Morgunblaðið - 21.12.1980, Side 33

Morgunblaðið - 21.12.1980, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1980 SKYRTUR BINDI SOKKAR HANZKAR PEYSUR NÁTTFÖT SLOPPAR SKÓR SNYRTIVÖRUR INNISKÓR FÖT FRAKKAR HATTAR S VANDAÐAR 0G ^ HUFUR TREFLAR GOÐAR JÓLAGJAFIR FRÁ HEJR RA D E I L D Demantshringar — Draumashart Kjartan Ásmundsson, gullsmíðav. Aðalstræti 8. Ljósir blettir Ný Ijóðabók eftir Margréti Jónsdóttur frá Búrfelli. Tilvalin vinargjöf. Fæst m.a. á skrifstofu KFUM og K í Reykjavík. Útgefandi. 33 Athugasemd Heiðraði ritstjóri. Eftirfarandi athugasemd er hér með^erð við frétt Mbl. 11/12 á bls. 17, Akærður fyrir að rækta hass- plöntur. Það fyrsta sem ég rak augun í var setningin: „Er maðurinn ákærður fyrir brot á fíkniefnalög- um og til að sæta upptöku á plöntunum og leifum þeirra.“ Þessi setning gefur í skyn að um einhverjar leifar af piöntum hafi verið að ræða og þar með að ég hafi neytt áðurnefndra plantna. Það er ósannað mál enda býst ég við að starfsmenn fíkniefnadeild- ar geti staðfest að þær plöntur sem gerðar voru upptækar á heimili mínu voru allar heilar þegar lagt var á þær haid. Enda voru plöntur þessar ætlaðar til þess að mynda skjólvegg í garði við íbúð mína, ekki til neyslu þar sem mér finnst feikinóg að nota tóbak. Þá kemur að mál þetta sé hið fyrsta sinnar tegundar og segir það sína sögu. Það er sönnuð vísindaleg staðreynd að meðan plantan Cannabis sativa Linnéaus er lifandi er hún ekki áhrifavald- ur. Hvað gerist ef svo óliklega skyldi fara að ég verði sýknaður af ákæru um fíkniefnamisferli? Verður þeim sem þegar hafa verið sektaðir fyrir ræktun borgað til baka? Það skal tekið fram að áður en ég hóf ræktun las ég bæði lögin um ávana- og fíkniefni frá 1974 og reglugerð nr. 390 skv. áðurnefnd- um lögum og var mér ómögulegt að sjá að blómarækt væri bönnuð skv. áðurnefndum lögum og reglu- gerð. Þá segir að sami maður hafi nýlega samið „og látið gefa út“ bók o.s.frv... Ja, það er sannar- lega auðvelt að vera skríbent á Mbl. Maður bara skrifar bók og labbar með hana til útgefanda og lætur hann gefa bókina út. Sann- leikurinn er nú samt sá að þegar Kím tók að sér útgáfu á bókinni höfðu tveir útgefendur hafnað henni og hafa þeir sjálfsagt haft gildar ástæður fyrir nei-inu. Þá segir að bókin verði lögð fram sem gagn í máli ákæruvaldsins gegn höfundinum. Það verð ég að eiga við ákæruvaldið um, en ég hélt satt að segja að ég hefði verið ákærður fyrir fikniefnamisferli (blómarækt) en ekki fyrir að skrifa bók og hafa skoðun sem ég þori að standa við hvar og hvenær sem er. Þá segir að fyrrnefnd bók hafi verið auglýst á kynningartöflum í skólum borgarinnar og þykir mér það miður. Eins og glöggt má sjá á lestri formála bókarinnar er hún ekki ætluð til þess að hvetja til neyslu fíkniefna. Það áttu sér stað umræður milli mín og útgefenda bókarinnar þar sem rætt var um auglýsingar. Þar var komist að þeirri niðurstöðu að bókin skyldi ekki á neinn hátt auglýst og var höfundur þó tilbúinn með 2 10 sek. sjónvarpsauglýsingar. Þá var einnig rætt um að setja aldurstak- mark á sölu bókarinnar og miðað við kosningarétt. Það var þó horf- ið frá því þar sem bæði höfundur og útgefendur töldu að bókin væri ekki mannskemmandi eins og margar aðrar bækur sem á boð- stólum erum a.m.k. er ekki kennt í þessari bók hvernig það á að drepa fólk og limlesta. Því miður getum við, höfundur og útgefandi, ekki gert að því þótt einhverjir festi upp auglýsingar um bókina í skólum borgarinnar en við getum þó lofað því að við munu ekki láta frá okkur fleiri kápur til kynn- ingarstarfsemi. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. Þorsteinn Úlfar Björnsson, kvikmyndagerðarmaður. Jólapenni allt árið Ein fallegasta og nytsamasta jólagjöf, sem hægt er að hugsa sér, er penni; — fallegur penni frá Pennanum; jólapenni, sem endist allt árið, mörg ár. Skoðið úrvalið í verzlunum okkar. HAFNARSTRÆTI 8 HALLARMÚLA 2 LAUGAVEGI 84

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.