Morgunblaðið - 21.12.1980, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1980
35
— Önnur grein:
önnur og geigvænlegri áhrif. Þó
Verkamannaflokkurinn sé skilget-
ið afkvæmi verkalýðshreyfingar-
innar, fer því fjarri að flokkurinn
ráði einn öllum verkalýðsfélögun-
um. íhaldsmenn hafa verið að
sækja í sig veðrið og kommúnistar
af öllum stærðum og gerðum ráða
ríkjum í ýmsum félögum.
Kommúnistarnir hafa sótt það
fast að mega láta rödd sína
heyrast þegar leiðtogi Verka-
mannaflokksins verður kosinn.
Kommúnistar ráða t.d. námu-
mannafélögunum í Skotlandi og
Yorkshire. Miðað við skipulags-
reglur Verkamannaflokksins
mættu þeir kjósa í leiðtogakosn-
ingunum, ef hann verður kosinn
að hætti og ósk róttæklinganna.
Þetta hefur reitt marga jafnað-
armenn til reiði. Shirley Williams
fyrrum menntamálaráðherra
sagði til dæmis á fundi nýverið:
„Eg er engan veginn andvíg til-
veru Kommúnistaflokksins. Þeir
mega taka þátt í kosningum og
enginn ætti að banna þeim það.
En fjandinn hafi það, að ég
samþykki, að þeir fái að ráða hver
verður kosinn leiðtogi Verka-
mannaflokksins."
Gedþóttareglan
Eg gat þess í grein fyrir
skömmu í Morgunblaðinu, að
vinstri menn hefðu knúið það í
gegn fyrir nokkrum árum að
svonefndur „Proscribed list“ væri
afnuminn. „Proscribed list“, var
útbúinn ár hvert. Á honum voru
nöfn ýmissa samtaka og félaga
sem störfuðu innan Verkamanna-
flokksins. Árlega fór flokksráðið
yfir þennan lista og athugaði
hvort á honum væru nöfn félaga
og samtaka sem ekki ættu samleið
með Verkamannaflokknum. Þessi
listi var viðhafður að sögn kunn-
ugra til að koma í veg fyrir, að
ýmsir öfgahópar gætu brotist til
valda í stofnunum flokksins. Ár-
angurinn af þessum lista var
meðal annars sá, að árið 1959 voru
Trotsky-ista samtök nokkur rekin
úr Verkamannaflokknum.
Maður að nafni Paul McCor-
mick skrifaði fyrir skömmu í hið
virta stjórnmálafræðitímarit,
British journal of political studies.
Þar vék hann að þessum málum og
gaf þar m.a. í skyn, að ástæðan
fyrir því að „proscribed list“ hafi
verið afnuminn, hafi einfaldlega
verið sú, að vinstri menn hafi
verið komnir til áhrifa í valda-
stofnunum flokksins. Þeir hafi
talið það tryggara að láta lög og
reglur ekki binda sig í báða skó og
því afnumið listann.
Þetta hefur líka komið á daginn.
Flokksráð Verkamannaflokksins
getur nú ráðið mestu um hvaða
félagasamtök fá aðild að flokkn-
um. Vinstri menn eru þar í
meirihluta. Og þeir hafa nú byrjað
að sýna all ótæpilega hverjir
völdin hafa. Fyrir skömmu ráku
þeir samtök hægri sinnaðra jafn-
aðarmanna, SDA, úr flokknum.
Hins vegar sáu þeir ekkert at-
hugavert að hið svokallaða Mili-
tant Tendency, sem eru samtök
róttækra Trotsky-smna, væru
meðlimir í Verkamannaflokknum.
Það hefur því rækilega sannast,
sem McCormick sagði, að vinstri
mennirnir í flokksráðinu hafa nú
náð þeim tökum á flokknum, að
þeir geta beitt völdum sínum
nánast að vild.
Til eflingar
forræðinu
Þetta ættu menn að hafa í huga
þegar þeir skoða tillögur þær sem
liggja fyrir, og ég hef þegar
útlistað, um nýjar reglur um
kosningu leiðtogans. Þær fela alls
ekki í sér „grasrótarlýðræði", svo
þetta prentsmiðju-enska orð sé
notað. Allar tillögurnar miða að
því beint og óbeint, meðvitað eða
ómeðvitað, að efla enn forræði
verkalýðsbarónanna og forrétt-
indahópsins, sem öllu ræður í
Verkamannaflokknum, í skjóli lít-
illar þátttöku.
Að minni hyggju eru aðeins
tvær leiðir færar ef menn vilja
forðast þetta forræisfyrirkomu-
lag.
Óbreytt kerfi
Hin fyrri er að viðhalda
óbreyttu kerfi við kosningu leið-
togans. Með því móti verður komið
í veg fyrir að verkalýðsforingjarn-
ir geti (mis)notað ægivald sitt.
Benda má á, að þingmenn eru ekki
einangruð klíka, eins og sumir
hafa látið skína í. Þvert á móti
hafa þingmenn umboð þúsunda
kjósenda, sem hafa vottað þeim
traust sitt í frjálsum kosningum.
