Morgunblaðið - 21.12.1980, Page 32

Morgunblaðið - 21.12.1980, Page 32
3 2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1980 Svartsýrd innan Efna- hagsbandalagsins — mikið átak nauðsynlegt til að efla samstarf ríkjanna Tad Szulc, utanríkismálasér fræðinKur New York Times. Fjallar hann hér um þann vanda sem að Efnahaxsbanda- lagi Evrópu steðjar. Luxembourg — Haustþokan í Luxembourg — ásamt jafn drungalegri svartsýni — sveip- ast um nýtiskulegar skrifstofu- byggingar á Kirchberg-hæðinni, þar sem. þúsundir starfsmanna, fullir áhuga á sameiningu Evr- ópu, strita við að efla samheldni og velmegun hennar. Og sami drunginn breiðir sig yfir Brússel og Strasbourg, hinar tvær mið- stöðvar stofnana Efnahags- bandalagsins. Bölsýnin og drunginn stafa af því, að menn gera sér ljóst, að Efnahagsbandalagið á nú við að glíma hættulegustu grundvall- arvandamál frá því bandalagið var stofnað fyrir þremur áratug- um. Þá var von manna sú, að það myndi ryðja brautina til sam- runa Evrópu í sambandsríki. Vaxandi þjóðernishyggja, nýj- ar þarfir og markmið í löndun- um níu sem mynda bandalagið (en aðildarlöndunum fjölgaði um þrjú í upphafi áttunda áratugs- ins og hið tíunda mun bætast við með Grikklandi í næsta mánuði) svo og sífellt ólíkari hagsmunir, eru að sundra Evrópu á ný. Samdráttur í alþjóðaviðskiptum, verðbólga og orkuvandamál gera illt verra. Af þessum sökum er það samdóma álit manna hér, að þegar Gaston Thorn, utanríkis- ráðherra Luxembourgar og einn fremsti áhugamaður um samein- ingu Evrópu, verður formaður stjórnarnefndar Efnahags- bandalags Evrópu við aðalstöðv- ar þess í Brússel hinn 5. janúar næstkomandi, muni hann leggja megináherslu á að reyna að stöðva endalok draumsins um Evrópu. Allt eru þetta slæmar fréttir fyrir Bandaríkin, frá stjórn- málalegu og efnahagslegu sjón- armiði, og skapar væntanlegri stjórn Ronald Reagans enn einn vandann í utanríkismálum. Um leið og árekstrar við Sovétríkin aukast, stafar stöðugleika Vest- urveldanna augljós hætta af sundrungu og ósætti í Evrópu, ef hinn vaxandi ágreiningur reym ist hafa slíkt í för með sér. í efnahagslegu tilliti yrði veikara Efnahagsbandalag erfiðari viðskiptaaðili fyrir Bandaríkin með þeirri hættu á tollvernd- arstefnu sem því myndi fylgja í einstökum ríkjum (og samsvar- andi stefnu í Bandaríkjunum). Til þessa hefur sameiginleg viðskiptastefna bandalagsins verið eitt fárra stefnumála, sem reynst hafa framkvæmanleg, og auðveldað efnahagstengsl við Bandaríkin. Grundvallarvandi Efnahags- bandalagsins, sem í eru stofnrík- in Frakkland, Vestur-Þýskaland, Ítalía, Holland, Belgía og Lux- embourg, auk Bretlands, Irlands og Danmerkur, er að sjálfsögðu ekki nýr af nálinni. Hann hefur verið í gerjun um margra ára skeið, frá því að eftirvænting fyrstu áranna um einingu Evr- ópu fór að dvína og í staðinn birtust blákaldar staðreyndir hins margslungna evrópska veruleika. En í nýlegum viðræðum mín- um við marga evrópska ráðherra og háttsetta embættismenn hjá Efnahagsbandalaginu hefur komið fram það samdóma álit þeirra, að fyrstu ár níunda áratugsins verði alvarlegasti erfiðleikatími stofnunarinnar til þessa, er ný og gömul vandamál mætast og skapa ástand, sem er í senn óvenjulegt og krefjist markvissra viðbragða. „Við vonum helst, að ástandið verði ekki enn verra," sagði háttsettur og mjög reyndur emb- ættismaður bandalagsins í fyrra mánuði, er hann dró saman niðurstöður langorðrar greinar- gerðar um núverandi stöðu mála. „En ég er alls ekki viss um, að sú von rætist einu sinni." Stefnumarkandi aðili banda- lagsins er evrópsku