Morgunblaðið - 17.01.1981, Side 39

Morgunblaðið - 17.01.1981, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1981 39 Sveinbjörn Hannes son Sólheimum A-Hún. - Minning Fæddur 17. október 1915. Dáinn 8. janúar 1981. Enn hefur þessi óvelkomni gest- ur komið og kvatt dyra, komið inn án þess að vera boðinn velkominn og tekið samfylgd til baka, sem enginn getur rönd við reist. Þetta er gangur lífsins og ætti því enginn að vera vanbúinn við slíkum veruleika. En maður vonar í lengstu lög að þessi óboðni gestur fari framhjá, og frestur fáist til næsta dags eða lengur. En á veruleikanum verður mað- ur að þreifa með berum höndun- um og sætta sig við orðinn hlut. Horfast í augu við staðreyndirnar og brynja sig fyrir ölduföllum lífsins. Að sjá á bak góðum vini og félaga er alltaf sársaukafullt fyrir alla aðstandendur, en sólin græðir með tímanum kalsárin og þögnin — sú stóra geymsla — tekur minningarnar í sína vörslu, sem maður ávallt hefur aðgang að þegar tími og tækifæri gefst til að fletta blöðum minninganna og skoða myndirnar í voðinni. Sveinbjörn Hannesson lést að heimili dóttur sinnar þriðjudag- inn 8. janúar sl. aðeins 65 ára. Þar naut hann umhyggju og hlýju sem hann kunni vel að meta. Að eðiisfari var hann hljóðlátur og kurteis í allri framkomu, gat þó verið glaður á góðri stund og hrókur alls fagnaðar ef tækifæri gafst, fljótur að fleygja fram skemmtilegheitum í bundnu og óbundnu máli. Eitt sinn sagði hann við smátækifæri: .Ég hef aldrri hengt minn hatt á heldri manna snaga.H Nokkrir hafa ofið bæði ofan og neðan við þennan vísupart, en það verður ekki sagt hér. Sveinbjörn kvæntist Ásgerði Ólafsdóttur 17. október 1945, vel greindri dugnaðarkonu. Þau áttu saman 9 börn. Öll eru þessi börn vel gefin og dugnaðarfólk, sem sagt traustur hlekkur í þjóðfé- lagskeðjunni, sem ekki brestur þó byr sé ekki alltaf upp á það besta. Þá kunna þau tök á rá og reiða og rata heil í höfn. Sveinbjörn þekkti ég vel á þeim árum sem æskan er full af fjöri og björtum framtíðardraumum. Sveinbjörn elskaði allt sem var fagurt, bjart og hlýtt, hann átti svo marga góða hæfileika, sem heilluðu samferðarfólkið. Hann söng vel, dansaði bezt af öllum, orti ljóð ef stemmning var fyrir hendi, listfengur og laghentur vel. Enda lærði hann húsasmíði og gerði hana að sínu lífsstarfi. Hann þráði að komast lengra á menntabrautinni, en tímarnir voru þannig að maður gat ekki veitt sér menntun og frama, held- ur varð að vinna og vera sáttur við hvern dag og stund sem leið. Það skildi Sveinbjörn vel, foreldrarnir voru fátæk og systkinahópurinn stór og þýddi ekki að gera kröfur. Eina fagra júnínótt var Svenni, eins og hann var kallaður af félögunum á Blönduósi, staddur ásamt nokkrum ungmennum á ströndinni að horfa á sólarlagið við Húnaflóa, sem er eitt af því fegursta sem maður sér. Stranda- fjöllin í baksýn og haf og himinn eins og gullsleginn töfraheimur. Þá varð honum að orði þessar ljóðlínur sem lýsa honum best: É|C i'lska |)ÍK hlákyrra hlikandi haí með brunandi fley eftir ókunnum leiðum Ég elaka þá fegurð sem Guð okkur xaf. Rullroðin fjðll, alegin töfra staf sem rís mótl himninum heiðum Ungur að árum, eða aðeins 17 ára, fór Svenni til Vestmannaeyja ásamt bróður sínum Ingvari, sem var 