Fæstir verkalýðsleiðtoganna geta
státað af slíku. Einnig má nefna,
að margir þeirra þingmanna, sem
vilja viðhalda óbreyttu kosninga-
fyrirkomulagi, leggja höfuð-
áherslu á að þingflokkarnir varð-
veiti sjálfdæmi sitt. Þetta rennir
einmitt stoðum undir kenningu
mína, um að sögulegar þingræðis-
hefðir valdi miklu um þær aðferð-
ir, sem viðhafðar eru, um leiðtoga-
kosningar í báðum stóru stjórn-
málaflokkunum í dag.
Afnám forréttinda
Síðari leiðin, sem mér finnst
geðfelldari, nýtur stuðnings þre-
menningaklíkunnar svonefndu,
þeirra Dr. Owen, Shirley Williams
og Bill Rodgers. Hún hefur líka
hlotið góðan hljómgrunn, meðal
margra virkra flokksmanna. Sam-
kvæmt þessari tillögu myndi leið-
togi Verkamannaflokksins vera
kosinn í leynilegum kosningum,
þar sem allir skráðir meðlimir
flokksins, er greitt hefðu félags-
gjöld sín, tækju þátt. Hvorki
þingmenn, eða verkalýðsfélög
hefðu nein sérréttindi.
Eins og vænta má hafa róttækl-
ingar ýmsir og verkalýðsleiðtogar
tekið þessari leið fálega. Þeir hafa
fundið henni sitthvað til foráttu,
eins og það, að hún sé kostnaðar-
söm, eða að eðlilegra sé að einung-
is virkir flokksmenn taki þátt, þar
sem þeir þekki betur til málefn-
anna sem um er kosið.
Það hefðu einhvern tíma þótt
skrýtin rök, að lýðræðið kostaði of
mikla peninga. Enn skrýtnara
þætti það því eflaust, ef menn
prédikuðu það fyrir næstu þing-
kosningar, að þeir einir mættu
kjósa sem tækju virkan þátt í
flokksstarfi og þekktu því málefn-
in vel sem kosið væri um. En þessi
viðbrögð sýna betur en flest annað
hversu djúpt lýðræðisástin ristir
meðal verkalýðsaðalsins og fylg-
issveina þeirra.
JAZZ
I verslunum okkar
er að finna
fjölbreyttasta
úrval af
jazzplötum
sem boðið hefur
verið upp
á hérlendis.
Air — Air Lore
Art Ensemble of Chi-
cago — Full Force
George Adams /
Dannie Richmond
John Abercrombie
Quartet — Aber-
crombie Quartet
John Abercrombie
Quartet — Arcade
Count Basie/ Joe
Turner — The Bosses
Count Basie —
Straight Ahead
Ray Bryant — Here's
Clifford Brown & Max
Roach at Basin Street
John Coltrane — Live
at the Village Van-
guard Again
John Coltrane — Kulu
Sé Mama
Chick Corea and Gary
Burton — In concert,
Zurich October 28,
1979
Miles Davis and the
Modern Jazz Giants
Miles Davis — Volume
1
Miles Davis — Volume
2
Duke Ellington — The
Afro-Eurasian Eclipse
í Fálkanum
Duke Ellington — Jazz
Violin Session
Herb Ellis/ Joe Pass —
Two for the road
Stan Gets/ Chets Bak-
er — Stan meets Chet
Stan Gets/ Dizzy Gill-
espie/ Sonny Stitt For
Musicans Only
Dizzy Gillespie/ Roy
Eldridge — Diz and Roy
Benny Goodman — A
Legandery Performer
Stephane Grappelli
Joe Pass Niels Henn-
ing Pedersen — Tivoli
Gardens
Stephane Grappelli/
Philip Catherine/ Larry
Groyell Niels-Henning
Pedersen — Young
Djargo
Jim Hall/ Ron Carter
Duo — Alone Together
Billie Holiday —
Strange Fruit
Billie Holiday —
Stormy Blues
Digital Ragtime/ Music
of Scott Joplin — Jos-
hua Rifkin
Keit Jarrett — The
Celestial Hawk
Pat Metheny — 80/80
Charles Mingus —
Something like a Bird
The Modern Jazz
Quartet — The Last
Concert
Itzak Perlman/ André
Previn — A Different
Kind of Blues
Oscar Peterson — The
History of an Artist
Oscar P.
Oscar Peterson Big 6
at the Montreu Jazz
Festival 1975
Oscar Petersen/ Niels
Pedersen/ Joe Pass —
The Trio
Louis Armstrong/ Ella
Fitzgerald — Porgy &
Bess
Django Reinhardt —
Django Story
Spyro Gyra — Carna-
val
The Tatum/ Hampton/
' Rich Trio
The Trumpet Summit
— D. Gillespie/ F.
Hubbard/ C. Terry
The Greatest Jazz
Concert Ever — C.
Parker / D. Gillespie /
Bud Powell / C. Ming-
us / M. Roach
FALKINN
Suöurlandbraut 8
S. 84640
Laugavegi 24
S. 18670
Austurveri
S. 33360
TTT !!§æðTarpstæki
.B B B framtíðarinnar
Bræóraborgarstíg1-Sími 20080- (Gengiö inn frá Vesturgötu)