leiðtoga- fundirnir, þegar æðstu menn ríkjanna níu hittast þrisvar á ári til að móta stefnu í stjórnmálum og efnahagsmálum. Upphaflega hugmyndin var sú, að á þessum fundum skyldi samþykktur sam- starfsrammi Evrópuríkja á báð- um þessum sviðum. Samstarf á eftir Tad Szulc fréttaritara New York Times sviði stjórnmála er fremur nýlegur þáttur í starfi banda- lagsins. Nú stefnir og í átt að sameiginlegri utanrikisstefnu þess, þótt lítið hafi miðað til þessa. Æðstu leiðtogarnir hafa þó komist að því, að þeir sitja fastir í að reyna að leysa erfið- leika sjálfrar stofnunarinnar í stað þess að móta heildarstefn- una. Kom þetta síðast í Ijós þegar stjórnendur ríkjanna níu hittust í byrjun desember í höfuðborg stórhertogadæmisins Luxembourgar. Stafar þetta einmitt af því, að stofnanir og ríkisstjórnir Efna- hagsbandalags Evrópu eru si- fellt þrekminni, þegar mál koma til ákvörðunar. Enda þótt það sé einstaklega erfitt að rekja orsakir hins erfiða ástands hjá bandalaginu, er trúlega gagnlegt að byrja á þeirri ógnvekjandi staðreynd, að auðugri svæðin í bandalagi hinna níu ríkja eru að verða auðugri, um leið og fátækari svæðin verða hlutfallslega fá- tækari. Nýleg rannsókn á vegum bandalagsins sýnir til dæmis að heildarneysla á íbúa er tíu pró- sent fyrir ofan meðallag banda- lagsríkjanna í Vestur-Þýska- iandi, Frakklandi og Luxem- bourg, en tuttugu prósent fyrir neðan þetta mark á Ítalíu og írlandi. Það er meginstefna í banda- laginu að draga úr þessum mis- mun á lífskjörum með fjárfest- ingu í iðnaði og á öðrum sviðum úr byggðasjóði Efnahagsbanda- lagsins. Þessi fjárfestingarstarfsemi verður sífellt erfiðari og verra að láta jöfnuð ráða vegna hins gífurlega misvægis, sem er í kerfi bandalagsins. Hér kemur til hin svokallaða sameiginlega landbúnaðarstefna þess, sem í raun og veru er hvorki sameig- inleg né yfirleitt nokkur stefna. Samkvæmt þessu kerfi, sem er ákaflega umdeilt í framkvæmd, greiðir Efnahagsbandalagið niður gífurlega umframfram- leiðslu í Frakklandi, Vestur- Þýskalandi, Hollandi og Dan- mörku með beinum kaupum, einkum á mjólkurafurðum. Kaupin á umframframleiðsl- unni, sem eru stunduð af stjórn- málaástæðum, krefjast næstum 70 prósenta af heildarfram- kvæmdafé bandalagsins. Er þetta háa hlutfall fjarstæðu- kennt, þegar haft er í huga, að landbúnaður veitir aðeins átta prósent vinnuafls í löndum Efnahagsbandalagsins atvinnu (og hefur lækkað úr 17 prósent- um fyrir tuttugu árum). Samt skortir ríkisstjórnir um- framframleiðslulandanna stjórnmálahugrekki til að leið- rétta þetta misvægi. Fyrir utan þær uggvænlegu afleiðingar, sem það hefur að beina fjár- magni inn á svið, sem í rauninni ber sig ekki, á kostnað raun- hæfra, arðbærra fjárfestinga, veldur landbúnaðarstefnan ágreiningi milli einstakra þjóða. Bretland er sígilt dæmi. Stjórnin í London skilur ekki hvers vegna hún ætti að styrkja bændur á meginlandinu. í upp- hafi þessa árs kom upp mikil deila vegna framlags Breta til sameiginlegs sjóðs bandalagsins. Jafnframt þessu hafa fjarstæðu- kenndar ráðstafanir banda- lagsins náð svo langt, að Bretar hafa barist fyrir rétti sínum til að flytja inn smjör frá Nýja- Sjálandi til að selja tollfrjálst innan bandalagsins, samtímis því sem Frakkar krefjast þess að fá að selja ódýrt lambakjöt í Bretlandi í samkeppni við breska fjárbændur. Stjórnmálalegar afleiðingar af þessu eru víðtækar. Auk annarra ágreiningsefna við aðildarlönd- in, eru Bretar svo vonsviknir yfir landbúnaðarstefnunni, að æðstu embættismenn útiloka ekki þann möguleika, að Bretar muni draga úr þátttöku sinni í