Morgunblaðið - 17.01.1981, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1981 3 7
Herdís Jóhannes-
dóttir frá Þorkels-
hóli - Minningarorð
Fædd 6. nóvember 1897.
Dáin 7. janúar 1981.
í dag verður jarðsungin frá
Víðidalstungukirkju móðursystir
mín Herdís Jóhannesdóttir, sem
mig langar að minnast með nokkr-
um orðum.
Herdís fæddist 6. nóvember
1897 að Auðunnarstöðum í Víði-
dal, V-Húnavatnssýslu, og var
yngst 7 barna hjónanna Ingibjarg-
ar Eysteinsdóttur og Jóhannesar
Guðmundssonar sem þar bjuggu
myndarbúi um áratugaskeið. Hún
ólst upp í foreldrahúsum, en faðir
hennar lést er hún var aðeins 9
ára, móðir hennar hélt þó áfram
búskap með aðstoð barna sinna.
Þau Auðunnarstaðahjón voru
framsýnt dugnaðarfólk, sem
kvöttu og studdu börn sín til
mennta meira en algengt var í þá
daga.
Skömmu eftir fermingu fór
Herdís í Kvennaskólann í Reykja-
vík og stundaði þar nám í tvo
vetur, móðir hennar hélt þá heim-
ili í Reykjavík fyrir hana og
yngsta son sinn, Gunnlaug sem
var þá við menntaskólanám.
2. maí 1922 giftist Herdís eftir-
lifandi manni sínum Eggert
Teitssyni frá Víðidalstungu, hófu
þau búskap að Stórhóli í Víðidal,
en þótti þar fljótt of þröngt um sig
og litlir ræktunarmöguleikar. Ár-
ið 1934 festu þau kaup á stórjörð-
inni Þorkelshóli í sömu sveit, þar
sem þau bjuggu þar til þau létu af
búskap árið 1963 og fluttu til
Reykjavíkur, en þá var heilsa
Herdísar orðin það léleg að þau
treystu sér ekki til að búa lengur.
Strax eftir flutninginn að Þor-
kelshóli var hafist handa við
ræktun og uppbyggingu á jörð-
inni, sem var í niðurníðslu er þau
fluttu þangað, Þegar þau létu af
búskap höfðu þau byggt bæði
íbúðar- og peningshús og ræktað
og stórbætt jörðina. Þó höfðu þau
orðið fyrir mjög miklum skakka-
föllum, er mæðiveikin lagði að
velli mest allt sauðfé þeirra, en
Eggert var með fjársterkustu
bændum í Víðidal. Er þau Herdís
og Eggert hættu búskap á Þor-
kelshóli var jörðinni skipt, og tvö
yngri börn þeirra búa þar nú
myndarbúi.
Við komuna til Reykjavíkur
keyptu þau sér lítið hús að Mel-
gerði 24, í næsta nágrenni við eldri
dóttur sína, en hún og hennar
fjölskylda hafa ætíð litið til með
þeim og aðstoðað á allan hátt.
Björtustu minningar frá
bernsku minni eru heimsóknirnar
í Víðidalinn, fyrst með foreldrum
mínum í stuttar kynnisferðir til
ættingjanna og síðar er ég fékk að
fara ein míns liðs til sumardvalar
að Þorkelshóli, en þar dvaldi ég
hluta úr sex sumrum. Helst vildi
ég fara í sveitina strax og skóla
lauk á vorin og dvelja sem lengst,
en móðir mín vildi ekki íþyngja
systur sinni um of, svo reynt var
að hafa dvalartímann ekki lengri
en 5—6 vikur hvert sinn.
Sérstakur ævintýraljómi var yf-
ir gamla bænum á Þorkelshóli,
sem var aldargamall stór torfbær.
Allt húshald var þar með sérstök-
um myndarbrag, þó þægindi væru
engin á nútímavísu. Matargerð
frænku minnar var til sérstakrar
fyrirmyndar, allt unnið heima,
reykt, saltað og súrsað, búið til
smjör, skyr og ostar og hreinlæti
sem best verður á kosið, þó allt
vatn þyrfti að sækja í brunn. Oft
var mjög gestkvæmt á Þorkels-
hóli, þar var t.d. þingmaður sveit-
arinnar um árabil eftir að þau
Herdís og Eggert fluttu þangað,
og ekki man ég að nokkur kæmi án
þess að fá veitingar, enda bæði
hjónin afburða gestrisin og nutu
þess að taka vel á móti fólki.
