Morgunblaðið - 20.11.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.11.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1980 Beggja skauta byr Þegar ég hafði lesið skáldsög- una Pelastikk einu sinni, fannst mér ég yrði að lesa á ný þær sögur Guðlaugs Arasonar, sem áður voru komnar frá hans hendi. Fyrsta bók hans var mér þá ekki tiltæk, en ég las bæði Víkursamfé- lagið og Eldhúsmellur, vildi at- huga, hvort ég hefði ekki vanmetið þær og meðal annars komast að raun um, hvort ekki gætti þar þess jákvæða og sannmannlega hug- blæs, sem gætir svo mjög í seinustu skáldsögu Guðlaugs, að það gefur henni stórum aukið gildi. En ég hafði ekki erindi sem' erfiði af lestri þessara tveggja bóka, sem að ofan getur. Mér virtist sem áður, að hin kaldlega ádeila í Víkursamfélaginu hitti ekki í mark, miðað við þær aðstæður, sem skáldið lýsir, og mér fannst þær persónur, sem þar koma fram, jafnlítið eftirminni- legar og þegar ég las söguna nýja af nálinni. Svo voru það þá Eldhúsmellurn- ar. Sú saga vitnar um mun fastari tök á efninu en Víkursamfélagið þó að hún sé engan veginn mark- tækur spegill hjónabandsins sem þjóðfélagslegrar meinsemdar, eins og mér hefur virzt hún hafa verið skilin. Togaraskipstjórinn er alls ekki góður og gildur fulltrúi karl- kynsins, svo grófum og dökkum dráttum sem hann er dreginn. Þá er það kvenkynið. Höfundurinn sér það réttilega, að Anna Dóra, kona skipstjórans, nægir þar ekki, svo veil og ráðþrota sem hún er orðin, þrátt fyrir það, að hún hefur notið allra þeirra „lífs- gæða“, sem hafa verið lengi og eru enn keppikefli flestra í hinu verð- bólguþjáða íslenzka þjóðfélagi. Svo kemur þá til sögunnar í hinum seyðfirzka smábæ ná- frænka Önnu Dórú, Fanney að nafni, sezt að hjá frænku sinni og fer að vinna í frystihúsi. Hún hefur draugfull orðið sér úti um þrefalda nauðgun, orðið ólétt, flú- ið til Danmerkur til þess að láta eyða fóstrinu. Hún hefur síðan sezt að um skeið í Kaupmanna- höfn og komizt þar í náin kynni við eiturlyfjaneytendur og kynvill- inga, sem eru svo svæsnir komm- únistar, að þeim dugir ekki bylt- ing með rússnesku eða kínversku sniði, heldur mun „róttækari" gerbreytingar. Afnema skal hjónabandið, fangelsi flestra kvenna, og í stað þess skulu koma „kommúnur", þar sem búa al- frjálsir hópar karla og kvenna sem hafa kynmök eftir vild á báða bóga. Um viðhorfin við kristinni trú er það að segja í slíku samfélagi, að litið er á Krist sem kynveru, er hafi engan greinar- mun gert á karli og konu. Sjálf er Fanney orðin kynóð og lætur sér jafnt sæma svölun hvata sinna hjá kvenmanni sem karlmanni, og án Greinarkorn um skáldsögur Guðlaugs Arasonar þess að Önnu Dóru verði það sjálfri ljóst, líður ekki á löngu, unz Fanney er vel á komin með að gera hana lesbíska. Það er til marks um hve algert er siðleysi Fanneyjar að hún lætur sér í léttu rúmi liggja sjálfsmorð að nokkru vangæfs sjómanns, sem hún tælir til samfara við sig en svíkur síðan. Hún unir ekki til lengdar í hinu tiltölulega fámenna seyðfirzka samfélagi. En áður en hún flýgur á brott, er hún látin gera því hlutverki fullnaðarskil, sem höf- undur sögunnar hefur ætlað henni. Það er efnt til afmælis- veizlu í húsakynnum Önnu Dóru, og þangað er boðið sex giftum konum. Þar er veitt áfengi, og þar losnar um málbeinið á konunum, enda ýtir Fanney vitaskuld undir, að þær leysi frá skjóðunni. Það kemur svo í ljós, að allar hafa þær við eitthvað meinlegt að stríða í hjónabandinu, og Fanney, sem nýlega hefur orðið þess vís, að dóttir Önnu Dóru, þarna ekki viðstödd, hefur lent í ósátt við bónda sinn, þykist skáka í