Morgunblaðið - 17.01.1981, Side 22

Morgunblaðið - 17.01.1981, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1981 E1 Salvador: Gotera á ný á valdi stjórnarhersins San Salvador. 16. janúar. AP. STJÓRNARHERINN I E1 Salva- dor hefur náð á sitt vald Gotera, höfuðborg Morazanhéraðs. Um 800 stjórnarhermenn studdir af orustufluKvélum náðu hortfinni á sitt sitt vald í morgun eftir KÍfurleKa harða hardaga. Skæru- liðar náðu borxinni á sitt vald fyrr í vikunni eftir að um 100 manna her kom á land í suður- hluta landsins frá Nicaragua. Að sóun stjórnarinnar þá tókst her- liði hennar að tvístra innrásarlið- inu ojf féllu flestir skæruliða. Herlög úr gildi á Filipseyjum Manila. Filipseyjum. 16. jan. AP. FERDINAND E. Marcos, for- seti Filipseyja, tilkynnti í dag áð hann ætlaði að fella herlög úr gildi í landinu á morgun. Marcos er æðsti maður her- stjórnarinnar sem setið hefur við völd í 8 ár. Hann kvaðst áfram ætla að sitja við völd í bráðabirgðastjórn og koma á fullu lýðræði á Filipseyjum að nýju árið 1984. IHtáðl ERLENT Enn er barist í útjaðri Gotera. Talið er að yfir þúsund manns hafi fallið frá því skæruliðar hófu „lokasókn" sína fyrir fimm dög- um. Leiðtogar vinstri sinna segja, að skæruliðar séu nú að meta árangur þess sem nú er kallað „fyrsta stig lokasóknarinnar". Fréttamaður Newsweek tímarits- ins særðist alvarlega í átökunum í Gotera. Fyrr í vikunni beið brezk- ur sjónvarpsmaður bana þegar bíll hans ók á jarðsprengju. Þá særðust tveir Bandaríkjamenn, fréttamenn Time og Newsweek. Stjórnvöld í E1 Salvador segjast nú hafa öll völd í landinu og að skæruliðar hefðu verið reknir til fjalla. Stjórnvöld í Nicaragua hafa neitað ásökunum um að láta skæruliðum í E1 Salvador vopn í hendur. Síðastliðinn miðvikudag varð minniháttar jarðskjálfti á Italiu. Þá hrundi elliheimiii til grunna og fórust átta gamalmenni og ein nunna. Húsið hafði skemmst verulega i jarðskjáiftunum miklu. Stjórnarkreppa í Berlín Frá Thomasi Móller, fréttaritara Mbl. í Berlin 16. jan. I GÆRKVÖLDI sagði Dietrich Stobbe borgarstjóri Berlínar af sér og leysti upp ráðuneyti sitt. Fjórum klukkustundum áður höfðu farið fram leynilegar kosn- ingar þar sem samþykkja átti val borgarstjórans á fimm nýjum ráðherrum í stað þeirra sem sögðu af sér í siðustu viku vegna fjármálahneykslis sem upp kom i desember sl. Fjórir hinna nýju ráðherra voru felldir í kosningum þessum. Úrslit kosninganna í gær og afsögn Stobbe komu mjög á óvart og fjölluðu allar útvarps- og sjón- varpsfréttir hér í gærkvöldi um þennan atburð og dagskrám var breytt til umfjöllunar um málið. Daginn áður en kosningin fór fram höfðu allir þingmenn Sósíal- demokrata og Frjálslyndra, alls 72 talsins, sem saman stjórnuðu Berlín, lýst því yfir að þeir myndu styðja Stobbe í kosningunum. En þegar á hólminn kom gengu allt að 10 stjórnarliðar til liðs við stjórn- arandstöðuna, CDU. Orsakir stjórnarkreppunnar Hermenn frelsissveita Afgana hafa átt i vök að verjast gegn fallbyssuþyrlum Sovétmanna. Anwar Sadat, forseti Egyptalands. hefur hafið sendingar á Sam-7 eldflaugabyssum til að granda þyrlum Sovétmanna. Á mynd ÁP sést hvar afgönskum frelsishetjum hefur tekist að skjóta niður sovéska þyrlu við Salang-þjóðveginn, sem liggur til norðurs frá Kabúl. eru, sem fyrr segir, að leita