Margt var og í heimili á þessum
árum, einkum á sumrin er tekið
var kaupafólk í heyskapinn,
vinnumenn voru allt árið þar til
börnin fóru að taka þátt í bú-
skapnum. Húsfreyjan hafði því
nóg að starfa við þjónustubrögð og
aðhlynningu auk matargerðar.
Allt þetta leysti Herdís af hendi
með miklum sóma, enda voru þau
hjón mjög hjúasæl, og höfðu sama
kaupafólkið ár eftir ár. Vinnu-
menn man ég einnig sem voru hjá
þeim mörg ár í röð.
Herdís var ætíð mjög heimakær
og undi sér helst hvergi nema á
sínu eigin heimili, eins og títt er
um góðar húsfreyjur. Hún var svo
heppin að geta dvalið heima nær
því að yfir lauk. Hún var flutt á
Vífilsstaðaspítala hinn 29. des-
ember 1980 og lést þar eftir
rúmlega vikudvöl þann 7. janúar
sl.
Þeim Herdísi og Eggert varð
fjögurra barna auðið sem öll eru á
lífi. Þau eru: Teitur bóndi wí
Víðidalstungu II, kvæntur Maríu
Pétursdóttur, Ingibjörg húsfreyja
í Reykjavík gift Jóhanni H. Jóns-
syni, húsasm.meistara, Jóhannes
bóndi á Þorkelshóli, kvæntur Sig-
ríði Sigvaldadóttur og Jóhanna,
sem einnig býr á Þorkelshóli, gift
Antoni Júlíussyni. Barnabörn
þeirra hjóna eru 11.
Ég vil að leiðarlokum þakka
Herdísi frænku minni þá elsku og
góðvild sem hún sýndi mér alla
tíð. Björtu minningarnar frá Þor-
kelshóli munu aldrei gleymast.
Blessuð sé minning hennar.
Ingibjörg K. Jónsdóttir
Þóra Sigvaldadóttir
- síðbúin kveðja
Fædd 3. maí 1899.
Dáin 2. janúar 1981.
„Þar sem Koðir menn fara
eru guds vegir**.
Br. Björnsson.
Góð kona og göfug hefur lokið
jarðvist sinni. Með nýju ári hvarf
hún til fundar herra síns, til Guðs
síns, sem hún tilbað, tignaði og
treysti. Mildur dauði var henni
dæmdur.
„Elns og léttu laufi
lyfti blær frá hjarni.
eins og litill lækur
ljúki sinu hjali.
bar sem lygn I leyni
liggur marinn svali.“
M.J.
Voru þetta friðsæl ferðalok.
Þóra Sigvaldadóttir var fædd að
Múla í Línakradal, um hann liggur
Norðurlandsvegur og er á þessum
kafla oftast nefndur Múlavegur.
Faðir hennar var Sigvaldi
Sveinsson, bróðir ævintýraskálds-
ins góða, Sigurbjarnar Sveinsson-
ar. Ætla ég að Þóru hafi nokkuð
svipað til hans. Skáldskap lagði
hún að vísu ekki fyrir sig, en vel
má vera að skáldeðli, sem víða
kemur fram í ættinni, hafi blund-
að í djúpi sálar hennar, þótt
utanaðkomandi atvik hafi e.t.v.
kæft það niður, meðan hún var á
barnsaldri.
Móðir Þóru var Sigríður Sigur-
björg Jósefsdóttir Guðmundsson-
ar, er þá bjó ekkjumaður á Múla.
Voru foreldrar hennar á hans
vegum á jörðinni, því hann var þar
ábúandi, en þau í húsmennsku,
sem kallað var. Hitt er svo annað
mál, að þessi ráðstöfun ábúenda,
var talin útbyggingarsök.
Ekki naut Þóra móður sinnar.
Hún andaðist frá henni og syni
sínum sem var tæpu ári yngri en
dóttirin, og voru þau þá á fyrsta
og öðru ári. Bróðir Þóru var
Haraldur Sigvaldason, lengi
starfsmaður hjá Álafossi. Reisti
hann býlið Brúarhól í Mosfells-
sveit, vel þekktur þar og vel
kynntur, merkur dugnaðar- og
drengskaparmaður. Hann er lát-
inn fyrir nokkrum árum. Mjög
voru þau samrýmd systkinin og
hvort öðru kært, þótt jafnan væri
langt á milli þeirra. Við andlát
móðurinnar var sá kostur einn
fyrir hendi af föðurins hálfu að
koma þeim í fóstur. Það var þeirra
lán að komast á góð heimili þar
sem þau nutu ástúðar og um-
hyggju. Var Þóra tekin af hjónun-
um á Saurum í Miðfirði, þeim
Guðrúnu Hannesdóttur og Gísla
Magnússyni.
