Morgunblaðið - 17.01.1981, Qupperneq 28
HVAD ER AÐ GERAST UM HELGINA?
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1981
MYNDLIST:
A. Paul Weber
í Djúpinu
Um þessar mundir stendur yfir
í Galleri Djúpinu við Ilafnarstræti
sýninK á verkum A. Paul Webers,
sem lést í nóvember sióastliðnum.
Þetta er fyrsta sýning á verkum
þessa þýska grafíklistamanns eftir
lát hans og þar gefur að líta 26
litógrafíur frá ýmsum tímum. Sýn-
ingin stendur til mánaðamóta og er
opin daglega frá kl. 11—23.
Ein af litógrafium A. Paul Webers
i Djúpinu.
REGNBOGINN:
Sólbruni
- Ný bandarísk mynd
í gær frumsýndi Regnboginn
nýja bandariska litmynd, Sól-
bruna. í aðalhlutverkum eru
þokkadísin Farrah Fawcett.
Charles Grodin og Art Carney.
Leikstjóri er Richard C. Sara-
fian.
Myndin fjallar um viðureign og
hörkuátök harðsnúinna trygg-
ingasvikara og djarfra einkaspæj-
ara sem láta sér heldur ekki allt
fyrir brjósti brenna.
Farrah Fawcett
Á ómagahælinu eru munaðarleysingjarnir hálfsveltir. Það kemur i
hlut Olivers að biðja um meiri graut.
A FJOLUNUM:
Þjóðleikhúsið frum-
sýnir Oliver Twist
Á MORGUN kl. 15.00 frumsýnir Þjóðleikhúsið leikgcrð Árna Ibsens
á hinni viðlesnu sögu Charles Dickens um Oliver Twist. Leikstjóri er
Briet Héðinsdóttir. en leikmynd og búningar eru eftir Messíönu
Tómasdóttur og lýsinguna annast Kristinn Daníelsson.
Fjöldi leikara kemur fram í
þessu verki um góðhjartaða mun-
aðarlausa drenginn sem bjargast
eftir mikla hrakninga á ólgusjóum
mannlífsins. Tveir drengir, Börkur
Hrafnsson og Sigurður Sverrir
Stephensen, leika Oliver á víxl.
Flosi Ólafsson leikur hr. Bumble,
umsjónarmann ómagahælisins,
Bryndís Pétursdóttir leikur mat-
ráðskonu hælisins sem verður
eiginkona hr. Bumble, Jón S.
Gunnarsson leikur útfararstjór-
ann, Baldvin Halldórsson leikur
Fagin, þann lævísa skúrk, Erling-
ur Gíslason leikur Bill Sikes,
Þórunn Magnea Magnúsdóttir
leikur Nancý, Ævar R. Kvaran
leikur góðhjartaða gamla mann-
inn sem kemur Oliver til bjargar
og Valur Gíslason leikur vin hans.
Önnur sýning á Oliver Twist er
á morgun kl. 15.00.
Sýning Þjóðleikhússins á Blind-
isleik eftir Jón Ásgeirsson og
Jochen Ulrich hefur hlotið afar
góðar undirtektir leikhúsgesta og
hefur verið húsfyllir á flestum
sýningum til þessa. Gagnrýnendur
hafa allir borið mikið lof á sýning-
una í heild og hafa m.a. hvatt fólk
til þess að missa ekki af þessum
viðburði. Og nú fer hver að verða
síðastur að sjá sýninguna, því þeir
erlendu dansarar sem fara með
aðalhlutverk hverfa brátt af land-
inu. Með aðalhlutverkin fara
Michael Molnar, Conrad Bukes og
Ingibjörg Pálsdóttir, en auk þeirra
fara dansarar Islenska dans-
flokksins með hlutverk sem og
fjöldi annarra dansara. Leikmynd
og búningar eru eftir Sigurjón
Jóhannsson, en Kristinn Daníels-
son sér um lýsinguna. Það er
Sinfóníuhljómsveit íslands sem
leikur undir stjórn Ragnars
Björnssonar. Sýningar á Blindis-
leik verða bæði í kvöld og annað
kvöld.
u
LAUGARÁSBÍO:
sama tíma að ári
í fyrradag frumsýndi Laugarásbíó nýja bandaríska kvikmynd, Á
sama tíma að ári. sem gerð er eftir samnefndu leikriti er sýnt var í
Þjóðleikhúsinu fyrir rúmum tveimur árum. Aðalhlutverk leika Alan
Alda (Spítalalíf) og Ellen Burstyn.
