Morgunblaðið - 17.01.1981, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1981
31
Grímur Guttormsson:
Laxveiðar Færeyinga
Svar við skrifum Jakobs V. Hafstein
Jakob V. Hafstein, lögfræð-
ingur, hefur skrifað í Morgun-
blaðið 2 greinar um laxveiði í
hafinu við Grænland og norður
af Færeyjum. í fyrri grein sinni,
birt 1. nóv. 1980, segir Jakob
m.a.: „ Allur lax sem Færey-
ingar veiða á þessu hafsvæði er
alinn upp í ám annarra landa,"
... „en ekki einn einasti í ám í
Færeyjum. Það er vægt til orða
tekið þó sagt sé að hér sé um
fiskræktarlegan ránsfeng að
ræða.“ Þetta er algjörlega úr
lausu lofti gripið.
í Færeyjum eru allt að fjórar
ár þar sem laxarækt fer fram,
árnar sem renna í Leynavatn og
Mjáuvötn í Kollafjarðardali, áin
í Saksun og Fjarðará í Skála-
botni. Mikill laxastigi hefur
verið reistur í Leynará, styrktur
af opinberu fjármagni og byggð-
ur samkvæmt norskri fyrir-
mynd.
í þessar ár hefur verið sleppt
miklu magni af færeyskum og
íslenskum laxaseiðum allt frá
árinu 1947. Seiði þessu eru af
stærðinni 15—20 cm. Þetta er
samkvæmt skýrslu sem birtist í
ársfjórðungsblaðinu „Sjómaður-
in“, 4. tbl. 1972 (sjá töfluna).
ár tal aldur uppruni
1947 20.000 nýklakt Island
1948 20.000 — —
1949 20.000 — —
1950 20.000 — —
1951 20.000 — —
1959 7.000 — —
1963 5.000 sumarg. —
1964 10.000 nýklakt Færeyjar
1965 10.000 — —
1966 1967 0 3.300
1967 500 smolt ísland
1968 20.000 nýklakt ísland +
1969 25.000 Færeyjar
1970 20.000 — —
1971 30.000 — —
1972 50.000 — —
% **
Grimur Guttormsson
Það má benda Jakobi á að
þessi seiði eru ræktuð í þremur
klekistöðvum í Færeyjum. I
byggingu er hin fjórða klekistöð
og á hún að geta framleitt 500
þús. seiði árlega. Svo og er
fyrirhugað að byggja 2 í viðbót.
Framleiddi ein klekistöðin u.þ.b.
200 þús. laxahrogn í ár. Svipuðu
magni var sleppt úr stöðinni í
fyrra og 20 þús. seiðum. 1977, ’78
og ’79 var 13.600 löxum sleppt í
sjóinn. Þeir voru ómerktir. 1980
var 5153 merktum löxum sleppt
úr klekistöð. Lögmaður Færey-
inga drap nýlega á það í ræðu
sinni að miða skuli við að sleppa
út á næstu árum 1 Vfe milljón
löxum frá ræktarstöðvunum.
Af útlendum laxi sem veiðst
hefur við Færeyjar hafa aðeins
3 verið merktir Islandi, þar af
veiddist einn í stöðuvatni.
Laxveiðiskipið Jens Chr.
Svabo veiddi allt fram til ársins
’75 4000 laxa, þar af voru 14
merktir en enginn frá íslandi.
1978 höfðu Færeyingar veitt
89 merkta laxa og voru aðeins
tveir þeirra merktir Islandi.
Jakob talar um að færeyskar
ár framleiði engan lax sjálfar og
að Færeyingar séu nýbyrjaðir á
fiskrækt og fiskeldi.
Ég hef nú þegar nefnt 4 ár
sem mikið laxagengi er í og vil
taka fram að Færeyingar hófu
laxarækt og laxaeldi 1947, sbr. 4
tbl. af „Sjómaðurin".
Væri það Jakobi hollast að
hann kynnti sér í framtíðinni
staðreyndir mála áður en hann
ásakar menn um „fiskræktar-
legan ránsfeng“, eins og það er
orðað í grein hans.