19 ára. Nú ætluðu þessir ungu drengir að nema land á ókunnum stað og fá nýja strauma og ný áhugamál til að þroska sína ungu sál. En nokkru eftir að þeir komu til Eyja lögðust báðir í taugaveiki og Ingvar dó og var fluttur norður til Blönduóss og jarðsettur þar með miklum og sárum söknuði. Svenni varð eftir og barðist við sjúkdóminn í margar vikur, kom svo heim aftur, sennilega með sár á sinni ungu sál, sem kannske hefur á einhvern hátt mótað hans lífsleið, með minni glæsibrag en efni og áhugi stóðu til. Þannig fer fyrir mörgu sam- ferðafólkinu, að steinn er í göt- unni, sem ekki er reiknað með og vegurinn ekki_ eins bjartur og beinn sem skyldi. Ég þekkti vel foreldra Svein- björns, þau Ingibjörgu og Hannes, sem bæði voru mesta sóma- og heiðursfólk. En fátæktin í þá daga réði miklu um lífsafkomuna og framtíð barnanna, þó pundið væri ríkulegt sem veitt var af forsjón- arinnar hendi, þá sigldi margur lægri byr en efni stóðu til. Ég á margar minningar um þennan góða dreng og þekkti hans æskuheimili. Mæður okkar voru nágrannar um nokkur ár og vin- konur, báðar áttu stóra sál og hæfileika framyfir það sem lífið bauð uppá í þá daga. . Að endingu sendi ég öllum aðstandendum hlýjar samúðar- kveðjur og Sveinbirni bið ég far- sældar, friðar og gleði á landi lífsins og Ijóssins. Ragnheiður Brynjólfsdóttir Spakur maður hefur sagt, að þegar vinir deyja, þá deyi hluti af manni sjálfum. Þessi lífsskoðun skýrir aðra, þá að sál okkar sé í rauninni sú manneskja, sem við verðum á lífsferli okkar — það manngildi sem við öðlumst. Og þannig verða vinir okkar og nánir samferðamenn hluti af okkur, sál okkar og manngildi. Því hvert höfum við áhrif á annað á þroska- brautinni. Ég leiddi hugann að þessari samlíkingu vinar og sálar þegar mér barst andlátsfregn Svein- bjarnar Hannessonar, húsasmiðs, að kvöldi hins 8. þ.m. Þótt Svein- björn hafi búið við skerta heilsu allra síðustu árin, þá óraði mig síst af öllu fyrir því, er ég hitti hann um síðustu jól, að það yrðu okkar hinstu fundir. Þá gafst ekki, eins og löngum hafði gefist fyrr, tími til heimspekilegra vanga- veltna um lífið og tilveruna, ein- lægra skoðanaskipta um dægur- vísur þjóðmálanna, né ræddum við kveðskap eins og oft hafði verið gert. í dagsins erli vill manni hætta við að ætla að geyma sér að lifa, þar til betra tóm gefst. Þar til það er ef til vill um seinan. En þótt vinátta verði ekki rækt eftir þann dag, sem aldrei verður umflúinn, og þess saknað að hafa ekki rækt hana betur en skyldi, þá má þó greina hennar skil og vega og meta þau spor sem hún hefur markað með manni sjálfum. Því vinátta lifir þótt vinir deyi. Þótt við sjálf deyjum örlítið með. Það er komið á áttunda ár síðan ég hitti Sveinbjörn Hannesson fyrst á heimili hans og konu hans, Ásgerðar Ólafsdóttur, að Fífu- hvammsvegi 13 í Kópavogi. Hann kom mér þá fyrir sjónir sem hlýr maður og ljúfur, en ófeiminn og viðræðuglaður. Kynni okkar urðu all mikil næstu árin og ég átti oft leið í Kópavoginn og saman áttum við leiðir víða um Suðurland og norður í Húnavatnssýslu. Skoðanir Sveinbjarnar mótuð- ust allar af ríkri og einlægri réttlætiskennd. Sú kennd var kjölfesta allra hans sjónarmiða og þar var hann fastur fyrir og varð hvergi hnikað. Hann gat