til fjármálahneykslis í tengslum við byggingarfyrirtæki í Berlín. Eig- andi þess fyrirtækis er meðlimur í Frjálslyndaflokknum og hefur greitt töluverðar fjárhæðir í kosn- ingasjóði flokksins. Borgarstjórn- in gekk í ábyrgð fyrir 115 milljón Marka lánum sem fyrirtækið tók til að fjármagna byggingarfram- kvæmdir í mið-austurlöndum. Ábyrgð þessi var veitt fyrirtækinu án þess að borgarstjórnin færi fram á nákvæma skoðun reikn- inga og fjárhagsstöðu þess enda varð fyrirtækið gjaldþrota í des- ember sl. Er ljóst var að skattgreiðendur í Berlín urðu að greiða áður nefnd- ar 115 milljónir Marka sögðu fimm ráðherrar í samsteypustjórn SDP og FDP af sér, þ.e. allir þeir ráðherrar sem eitthvað voru tengdir þessu stærsta fjármála- hneyksli í sögu Berlínarborgar. Með afsögn þessara manna og ráðningu annarra í þeirra stað taldi borgarstjórinn að málið væri leyst en nokkrir samflokksmanna hans voru ekki á sama máli eins og kom fram er samþykkja átti val hinna nýju ráðherra í gær. Nýjar kosningar? Strax eftir að fréttirnar um fall stjórnarinnar bárust komu nokkr- ir helstu áhrifamenn SDP og FDP stjórnarinnar í Bonn til Berlínar, þar á meðal Willy Brandt, og leggja flokkarnir ríka áherslu á það að mynda nýja stjórn sem fyrst. Ef ekki tekst að mynda nýja stjórn innan 21 dags þá verður efnt til nýrra kosninga. Helstu talsmenn CDU hafa krafist þess að kosningar verði haldnar sem fyrst aðeins það gæti hreinsað loftið fyrir nýrri byrjun í stjórn- málasögu borgarinnar. Sumir halda því fram að núverandi meirihluti SDP/FDP sé ekki leng- ur fyrir hendi. Að borgarstjórnin hafi svikið öll loforð frá síðustu kosningum og hafi eyðilegt áhrif Berlínarborgar út á við. Bent er sérstaklega á hrikalegt ástand í íbúðarmálum borgarinnar sem meðal annars kom fram í hörðum götubardögum milli lögreglunnar og íbúðalauss ungs fólks sem hefur tekið tómar íbúðir trausta- taki. Hefur aðalgata Berlínar hvað eftir annað í haust og vetur verið líkust vígvelli og hundruðir verslana hafa verið skemmdar eða rændar. Framkvæmdastjóri CDU, Geissler benti á það í umræðu- þætti í sjónvarpi í gær að í stjórnartíð SDP/FDP hafi 3 borg- arstjórar og 20 ráðherrar þurft að segja af sér vegna ýmiss konar hneykslismála og að flest fjár- málahneyksli í Þýskalandi á und- anförnum árum hafi verið tengd þessum tveimur flokkum. Slík „afrekaskrá" veiki trú fólks á lýðræðiskerfinu og eyðileggi álit Berlínarborgar sem „sýningar- glugga" hins vestræna lýðræðis. Því sé eina lausnin sú að efnt verði til nýrra kosninga. Óvíst er hvað framundan er í stjórnmálum Berlínar en atburð- urinn í gær var sögulegur að því leytinu til að í fyrsta skipti í langan tíma greiddu þingmenn atkvæði gegn sínum eigin flokki á úrslitastund en þess í stað sam- kvæmt eigin samvisku. Formaður þingflokks CDU í Berlín sagði er úrslitin voru kunn í gær: „Þetta var augnablik þingræðisins." Þetta gerðist 1337 — Páfastóll fluttur aftur til Rómar frá Avignon. 1562 — Michel de THopital birtir St. Germain-tilskipunina, sem við- urkennir Húgenotta í Frakklandi. 1595 — Hinrik IV af Frakklandi segir Spánverjum stríð á hendur. 1601 — Lyon-sáttmáli Frakklands, Spánar og Savoy. 1746 — Orrustan við Falkirk. Karl Játvarður Stúart prins sigrar Breta. 1759 — Austurríkismenn segja Prússum stríð á hendur. 