Myndin segir frá manni, George, og konu, Doris, sem hittast fyrir
tilviljun á hóteli í Norður-Kaliforníu árið 1951.
Hún er þarna stödd á trúar-
samkomu, hann í viðskiptaerind-
um, bæði hamingjusamlega gift,
en allt í einu eru kynni þeirra
orðin náin. Og þau ákveða að
hittast á sama stað á sama tíma
að ári liðnu. Þannig gengur þetta
og brugðið er upp myndum af
samfundum þeirra með vissu
millibili næsta aldarfjórðunginn.
Hagir þeirra hafa mikið breyst á
þessum tíma og aldurinn færist
yfir þau.
Alan Alda og Ellen Burstyn í
hlutverkum sínum í myndinni
MYNDLIST:
Sýningu Kristins Guðbrands
Harðarsonar lýkur um helgina
Á morgun lýkur sýningu Krist-
ins Guðbrands Harðarsonar í
Ásmundarsal við Freyjugötu. Á
sýningunni eru um 20 myndverk.
Kristinn er fæddur í Reykjavík
árið 1955 og útskrifaðist úr
Myndlista- og handíöaskóla ís-
lands vorið 1977. Þetta er önnur
einkasýning Kristins, en hann
hefur einnig tekið þátt í nokkrum
samsýningum. Sýningin í Ás-
mundarsa! er opin í dag og á
morgun frá kl. 16—22, en henni
lýkur annað kvöld.
LEIKFELAG REYKJA VIKUR:
Grettir, Rommí og Ofvitinn
1 kvöld verður 10. sýning á Gretti í
Austurbæjarbíói og hefst hún á
miðnætti. Góð aðsókn hefur verið á
miðnætursýningarnar og undirtektir
afbragðsgóðar. Höfundar verksins
eru þeir Þórarinn Eldjárn, Ólafur
Haukur Símonarson og Egill Ólafs-
son úr Þursaflokknum, en hljómsveit-
in tekur öll þátt í sýningunni. Sextán
leikarar, söngvarar og dansarar koma
fram en titilhlutverkið er í höndum
LEIKFELAG KOPA VOGS:
64. sýning á Þorláki þreytta
í kvöld verður 64. sýning Leikfélags Kópavogs á Þorláki þreytta og verður
sýningum haldið áfram á meðan aðsókn helst eins og verið hefur.
Leikfélag Kópavogs hefur nú tekið í notkun sjálfvirkan símsvara sem
opinn er allan sólarhringinn og tekur á móti pöntunum. Eins og fyrr segir
ræðst það af aðsókninni hvað Þorlákur verður lífseigur á fjölunum í
Kópavogi, en ákveðið hefur verið að sýna hann „ef þörf krefur, jafnframt
Leynimelnum sem frumsýndur verður í næsta mánuði.
Kjartans Ragnarssonar. Leikstjóri er
Stefán Baldursson.
í Iðnó er sýning á verðlaunaleik-
ritinu Rommí eftir Bandaríkja-
manninn D.L. Coburn en þar fara þau
Gísli Halldórsson og Sigríður Haga-
lín á kostum í hlutverkum roskins
fólks á elliheimili sem styttir sér
stundirnar við spilamennsku. Sýn-
ingar á Rommí eru nú að nálgast 40.
Leikstjóri er Jón Sigurbjörnsson.
Annað kvöld er svo Ofvitinn á
fjölunum, en þetta vinsæla verk
Þórbergs Þórðarssonar og Kjartans.
Ragnarssonar virðist ætla að verða
með langlífari sýningum Leikfélags-
ins. Þær breytingar hafa nú orðið á
hlutverkaskipan, að Guðrún Ás-
mundsdóttir hefur tekið við hlutverki
Valgerðar Dan en aðrir leikarar eru
þeir sömu og verið hafa. Það eru Jón
Hjartarson og Emil G. Guðmundsson
sem fara með hlutverk ofvitans.