verið baráttumaður, og var það eflaust á sínum yngri árum, en ósveigjan- legur var hann alls ekki og sáttfús með afbrigðum. Það er í rauninni sjaldgæft að finna fyrir í sama manninum slíka blöndu hörku og mýktar. En svo harður og ósér- hlífinn verkmaður sem Sveinbjörn var — og það kann að hafa mótað skap hans að nokkru — þá mótaði það hvorki fas hans né viðmót. Þar var hann einlægt hlýr fyrir og veitandi. Hann var opinn fyrir öllum málum og hafði góða viðræðu- þekkingu, hver sem hlut átti að máli, og kímnigáfa hans var rík. 30 ára aldursmunur okkar varð að einum degi. Sveinbjörn var fæddur 17. októ- ber 1915 á Sólheimum í Svína- vatnshreppi í Húnavatnssýslu. Æskuslóðirnar áttu ætíð í honum ríkan þátt og þangað lágu hans sterkustu taugar. Á þrítugsaldri fluttist hann suður og í Reykjavík kynntist hann konu sinni, Ásgerði Ólafsdóttur. Þau giftust á 30. afmælisdegi hans og urðu meðal „landnemanna" í Kópavogi. Heim- ili þeirra við Fífuhvammsveginn varð stórt og fjölmennt, því börn þeirra urðu níu. Sveinbjörn nam húsasmíði og starfaði oft fjarri heimilinu, tíð- um við byggingar húsa í sveitum, við hinar erfiðustu aðstæður, og af slíkri hörku og seiglu, að mér hefur verið sagt, að einsdæmi megi teljast. Þótt ekki hafi hann verið hár vexti né breiðleitur, þá var hann karimenni hið mesta, sterkur með afbrigðum og hraustur. Ég óttast að svo hafi hann lítið hirt um að hlífa sjálfum sér, hvorki við starf né leik, að því megi um kenna heilsubrestinn. Sveinbjörn kunni heldur ekki þá iðju að hagnast af verkum sínum. Eflaust hefur rausn hans og náungakærleikur átt þar stóran þátt. Hann var stór í gjöfum sínum, efnin hins vegar ekki alltaf mikil, en hjartað rúm- aði mikinn skilning. Ég hef hér stiklað lauslega á ýmsum kostum og eðlisþáttum Sveinbjarnar Hannessonar. Marga þá auðgun og skilnings- auka, sem persónuleg kynni af honum færðu mér og öðrum sem hann þekktu, verður ekki hægt að tíunda í minningarbrotum. Þau kynni og sá lærdómur verða hluti af eigin lífsreynslu. Og það er gott að hafa haft þau kynni af fólki að það leiði til þroska manns sjálfs. Sjálfur orðaði Sveinbjörn gjarn- an lífsreynslu sína og lífsviðhorf í bundnu máli. Hann var ekki aðeins skáldmæltur, heldur hafði hann til að bera þann skilning og það hugarflug, sem aðeins fáum skáldum hefur gefist. Aldrei voru þó ljóð hans skráð né birt. Þau virtust aðeins vera hluti af per- sónunni. Nú er persónan horfin, aðeins ljóðið, óskráða, eftir. Bjarni Sigtryggsson Mig langar í fáeinum fátæk- legum orðum að minnast nýlátins tengdaföður. Fráfall hans bar mjög snöggt að, en þannig vildi hann fá að fara og ég held, að hann hafi ekki kviðið þeirri stundu. Hann hafði komist í návígi við dauðann áður og vissi, að hann gæti komið skyndilega og fyrirvaralaust. Sveinbjörn Hannesson fæddist 17. október 1915 að Sólheimum við Svínavatn í Austur-Húnavatns- sýslu. Foreldrar hans voru Hann- es Sveinbjörnsson og Ingibjörg Kristjánsdóttir. Hann var yngstur 5 systkina og mjög hændur og elskur að móður sinni. Aðeins eitt systkina hans er nú á lífi — elsta systirin Sigríður. Daginn fyrir andlát sitt kom Sveinbjörn í heimsókn sem svo oft áður, meðal annars til þess að líta á barnabörnin og sjá, hvernig þeim liði. Honum