Morgunblaðið - 21.12.1980, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1980
37
Frá þróunarhjálp Norðmanna í Súdan
2. grein:
Tveir ungir þorpsbúar horfa yfir Lafon. Arnlaug Kjöllesdal og Sigurd Björtuft rœða við nokkra ur hópi Eldri systkini gæta hinna yngri og bera þau þá yfirleitt
yngri kynslóðarinnar en hjúkrunarfólkinu er hvar- 4 bakinu.
vetna vel tekið.
Mikill bamadauði og margs
konar sjúkdómar ríkjandi
FYRSTI viðkomustaður ís-
lendinganna, sem dvöldu um
vikutíma i Suður Súdan til
að kynna sér starfsemi hjálp-
arstofnunar norsku kirkj-
unnar, KN, var þorpið Juba,
sem stendur á austurbakka
Nílar. bar er þó ekki aðal-
bækistöð Norðmannanna,
því hún er við þorpið Torit
og heitir Hilieu. Nauðsynlegt
reyndist þó að hafa viðkomu
í Juba, því þar eru nauðsyn-
leg yfirvöld, til að taka á
móti ferðalöngum og skrá þá
inn i landið. Eftir að forms-
atriðum þar hafði verið full-
nægt gátum við haidið ferð-
inni áfram.
Þegar við stigum út úr vélinni í
Juba eftir flugið frá Nairobi
reyndist hitinn eins og í bakarofni
og fötin límdust við skrokkinn. Ég
stóð fyrir aftan hreyfilinn þegar
ég kom út úr vélinni og taldi að
þessi mikli hiti hlyti að koma frá
heitum mótorunum. Taldi ég mig
hafa gert mikla uppgötvun og
hlakkaði í mér að finna svalt
loftið leika um mig þegar ég færði
mig, en því var ekki að heilsa.
Hitinn var bara óvart yfir 30 stig.
Þegar við höfðum kynnst nokk-
uð því starfi KN, sem fram fer á
Hilieu og lýst var í fyrri grein, lá
næst fyrir að ferðast um næstu
sveitir. Uti á landsbyggðinni eru
reknir eins konar búgarðar þar
sem fara fram hvers kyns tilraun-
ir í ræktun og vinnuaðferðum. Því
starfi stjórna 7 menn, menntaðir í
búvísindum. Einn þeirra er Gud-
brand Söberg, roskinn bóndi,
kraftalegur og viðkunnanlegur
náungi:
Bóndi í 30 ár
— Ég hef stundað búskap
heima í Noregi í 30 ár, en svo
þegar afkomendurnir tóku við
búrekstrinum þá sá ég að það var
ekkert pláss fyrir gamla manninn
og með einhverjum hætti skaut
þessari hugmynd upp, að taka að
sér starf hér næstum því beint
undir sólinni, sagði Guðbrandur.
— Ég er búinn að vera hér í ár og
kann bara vel við starfið. Hér er
auðvitað allt mjög frábrugðið
norskum landbúnaði, en ákveðin
grundvallaratriði eru þó hin
sömu.
Hér nota menn annars konar
verkfæri og fábreytt, korntegund-
ir eru aðrar og allar vinnuaðferðir
og venjur. Hlutverk okkar er að
aðstoða fólkið til að auka korn-
framleiðsluna. Það gerum við t.d.
með því að finna út hvaða korn-
tegund gefur mesta uppskeru,
hvaða aðferðum bezt er að beita
og við reynum smám saman að
kenna fólkinu að nota tæki, sem
létta því störfin og auka afköst.
Hins vegar verðum við að gæta
þess, að fara ekki of hratt í
sakirnar. Við megum ekki koma
eins og sá sem valdið hefur og alla
vizku, við kynnum aðferðir okkar
og hugmyndir fyrir íbúunum og
það eru þeir sem i raun ráða
Börnin voru misjafnlega áræðin þegar taka átti af þeim mynd. sum
stiiltu sér upp, en önnur voru varkárari.
BV4
Regntimabilið var á enda, en einstaka vegur samt erfiður
yfirferðar á köflum og hér er það Gudbrand Söberg sem stjórnar
liði sínu við að reyna að losa farartækið.
búnaðarverkefninu sé aö byrja að
koma í ljós. Hins vegar held ég að
okkar verði þörf hér í nokkra
áratugi til viðbótar ef við eigum
að geta fylgt starfinu almennilega
eftir, enda er gert ráð fyrir að
Hjálparstofnunin verði hér í all-
mörg ár enn.
