Morgunblaðið - 17.01.1981, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 17.01.1981, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1981 „Veldu þér lit himinsiiis44 nuKleiðingar um bókina ÞÖGNIN SEM STEFNDI í NÝJA ÁTT Höfundur: Ásta Ólafsdóttir ( tncfandi: Nýlistasafnið Prentuð í Borgarprent Stærð 64 blaðsíður taldar. Ut er komin bók — ef bók skyldi kalla — fyrir Karla. Út er komið ritverk — ef ritverk syldi nefna — nafnsins vegna. Maður byrjar einn. Maður hættir fljótt einn. Maður byrjar aftur einn. Nei, þetta er ekki merkileg bók! Svo er Maður búinn með dagblöðin, liggur andvaka og hefur ekkert að gera og finnur bókina — ef bók skyldi kalla — úti í horni þar sem Hún var skilin eftir síðast. Maður opnar bókina aftur, lætur Hana aftur og dottar í nokkrar mínút- ur. Opnar augun og þarna er þá ritverkið — ef ritverk skyldi kalla — ennþá fyrir augunum á Manni. Maður nennir ekki öðru en lesa nokkrar setningar í viðbót. Gerir enn eina tilraun til að finna efnisþráðinn og sam- hengið, stílinn, upphaf og endi — en allt kemur fyrir ekki. Jú, O.K., sumar setningarnar eru nokkuð smellnar — en var nú ekki óþarfi að fylla heila bók með svona léttvægu bulli? Er þetta ekki þreytandi bók? Hlýt- ur að vera — búin að þreyta mig og svæfa nokkrum sinnum. Á Maður kannski að prófa nýja aðferð — gefa Henni enn eitt tækifærið? Er Hún þess virði — eða er Maður sjálfur svona lítils virði? Kannski er þetta allt gert með Ástu ráði — í fullu ráði? Maður fór aftur ofaní saumana á Henni, kunni þó ekkert að sauma. Maður veit auðvitað að þetta er náttúrulega hrein della og misskilningur einfaldrar konu. Að sjálfsögðu fattar Hún ekki að til þess að geta borið svona frumlega bók — ef bók skyldi kalla — á borð fyrir Mann, og ef Hún á að vera einhvers virði þá hlýtur Maður að gera þá kröfu til Hennar að Hún sé Maður með Mönnum og hafi sannað ágæti sitt og hæfi- leika á þann hátt og sem vit er í og viðurkenndur er. Hafði ekki Picasso byrjað á að stúdera hefðbundin form áður en hann gat farið ótroðnar slóðir? Kalla á konuna mína og segi henni að leggja við hlustirnar — upplifa enn eitt dæmið um að kynsystur Hennar séu kyn- bræðrum mínum langtum lakari — hafi jú aldrei kunnað að skapa nokkurn skapaðan hlut einar. Eða bara túlka gott lista- verk. Gæti Hún nefnt þó ekki væri nema einn píanóleikara af kvenkyninu sem hefði náð heimsfrægð? Ha, ég man aldrei nein nöfn — annars mundi ég nefna þér eina strax — þessa' rúMensku, nei, bandarísku, sem spiladi 3ja píanókcmsert Rach- maninovs. Sagbirðu rúmmelsku, ha, ha, ha. Þarna sérðu góða. Jæja, hlustaðu á þessa: Hefurðu laungun til að stöðva tímann og setja hann og rúmið í fast form? Langar þig til að stöðva alla hreyfingu, setja hana í áþreifanlegt form og skoða hana í bak og fyrir og reyna þar með að skilja eitt- hvað í þessu öllu saman? Erum við ekki alltaf að reyna að setja okkur í samhengi við eitthvað sem við vitum ekki hvað er, en leitum að enda- laust. Týnda tilfinningin: Sakamálasaga Mig langar til að búa til eitthvað fallegt handa þér, en þegar ég hugsa um hvað það ætti að vera, dettur mér ekk- ert í hug annað en stjörnu- bjartur himinn, nýfallinn snjór, landslag