Morgunblaðið - 24.12.1980, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1980
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 7.000 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 350 kr.
eintakiö.
Friður á jörðu
Vanmetakenndar gætir oft hjá Vesturlandabúum,
þegar þeir líta á eigin stöðu andspænis einrödduðum
kór alræðisaflanna. Kúgun hins óbeislaða valds og hroki
handhafa þess vekur í senn ugg og hneigð til að styggja
ekki valdsmennina. í daglegum fréttum og lýsingum á
þeim vanda, er setur mestan svip á samtíðina, felst
áherslan í skilgreiningu á veraldlegum verðmætum. Sá er
talinn sterkastur, sem ræður yfir mestum vopnabúnaði og
orkulindum til að knýja framleiðslutækin. Þegar sá
styrkur er nýttur í blindri trú á mátt hins aflmeiri til að
setja lítilmagnanum úrslitakosti, myndast hættuleg
spenna. Lokatrygging friðar nú á tímum er talin felast í
ógnarjafnvæginu — mátturinn til gjöreyðingar heldur
aftur af þeim, sem yfir honum ráða.
Þegar svo er komið, hljóta menn að spyrja sjálfa sig: Er
þetta í raun og veru svo? Er heimurinn dæmdur til að
sitja í þessum heljargreipum? Sá heimur, sem sækir afl
sitt til þessarar lýsingar í hinni helgu bók: „í upphafi var
orðið, og orðið var hjá Guði, og orðið var Guð; það var í
upphafi hjá Guði. Allir hlutir eru gjörðir fyrir það, og án
þess varð ekkert til, sem til er orðið. í því var líf og lífið
var ljós mannanna; og ljósið skín í myrkrinu, og myrkrið
hefur ekki tekið á móti því.“
Helgi jólanna leiðir huga kristinna manna að þessum
boðskap. Styrkur þeirra felst í vissunni um það, að til er
annað og meira en fjötrar veraldlega valdsins. Umsagnir
um hinn andlega styrk þenja sig ekki yfir síður
dagblaðanna í hversdagslegri önn. Vitneskjan um hann
býr þó að baki, og hann brýst fram með fullum þunga,
þegar á herðir. Myndin af pólskum verkamönnum
krjúpandi í bæn birtist á forsíðum blaða um heim allan
síðsumars, þegar stigin voru fyrstu skrefin gegn trúlaus-
um valdsmönnum kommúnismans í Póllandi. Meðal
helstu baráttumála þeirra, sem þá hættu lífi sínu fyrir
aukið frelsi, var að fá rétt til að hlusta á Guðsorð flutt í
pólskum útvarpsstöðvum. Mikil fagnaðarbylgja fór um
þjóðina í september, þegar því takmarki var náð og
messusöngur og bænarorð bárust öllum, sem lögðu við
hlustir. Nú skömmu fyrir jólahátíðina komu pólskir
verkalýðsforingjar, katólskir kirkjuhöfðingjar og komm-
únistaleiðtogar ásamt hundruðum þúsunda almennra
borgara saman í Gdansk við afhjúpun minnismerkis um
brautryðjendurna í baráttu orðsins við valdið. Yfir
eilífum loga teygir hin tákræna mynd sig hátt til himins,
þrír krossar úr stáli.
Vanmetakennd Vesturlandabúa stafar meðal annars af
því, hve margir í þeirra eigin röðum telja sér sæma að
reka andróður gegn kristninni og styrk hennar. Tilraunir
til að nálgast þessa undirróðursmenn með einhvers konar
málamiðlun eru til þess eins fallnar að veikja þá
staðfestu, er sýna verður. Myrkrið verður að taka á móti
ljósinu. Lífið þrífst ekki í hálfrökkri. Boðskapur jólanna
felst í orðunum: Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður
mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum; því að
yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í
borg Davíðs.
í fagnaðarboðskap jólanna felst fyrirheit um annan
frið en þann, sem byggist á heljarfjötrum gjöreyðingar-
vopnanna. Nái þau heilögu friðarorð að skjóta rótum og
dafna meðal mannkyns alls, verður ekki lengur þörf fyrir
neitt ógnarjafnvægi. Þá mun óttinn víkja og ógn hætta að
steðja að þjóðum jafnt stórum sem smáum. Hefur miðað
í þá átt á árinu 1980? Eða er kvíðinn yfir blóðugri sókn
gegn frelsissprotanum í Póllandi á rökum reistur?
I von um að boðskapur jólanna og styrkur Guðsorðs
verði æ fleiri mönnum og þjóðum að leiðarljósi á björtum
framtíðarbrautum óskar Morgunblaðið lesendum sínum
og landsmönnum öllum gleðilegra jóla.
Blárefir til ]
NÚ FYRIR skömmu flutti íscarKo
rúmlega 300 blárefi frá Skotlandi
hinKaó tii lands og voru þeir fyrir
refabúið í Krisuvik. Læður eru 250
og karldýr um 80 talsins. Refirnir
eru keyptir frá cinu stærsta loðdýra-
búi á Bretlandseyjum, en eÍKandi
þess, John Moffat, var með 1 ferðinni.
Hann sa«ði að refirnir, sem eru
svokallaðir blárefir hefðu upphaf-
lega komið frá NoreKÍ. en hann hefði
alið slíka refi i um sex ár á búi sínu í
Skotlandi. Þetta er i annað sinn sem
Moffat selur refi hinuað til lands, f
fyrra seldi hann refi til refabúsins á
Grenivík.
Moffat sagði að hann teldi ísland
mjög vel til loðdýraræktar fallið,
vegna hins lága fóðurverðs, en taldi
að mikil nauðsyn væri á því að
Islendingar verkuðu skinn sín sjálfir í
stað þess að senda þau utan til
Skotlands í vinnslu, það væri bæði
dýrt og kæmi einnig í veg fyrir að
loðdýrabændur gætu fylgst með gæð-
um skinnanna og hvernig þau kæmu
út miðað við fóðrun. Hann sagði
einnig að skinnamarkaðurinn væri oft
anzi óstöðugur og gætu komið í hann
talsverðar sveiflur, en að íslenzk
skinn seldust yfirleitt vel á uppboð-
um- - HG.