Morgunblaðið - 21.12.1980, Side 24

Morgunblaðið - 21.12.1980, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1980 Jólakveðja frá Noregi Séra Harald Hope, sá einstæði vinur fslands, hefur verið sjúkur siðan i sumar og liðið mikið. Nú er hann á batavegi en ekki einsa tt enn hvernÍK honum muni heilsast. Hann var kominn i dauðann i sumar. ekki hugað líf. en þá urðu óvænt hvorf, sem læknar hans geta ekki skýrt. Sjálfur þakkar hann það fyrir- bænum trúaðra vina, m.a. ís- lenskra. Hann «etur ekki skrifað mðrg jólabréf að þessu sinni. En hann hutísar til fslands og hinna morKu vina hér ok lan^ar að biðja MorKunblaðið fyrir þessa kveðju þeirra hjóna, en Hanna Hope hefur staðið trúleKa við hlið manns sins í öilum hans drentd- leKu dáðum í þáKU fslands. Vinir þeirra hér munu huKsa til þeirra nú um jólin I heilli þökk ok bæn. S.E. Sá sem hefur ísland í huga sínum alltaf, hví skyldi hann ekki sýna það einu sinni á árinu? Því læt ég þessa kveðju fara núna. Mig langar að heilsa landinu öllu. Hugur minn umvefur víðlend- ar sléttur, fjöllin háu, með eða án jökla, hann svífur um skjólsæla dali, þar sem skógurinn vex, að bröttum fossum, sem falla án afláts. ísland allt er með. En kveðjan beinist einkum að fólkinu, sem heyr sína daglegu baráttu á landi og sjó, á heimilum og vinnustöðum. Trúlega hefur undirbúningur jólanna sömu annir í för með sér á íslandi sem í Noregi. En hér hefur fólk árum saman verið taumlaust í jólakaupum. Vonandi fer það að vitkast smám saman. Því hvaða tilgang hafa öll umsvifin? Það er þó kristin minningarhátíð, sem um er að ræða. Þakkarhátíð fyrir það, að frelsari alls heimsins, frelsari vor er kominn, sá sem bjargar í lífi og í dauða, um tíma og eilífð. Vér eigum að halda þakkarhátíð í gleði yfir því, að sá Drottinn, sem á allt vald á himni og jörðu, er kominn til jarðar. Því skulu klukkurnar hljóma og kalla menn saman til heilagrar hátíðar í þakklæti fyrir gleði- boðskapinn, sem varir árið allt. Ef vér höldum jól með þessum hætti, verður sönn jólahátíð í huga og sál, á heimilum, með kirkju og þjóð. Einnig þar sem söknuður er og sorg. Því það er frelsarinn einn, sem getur læknað særð hjörtu. Slíkrar blessaðrar jólahátíðar óskum við ykkur öllum, vinum og kunningjum og ókunnum líka. Og sé jólagleðin hinn hljóði undir- straumur í lífi hjartans, þá getum vér í von og trausti horft til hins nýja árs. Hjartans kveðjur, Hanna og Harald Hope. Aumingja Jens — og hvað með það? Líncy Jóhannesdóttir: Aumingja Jens Út£. Mál og menning 1980 Eg hef töluvert velt þessari bók fyrir mér og hvað höfundur vill með henni sagt hafa. Eg las á bókarkápu að einu gilti hvort sögumanneskjan er heldur Marta eða María, öll kvika frásagnar- Bðkmenntlr eftir JENNU JENSDÓTTUR innar um Aumingja Jens sé sjón- armið konu. „Heitt, lifandi, heilt, sjálfsagt, ljóðrænt, grimmt á stundum en líka undra fallegt án væmni. Af þvi verður bókin slung- in og margræð eins og ljóð eiga að vera ...“ o.s.frv. Þetta finnst mér vera dæmigerð orð, sem knýtt eru saman, og eiga að gefa eitthvað mikið til kynna, en þegar grannt er skoðað: þau segja ekki neitt. Og þegar bókin er lesin vefst fyrir að sjá hvað þarna er verið að fara. Á þetta að vera dæmisaga? Sé það dæmisaga að saumakonan Rósa María býr við niðurlægingu Jens eiginmanns síns, og púlar og stritar og hlýtur lítil laun erfiðis Líney Jóhannesdóttir og auk þess er Jens heldur lítill kail; að hún reynir að sinna gömlu konunni Þóru sem á dálítið mis- lukkaðan son sem sé Kristján, hvað er þá verið að segja, hvað á dæmisagan að boða? Það koma ýmsar aðrar persónur við sögu, ég hef reynt að raða þeim upp og koma þeim heim og saman og satt að segja ég er engu nær. Það er ekkert mjög trist þótt Þóra gamla deyi, en það er vissulega ljótt af Jens að yfirgefa konu sína og fara til útlanda, og það hlýtur að vera sorglegt að Rósa María endar með að detta dauð niður. En hvað? Líney Jhannesdóttir hefur skrifað þó nokkrar bækur og ég hef lesið þær sumar, og hún skrifar sem fyrr snoturlega og allt það. En einhver fjarlægð er í þessari bók frá persónum hennar — eins og hún festi ekki hönd á þeim, eða nái ekki þeim tökum, sem nauð- synieg eru til að gera persónurnar þannig úr garði, að þær komi lesandanum við, veki með honum áhuga eða hlýju í þeirra garð. Knut Fryden- lund til Sovét- ríkjanna Oslo, 19. desember. AP. KNUT Frydenlund hélt i dag til Leningrad og Moskvu, þar sem opinber heimsókn hans til Sovét- rikjanna mun hefjast. Þetta er i fyrsta skipti sem utanrikisráð- herra Noregs heimsækir Rússland siðan 1973. Frydenlund mun ræða við þá Andrei Gromyko og Nikolai Thik- onov á mánudag og verður því fyrsti vestræni ráðherrann til þess að eiga viðræður við eftirmann Kosygins í forsætisráðherrastóli. Frydenlund sagði nýlega að hann vonaðist til þess að heimsókn hans nú yrði undanfari frekari heim- sókna utanríkisráðherra þessara tveggja landa. ÓSKUM LANDSMÖNNUM ÖLLUM GLEDILEGRA JÓLA OG FARSÆLDAR Á KOMANDIÁRI KRON DOMUS \

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.