Mikið af laxaseiðum kemur
frá öðrum löndum til beitar-
stöðvarinnar við Færeyjar þar
sem hann dvelur í 3—4 ár. Góð
beitarlönd eru frumskilyrði þess
að seiðin geti einhvern tímann
orðið fullvaxta lax.
Því getur það alls ekki talist
óeðlilegt að Færeyingar áskilji
sér rétt til þess að veiða hluta af
þeim laxi sem þar hefur vaxið
upp.
Uppistaðan af laxinum veidd-
um við Færeyjar er færeyskur
lax. Af merktum laxi við Fær-
eyjar merktum 1.953 og hafa 91
merktir laxar verið veiddir aft-
ur. Hafa þeir m.a. veiðst við
Noreg, England og írland en
Laxar merktir íslandi. veiddir aftur i Færeyjum
ís. 4401 sleppt 23.6.66 í Hæðalæk
Veiddur á línu 1.7.68 við Færeyjar
ís. 700 sleppt vorið ’74 í Kollafirði
Veiddur á línu 28.7.75 við Færeyjar
ís. 3288 sleppt 21.5.74 í Kollafirði
Veiddur á stöng 10.9.75 í Leynavatni
18,6 cm.
85 cm og 5,5 kg.
16,9 cm.
17,4 cm.
59 cm og 2,45 kg.
Umhleypingar og ógæftir
hjá Vestfirðingum í des.
DESEMBER einkcnndist af
miklum umhleypingum og
ógæftum. Þorskveiðibann var
hjá bátunum frá 20. desember
til áramóta. en fram að þvi gaf
aðeins í 8—10 róðra vegna
ógæfta. Sæmilegur afli var þó,
þegar gaf til róðra. Togararnir
voru einnig i banni hluta
mánaðarins. þar sem þeim var
gert að stöðva þorskveiðar í 18
daga á timabilinu frá 20. nóv-
ember til áramóta. Fengu þeir
flestir ágætan afla i byrjun
mánaðarins. en siðari hlutann
var afli mjög misjafn, segir i
yfirliti frá skrifstofu Fiskifé-
lagsins á ísafirði.
I desember stunduðu 13 (12)
togarar og 17 (25) bátar botn-
fiskveiðar frá Vestfjörðum, og
réru bátarnir allir með línu.
Heildarafli mánaðarins var
5.651 lest, en var 6.655 lestir á
sama tíma í fyrra. Afli bátanna
var 832 lestir í 123 róðrum eða
6,8 lestir að meðaltali í róðri. í
fyrra var desemberafli bátanna
2.657 lestir í 332 róðrum eða 8,0
lestir að meðaltali í róðri.
Aflahæsti línubáturinn í des-
ember var Ólafur Friðbertsson
frá Suðureyri með 91,9 lestir í
10 róðrum, en í fyrra var
Garðar frá Patreksfirði afla-
hæstur í desember með 154,3
lestir í 15 róðrum. Júlíus
Geirmundsson frá ísafirði var
aflahæstur togaranna í desem-
ber með 520,0 lestir, en í fyrra
var Páll Pálsson frá Hnífsdal
aflahæstur með 426,4 lestir.
Aflahæsti línubáturinn á
haustvertíðinni varð nú Ólafur
Friðbertsson frá Suðureyri með
444,2 lestir í 62 róðrum en í
fyrra var Orri frá ísafirði
aflahæstur á haustvertíð með
645,6 lestir í 69 róðrum.
enginn við Island, (sjá kort I).
Þetta sýnir að íslenski laxinn
ferðast ekki til Færeyja að
neinu magni.
Þann 27. ág. 1980 gaf Lögþing
Færeyinga út reglugerð um lax-
veiði og brot á þeim reglum eru
missir veiðiréttinda og afli og
veiðarfæri gerð upptæk.
Jakob talar um „fiskræktar-
legan ránsfeng" Færeyinga.
Rússar hafa veitt merktan fær-
eyskan lax en ekki hafa Færey-
ingar brígslað Rússum um „fisk-
ræktarlegan ránsfeng". En eins
og máltækið segir: „Frændur
eru frændum verstir".