banda- laginu á einhverju sviði, ef þeir þá ekki hætta aðild alveg. Hinir rýru sjóðir bandalagsins í þágu annarra mála en landbún- aðar stuðla greinilega að veikri efnahagsstöðu Evrópuríkjanna níu, þar sem atvinnuleysi fer stöðugt vaxandi vegna sam- dráttar og annarra þátta (í Belgíu er atvinnuleysi 10,5 pró- sent og í írlandi 9,3 prósent). Alvarlegasti vandinn sem steðjar að Evrópu á næstunni er í stáliðnaði, en hann starfar nú með aðeins 60 prósent afköstum pg hafa Norður-Frakkland og Ítalía orðið harðast úti. Ef ekki tekst að stöðva þróunina, er atvinna einnar og hálfrar millj- ónar manna í hættu — og það er ekkert sem bendir til að það takist. Efnahagsbandalagið hef- ur lýst yfir, að stáliðnaðurinn sé í opinberu „hættuástandi", en það er í fyrsta skipti sem slíkt gerist í sögu bandalagsins. Jafn- hliða eiga stálframleiðendur í Evrópu í grimmdarlegri sam- keppni upp á lif og dauða um markaði erlendis, einkum í Bandaríkjunum, þar sem stál- iðnaðurinn er einnig í hættu. í löndum Efnahagsbandalags Evrópu gengur fátt annað vel. Það er ekki til nein sameiginleg stefna í orkumálum, þrátt fyrir þrýsting umheimsins, og það bólar ekki á henni. Jafnvel skipulag á eftirliti með flugvél- um í mikilli hæð — „Evró- eftirlitið" — hefur brugðist, þar eð hvert ríki hefur haldið fast í rétt sinn til loftferðaeftirlits. Þannig ríkir geysileg óvissa um framtíð Evrópu sem samein- aðrar efnahagsheildar, og þetta ástand endurspeglast óhjá- kvæmilega í spennu á sviði stjórnmála. Haustþokan þéttist og hvergi sést í sólarglætu. L.R. æfir gamanleikinn Ótemjan eftir Shakespere UM ÞESSAR mundir standa yfir hjá Leikfélagi Reykjavíkur æf- ingar á gamanleiknum „Ótemj- unni“ (The Taming of the Shrew), eftir WiIIiam Shake- speare. Hér verður um að ræða frumflutning leikritsins í ís- lensku atvinnuleikhúsi. Verkið var kvikmyndað fyrir nokkrum árum með þeim Elizaheth Taylor og Richard Burton i aðalhlut- verkum undir stjórn ítalska leik- stjórans Franco Zeffirelli. Þór- hildur Þorleifsdóttir leikstýrir verkinu hjá L.R., leikmyndin er eftir Steinþór Sigurðsson og bún- ingana gerir Una Collins. I aðalhlutverkunum eru Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir og Þor- steinn Gunnarsson. I öðrum stór- um hlutverkum eru Jón Sigur- björnsson, Lilja Þórisdóttir, Hjalti Rögnvaldsson, Sigurður Karlsson, Hanna María Karls- dóttir, Ragnheiður Steindórsdótt- ir, Margrét Heiga Jóhannsdóttir, Karl Guðmundsson, Guðmundur Pálsson, Sigriður Hagalín, Kjart- an Ragnarsson, Harald G. Har- aldsson og Eggert Þorleifsson sem jafnframt sér um tónlistina í sýningunni. Efni leiksins er sígilt, sambúð og barátta kynjanna. Síðast sýndi L.R. verk eftir Shakespeare árið 1976 er það sýndi Makbeð og Rómeó og Júlía var sýnt árið 1964. Frumsýning á Ótemjunni verður um miðjan janúar. Faðir vor BÆNIN, SEM ÍESOS KENNDl VINUM SfNUM Smábækur KAÞÓLSKA kirkjan á ís- landi hefur gefið út tvær smábækur fyrir börn sem nefnast Faðir vor og Jesús vinur minn. Hin fyrrnefnda miðar að því að útskýra fyrir börnunum með dæm- um, hvað felst í Faðirvor- inu, og hin síðarnefnda útskýrir breytni eftir Jesús vinur minn fyrir böm Kristi með dæmum úr guð- spjöllunum. Herborg Frið- jónsdóttir hefur þýtt Faðir vor en Auður Bjarnadóttir Jesús vinur minn. Bækurn- ar eru 32 blaðsíður hvor, með fjölda mynda eftir F.E. Williams. Verð hvorr- ar þeirrar um sig er kr. 1235 með söluskatti. Á æfingu. Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir i hlutverki ótemjunnar. í baksýn er Sigurður Karlsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.