á fögrum haustdegi og fullt tungl. Frúin segir; Lestu meira. Hvað meinarðu? Viltu heyra meira? Hermann flettir yfir á biað- síðu 62 í ferðasögunni, Ragn- hildur rífur kjólinn sinn á nagla um leið og hún flækist i snúrunum sem Baldur er að leggja meðfram veggnum sem Hugrún haliar sér upp að um leið og hún flautar lagið sem Leifur kenndi henni áður en hann byrjaði að gróðursetja birkitrén sem hún Guðrún tók frá honum og faldi bak við strigarúllurnar sem Jónína var búin að leita að allan daginn. Á meðan skrifaði Ir- ena reikninga fyrir forstjóra í sömu borg og Júlíana leitaði að tjaidstæði fyrir utan hana og mætti Finnu á leiðinni sem finnur til í fingrinum. Ein- hvers staðar langt í burtu í fjarlægri heimsálfu tekur James inn vítamínpillu. Lesum meira. Eins og þú vilt. Ég trúi öllu sem mér er sagt. Ég er búin að trúa því í mörg ár að stóll heiti stóll. Það stendur líka svart á hvítu í orðabókinni, samt getur mað- ur aldrei verið viss. Ég hef lengi trúað því að sálmabók heiti sálmabók, samt gæti hún alveg eins heitið „Ástir herfor- ingjans", eða eitthvað álíka svo sem „Ferðalýsingar Gunnsteins Helgasonar" — eða „Tökum lagið". Hvað veit ég nema það sem stendur utan á henni hafi misprentast. Af hverju trúi ég alltaf öllu? Ásta Ólafsdóttir Les áfram. Ég kann að lita, teikna, klippa, móta, syngja, skrifa og dansa. Ég kann að sauma, sníða, prjóna, hekla, elda, skúra og flauta. Ég get talað glaðlega, þó líkami minn geti varla borið blýþungt hjarta mitt yfir götuna. Siðfræði: Farðu ekki ógreidd út. Burst- aðu skóna þína. Láttu ekki sjá þig svona. Hvað heldurðu fólk segp um þig? Að sjá hvernig þú málar þig. Sullaðu ekki svona. Taktu til eftir þig. Svona segir maður ekki. Girtu þig al- menniiega. Kláraðu mjólkina þína. Ekki syngja á meðan þú borðar. Vertu ekki með þenn- an fýlusvip. Vertu ekki eins og drusla. Vertu ekki að gaspra svona. Farðu úr skónum. Bjóddu góðan daginn. Ég ætla að lesa áfram. Fyrst allir eru sammála um það að þeir lesi kennslubækur annars hugar, því þá að vera að semja þær í samhengi? „Dragðu frá samhengið, ástin mín.“ Það eina sem er öruggt: við erum öll á svipuðum aldri, jafnaldrarnir. Taka niður- bældar ástríðufullar tilfinn- ingar upp á yfirborðið og hringla dálítið með þær. Og allt hitt sem ég þori ekki einu sinni að skrifa! Samband á milli fólks er í ýmsum litum. Allir gefa sér verkefni, sem eru misjöfn viðfangs. Peysur eru prjónaðar, heimsferðir farnar, börn uppaiin, helgar- maturinn framreiddur og fjöidinn aliur af fólki þraukar fram á næsta vor. Mér líður eins og manni sem horfir á spennandi mynd í sjónvarpinu en missir af meiri partinum, vegna þess að á borðinu fyrir framan hann er kaffikanna, sem hann nennir ekki að færa. Ó, tími, tími, hverju leysir þú ekki úr? Þetta skiptir allt svo litlu máli, leikurinn er bara sá að láta sem þetta sé allt svo voðalega skemmtilegt. Það geta aldrei verið fleiri gluggar á einu húsi en yfirborð þess leyfir, ha? Hvenær værir þú tilbúin til þess að taka á móti óskastundinni? Mundi maður fara beint til Kína ef maður óskaði sér þangað á óskastund eða mundi maður ráða því, hvenær ferðin yrði hafin? Tökum þessi fáu orð og röðum þeim