Grímur Guttormsson
Þorkell Guðjónsson Jónatan Ágúst Helgason
Myndabrengl urðu með minningargreinum í blaðinu í gær.
Mynd af Þorkeli Guðjónssyni birtist með grein um Jónatan
Ágúst Helgason og öfugt. Biðst blaðið velvirðingar á
þessum mistökum.
Byggt yfir Tjald
Stykkishólmi, 15. janúar. 1981.
NÚ EFTIR áramótin var lokið við
að byggja yfir vélbótinn Tjald fró
Rifi i skipasmíðastöðinni Skipa-
vik. en unnið hafði verið að
yfirbyggingunni nú f haust.
Byggt er alveg yfir bátinn, til að
hlífa mönnum á dekki við vinnu
þeirra, og var báturinn settur niður
í fyrradag og fór hann í fyrstu
veiðiförina í dag. Þykir yfirbygg-
ingin hafa heppnast mjög vel.
Fréttaritari
MYNDAMÓTHF.
PRENTMYNOAGERÐ
AÐALSTRETI • SlMAR: 17152-17355
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Keflavík
3ja herb. fbúö viö Mávabraut f
góöu ástandl. Verö 280 þús.
4ra herb. sérhœö viö Hátún, sér
Inngangur. Verö 350 þús.
3ja herb. fbúö viö Kirkjuteig.
Verö 220 þús.
3ja herb. fbúö viö Vesturgötu.
Sér inngangur. Verö 260 þús.
3ja herb. fbúö vlö Vesturgötu í
nýlegu fjórbýlishúsi, 85 ferm.
Sér inngangur. Bflskúr. Verö 400
þús.
Glæsileg sérhæö viö Sunnu-
braut. 136 ferm. ásamt bflskúr
Eign í sérflokki. Verö 560 þús.
Njarðvík
166 ferm. einbýlishús á besta
staö í bænum ásamt bílskúr.
Sklpti á íbúö f Reykjavfk eöa
Suöurnesjum koma til greina.
Verö 800 þús.
Eignamiölun Suöurnesja,
Hafnargötu 57, Kaflavfk,
•kni 3888.
Toyota Carina árg. ’79
Til sölu Uppl í síma 51061.
Drápuhlíöargrjót
(heilur). Uppl. f síma 51061.
Krossinn
Æskulýössamkoma í kvöld kl.
8.30 aö Auöbrekku 34. Kópa-
vogi. Allir hjartanlega velkomnir
□ Gimll 59811197 — 1
□ Helgafell 598117012 IV/V.
Fimir fætur
Dansæfing í Hreyfilshúsinu kl.
9—1, 18. janúar.
Óháði söfnuðurinn
efllr messu nk. sunnudag veröa
katfiveitingar í Kirkjubæ til efl-
ingar Bjargarsjóöi.
Ffladelfía
Bænavikunn) lýkur í kvöld kl.
20.30.
e
ÚTIVISTARFERÐIR
Sunnud. 18.1. kl. 13:
Hafravatn og nágrenni, létt
gangaeöa skíöaganga Fararstj
Erlingur Thoroddsen. Verö 40
kr. frftt f. börn m. fullorönum
Fariö frá BSÍ aö vestanveröu.
Myndakvöld, pönnukökukatfi.
veröur aö Freyjugötu 27, mánu-
daginn 19.1. kl. 20.30. Aöalbjörg
Zophonfasdóttir sýnir myndir úr
Loómundarfiröi og víöar.
Tunglakinsganga á priöjudag
W. 20. Otivist.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTII3
SÍMAR11798 og 19533.
Dagsferöir 18. janúar kl. 13:
Arnarbæli — Vetnsendaborg
fyrir sunnan Elliðavatn. Farar-
stjórl: Slgurður Kristinsson
Skiöaganga á Helhsheiöi (ef færö
leyfir). Fararstjóri: Hjálmar Guð-
mundsson. Veró kr. 30.-.
Fariö frá Umferöarmiðstööinni
aö austanveröu. Farm. viö bfl.
Feröafélag íslands.