varð þá tíðrætt um bernskuárin og sagði mér frá vetrarkvöldunum í sveitinni, þeg- ar fjölskyldan var samankomin, móðir hans með handavinnuna og faðir hans við húslesturinn. Þráin til æskuslóðanna var rík í honum og hefur sennilega ágerst með árunum. Áður en hann kvaddi okkur þennan dag í hinsta sinn, ráðgerðu hann og 13 ára nafni hans að fara saman næsta sumar að Sólheimum. Þeir ætluðu að róa út á Svínavatn eins og þeir gerðu fyrir 2—3 árum síðan með Þorleifi, kærum uppeldisbróður Sveinbjarnar. Hann rifjaði upp, þegar sonarsonur hans hafði „bjargað” þeim gömlu mönnunum með því að róa bátnum í land. Það yrði gott að hafa hann með í næstu ferð til halds og trausts. Þrettán ár eru nú liðin síðan kynni okkar hófust, er ég flutti um stundarsakir inn á heimili hans og fyrrverandi eiginkonu — Ásgerð- ar Ólafsdóttur — að Fífuhvamms- vegi 13. Þar var einatt mikið um að vera — flest barnanna níu voru ennþá heima. Það voru erfið árin, þegar þau gerðust landnemar í Kópavogi og allur barnaskarinn óx úr grasi. Foreldrarnir unnu baki brotnu myrkranna milli og oft var þröng í búi. En í gegnum stritið skein samt alltaf kærleik- urinn og óbilandi trú á bjarta framtíð barnanna. Þau hafa þar haft að heiman með sér ómetan- legt veganesti, sem öðlast sífellt meira gildi eftir því, sem árin líða. Ég held, að Sveinbjörn hafi í raun og veru alltaf saknað þessara ára, þótt erfið væru. Það átti svo vel við hann að hafa líf og fjör í kringum sig og börnin sín öll. Hann nefndi það oft við mig, að hann saknaði þess mikið að hafa ekki haft meiri tíma aflögu fyrir börnin, meðan þau voru ung. Afleiðingar hinnar hörðu lífs- baráttu sögðu til sín með alvar- legum hætti, þegar Sveinbjörn var aðeins rúmlega fertugur að aldri. En með ótrúlegu þreki og lífs- krafti tókst honum að komast til starfa á nýjan leik, þótt hann væri þá úrskurðaður 75% öryrki. Þetta voru erfiðir tíma fyrir eiginkonu og börn, en þau studdu hann dyggilega. Sveinbjörn var hinn mesti hag- leikssmiður, ákaflega vandvirkur, en jafnframt hamhleypa til verka, þegar því var að skipta. Hann gerði ótrúlega hluti, þótt farinn væri að heilsu. Skömmu fyrir nýliðin jól lauk hann við að smíða og setja upp eidhúsinnréttingu, sem hans nánustu töldu honum vera algjörlega ofviða. Hann við- urkenndi það líka sjálfur eftir á, að hann hefði aldrei búist við að þetta tækist. En ánægjan með lokið verk var þeim mun meiri og gaf honum bjartar vonir um, að starfsævinni væri ekki lokið. Þegar Sveinbjörn tók sér hvíld frá störfum, naut hann þess að sitja með ættingjum og vinum og ræða allt milli himins og jarðar. Hann var margfróður maður og mælskur vel. Hann vaknaði eld- snemma á morgnana og naut þá kyrrlátra stunda áður en skarkali hins daglega lífs byrjaði. Ég minnist morgnanna, meðan ég bjó á Fífuhvammsvegi, hversu mikið kappsmál það var mér að komast á fætur á undan hinum til þess að geta notið samverustunda með tengdaföður mínum. Sveinbirni var ýmislegt til lista lagt. I honum sameinuðust verk- lagni og andagift. Við smíðarnar urðu mörg ljóða hans til. Á yngri árum hafði hann gullfallega ten- órrödd og söng þá oft einsöng á skemmtunum. Um tíma var hann meðlimur í Kantötukórnum á Ak- ureyri undir stjórn Björgvins Guðmundssonar. Hann