hróks- valdi, þegar hún kveður upp þann döm að 91 af hverju hundraði giftra kvenna á íslandi séu fang- elsaðar eldhúsmellur. Hlýtur svo ekki lesandinn að vera henni sammála? Ekki að mínum dómi. Ég held, að ég hafi lært af Guðmundi skáldi Friðjónssyni orðið „stórveldi smámunanna". Ég hygg, að flestar eiginkonur hafi kynnzt því og afleiðingum þess í hjónabandi sínu, og margar þeirra viðurkennt, að þetta stórveldi væri meinvættur, sem ekki mætti verða þeim örlagavaldur. Víkjum svo að veizlukonum sögunnar. Þær eru samsefjaðar af áfengi og undir lausmælgi þeirra er ýtt af Fann- eyju, þeirri „glæsikonu" sem hefur hafnað hlutskipti eldhúsmellunn- ar og kosið í staðinn kynvillu, ábyrgðarleysi og hömlulaust lauslæti. Hvað svo að morgni? Undrun, iðrun, eftirsjá, heit um að þetta skuli ekki henda þær aftur. En hvað sem þessu líður þakka ég skáldinu fyrir að gefa mér tæki- færi til að bera fram tvær óskir við íslenzkar konur, sem komnar eru til vits og ára. Önnur er sú, að þær beiti sínu mjög svo mikla áhrifavaldi til þess, að núverandi ástand í þjóðfélaginu verði tekið svo föstum tökum til úrbóta, að það svipti ekki áður en varir uppvaxandi kynslóðir möguleikum á að lifa mannsæmandi lífi á þessu landi. Hin, að íslenzkar konur láti ekki baráttuna fyrir jafnrétti við karlmenn formyrkva fyrir sér þau dásamlegu sérrétt- indi að bera barn undir brjósti, leggja það síðan við móðurbrjóst og loks leiða það á braut til farsældar sér og öðrum. Þegar hér er komið, hef ég orðið mér úti um fyrstu skáldsögu Guðlaugs Arasonar, Vindur, vind- ur, vinur minn. Sú saga hefur verið lítið rædd, enda svo sérstæð að gerð, að ég er ekki viss um, að allir, sem hafa á henni byrjað, hafa lesið hana til enda. Hún er og alllangdregin framan af og raunar nokkur dul yfir sögumanninum lengi vel, hann auk þess orðið að kynjakind í augum ýmissa les- enda, eins og hann raunar er að mati þeirra fáu persóna sem við sögu koma. En um mig er það svo, að ég dái og undrast hinn unga höfund sakir þess, hve mér virðist honum takast að gera skil jafn- Bókmenntlr eftir GUÐMUND G. HAGALÍN viðkvæmu og vissulega nokkuð furðulegu efni. Þar fer sem sé saman allt að því sjúklegt einræni — og víðari sýn á dásemdir sköpunarverksins og töfra þess heldur en flestum er gefin, jafnvel þótt góðskáld séu. En minnist þess alltaf öðru hverju við lesturinn, að þá er ég hafði staðið upp úr margra vikna sjúkdómslegu að- eins þrettán ára gamall, vakti fyrir mér svipað söguefni, þó að ég treystist ekki til að forma það, en síðan skaut því upp aftur veturinn 1917—’18 og þá hóf ég að rita sögu, sem ég kallaði Son nætur- innar. Ég glímdi talsvert við þetta verkefni, en lagði það síðan að fullu til hliðar, þar eð mér virtist ég ekki ná á því þeim stíl- og frásagnartökum, sem væru við hæfi. En við lestur Vindur, vindur, vinur minn, sá ég aftur og aftur fyrir mér drengsnáða, sem öllum óvitandi lá vakandi í rekkju sinni, hlustandi hugfanginn á samleik storms og sjávar, sem gnúði fjörur og svarraði á skerjum og hleinum, hvort tveggja náttúruaflið talandi tungum, sem barnssálin fær til- einkað sér og notið varanlega. Ég m Guðlaugur Arason mun oft grípa þessa bók, og þá ekki sízt, ef það á ennþá fyrir mér að liggja að lesa nýtt skáldrit eftir Guðlaug Arason. Frá því að ég var orðinn því viti borinn að geta numið af athygli og nokkrum skilningi mál manna, hlýddi ég á ýmist hetju- eða harmsögur úr lífsbaráttu vest- firzkrar alþýðu, og brátt kom þar, að ég varð skipstjóri og síðan útgerðarmaður mikils flota, en vissulega þurfti ímyndunaraflið að hafa fyrir að gera þann flota