Morgunblaðið - 20.11.1980, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.11.1980, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1980 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.500.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 280 kr. eintakið. Myntbreyting — liður í samræmdum aðgerð- um eða sjónarspil Síðustu þrjá þriðjudaga hafa orðið harðar umræður í Sameinuðu þingi um pukur ríkisstjórnar með aðgerðir í efnahagsmálum samhliða myntbreytingu um áramót, í tilefni af fyrirspurn frá Þorvaldi Garðari Kristjánssyni. Þingmenn voru sammála um að myntbreyting án samræmdra hliðarráð- stafana væri unnin fyrir gýg, jafnvel til hins verra. Eftir lifðu aðeins örfáar vikur til myntbreytingar og tímabært væri að ríkisstjórnin gerði þingi og þjóð grein fyrir þeim efnahags- ráðstöfunum, sem boðaðar hefðu verið í stjórnarsáttmála, stefnuræðu forsætisráðherra og athugasemdum fjármálaráð- herra með fjárlagafrumvarpi. Ólafur Jóhannesson, sem gegndi embætti viðskiptaráðherra í fjarveru Tómasar Árnasonar á þriðjudag fyrir viku, bað þingheim hafa biðlund unz Tómas kæmi heim, enda færi bezt á því að Alþingi „fengi svör frá fyrstu hendi“ og viðskiptaráð- herra gæti staðið fyrir svörum í þinginu að viku liðinni. Þessarar ræðu Tómasar Árnasonar var beðið með mikilli eftirvæntingu, bæði af þingi og þjóð, en ekki sízt fulltrúum milli 40 og 50 þúsund launþega, sem sitja ASI-þing innan fárra daga. Máltækið segir að oft verði lítið úr því högginu sem hátt er reitt. Svo fór um Tómasarræðu Árnasonar. Hann sgði það eitt að væntanlegar efnahagsaðgerðir væru til umfjöllunar í ríkisstjórninni; mál væru þar í deiglu, en myndu lögð fyrir Alþingi strax og stefnumótun væri fullunnin. Ríkisstjórn, sem stofnuð var í febrúarmánuði sl., að því er sagt var um ákveðnar efnahagsaðgerðir, svokallaða niðurtalningu, stendur enn í sömu ráðleysissporum og fyrr. Samkomulagið náði aðeins til skiptingar ráðherrastólanna. Stefnumörkun, efnahagsaðgerðir og framkvæmd þeirra eru ekki enn í sjónmáli almennings. Stjórnarsáttmálinn, stefnuræðan og fjárlagaforsendurnar eru aðeins orð á pappír, sem enn hafa ekki öðlast innsigli samkomulagsins í ríkisstjórninni. Kostnaðarsöm myntbreyting án aðgerða sem treysta stöðu krónunnar er blekking, jafnvel olía á eld verðbólgunnar. Nýkróna stefnir í hálfvirði þegar í lok síns fyrsta árs, ef verðbólga v'ex sem nú horfir. Ríkisstjórn þagnarinnar situr á ráðagerðum, sem hún annað tveggja kemur sér ekki saman um eða metur feimnismál fram yfir ASÍ-þing. Að koma framan að eða aftan að almenningi Tómas Árnason, viðskiptaráðherra, sagði persónulegt mat sitt að grípa þyrfti til samræmdra efnahagsráðstafana, sem tækju á öllum helztu kostnaðarþáttum verðlagsins, þ.á m. verðbótum launa, fiskverði, búvöruverði o.fl. Þessi orð Tómasar voru af sumum þingmönnum túlkuð sem vísbending um að ríkisstjórnin hygðist skerða kaupgjaldsvísitöluna. Pétur Sigurðsson vitnaði í þingræðu til Dagsbrúnarfulltrúa á væntanlegu ASÍ-þingi, sem staðhæft hefði í útvarpserindi, að kaupmáttarrýrnun frá tilkomu vinstri stjórnar í september 1978 næmi 11 ‘/2%. Þannig hefðu heitstrengingar hávaðamanna um „samninga í gildi“ komið út í raun. Ef ríkisstjórnin gerði ekki hreint fyrir sínum dyrum gagnvart launafólki með því að kunngera áform sín samráðsaðilum að Olafslögum og ákvæðum stjórnarsáttmála, yrði að fresta ASÍ-þir.gi eða boða til aukaþings í marz. I leiðara Tímans í gær er tekið undir þá kröfu að ríkisstjórnin hætti pukri og komi til dyra, sem almenningur knýr nú á, eins og hún er klædd. „Það er ekki aðeins skynsamlegt, heldur um fram allt nauðsynlegt," segir Tíminn, „að fulltrúar launþegasamtakanna geti gert sér sem fy'lsta grein fyrir því sem fram undan er í þessum efnum.