Morgunblaðið - 17.01.1981, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 17.01.1981, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1981 Sigurður Harðarson Birgir ísl. Gunnarsson ólafur B. Thors Umræður um deiliskipulag fyrir Ártúnsholt og Selás: Magnús L. Sveinsson Sigurjón Pétursson Reykjavík hrekst áfram án fyrir- heits og takmarks í skipulagsmálum * - segir Olafur B. Thors Samþykkt var á fundi borgarstjórnar á fimmtudagskvöldið aó hefja undirbúning að deiliskipulagi svæða vestan Árbæjar- safns og á Selási. í borgarráði þann 30. desember var samþykkt án ágreinings að hefja undirhúning deiiiskipulags i Selási. en ágreiningur varð um svæðið vestan Árbæjarsafns (milli safnsins og Vesturlandsvegar). Á borgarstjórnarfundin- um urðu talsverðar umræður um þetta mál og verða þær lauslega raktar hér á eftir. Ekki þarf að spilla trjánum Fyrstur tók til máls Sigurður Harðarson (Abl), en hann er formaður skipulagsnefndar. Sig- urður sagði, að á svæðinu vestan Árbæjarsafns væri áformað að byggja um 600 íbúðir, enda væri það svæði ákjósanlegt til bygg- inga. Að vísu væru á svæðinu um 900 trjáplöntur sem gróðursettar hefðu verið þar á undanförnum árum, en komast mætti hjá því að valda spjöllum á þeim með því að taka tillit til þeirra við byggingar- framkvæmdirnar, eða flytja þær um set þegar öðru væri ekki við komið. Þá minntist Sigurður á bókun umhverfismálaráðs, þar sem fjaliað var um þetta mál og sagði hann, að sér virtist um- hverfismálaráð ekki Ieggjast gegn þessum skipulagshugmyndum, þó á svæðinu væru 900 trjáplöntur. Spádómar sjálfstæðismanna komnir á daginn Næstur talaði Birgir ísl. Gunn- arsson (S). Hann sagði, að þann 6. mars sl. hefðu farið fram ítarlegar umræður um skipulagsmál í borg- arstjórn, en á þeim fundi hefði verið ákveðið að fresta að stað- festa endurskoðað Aðalskipulag, en senda það þess í stað í endurskoðun hjá Borgarskipulagi. Sú endurskoðun hefði átt að taka tvo mánuði. Birgir sagði, að sjálf- stæðismenn hefðu talið eðlilegt að staðfesta það Aðalskipulag, sem þá lá fyrir. Síðan rifjaði Birgir upp umræður sem urðu á borgar- stjórnarfundinum þann 6. mars. Birgir sagði, að það hefði komið á daginn sem sjálfstæðismenn þá héldu fram, enda væri nú þegar farið að bera á lóðaskorti í borg- inni. Engin lóð undir atvinnuhúsnæði „Það hefur engri lóð undir atvinnuhúsnæði verið úthlutað á þessu kjörtímabili og ekki líður sú vika að ekki komi einhverjir fyrirsvarsmenn fyrirtækja í borg- inni til ráðamanna borgarinnar og fari þess á leit að fá úthlutað lóð fyrir atvinnustarfsemi. Þeir fá allir sama svarið: Það er engin lóð til og ekki líkur á að það breytist á næstunni," sagði Birgir. Þá benti Birgir einnig á, að litið framboð væri á lóðum undir íbúðarhús- næði. Hann sagði, að svokölluð „þétting byggðar" hefði bjargað vinstri meirihlutanum í borgar- stjórn, að nokkru leyti, þeir hefðu gripið til þess ráðs að byggja á samþykktum útivistarsvæðum og opnum svæðum í borginni. Síðan vék Birgir orðum sínum að Aðalskipulaginu og sagði, að í mars hefði Borgarskipulagi verið falið að endurskoða skipulagið. „Endurskoðuninni átti að vera lokið innan 2ja mánaða, en við sjálfstæðismenn létum bóka á fundinum, að þetta myndi örugg- lega taka lengri tíma, ef endur- skoðunin ætti ekki að vera hálfkák eitt. Nú eru sjö mánuðir liðnir frá þeim tíma sem endurskoðuninni átti að vera lokið, og enn er ekki séð fyrir endann á henni. Nú er gripið til þess þrautaráðs að taka tvö svæði út úr og nú á að fara að gera