að leikrænum veruleika. En ekki liðu mörg ár, unz ég varð virkur þátttakandi að sjósókn á farkost— um, sem tilheyrðu í rauninni þrem tímabilum í íslenzkri bjargræðis- sögu. Það er því næsta eðlilegt, að mér hefur jafnan verið ánægja að lestri bóka, sem fjalla um sjó- mennsku og fiskveiðar. Annars var það svo, að þó að mér þætti skemmtilegt að draga fisk, þegar hann var ör, hafði ég í rauninni meira gaman að siglingu í vondum veðrum og þeim félagsskap, sem fylgdi sjómennskunni á seglskip- um, þar sem áhöfnin var tíu til tólf manns, er ekki komu í heima- höfn nema sjö, átta sinnum á þeim fimm mánuðum, em voru árlegur veiðitími flestra þiiskipanna vestra. Mér fannst beinlínis spennandi að vera á þiljum í hörku hríðarbyl, og margt skrýtið og skemmtilegt bar á góma í hásetaklefanum, þegar legið var einhvers staðar í landvari. Svo fór mér þannig við lestur seinustu skáldsögu Guðlaugs Arasonar, að þó að ég hefði aldrei verið háseti á síldveiðum, fannst mér, að ég væri að endurlifa bernsku mína og æsku, og mér til mikillar ánægju varð ég þess hvergi vís í lýsingum á vinnubrögðum, að rangt væri frá skýrt eða neytt til áhrifa ýkjum eða öfgum. Én ég get ekki stillt mig um að minnast á það, að skáldið hefði til skilningsauka sums staðar getað notað íslenzk orð í stað erlendra, þar sem hann lýsir vinnu við veiðarnar. Hér læt ég þess þá líka getið, að í þessari bók hans eins og þeim fyrri eru gjarnan meiri eða minni misbrest- ir á meðferð málsins. Bendir það til þess, að ekki hafi verið nægi- Iega vandað til lesturs handrits og prófarka. Svo er þá að víkja að því, sem gerir þessa sögu öðru fremur að sérstæðu og merku skáldriti, en það er lýsingin á Loga, dreng á níunda ári, sem er á síldveiðiskipi heila vertíð, vinnur þar af áhuga allt, sem honum er hugsanlega unnt, verður eftirlæti áhafn- arinnar og fær í vertíðarlok að launum fimmþúsund krónur, ekki sem hlut, heldur sem verðlaun — og það sem mest er: Hann hefur tekið út meiri andlegan þroska á nokkrum vikum heldur en á sinni raunar ennþá ekki löngu skóla- göngu. Ég hef orðið þess vís, að ýmsum lesendum hefur fundizt það með ólíkindum, að svo ungur drengur sé látinn fara í veiðiför eftir veiðiför, hvernig sem viðrar og fái öðru eins áorkað og sagan segir af Loga. En ég þekki mér nærtækt dæmi þess, að annað eins hefur raunverulega áður gerzt. Ólafur heitinn, bróðir minn, fór undir lok vorvertíðar á færaskip, reyndist þar mæta vel og kom um haustið heim með drjúgja björg í bú. En sleppum því. Skáldinu tekst að lýsa Loga litla þannig í öllu, sem hann kemur nærri í sögunni, að ég finn engan bláþráð á þræði hans til vaxandi getu, skilnings og þroska. Hann hefur ekki verið neitt skólaljós, því að enn hefur hann ekki sannfærzt um það, að honum sé nauðsyn að læra að lesa og skrifa en hann hefur heyrt kenn- arann fræða börnin um nytjafiska og geta þess, að ýsan haldi sig fyrst og fremst á sandbotni. Þetta setur hann á sig, því að honum virðist að það munu geta komið honum að gagni í framtíðinni — og er þetta eitt af því í þessari sögu, sem vert er að muna og taka tillit til við fræðslu barna. Logi litli er þegar í upphafi sögunnar orðinn gæddur ríkri hvöt til öflun- ar bjargræðis handa heimili móð- ur sinnar, sem var í nokkur ár ekkja, en er gift á ný, þegar sagan hefst. Þó að það ýfi ávallt harma hennar, að minnast á sinn látna eiginmann, hefur hún sagt synin- um sitthvað af hinum mikla sjó- sóknara og aflamanni, sem drukknaði, þegar sonurinn var svo ungur að hann man hann aðeins frá einu atviki. Drengurinn harm- ar það mjög að vera föðurlaus en það