Morgunblaðið - 17.01.1981, Page 8

Morgunblaðið - 17.01.1981, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1981 Litið inn á æfingu Þjóðleikhússins á Oliver Twist, nýju barna- og fjölskylduleikriti Strákarnir tveir sem leika Oliver á vixl, fremst á myndinni, t.v. SigurAur Sverrir Stephensen, t.h. Bðrkur Hrafnsson. Á bak við þá er hluti hópsins, sem leikur félagana á fátækraheimiiinu. Ljósm. Mbl. Emilia B. Bjðrnsdóttir. Oliver er leikinn af tveimur drengjum á víxl, þeim Sigurði Sverri Stephensen og Berki Hrafnssyni. Við hittum þá á bak við tjöldin fyrir æfingu. Sigurður var Oliver þetta kvöldið en Börkur fylgdist með. „Bæði gaman og erfitt," voru þeir sammála um. Þeir sögðust lítið kvíðnir fyrir frumsýningunni „ekki ennþá a.m.k.“. Nú bar að nokkra félaga Olivers á munaðarleysingjahælinu og voru þeir sammála Oliverunum um að leiklistin væri hið skemmti- legasta viðfangsefni. „Verst að komast ekki á skíði á næstunni," sagði einn þeirra. Aðeins ein rödd svaraði þó ákveðið játandi er blm. spurði hvort framtíðaratvinnan væri fyrirhuguð á fjölunum. „ímynd hins opin- bera gagnvart lítilmagnanumu Margar kunnar persónur úr þessu þekkta verki Dickens þutu nú um ganga bakatil. Signor Bumble var þar fyrirferðarmest- ur, þéttur á velli og valdsmanns- legur með stóran staf í hendi. Á bak við gervið er Flosi Ólafsson og hafði hann eftirfarandi að segja um Bumble: „Hann er ótrúlega mikið illmenni. Dickens nær út í honum hreina ímynd hins opin- bera gagnvart lítilmagnanum." Flosi sagði góða skemmtun að fást við Bumble. „Þá er uppfærslan góð „Þrátt fyrir ofbeldið sigrar hið góða i lokin“ Þjóðleikhúsið frum- sýnir i dag, laugardag, leik- ritið Oliver Twist eftir sögu Charies Dickens. Leikritið skrifaði Árni Ibsen og verður það barna- og f jðl- skyldusýning Þjóðieikhússins i ár. Mbl. fylgdist með æfingu á leikritinu, si. mið- vikudagskvöld og ræddi við nokkrar sögupersónur og leik- ara. Vart þarf að kynna náið sögu- þráðinn í Oliver Twist, svo kunn sem sagan er. Oliver er munaðar- leysingi, sem elst upp á hæli. Hann á þar auma vist undir harðstjórn Signor Bumbles og Madömu Corney. Oliver lendir síðar á vist hjá líkkistusmiðnum Sowerberry og verður vistin hon- um lítt betri þar og að lokum flýr hann barsmíðar og sult og freistar gæfunnar í stórborginni. Þar lend- ir hann i höndunum á gyðingnum Fagin og þjófaflokki hans og Charles Dickens er sögumaður i leikritinu. Þorleifur Hauksson ieikur Dickens. lendir m.a. i bráðum lífsháska vegna viðkynningar við óaldalið undirheimanna. Hið góða sigrar Árni Ibsen þó að lokum, eins og i öllum góðum ævintýrum og vondu mennirnir fá makleg málagjöld. Signor Bumble i ham, en Flosi ólafsson leikur þennan illgjarna mann. og einföld. Að leika með krökkun- um? Þau kunna rulluna miklu betur en ég.