1852 — Transvaal verður lýðveldi með Sandársamningnum. 1893 — Frakkar og Rússar gera bandalag - Haw»--; lýðveldi. 1817 — Bandaríkjamenn kaupa Jómfrúreyjar af Dönum fyrir 26 milljónir dala. 1945 — Varsjá frelsuð. 1948 — Holland og lýðveldið Indó- nesía undirrita vopnahlé. 1954 — Milovan Djilas rekinn úr júgóslavneska kommúnistaflokkn- um. 1959 — Senegal og Franska-Súdan mynda sambandsríkið Mali. 1969 — Jan Palach brennir sig til bana í Prag. 1974 — Samkomulag ísraels- manna og Egypta um aðskilnað herja við Súez-skurð. 1978 — Friðarviðræður utanríkis- ráðherra ísraels, Bandaríkjanna, og Egyptalands hefjast í Jerúsal- em. 1980 — Bandarískir fréttaritarar reknir frá Afghanistan. Afmæli: Leonard Fuchs, þýzkur eðlisfræðingur (1501 — 1566) — Pí- us páfi V (1504-1572) - Pedro Cáiúerón de la Barca, spænskur leikritahöfundur (1600—1681) — Benjamin Franklin, bandarískur stjórnmálaleiðtogi (1706—1790) — Anton Chekov, rússneskt leikskáld (1860-1904) - David Lloyd- George, brezkur stjórnmálaleiðtogi (1863-1945) - David Beatty, brezkur flotaforingi (1871—1936) — Compton Mackenzie, brezkur rithöfundur (1873—1972). 17. janúar Andlát: 395 Theodosius keisari. Innlent: 1752 d. Hjalti próf. Þor- steinsson. — 1783 Landfógetaemb- ættið stofnað — 1817 Konungs- úrskurður um styrki til landbúnað- arnáms í Danmörku — 1850 „Pere- atið“ í Lærða skólanum — 1866 f. Jóhannes Jóhannesson alþm. — 1881 d. Sveinn próf. Níelsson — 1896 Nýtt leikfélag hefur sýningar í GT-húsinu — 1914 Stofnfundur Eimskipafélags fslands — 1939 LÍÚ stofnað — 1942 Ráðherrar Alþýðuflokks segja sig úr Þjóð- stjórninnj _ 1957 Fjórðungs- sjúkrahúsið á Neskaupstað vígt — 1968 Leigubílstjóramorðið við Rauðalæk — 1975 Þyrluslysið á Kjalarnesi þegar sjö fórust — 1977 d. Ríkarður Jónsson — 1905 f. Björn Sigfússon. Orð dagsins: Stundum hendir það menn að hrasa um sannleikann, en flestir brölta þó hið skjótasta á fætur og flýta sér í burtu eins og ekkert hafi í skorizt — Winston Churchill (1874-1965). Rúmenía: Barinn til ólífis fyrir að dreifa Biblíunni Stokkhólmi, 16. janúar. AP. TÆPLEGA þrítugur Rúmeni var barinn til ólífis af rúm- enskum lögreglumönnum fyrir að dreifa Biblíunni. Slavneskur trúboði, Vilgot Fritzon, skýrði fréttamanni AP í Stokkhólmi frá þessu í dag. Rúmeninn, sem mis- þyrmt var svo hroðalega, var kvæntur og tveggja barna faðir. Atvik þetta átti sér stað skömmu fyrir áramót. Að sögn Fritzon, voru alls um 20 manns teknir og yfirheyrðir af rúmenskum lögreglumönnum fyrir áramótin, en áður hafa rúmenskir lögreglumenn látið dreifingu Biblíunnar afskipta- lausa. Fritzon segir, að upphaf máls þessa megi rekja til atviks, sem átti sér stað í október síðast- liðnum, en þá tóku sovéskir lögreglumenn nokkra Rúmena fasta fyrir að dreifa Biblíunni í Sovétríkjunum. Svo virðist sem sovéskir lögreglumenn hafi knúið Rúmena til að bregðast hart við dreifingu heilagrar ritningar. Það næsta sem gerðist að sögn Fritzon, var að rúmenskir ferða- menn á leið í leyfi til Sovétríkj- anna voru stöðvaðir í bænum Succava í Rúmeníu. Rúmensku lögreglumennirnir gerðu eintök af Biblíunni, sem ferðamennirnir höfðu meðferðis, upptæk og mis- þyrmdu fjórum ferðalanganna svo illa, að þeir voru vart þekkjanlegir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.