Morgunblaðið - 21.12.1980, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1980
„Á styrjaldarárumim
höfðu Bretar ráð
íslenzkrar utanríkisverzl-
unar í hendi sér“
ísland á brezku valdsvæði
1914 — 1918 eftir Sólrúnu B.
Jensdóttur sagnfræðing er
sjötta bindi i flokki sagnfræði-
rita er út koma á vegum Sagn-
fræðistofnunar Háskóla íslands
og Bókaútgáfu Menningar-
sjóðs. í því alþekkta fyrirbæri,
sem jólabókaflóðið er, hefur
þjóðlegur fróðleikur jafnan ver-
ið fyrirícrðarmikill, og þótt
deila megi um hvar setja skuli
mörkin milli sagnfræði og þjóð-
legs fróðleiks má vissulega
flokka bók Sólrúnar undir
hvort tveggja.
— Þessi bók hefur að geyma
endurritaða prófritgerð mína frá
Lundúnaháskóla. Ég lagði stund
á sagnfræði við London School
of Economics og lauk síðan prófi
í þeirri grein frá Lundúnahá-
skóla. Þegar ég hóf þetta nám
var nýbúið að opinbera skjöl frá
fyrrastríðsárunum og því eðli-
legt að athygli og áhugi beindust
að þessu tímabili.
— En áhuginn á sagnfræði?
Hvernig vaknaði hann?
— Sagnfræðiáhuga minn get
ég rakið til blaðamennsku, sem
ég stundaði í fimm ár. Nútíma-
saga hefur verið mér hugleikn-
ust, og í háskólanum hér heima
var Þættir úr stjórnmálasögu
íslands 1896—1918 eftir Þor-
stein Gíslason meðal þeirra
bóka, sem nemendum í sagn-
fræði var uppálagt að lesa. Þá
rak ég upp stór augu við þá
staðhæfingu Þorsteins Gíslason-
ar, að í heimsstyrjöldinni fyrri
hefðu Bretar haft öll ráð íslend-
inga í hendi sér, — ég hafði
alltaf staðið í þeirri trú að það
hefðu verið Danir, sem hér réðu
öllu, þá sem í annan tíma. Þegar
ég gat síðan farið að gramsa í
þeim brezku skjölum í Lundún-
um, sem hlutu að sanna eða
afsanna þessa kenningu Þor-
steins Gíslasonar, komst ég
fljótlega að þeirri niðurstöðu að
hún væri rétt. Á styrjaldarárun-
um höfðu Bretar öll ráð íslenzkr-
ar utanríkisverzlunar í hendi
sér, og þótt Danir kynnu því illa
þá höfðu þeir ekki bolmagn til að
haida Bretum í skefjum að þessu
leyti. Aðdragandi þess að Bretar
komust í þá aðstöðu að hafa
úrslitaáhrif á utanríkisviðskipt-
in var sá, að íslendingar höfðu
um langan aldur verið þeim
háðir um brýnustu nauðsynjar,
eins og kol og salt.
— I hverju var ráðríki Breta
hér á þessu tímabili einkum
fólgið?
— Þeir beindu útflutningi
okkar til Kaupmannahafnar
vestur á bóginn, og þá ekki sízt
til Bretlands. Tilgangurinn var
aðallega sá að girða fyrir að
óvinurinn, Þjóðverjar, nyti góðs
af afurðasölu okkar; en sú við-
skiptaþróun var Islendingum
óhagstæð vegna þess hve Þjóð-
verjar guldu vel fyrir markaðs-
vöru okkar, sem aðallega var
fiskur. Bretar fengu vilja sínum
framgengt með því að knýja
Islendinga til að gera við sig
viðskiptasamning, og í því sam-
bandi er eftirtektarvert að þar
komu Danir ekki við sögu. I
samningnum fólst m.a. að Is-
lendingar skuldbundu sig til að
koma jafnan við í brezkri höfn er
siglt var með vörur til útlanda.
Þá var Bretum í raun tryggður
forkaupsréttur að öllum þeim
vörum, sem þeir kærðu sig um á
föstu verði, en innflutningur
þeirra til Islands skyldi hins
vegar fylgja markaðsverði. I
staðinn skuldbundu Bretar sig
til að tryggja íslendingum kol og
salt, kaupa af þeim saltfisk,
skreið, síld, lýsi, þorskhrogn,
fiskimjöl, kindakjöt, ull og
skinn, sem ekki var hægt að
selja í þeim löndum sem Bretar
féllust á að fengju íslenzkar
vörur. Auk þess lofuðu Bretar
margskonar fyrirgreiðslu, sem
ætla mátti að nauðsynleg væri
vegna þeirra vandræða í verzlun,
sem styrjöldin orsakaði óhjá-
kvæmilega.