Lafon heitir þorp um 100 km
norður frá bækistöðinni, en þang-
að er um þriggja tíma akstur.
Gudbrand Söberg ók okkur þang-
að og með okkur var einn sam-
starfsmanna hans Sigurd Björ-
tuft, en hann hefur dvalist í
Súdan í nærri tvö ár. Er hann
heima í Noregi nú um jólaleytið,
en hugðist starfa eitt ár enn í
Afríkulandinu.
Vegirnir eru< moldarvegir,
sæmilegir í þurrkatíma, en verri
ferðinni. Smám saman finnum við
út í sameiningu hvað hæfir bezt
og þannig vonumst við til að geta
gert fólkið sjálfu sér nægt hvað
varðar matvælaframleiðslu,
skepnuhirðingu og hvaðeina er
lýtur að bústörfunum.
Ákveðnar hefðir og venjur eru
ríkjandi og þeim má ekki kasta
fyrir róða í einu vetfangi, en hins
vegar verður breyting til hins
betra stig af stigi.
Hversu langan tíma tekur þessi
breyting?
Aratugastarf
— Því er næstum ógerlegt að
svara. KN hefur starfað hér að
skipulagðri þróunarhjálp í 6 ár og
segja má að árangurinn í land-
Ilátiðin undirbúin og hnýttir kyndiar fyrir kvöldið.
viðureignar í rigningunum, Norð-
mennirnir hafa því flestir hlotið
nokkra þjálfun í akstri á þessum
vegum, en okkur íslendingunum
komu vegirnir næsta kunnuglega
fyrir sjónir, líkast fjallvegum að
vorlagi. Lafon hefur byggst kring-
um stakt fjall, sem rís upp af
sléttunni og eru íbúar um 25
þúsund. Súdan er talsvert fjöllótt
syðst, en norður af er nánast
sléttlendi.
Þegar við komum til Lafon,
frumstæðs þorps inni í miðri
Afríku, voru aðeins liðnir tveir
sólarhringar frá því við spókuðum
okkur í stórborgum eins og Osló
og Amsterdam á leiðinni suður-
eftir. Var það nokkuð undarleg
tilfinning að vera hrifinn á svo
skömmum tíma milli ólíkra
menningarsvæða, en hins vegar er
alveg umdeilanlegt hvort er þægi-
legra. Er betra líf í stórborg,
stútfullri af streitu eða litlu þorpi
í Afríku þar sem enginn hefur
áhuga á klukkunni og allir hafa
nægan tíma? Því verður ekki
svarað hér, en víst er að þarna í
Lafon höfðu menn nægan tíma til
að staldra við og taka á móti
aðkomumönnum.
Gagnkvæmur áhugi
Fylgdarmenn okkar vöktu at-
hygli, en þeir eru alltaf kærkomn-
ir gestir og margir þekkja þá, en
við, þessir snjóvhítu, vorum ekki
síður áhugaverðir í augum inn-
fæddra. Eg gekk nokkuð frá
hinum og hóf að taka myndir og
virtist það frekar saklaust í aug-
um fólksins. Félögum mínum var
boðið í ráöhús þorpsins, en þar
sátu karlarnir á skrafi. Var þeim
boðinn mjöður nokkur sem þeir
sögðust hafa súpt á, en engum
sögum fór um hvað mikið fór
rétta leið niður. Greinilega stóð
mikið til í þorpinu og var okkur
tjáð að fyrirhuguð væri margra
daga hátíð mikil í tengslum við
borgarstjóraskipti, eða svipuðu
yfirvaldi.
Þriðji fylgdarmaður okkar í
Lafon var hjúkrunarkonan Arn-
laug Kjöllesdal. Hlutverk hennar
er að sinna bólusetningum og
annarri heilsuvernd og fræðslu.
Hefur hún náið samstarf við
heilbrigðisyfirvöld. Hún sagði að
margs kyns sjúkdómar þjáðu
fólkið, ekki sízt börnin og er
barnadauði talinn milli 50 og
60%. Augnsjúkdómar og lungna-
sjúkdómar eru tíðir og slæmt
drykkjarvatn og óhreinlæti orsak-
ar ýmsa kvilla. Hlutverk Arnlaug-
ar er að fræða fólk, bólusetja og
segir hún að hægt gangi' að fá
fólkið til að notfæra sér brunna,
sem boraðir hafi verið og dæla
upp vatni af miklu dýpi, en þar er
að finna mun betra vatn en í
gömlu brunnunum. jt.