllum
áhrifavöldum, þekktum og
óþekktum, né heldur duttlungum
tilverunnar, eins og þegar er
vakin athygli á. Þrátt fyrir það
getur hún verið mjög gagnleg og
valdið þáttaskilum, jafnvel
tímamótum. Á hinn bóginn verð-
ur engin spá, hversu vitlaus sem
hún lítur út fyrir að vera,
algjörlega einskisnýt. Hún hlýt-
ur í versta falli að geta þjónað
hlutverki vítisins, sem ber að
varast.
Andvana
afturgöngur
Yfirsjónir og mistök núlifandi
kynslóða verða seint tíunduð til
fulls eða brotin til mergjar á
fullnægjandi hátt. Þau eiga sér
enda djúpar og margslungnar
rætur, eru því að miklu leyti
arfteknar. Kynslóð fylgir eftir
kynslóð, og sérhver ný kynslóð
tekur heilmargt, bæði jákvætt
og neikvætt, í arf eftir forvera
sína. Þetta er gangur lífsins og
sögunnar.
Hitt er síðan allt annað mál,
hvort ein kynslóð hafi heimildir
til að binda arftökum sínum svo
þunga bagga, að undan kikni.
Slíkt er vitaskuld með öllu frá-
leitt, þegar ástæðurnar eru
sjálfselska og léttúð.
Tvennt umfram allt annað
gefur tilefni til slíkra hugleið-
inga nú: (1) viðstöðulaus upp-
iausn þjóðféiagslegra sambúð-
arhátta, og (2) linnulaus
náttúruránskapur.
Hvort tveggja á sér að sjálf-
sögðu andlegar/sálrænar orsak-
ir, sem ævinlega eru upphaf alls.
Upplausnin og úrkynjunin rekur
m.a. rætur sínar til valddreif-
ingar, öðru nafni stjórnleysis, og
trúarinnar á, að „einstaklingur-
inn veit alltaf sjálfur, hvað
honum er fyrir beztu". Þessi
grátbroslega firra gengur yfir
menn og múg af slíku ofstæki, að
hún hefir jafnvel náð tökum á
hinu mætasta fólki, enda þótt öll
lög og allar reglur, öll boð og öll
bönn, öll sérþekking og öll sér-
menntun — já, m.a.s. öll menn-
ingarstarfsemi yfirleitt — hafi
verið og séu bjargfastar sannan-
ir þess, að þannig er málið því
miður aðeins örsjaldan vaxið.
Síðargreinda villan er hálfu
verri, ef nokkuð er, og sækir
eyðileggingarmátt sinn í kenn-
ingu kommúnista og kapítalista
um, að „auðæfi jarðar eru
óþrjótandi"; kenningu, sem hver
einasti fréttaflytjandi rotar oft
á dag.
Álverksmiðja
til bjargar
olíuríki
Nýjasti — og um leið einkar
ótvíræður vitnisburður — sem
mér er kunnur að því er þetta
varðar, er þrot olíulinda arab-
íska eyfurstadæmisins Bahrain í
Persaflóa. Síðan árið 1970, þegar
ársframleiðsla hráolíu þar nam
4.450.000.000 1., hefir sífellt sigið
á ólánshlið. Árið 1978 nam
ársframleiðslan enn
3.160.000.000 1., en á árinu 1980
er hún áætluð tæplega
2.600.000.000 1.
Áður en olíulindirnar í Dsjeb-
el Dukhan ganga alveg til þurrð-
ar, gera stjórnvöld sér vonir um
47.700.000.000 1. framleiðslu í
mesta lagi alls. Ríkisfyrirtækið
The Bahrain National Company
(Banoco) hefir sent hóp færustu
sérfræðinga á vettvang til að
kanna með hvaða aðferðum auka
megi vinnsluna. Sú slumpregla
hefir gilt, að með fullkomnustu
tækni, takist ekki að vinna
meira en 'h hluta þekkts forða
úr sérhverri lind, sem virkjuð
hefir verið. Af tæknilegum
ástæðum tekst því venjulega
ekki að nýta % hluta hráolíu úr
lind.
Hráolía var fyrst uppgötvuð í
Bahrain árið 1932 og vinnsla
hafin árið 1934, en nú er Bahrain
úr leik sem teljandi olíufram-
leiðsluland. Hins vegar fer þýð-
ing þess sem iðnaðarsvæði vax-
andi. Næststærsta olíuhreinsun-
arstöð heims er starfrækt í
grennd höfuðborgarinnar, Man-
ama. 80% hráolíunnar, sem þar
er hreinsuð, er flutt inn frá
Saudi-Arabíu, afgangurinn, eða
20%, er innlend framleiðsla —
og Bahrain flytur þess vegna
ekki út dropa af olíu framar.
Einhver mesta skipaviðgerða-
stöð á svæðinu á milli Vestur-
Evrópu og Austur-Asíu og stór
álverksmiðja hafa tekið til
starfa í Bahrain — það eru
fyrstu meiriháttar ráðstafanir
Bahrainstjórnar til þess að
trygída íbúunum „framtíð eftir
þurrð hráolíunnar okkar".
Ljóst má því vera, að a.m.k.
sums staðar eru auðæfi náttúru-
ríkisins ekki óþrjótandi.