deiliskipulag af þeim. Þessi svæði eru tekin úr öllu samhengi við Aðalskipulagið og reynir vinstri meirihlutinn að bjarga sér i horn með þessu móti,“ sagði Birgir. Pólitíska festu skortir hjá meirihlutanum Birgir sagðist telja, að vel gæti komið til greina að byggja á Selásnum, öðru því svæða sem til stendur að skipuleggja, en rök mæltu því í mót að byggja á Ártúnsholtinu. Birgir sagði ljóst, að öll skipulagsmál borgarinnar væru í slíkum ólestri, að óviðun- andi væri. Hann sagði því um að kenna að alla pólitiska festu skorti hjá meirihlutanum, „þeir vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga í skipulagsmálum," sagði Birgir. Birgir sagði, að mikil eftirspurn væri eftir lóðum undir íbúðar- húsnæði, og nefndi hann sem dæmi, að um 1000 umsóknir hefðu borist þegar lóðum var úthlutað síðast og ekki væru líkur á að umsóknum myndi fækka á næst- unni. „Það hefði einhverntíma þótt gagnrýnisefni að taka tvö svæði út úr og ætla sér að byggja á þeim, án undanfarandi athugunar. Við viljum því enga ábyrgð bera á þessum vinnubrögðum og förum því fram á að tillagan verði borin undir atkvæði í tvennu lagi,“ sagði Birgir. Þá vék Birgir máli sínu að Ártúnsholtinu og sagði, að margt væri óljóst varðandi þetta svæði. Hann sagði, að með ólíkindum væri að tekin væri grundvallaraf- staða til þess svæðis og ákveðið að taka það til deiliskipulags, án þess að mörg atriði væru ljós. Afmörk- un svæðisins væri óljós svo og tengsl þess við Árbæjarsafn. Allar hugmyndir varðandi svæðið væru óljósar, t.d. væri óljóst, hvernig meðhöndla ætti þær 900 trjáplönt- ur sem á svæðinu væru. Menn væru ýmist að tala um að byggja innan um plönturnar eða flytja þær. Þá mætti nefna, að með þessum nýju hugmyndum væri verið að raska verulega þeim hugmyndum sem áður hefðu verið uppi um svæðið. Þá hefði ekkert samráð verið haft við íbúana í Árbæjarhverfi, en það hefði verið eitt þeirra mála sem vinstri meiri- hlutinn hefði ætlað sér að gera. Þá vitnaði Birgir í tvö bréf sem borist hefðu og í báðum bréfunum væri mælt á móti því að byggja á Ártúnsholtinu. Ánnað bréfið væri frá Framfarafélagi Árbæjar- og Selásshverfis, en hitt frá Skóg- ræktarfélagi Reykjavíkur, en trjáplönturnar sem á svæðinu væru, hefðu verið gróðursettar í samvinnu við það félag. í lok máls síns las Birgir upp bókun frá borgarfulltrúum Sjálf- stæðisflokksins og er hún svo- hljóðandi: Tökum enga ábyrgð á þessum vinnubrögðum „Við vísum til bókunar fulltrúa flokksins í skipulagsnefnd frá 22. desember 1980, þar sem harðlega er gagnrýnt, hvernig staðið hefur verið að skipulagsmálum borgar- innar undanfarin misseri. Þar kemur m.a. fram eftirfarandi: 1) Þrátt fyrir samþykki borgar- stjórnar um endurskoðun á aðal- skipulagi varðandi ný byggingar- svæði, sem Ijúka átti í maí sl. sér enn ekki fyrir endann á því verki og eru þó nú 7 mánuðir liðnir frá því endurskoðuninni átti að vera lokið. 2) Ljóst er, að alla pólitíska forystu hefur skort til að taka ákvarðanir og móta heildarstefnu í aðalskipulagsmálum borgarinn- ar. 3) Við vísum á bug þeirri full- yrðingu í tillögu meiri hlutans, að ekki hafi verið unnt að ljúka við gerð aðalskipulagstillögu vegna óvissu um stöðu borgarinnar gagnvart landi og bendum á, að þrátt fyrir ítrekuð tilmæli, sbr. bókun í skipulagsnefnd þ. 20. febrúar 1980 og munnleg tilmæli í borgarstjórn 6. marz sl., hefur borgarstjóri ekki enn gert neina grein fyrir því, hvað gert hafi verið til að ná fram samningum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.