“ Madama Corney skammtar drengjunum á hælinu grautarslettu, Bryndis Pétursdóttir fer með hlutverk hennar. í þessu birtist Fagin. Undirför- ulsháttur og græðgi skein úr hverjum svipdrætti og áður en færi gafst á að ná viðtali við hann hafði hann fest auga á einhverju eigulegu og var rokinn með það sama. Þá gekk virðulegur maður inn ganginn. Hann var fallega hærður og góðlegur á svip og gáfum við okkur því á tal við hann. Hér var kominn sjálfur Charles Dickens, sem er sögumaður í sýningunni, en hann er leikinn af Þorleifi Haukssyni. Þorleifur sagðist ekki hafa verið á sviði áður, ef frá væri talið hlutverk í Litla Kláusi og stóra Kláusi, „en þá var ég barn að aldri. Þetta er mjög skemmtilegt hlutverk og enn skemmtilegra finnst mér að vera með og sjá hvernig þetta gengur allt fyrir sig á bak við tjöldin,“ sagði hann. Nú kallaði leikstjórinn ákveðið í hátalarakerfið að allir ættu að vera tilbúnir. Dickens og sögujjer- sónur hans hurfu inn á sviðið þar sem Oliver Twist hóf erfiða lífs- baráttu sína. Leiktjöld í uppfærslunni eru einföld og mikið er byggt á lýsingum að sögn eins Ieikarans. Leikmynd og búninga gerir Messí- ana Tómasdóttir og Kristinn Danielsson annast iýsingu. Leik- stjóri er Bríet Héðinsdóttir. „Krakkar í dag ýmsu vön“ í hléi frá æfingunni hittum við að máli Árna Ibsen. Hann leikur hiáturmildan vasaþjóf i þjónustu Fagins og skrifaði einnig leikritið, eins og áður segir: „Það er ekki auðvelt að útbúa tveggja klukku- stunda leikrit upp úr 500 bls. bók, en það vakti fyrir mér að halda mig við söguþráðinn án þess að brengla hann,“ sagði Árni. Þetta er fyrsta leikritsverk Árna hér heima, en á námsárunum i Eng- landi samdi hann nokkra einþátt- unga. . Aðspurður sagði Árni það rétt vera, að nokkurt ofbeldi væri í leikritinu og hefðu aðstandendur sýningarinnar jafnvel hugleitt að hafa aldurstakmark sýningar- gesta 5 ár. „Ég held þó að krakkar nú til dags séu ýmsu vön og ekki eins viðkvæm og við höldum. Þá er þess að geta, að síðustu árin hefur börnum nær eingöngu verið boðið upp á söngleiki. Það má a.m.k. segja að þetta er fyrsta drama- tíska leikritið sem sett er upp fyrir þau. Þrátt fyrir ofbeldið þá sigrar hið góða í lokin og vondu mennirnir fá sín maklegu mála- gjöld og ég held að börnin skynji það fyrst og frernst," sagði Árni í lokin. „Afskaplega vænt um Oliver í hvíldarherberginagar Fagin og Bill Sikes og lögðu á ráðin. Ekkert vildu þeir gefa upp um ráðabrugg sitt, en Fagin sagði ísmeygilega með sinni smámæltu röddu: „Mér þykir afskaplega vænt um Oliver litla, alveg satt góan mín.“ Á bak við gervi Fagins er Baldvin Halldórsson. Baldvin sagði hlutverkið mjög skemmti- legt. „Við Bríet leikstjóri höfum starfað lengi saman og samstarfið er gott. Þá finnst mér form sýningarinnar skemmtilegt. Það er einfalt og skilar sögunni mjög vel.“ „Göturæsið var vagga mín og þar verð ég einnig grafin," segir Nancy um örlög sín í leiknum, en hún reyndist Oliver vel á neyð- arstundu. Nancy sat og safnaði kröftum fyrir lokaátök sín í undir- heimum Lundúna er við tókum hana tali. Hún var þreytuleg og hnuggin og spurðum við Þórunni Magneu Magnúsdóttur, sem leikur hana, um álit hennar á persónu Nancyar. „Dickens nær vel túlkun- inni um að hið góða sigri ætíð í lokin i persónu Nancyar. Þrátt fyrir uppeldið og umhverfið ræður hið góða gjörðum hennar. Það er mjög gaman að leika hana.“ í lok leiksins er Madama Cotney orðin frú Bumble og gengur þá á

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.