Þórdís dóttir þeirra, sem alla tíð
hafði verið í foreldrahúsum, tók
að sér umönnun telpunnar ungu
og er óhætt að segja að hún gekk
henni æ síðan í móður stað. Og
ekki stóð á telpunni að elska hana
sem móður og vörðu þau tengsl
þeirra milli alla tíð. Minntist Þóra
fóstru sinnar ætíð sem góðrar
móður.
Þegar faðir minn, afi Þóru,
fluttist af ábýlisjörð sinni, lá
leiðin að Saurum. Hófu þau síðan
samvistir og búskap, Þórdís móðir
mín og hann, fyrst á Saurum, en
fluttust brátt hingað norður á
Vatnsnes þar sem bein þeirra
beggja liggja nú í helgum reit.
Með þeim var Þóra að sjálfsögðu
og síðan lengst af til fullorðinsára,
er hún eignaðist sitt eigið heimili.
Þannig lágu leiðir okkar Þóru
frænku minnar saman um það bil
tíu fyrstu ár æfi minnar. Það kom
þá í hennar hlut að annast mig og
gætti hún mín eins og vænsta
systir og er óhætt að segja að betri
og elskulegri systur gat ég ekki átt
alla tíð. Samt var ég henni áreið-
anlega mjög erfiður á óvitaárun-
um og eflaust miklu lengur. Var
gæslan henni til muna óhægari en
ég var óþekkur, en hún fötluð á
fæti. Hafði hún á barns aldri
fengið berkla í fótinn. Var hún
lengi til lækninga á sjúkrahúsi
Akureyrar og naut þar læknis-
kunnáttu og góðvildar Guðmund-
ar Hannessonar, hins merka
læknis. Fór faðir hennar með
hana þessa löngu — og undir þeim
kringumstæðum sem þá voru —
erfiðu leið. En er sjúkrahúsvist
lauk, en hún þurfti áfram eftirlits
læknis, var hún hjá Sigurbirni
föðurbróður sínum, sem þá átti
heimili á Akureyri.
En þessi veikindi skildu eftir
viðvarandi merki, því hún bar
haltan fót og veikan æ síðan. Olli
það henni erfiðleikum og sársauka
oft og tíðum eins og geta má
nærri.
Þann 11. september 1920 gekk
Þóra í hjónaband með heitmanni
sínum, Þórhalli Bjarnasyni, sem
lifir konu sína eftir sextíu ára
ástúðlegt hjónaband.
Voru þau bæði fædd sama árið,
hann nokkrum mánuðum seinna.
Er Þórhallur Eyfirðingur að upp-
runa en var ungur tekinn í fóstur
af föðurbróður sínum Þorláki
Guðmundssyni, sem bjó þá á
Flatnefsstöðum á Vatnsnesi með
Ingibjörgu konu sinni.
Bú sitt reistu svo þessi ungu
hjón hér á Vatnsnesi, máttu þau
fyrst í stað hrekjast nokkuð milli
bæja í ótryggri aðstöðu hús-
mennskufólks. Síðar fengu þau
traustari ábúð og bjuggu þau
lengst, eða fimmtán ár, í Stöpum.
Þaðan flytja þau árið 1945 á
smábýlið Hamar í Hvammstanga-
hreppi er þau festu kaup á. Ekki
varð haft þar það bú að framfleyta
mætti fjölskyldu að öllu. Stundaði
Þórhallur vinnu utan heimilis,
eins og hann hafði raunar gert
nokkuð af áður, enda skepnur
aldrei margar. Var það því mikið
hagræði er þau fluttu að nokkrum
árum liðnum í kauptúnið og
keyptu húseignina Brekku.
Samhliða tóku þau að sér að
annast að öllu um ellimædda og
sjúka konu, sem átti húsið áður.
Var umhyggja þeirra hjónanna
fyrir henni, öll aðhlynning og
aðbúð með mikilli prýði. Kostaði
þetta mikla þolinmæði, eril og
erfiði, sem skiljanlega lenti meira
á herðum húsmóðurinnar, sem
alltaf var til staðar innan dyra.
En fleiri sjúkir og særðir áttu hjá
þeim athvarf og hlutu þar styrk og
bót meina sinna.
Þóra var mjög heilsteypt kona,
hrein og bein, skoðanaföst en
hófsöm í skoðunum. Trúuð var
hún og staðföst í sinni trú. Hugð-
arefni átti hún sér mörg, sem hún
sinnti af lífi og sál. Hún starfaði í
kvenfélögum á sínu svæði af
áhuga og ósérplægni, var m.a.
formaður í kvenfélaginu Björk á
Hvammstanga um árabil.