Fjórar sýningar opnaðar í dag
FJÓRAR sýningar verða opnað-
ar f dag að Kjarvalsstoðum og
þar af eru þrjár erlendar far-
andsýningar. I Kjarvalssal eru
sýndar myndir eftir sænska mál-
arann Carl Frederik IIill, sem
uppi var um síðustu aldamót og
þykir með sérsta-ðustu lista-
mönnum Svía. Á göngunum eru
grafíkmyndir eftir 10 hollenska
listamenn og sýning á nútíma-
legum skartgripum eftir 19
landa þeirra. Loks er að geta
sýningar hópsins „Vetrarmynd-
ar“, sem er fjölbreytt i sniðum,
enda eru hér með verk ólíkra
myndlistarmanna.
Sænski myndlistarmaðurinn
Carl Frederik Hill þjáðist af
geðsjúkdómi síðustu þrjátíu ár
ævi sinnar og varðveist hefur
fjöldi teikninga frá sjúkdómsár-
um hans, sem hvarvetna hafa
vakið mikla athygli. Hill skipar
sess meðal fremstu landslagsmál-
ara Svía, að því er Elín Benedikts-
dóúir fulirí! sa?ði Verk hans
þykja fara nærri nútímalist og
höfðu áhrif á seinni tíma lista-
menn, m.a. Picasso. Á sýningunni
eru 76 teikningar, sem allar eru í
eigu listasafnsins í Malmö en
sýningin kemur hingað frá Hel-
sinki, fyrir milligöngu Svenska
Institutet og sænska sendiráðsins
á íslandi. Göran Christenson,
starfsmaður listasafnsins í
Malmö, hefur haft umsjón með
uppsetningu sýningarinnar, en
sýningin var fyrst sett upp í París
í tilefni heimsóknar sænsku kon-
ungshjónanna þangað. Héðan fer
hún til Færeyja, Englands og
írlands.
Hollenska skartgripasýningin
er mjög nýstárleg en gripirnir eru
gerðir úr silfri, plasti, áli og kopar
og oft notuð fleiri en eitt efni í
sama djásnið.
„Grafík frá landi Mondriaans"
nefnist grafíksýningin og þar eru
verk eftir 10 hollenska listamenn,
öll frá síðasta áratug. Er hér
aðallega um að ræða sáldþrykk,
að því er Hans Kristján Árnason,
vararæðismaður Hollands, sagði,
en sýningin kemur hingað fyrir
milligöngu ræðismannsskrifstofu
Hollands í Reykjavík á vegum
hollenska menntamálaráðuneyt-
•sins.
Sýningarnai' ílifa báðar farið
víða um heim og þess má geta aó
Iscargo bauðst til þess að flytja
verkin frá Rotterdam og til baka
aftur endurgjaldslaust.
Sýningarnar þrjár standa til 15.
febrúar og er aðgangur ókeypis.
Loks er að geta sýningar hóps-
ins „Vetrarmyndar" í vestursal.
Þar sýna Baltasar, Bragi Hann-
esson, Einar Þorláksson, Haukur
Dór, Hringur Jóhannesson, Leifur
Breiðfjörð, Magnús Tómasson, Ní-
els Hafstein, Sigríður Jóhanns-
dóttir, Sigurður Örlygsson og Þór
Vigfússon ný verk.
Á sýningu „Vetrarmyndar" er
91 verk, flest unnin á sl. tveimur
árum, olíumyndir, krítarmyndir,
teikningar, vefnaður og skúlptúr,
auk mynda sem unnar eru með
blandaðri tækni.
Skartgripir á hollensku sýningunn
Sex af ellefu myndlistarmönnum sem sýna með „Vetrarmynd“ f
vestursal Kjarvalsstaða (f.v.): Sigurður Örlygsson, Baltasar. Hringur
Jóhannesson, Sigrfður Jóhannsdóttir, Leifur Breiðfjörð og Magnús
Tómasson.
Göran Christenson, starfsmaður listasafnsins f
Malmö, heldur hér á mynd eftir sænska myndlistar-
manninn Carl Frederik Hill. Með honum á mynd-
(nni eru Elin Benediktsdóttir, fulltrúi i sænska
sendiráðinu, og Esbjörn Rosenblad sendiráðunaut-
KJAR VALSSTAÐIR: