Morgunblaðið - 17.01.1981, Side 34

Morgunblaðið - 17.01.1981, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1981 Kristinn Helgason: Um lögbindingu bílbelta og fleira í haust kom frétt í sjónvarpinu um að einn þingmaður hygðist leggja fram frumvarp um að lögbinda notkun bílbeita hér á landi. Fréttinni var síðan fylgt eftir með því að fréttamaður kom á skerminn og lýsti því hvernig slysum hefði fjölgað hér á landi á sama tíma og þeim hafi fækkað á hinum Norðurlöndunum. Fór það ekki á milli mála hjá fréttamann- inum að ástæðan var að hin Norðurlöndin höfðu lögbundið notkun bílbelta en ísland ekki. Ekki veit ég hvaðan fréttamaður- inn hafði þennan samanburð. Eft- ir á að hyggja tel ég ekki ólíklegt að hann hafi haft fyrir sér bækl- ing sem heitir „Fylgirit við heil- brigðisskýrslu skrifstofu land- læknis 1980“. Skömmu síðar var auglýstur fundur í Norræna hús-* inu um öryggismál í umferðinni, með notkun bílbelta sem aðalmál (þar lá frammi áðurnefnt fylgirit landlæknis 1980). Frummælandi var Rune Andreasson, starfsmað- ur einhverrar af hliðarstofnunum Sameinuðu þjóðanna. Því miður varð ég fyrir vonbrigðum með þennan fund hvað snertir fram- söguerindið, sem ég tel að betur hefði átt heima í landinu þar sem 2—300 manns eru á hverja bifreið og því byrjendur í umferðarmál- um. Til máls á fundinum tók þing- maður sá er hyggst stuðla að lögbindingu bílbelta. Vitnaði hann fyrst og fremst til fundar, sem haldinn var í Japan að mig minnir, um nauðsyn og ágæti bílbelta. í máli hans kom fram að þingmaðurinn hafði ekki hug- mynd um að fyrir örfáum árum var lagt fram frumvarp um lög- bindingu bílbelta hér á landi. Þetta er aðeins eitt dæmi af mýmörgum um það þegar menn vitna til þess sem er gert eða að gerast erlendis en hyggja ekki að, hvort hið sama hefur verið athug- að eða henti aðstæðum hérlendis. Ef við komum aftur að bæklingi landlæknis um öryggismál og ör- yggisbelti er sýnilegt að byggt er fyrst og fremst á samanburðartöl- um frá hinum Norðurlöndunum. Maður skyldi ætla að bæklingur sem þessi sé ætlaður ábyrgum aðilum, svo sem þingmönnum, til að byggja á sínar ákvarðanir t.d. varðandi lögbindingu bílbelta. Hvers vegna var farið aftur til 1977 í umræddum bæklingi sem gefinn er út 1980 en ekki notast við nýjustu tölur, þ.e. frá 1979? Við skulum gefa okkur að hinar Norðurlandaþjóðirnar séu jafn fljótar með útgáfu slysaskýrslna og Umferðarráð. Þá má ætla að það hafi legið fyrir tölur um óhöpp í umferðinni fyrir árin 1978 og 1979. Við hljótum að ætlast til þess af opinberri stofnun eins og Skrifstofu landlæknis að hún not- ist við nýjustu tölur í skýrslugerð sinni. En málið er það að tölur áranna 1978 og 1979 eru ekki eins hagstæðar málstað lögbindingar- innar og sýna 30% lægri dánar- tölu hérlendis en árið 1977. Þeir nefnilega staðnæmast við ártalið 1977 sem er það óhugnan- legasta í sögu dauðaslysa í um- ferðinni hér á landi. Dauðaslys 1977 voru 37, 1978 voru þau 27 og líka 27 árið 1979. Til viðbótar má geta þess að fjöldi bifreiða hefur aukist hér á landi um 42% á meðan aukningin á hinum Norð- urlöndunum er aðeins 21% milli áranna 1973 og 1979! Árið 1973 voru 25 dauðaslys og 63.000 bif- reiðir í landinu, en 1979 urðu 27 dauðaslys en skráðar 90.000 bif- reiðir eða 27.000 bifreiðum fleira en 1973. Áætlað var að um sl. áramót hafi verið hér á landi um 100.000 bifreiðir, en 26 dauðaslys urðu á árinu 1980, þó eru menn undrandi á að umferðaróhöppum skuli fjölga. Til að fá enn gleggri mynd af þessum umferðarslysa- málum þarf að fá uppgefna bens- íneyðslu í landinu, sem viðmiðun um eknar vegalengdir. Á meðan þessir þættir eru ekki inni í dæminu er myndin vart marktæk. Allir þeir, sem hyggja að ákveðnu málefni og vilja því almenningsheill, hljóta að færa fram öll rök í málinu, hvort sem þau eru jákvæð eða neikvæð, að öðrum kosti næst ekki það sem leitað var eftir. Það er ekki nóg að leika sér að tölum. Það verður að leiða í ljós hvað á bak við þær liggur. Fróðlegt væri að kanna aðra mjög mikilvæga þætti sem snerta umferðaróhöpp hér á landi og í nágrannalöndunum, t.d. þjóðveg- ina annars vegar og veðráttuna hins vegar. Um okkar (rally-) þjóðvegi má segja að þeir eru vart þjóðvegir miðað við þjóðvegi ann- arra landa. Hve stór hluti (vega- lengd) okkar vega skyldi liggja á heiðum uppi og sem fjallvegir? Þarf ekki að hafa þessa þætti í huga þegar verið er að tala um umferðaróhöpp hér og í öðrum löndum? Hér má bæta