“ Hér tekur Tíminn undir kröfu þingmanna stjórnarandstöðu og er það vel. En svo er að sjá sem Alþýðubandalagið vilji pukra með feimnismál ríkisstjórnarinnar fram yfir landsfund sinn og ASÍ-þing. Spurningin er einfaldlega þessi, hvort ríkisstjórnin kemur framan að almenningi, eins og stjórnarandstaðan og Framsóknarflokkurinn leggja til, eða læðupokast aftan að fólki eins og Alþýðubandalagið krefst. Tollkrítin kemur öllum til góða — segir Einar Birnir, formaður Félags íslenzkra stórkaupmanna „MITT mat er það, að „tollkrít" muni koma öllum viðkomandi aðilum til góða,“ sagði Einar Birnir, formaður Félags ís- lenzkra stórkaupmanna, í sam- tali við Mbl„ er hann var inntur álits á fyrirliggjandi frumvörp- um á Alþingi um „tolikrít“. „VIÐ HÖFUM mikinn áhuga á því að „tollkrít“ komist á,“ sagði Hörður Sigurgestsson forstjóri Eimskipafélags íslands. er Morg- unblaðið leitaði álits hans. „Við teljum að með því náist hagræðing í innflutningsversluninni, og jafn- framt í flutningahlutverkinu,“ sagði Ilörður ennfremur. „Við teljum að með því opnist Erum hlynntir tollk — segir Hörður Sigurgestsson forstjóri Eimskips Tollkrít myndi gefa innflytj- endum mun meira svigrúm til þess að auka mjög vöruval sitt, þeir geta gert stærri pantanir sem leiða til lægra vöruverðs, og auk þess að vera með mun stöðugri lager, sem getur~ ekki þjónað öðrum hagsmunum en neytenda. Þá vil ég andmæla þeim áróðri, að tollkrít muni gera það að verkum, að tolltekjur ríkisins komi seinna inn. Fyrir það fyrsta kemur söluskattur mun fyrr inn þegar vörur fara fyrr í sölu. Þá myndu innflytjendur leysa sína vöru strax út væri um tollkrít að ræða og fá þá kannski tveggja mánaða tollkrít. Við venjuleg skilyrði myndi þessi viðkomandi vara liggja í vörugeymslum skipa- félaganna í vikur og jafnvel mánuði, þar sem fjármagn til að leysa hana út væri ekki fyrir hendi. Tolltekjurnar innheimtast því ekki seinna inn þótt tollkrítin komist á. Northrop-vélin hefur verið endurhyggð og má nokkuð marka stærð hennar af mönnunum vinstra megin. Gáfu Norð- mönnum Northrop vélina Sýnd í Reykjavík næsta sumar NORTHROP verksmiðjurnar í Bandaríkjunum afhentu nýlega Norðmönnum að gjöf Northrop véj þá, sem fórst í Þjórsá fyrir 37 árum og grafin var þar upp á síðasta sumri. Aðeins var vitað um þessa einu vél í heiminum og fyrir tilstilli verksmiðjanna var brakinu bjargað úr ánni og það siðan endurbyggt í Kaliforníu. Að björguninni hérlendis unnu m.a. félagar í Islenska flugsögufé- laginu, Félagi ísl. kafara og Björg- unarsveitinni Albert ásamt full- trúum Northrop verksmiðjanna, en vélin náðist úr ánni 11. ágúst 1979, 36 árum eftir að hún hafði farist þar, en flugmennina sakaði ekki. Síðan hafa um 300 starfs- menn verksmiðjanna unnið í sjálf- boðavinnu á kvöldin og um helgar að því að endurbyggja vélina. Hefur þurft að leita til margra aðila eftir efni og hlutum til endurbyggingarinnar, en verk- smiðjurnar hafa lagt til allt efni og greitt þann kostnað, sem lagt hefur verið í, en ásamt verksmiðj- unum hefur „San Diego Aero- Space Museum" komið við sögu og formlega var það félagið er gaf Norðmönnum vélina. Nokkrir Islendinganna, sem unnu að björguninni, voru við- staddir athöfn í Northrop verk- smiðjunum hinn 10. nóvember sl. íslendingarnir, sem viðstaddir voru athöfnina vestan hafs, en leng Northrop-verksmiðjanna. þegar vélin var afhent norsku þjóðinni að gjöf. Vélin verður sýnd vestra í vetur, en næsta sumar er ráðgert að flytja hana til Noregs og hefur verið samið um að hún verði sýnd hérlendis áður, líklega næsta sumar. Flakið komið á bíl við Þjórsá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.