— í þessum viðskiptasamn-
ingi höfðu Bretar vitaskuld tögl
og hagldir. Það var einfaldlega
gamla sagan um smáþjóð og
stórveldi. Én þegar á allt er litið
er vafasamt að telja að skilmál-
ar Breta hafi verið ósanngjarn-
ari en aðstaða þeirra gaf tilefni
til. Heimildir sýna að þeir gættu
hófsemi svo lengi sem fært var,
en þegar til ágreinings kom
hikuðu þeir ekki við að neyta
aflsmunar, s.s. að hóta að stöðva
allan útflutning til íslands, en
eins og gefur að skilja hefði
kola- og saltþurrð hér á landi
jafngilt því að skorið væri á
lífæð þjóðarinnar.
En þótt íslendingar hlytu
þarna að lúta ofureflinu urðu
afleiðingarnar ekki svo illar sem
ætla mátti, sízt er frá leið.
Sjálfstæði þeirra í utanríkis-
viðskiptum jókst, og staðan varð
smátt og smátt sú, að íslend-
Rætt við
Sólrúnu B.
Jensdóttur
sagnfræðing
ingar sáu sjálfir um sína við-
skiptasamninga og samþykki
stjórnarinnar í Kaupmannahöfn
varð ekki annað en formsatriði.
Það er ekki vafi á því að það
hefur eflt sjálfstæðiskennd ís-
lendinga að sjá sjálfir um utan-
ríkisviðskipti sín á styrjaldarár-
unum, án þess að Danir kæmu
þar við sögu, og með því að bjóða
Islendingum að samningaborði
án milligöngu Dana hafa Bretar
veitt íslendingum óbeina hvatn-
ingu i sjálfstæðismálum.
— Höfðu Islendingar ástæðu
til að óttazt að Bretar innlimuðu
landið í heimsveldi sitt á þessum
tíma?
— Ekki virðist það vera. Af-
staða þeirra til landvinninga hér
hélzt óbreytt, og á meðan þeir
töldu sig örugga um að óvina-
þjóðirnar næðu ekki fótfestu hér
sáu þeir sér engan hag í að bæta
íslandi við veldi sitt. Hefði
hernaður hins vegar borizt ná-
lægt landinu er lítill vafi á að
þeir hefðu látið til skarar skríða
til að koma í veg fyrir að
miðveldin kæmu sér upp aðstöðu
hér til að klekkja á þeim.
— En hvað um hug Islendinga
til þessarar raunverulegu herra-
þjóðar á styrjaldarárunum?
— Ráðríki Breta virðist ekki
hafa bakað þeim verulegar óvin-
sældir. í því sambandi er óhætt
að slá föstu, að ræðismaður
brezku stjórnarinnar á Islandi á
styrjaldarárunum, Eric Grant
Cable, gegndi mikilvægu hlut-
verki. Hann átti gott samstarf
við íslenzkt stjórnvöld, og meira
að segja kom fyrir að hann tók
málstað þeirra gegn Bretum.
Stjórnin í Lundúnum mat störf
hans hér mikils, og kom það ekki
sízt fram er tilraun var gerð til
að flæma hann úr embætti hér
með því að rægja hann við
stjórnina í Lundúnum, en þeir
atburðir eru raktir í bókinni.
— Þú nefndir að bókin hefði
að geyma endurritaða prófrit-
gerð. Höfðu nýjar upplýsingar
e.t.v leitt eitthvað nýtt í ljós á
þeim tíma sem leið frá samningu
prófritgerðar þar til þú hófst
undirbúning íslenzku útgáfunn-
ar?
— Nei. Ritgerðin er skrifuð á
ensku, eins og gefur að skilja, en
þegar ég settist niður og ætlaði
að þýða hana á íslenzku komst
ég fljótlega að raun um það að
svo einfalt var málið ekki. Út-
koman varð lítið annað en röð af
íslenzkum orðum, orðaröð, sem
hafði ekki að geyma íslenzka
hugsun, heldur enska. Ég gat
ekki sætt mig við slík vinnu-
brögð, svo ég brá á það ráð að
endursemja verkið, sem var til-
tölulega lítil fyrirhöfn þar sem
fyrirmyndin lá fyrir framan
mig.
— Hvert verður næsta rann-
sóknarverkefni?
— Það er bezt að segja sem
minnst um það á þessu stigi. í
bili er kennsla á dagskrá. Ég
kenni nútímasögu í Hamrahlíð
og verð auk þess með námskeið í
þeirri grein í háskólanum eftir
áramót, en það er ekki ólíklegt
að framtíðarverkefni verði í
tengslum við það sem áður er
komið.
Texti: Áslaug Ragnars
Mynd: RAX
Vilhjdlmur I Wijálmsson
Öll fallegustu lög
Vilhjálms Vilhjálmssonar
saman á einni plötu.
Dreifing
mmm
HLJOMPLOTUUTG/1MN hf.
I