Þótti flestum er hún lét af því
starfi að sæti hennar væri vand-
fyllt, enda var hún síðar gerð að
heiðursfélaga þess. Hún starfaði
líka með sóknarprestinum séra
Gísla Kolbeins í sunnudagaskóla
hans. Sagði hún börnunum sögur,
bæði þar og á jólatrésskemmtun-
um kvenfélagsins. Og börnin, sem
sum hver voru auðvitað ærsla-
gjörn, hlýddu áhugasöm á. Veit ég
að mörg þeirra minnast þessara
stunda nú á fullorðinsárum með
gleði og þakklæti.
Af blómum hafði Þóra hið
mesta yndi, bæði úti og inni. Og
hún ræktaði garðinn sinn. Afkom-
endur Þóru og Þórhalls eru nú alls
49. Þau eignuðust fjórar myndar-
legar og góðar dætur, þær eru:
Ingibjörg, Sigríður Sigurbjörg, El-
ín Þórdís og Ástríður Bjarnveig,
giftar og búsettar á Hvamms-
tanga eða ekki fjarri og hafa þær,
ásamt mönnum sínum stutt og
hlynnt að foreldrum sínum af
mikilli prýði og nærgætni.
Heimilið var alla tíð hið elsku-
legasta, hjónabandið gott og ást-
úðlegt, frábær gestrisni og alúð í
allan máta.
Þóra var létt í lund og glaðvær,
það, ekki síður en kaffið sem alltaf
var til á könnunni, hlýjaði hverj-
um þeim sem að garði bar og þeir
voru margir. Skyldfólk og vinir,
hvoru tveggja hópurinn stór, litu
þar jafnan við þegar tóm gafst,
bæði þeir sem nálægir voru og
hinir sem fjær bjuggu. Öllum þar
tekið opnum örmum af sannri
gestrisni. Með þeim leið öllum vel.
Aldrei var auður í búi, en því
meiri innri fjársjóðir, góðvild og
gæska. Hjá þessum hjartahlýju
sæmdarhjónum má segja að ég og
mín fjölskylda ættum okkar ann-
að heimili. Þar var komið, gist og
dvalið lengur eða skemur, þar var
raunar heimili barna minna vegna
vinnu þeirra á staðnum langtím-
um saman. Þar áttu þau sína aðra
foreldra.
Um leið og við öll flytjum
þakkir að leiðarlokum, vottum við
eiginmanninum og hans stóru
fjölskyldu innilega samúð okkar.
Bólu-Hjálmar segir:
„Guð á maritan gimstein þann.
sem glóir í manns.sorpinu.~
Já guð á margan gimstein sem
glóir meðal ættingja og vina og
varpar birtu meðal alls samferða-
fólksins á vegi lífsins.
Slíkur gimsteinn var Þóra, hún
átti fáa sína líka.
mFar þú í friði
friður Kuðs þÍK blrssi.
hafðu þokk fyrir allt ok allt.M
V.Br.
Guðjón Jósefsson
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Ég get ekki trúað því, að fólk í kristilegum sofnuðum geti
sagt með vissu, að það sé kristið, þó að það haldi því fram. að
það sé það.
Job sagði með sigurvissu: „Eg veit, að lausnari
minn lifir“ (Job. 19,25). Eg tel, að kristinn maður eigi
að kveða svo fast að orði. Vísindamaðurinn segir: „Eg
veit.“ Grasafræðingurinn segir: „Eg veit.“ Garðyrkju-
maðurinn segir: „Eg veit.“ Hann sáir frækorni sínu,
og hann segir: „Eg þekki blómið, sem bráðum kemur
upp.“ Bóndinn segir: „Eg veit,“ og hann dreifir sæði
sínu og bíður eftir uppskerunni.
Það kann að vera, að maður viti ekki daginn eða
stundina og ekki einu sinni staðinn, þegar hann mætti
Kristi í fyrsta sinn. En hann getur vitað þá staðreynd
með vissu, að hann muni ganga yfir frá dauðanum til
lífsins, enda er varla nokkuð í trúarlífinu eins
hrífandi og að eiga þessa vissu.
Jóhannes postuli ritaði: „Þetta hef ég skrifað yður,
til þess að þér vitið, að þér hafið eilíft líf, yður, sem
trúið á nafn Guðs sonar“ (1. Jóh. 5,13).
Oft sagði Páll: „Eg er þess fullviss,“ „eg er viss.“