var einnig raikill íþróttamaður og bjó að því alla ævi. En Sveinbjörn var ekki mikið fyrir að flíka list sinni í daglegu lífi. Hann var ákaflega hógvær maður og nægjusamur, svo mjög að stundum þótti manni nóg um. En undir hæglátu yfirborði ólgaði samt mikið skap, sem á stundum varð eðlilega að fá útrás. Mér verður oft hugsað til athugasemdar, sem hann lét eitt sinn falla um að hann gæti lifað af einni kleinu á dag. Þetta lýsir ákaflega vel afstöðu hans til hins veraldlega sjálfum sér til handa. Hann lifði fábrotnu lífi og vildi helst ekki hafa í kringum sig neitt óþarfa prjál. Hans mesta ánægja hin síðari ár var að geta verið sem mest samvistum við fjölskyldu sína, þótt hann þyrfti líka á einveru að halda. Það greip hann stundum svartsýni, þegar heilsan var slæm, en gáski og glettni voru samt svo ríkir eðlisþættir í fari hans, að áður en varði gat hann jafnvel farið að skopast að því, sem olli vanlíðaninni. Skammdegið var stundum erfið- ur tími fyrir Sveinbjörn og kemur mér ekki á óvart, að kallið kom á þessum tíma. En strax og tók að birta af degi og vora var hann vanur að lifna allur. Hann naut þess á sumrin að fleygja sér niður í grasið, finna ilminn úr jörðu og hlusta á klið náttúrunnar. Borg- arlífið var honum aldrei að skapi. Hann var í eðli sínu náttúrubarn ogþráði friðsæld sveitalífsins. Ég sé hann fyrir mér, þar sem hann horfir á barnabörnin að leik og brosir með ástúð og skilningi við öllum þeirra uppátækjum. Síðustu árin bar hann merki lasleika, en hann gekk samt alltaf hnarreistur og var unglegur í fasi. Hann átti jafnvel til að bregða á leik allt í einu — í miðjum samræðum við strákana um íþróttir spratt hann kannski á fætur til að sýna bragð, sem þeir höfðu notað í fótboltanum í gamla daga. Þá gat hann verið ótrúlega fimur og léttur á fæti. I kringum barnabörnin var sem gamalt lífsfjör kæmi í hann aftur og trúin á lífið efldist á ný. Hann talaði oft um, hversu gaman það yrði að sjá þau vaxa úr grasi. Hann saknaði þess að hafa þau ekki öll það nálægt, að hann gæti fylgst með daglegum framförum þeirra. Honum varð tíðrætt um barnabörnin á Selfossi, en þar búa þrjár dætur hans, Ásdís, Jakobína og Ingibjörg. Hin börnin eru Hannes, Ingvar, Elín Hallveig, ívar, Eygló og yngstur er Ólafur Hrafn. Sveinbjörn var innan við tví- tugt, þegar hann flutti bróður sinn látinn frá Vestmannaeyjum norð- ur í heimahagana. Hann var sjálfur þrekaður af sjúkdómnum, sem dró bróður hans til dauða. Hann bjó Ingvari bróður sínum beð í móðurmold. I dag flytja börnin hans hann norður í land og leggja lúin bein hans til hvílu við hlið systurinnar Svövu í kirkju- garðinum á Blönduósi. Hann náði heim að leiðarlokum. Minningin um góðan afa er á þessari stundu öðrum tilfinning- um yfirsterkari. Ég fagna því að hafa borið gæfu til að þekkja slíkan mann og eiga sem tengda- föður. Megi hann hvíla í friði og minning hans lifa. María L. Einarsdóttir Birting afmœlis- og minningar- greina. ATHYGLI skal vakin á þvi, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á i miðvikudagsblaði. að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréís- formi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasið- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.