saman, hvert orð má aðeins nota einu sinni. Öðru hvoru læði ég fingraförum hingað og þangað. Ég geng um til þess að skiija eftir mig spor. Hyljum þetta grasi og beitum á. Hugurinn reikar hljóðlega um úti á víðavangi og nærist á samanhnoðuðum minningum. Fléttum saman tré í skóg. Ekki slökkva á aðdráttaraflinu í kvöld, krútt- ið mitt. Það hefur ekki verið sögð saga af því þegar allur ævintýraheimurinn hittist ör- lítið vestan við Dettifoss. Grunnhygginn kafari með sundgleraugu og sundfit. Er hægt að sýna allar tegundir af lofthræðslu í leikhúsum? í draumum? „Vítaspyrna", öskraði fuglinn og reif í sig fjólublátt baðmullarský. Hann leit niður til mín og fannst sjálfsagt að allir hlutir hefðu gulan blæ vegna sársaukans í hjarta hans. Læknirinn leit ofan í lækinn og fann töskuna sina og hlustaði. Það væri kannski athugandi fyrir Guð að reyna að raða skýjunum sínum aðeins betur. Af hverju er ekki nóg að kunna ekki neitt, vita ekki neitt og viija ekki neitt? Sýnikennsla í um- hugsun og ákvarðanatöku. HVERNIG GETUM VIÐ VERIÐ SVONA RÓLEG, ÞEGAR VIÐ VITUM EKK- ERT HVAÐ MUN HENDA OKKUR Á NÆSTUNNI? Maður heldur áfram að lesa upp úr Henni. — Hvað er atarna? Dálítið áhugasamt — eða hvað finnst þér? Djöfull er Hún annars góð! Bókin lesin upp til agna. Smátt og smátt fattar Maður að bókin hittir í mark. Staðan í hálfleik 1:1 fyrir Kon- una. Já, nú man ég hvað hún heitir þessi bandaríska. Hún heitir Barbara Nissman. Hans Kristján Árnason Maður og kona. Mis- munur kynjanna. Mað- urinn: háfættur, búk- stuttur, voðvamikill, grannvaxinn, herða- breiður, mjaðmamjór, dimmraddaður, höfuð- stór og heilaþungur (1.500 g). Athafnasam- ur. skapandi og harð- snúinn (a); hefur krafta i kögglum (b); fíkinn i að berjast til fjár og frama (c). Konan: Lág- fætt, hrygglöng, vöðva- rýr, feitlagin, mjaðma- breið, mjóróma, höfuð- lítil, heilalétt (1.250 g), ekki gefin fyrir að brjóta nýjar leiðir, frjósöm, óeigingjörn, blíðlynd, helgar börn- um og heimili krafta sína. Frá Austur-Þýzkalandi barst okkur bréf stúlku sem óskar eftir pennavinum íslenzkum. Hún starfar við skóla og hefur áhuga á frímerkjum, en getur ekki um aldur: Steffi Krause, 1422 Henningsdorf, Hradekerstrasse 16, DDR. Frá Eistlandi, sem á sínuin tíma var innlimað í Sovétríkin, barst bréf frá 31 árs gömlum manni, sem segist skrifa ýmist á ensku, rússnesku og eistnesku, auk þess kann hann hrafi í þýzku og finnsku. Hann hefur mörg áhugamái, m.a. safnar hann hljómplötum og segist vilja skipta á piötum. Vili hann senda fjórar plötur með kiassískri tónlist fyrir hverja popptónlistarplötu sem honum berst: Ain Joonuks, Faehlmanni 25-a-2, 202330 Rakke, Estonia, USSR. Ekki verður hjá því komist að birta nöfn nokkurra ungmenna í Ghana sem óska eftir pennavinum á íslandi, því þaðan berast mörg bréf. Við birtum hér nöfn og heimilisföng þriggja þarlendra ungmenna, drengja á aldrinum 14 til 17 ára. Áhugamál þeirra eru af ýmsum toga: Jude Abaka (14), P.O. Box 955, Cape Coast, Ghana, W-Africa. Augustine Blankson (16), c/o Algred Sarpong, P.O. Box 90, Cape Coast, Ghana. Thomas Wilibergoree (17), P.O. Box 1041, Cape Coast, Ghana.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.