verður honum huggun og hvöt til dáða, að setja sér að feta í fótspor hins mikla dugnaðar- og aflamanns. Móðirin innrætir drengnum trú á guð, sem búi á himnum og heyri bænir barna sinna, og svo finnst þá drengnum, að faðir sinn, sem hvílir í sjónum, hljóti að heyra í hafdjúpið óskir og bænir engu síður en guð í sinn himin. Hann finnur svo út þá aðferð til að tryggja áheyrn föður síns, að dýfa hendinni niður í sjóinn, þegar hann ber fram óskir eða bænir. Og þar kemur, að trúin á hinn drukknaða föður og þann, sem á himnum býr, er orðin svo samruna, að Loga litla verður Heiðarbýlið Jón Trausti: HEIÐARBÝLIÐ I —II. 285 bls. Alm. b<)kafélagið. 1980. FYRIR nokkru sendi Almenna bókafélagið frá sér Höllu Jóns Trausta. Nú kemur framhaldið, Heiðarbýlið. Ritsafn Jóns Trausta hefur stöðugt verið á markaði síðustu áratugina og örugglega mikið keypt og lesið þannig að það mun vera í margra höndum. Því væri vonlítið að taka svona út úr eitt verk og gefa út sérstaklega væru skáldverk Jóns Trausta ekki slík sem þau eru. En slíkt er lífsmagn þeirra og skírskotun að þau munu seint fyrnast. Jón Trausti höfðaði alltaf beint til lesenda, skrifaði með það fyrir augum að almenningur læsi verk sín og — hefði gaman af þeim! Þess konar alþýðleg afstaða til skáldskaparins hefur ekki alltaf verið vel séð af lærðum mönnum sem hættir til að meta skáldskap- argildi verka í öfugu hlutfalli við vinsældir. Enda varð sú raunin um Jón Trausta, hann fór mjög í taugarnar á ýmsum bókmennta- mönnum um sína daga. Þeir tóku að lítilsvirða hann Ijóst og leynt. Og þá gerðist það sem oft gerist undir þvílíku fargi. List hans hrakaði, hann tók að skrifa lakari skáldverk. En þá var hann að vísu búinn að leggja grundvöllinn að þessum sagnabálki sínum fyrsta, sem hann hóf jafnframt að skrifa undir höfundarheitinu sem nú orðið er eitt í minnum haft; skírnarnafnið, Guðmundur Magn- Jón Trausti ússon, muna fæstir. Fyrst vissi enginn hver Jón Trausti var og á meðan naut höfundurinn ákjósan- legs vinnufriðar. Ekki skal því haldið fram hér að Halla og Heiðarbýlið sé af þeim sökum hans besta verk. En óneitanlega fór þetta saman: friður og næði til vinnu og stórkostlegur árangur. Heiðarbýlið er í víðtækum skilningi sögulegt skáldverk. Sag- an gerist á seinni hluta nítjándu aldar þegar — ótrúlegt en satt — þröngt var orðið um íslendinga í okkar stóra landi! Ungt fólk sem vildi byrja bú- skap, hafði stundum ekki nema um tvo kosti að velja: að flytjast til Vesturheims eða fá til ábúðar eitthvert eyðibýlið, sem aðrir höfðu ekki viljað nýta um sinn, oft á heiðum uppi. Um þetta leyti efldist byggð á heiðum á Norð- Austurlandi, byggð sem hélst að nokkru fram yfir aldamót og á stöku stað talsvert lengur. Heiðar- býlin áttu eftir að nýtast fleirum en Jóni Trausta til skáldsagnar- gerðar, þau gengu í arf til Hall- dórs Laxness þar sem svo vildi til að Laxness samdi höfuðverk sitt, Bókmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON Sjálfstætt fólk, einmitt um bónda á þess konar býli. Stúdentar hafa stundum spreytt sig á að bera saman Heiðarbýlið og Sjálfstætt fólk og kann það verkefni að-vera auðvelt eða erfitt, allt eftir því hvernig á því er tekið. Jón Trausti var frásagnarglað- astur allra íslenskra skáldsagna- höfunda. Ritsafn sitt hið mikla skrifaði hann mestallt á svo sem hálfum öðrum áratug — allt í hjáverkum! Síðustu árin var hann skrifari í Stjórnarráðinu og mun þá hafa notið þeirra fríðinda að hætta störfum klukkan fjögur dag hvern, og þá vafalaust einnig á laugardögum. Annars var hann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.