því við að Þátttaka íslenzkra saf nara í er- lendum frímerkjasýningum 1980 í þætti 11. okt. sl. var nokkuð vikið að gildi alþjóðafrímerkja- sýninga fyrir frímerkjasöfnun almennt og stuðzt þar m.a. við grein um þetta efni, sem birtist í sænsku frímerkjariti. Þar kom réttilega fram, að hlutur hinna minni safnara, sem taka þátt í slíkum sýningum, er oft fyrir borð borinn, þar sem efni þeirra fellur í skugga þess mikla efnis, sem stórsafnarar heimsins eiga í fórum sínum og geta fyrirvara- lítið sýnt, hvar sem er. Þetta eru líka oftast stórauðugir menn, sem hafa getu til að kaupa nær allt, sem hugurinn girnist. Raunin verður og sú, að öll aðalverðlaun alþjóðasýninga falla þessum söfnurum í skaut, þar sem erfitt er að keppa við þá bæði um fágæti frímerkjaefnis og eins gæði þess. Vitaskuld er hverjum þeim frímerkjasafnara, sem álítur safn sitt hæft til þátttöku í frímerkjasýningum, heimilt að koma því á framfæri. Fyrst gera menn þetta í heimalandi sínu og þá bæði til að fá umsögn dóm- nefnda og eins til að kynna söfnin fyrir félögum sínum. Fái söfnunin svo tilskilin verðlaun heima fyrir, þ.e. silfur, er heim- ilt að koma þeim á framfæri á erlendum sýningum. Hitt er svo aftur á móti vandamál, sem æ oftar er skrif- að um í frímerkjaritum, hvernig unnt er að koma í veg fyrir, að venjulegir safnarar, sem oft eiga verulega gott og frambærilegt frímerkjaefni, fælist þátttöku í sýningum vegna stórsafnaranna, sem draga að sér mesta athygli dómara — og þá um leið oftast mestu viðurkenningar hverrar alþjóðasýningar. Álíta ýmsir, að þessar sýningar, sem eru undir svokallaðri vernd FIP, þ.e. Al- þjóðasamtökum frímerkjasafn- ara, séu jafnvel búnar að ganga sér til húðar í þeirri mynd, sem þær hafa verið haldnar. Þar við bætist og það, að áhugi alls þorra sýningargesta virðist fara þverrandi á því mikla efni, sem fram er borið fyrir þá. Enda þótt of margt sé því miður til í þeirri gagnrýni, sem fram hefur komið, er engu að síður oftast ávinningur fyrir frímerkjasafnara að taka þátt í sýningum erlendis, enda kynna þeir um leið land sitt og þjóð meðal erlendra safnara og ann- arra þeirra, sem sýningarnar sækja. íslenzkir frímerkjasafn- arar geta tæplega búizt við að hreppa stórverðlaun með þátt- töku sinni, enda eru samtök þeirra bæði ung og fámenn í samanburði við flestar aðrar þjóðir. Þrátt fyrir það er hér að vaxa upp hópur safnara, sem ég hygg, að geti fljótlega orðið vel liðtækur, a.m.k. á Norðurlanda- sýningum og svo smám saman víðar. Um það bera ýmis söfn, sem við sáum á liðnu ári á Um fimmtiu þúsund manns sáu NORWEX 80 á tiu dögum sýningum hér heima, nokkurt vitni. Einkum kom þetta fram á FRÍM 80 í nóvember sl. Nú vill svo til, að nokkrir íslenzkir safnarar voru meðal sýnenda á erlendum stórsýning- um á síðasta ári, og hefur þeirra verið getið áður hér í frímerkja- þáttum blaðsins. Lengi hefur það verið ætlunin að geta þeirra viðurkenninga, sem þeir hlutu, en því miður ekkert orðið úr til þessa. Er því rétt að rekja þetta hér í þessum þætti, eins og mér er bezt kunnugt um. Dagana 25. janúar til 3. febrú- ar var haldin fyrsta alþjóðafrí- merkjasýning í Asíu og fór hún fram í Nýju Delhi í Indlandi. Sigurður H. Þorsteinsson sýndi í bókmenntadeild verðlista sinn íslenzk frímerki og hlaut brons- verðlaun fyrir. Einnig hlaut tímarit Landsambandsins, Grúsk, bronsverðlaun. Ætlunin var, að bókin íslenzk frímerki í hundrað ár 1873—1973 yrði einnig sýnd í bókmenntadeild, og voru tvö eintök send til INDIA 80. Þau komu hins vegar ekki fram, svo að indverskir sýn- ingargestir sáu hana aldrei. Vonandi hafa samt einhverjir safnarar haft ánægju af að blaða í bókinni og hún þannig orðið til landkynningar, þótt með öðrum hætti yrði en til var ætlazt! Næst var svo norræn sýning, NORDIA 80, haldin í Málmey í Svíþjóð í marz. Tóku óvenju- margir ísl. safnarar þátt í þeirri sýningu, og hlutu nokkrir þeirra verðlaun og aðrir viðurkenningu af ýmsu tagi. í samkeppnisdeild hlutu Frank C. Mooney og Hálf- dán Helgason silfrað brons. Mooney fyrir tölustimplasafn sitt, sem er vel þekkt, en Hálf- dán fyrir stimplað spjaldbréfa- safn sitt, en það er orðið sérlega skemmtilegt og vandað. Jón Halldórsson sýndi ónotað spjald- bréfasafn og enn fremur alls konar afbrigði í þeim og fékk bronsverðlaun fyrir. Þátttöku- skjal fengu svo Helgi Gunn- laugsson fyrir sérsafn frá lýð- veldistímanum, Jóhann Guð-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.