Morgunblaðið - 17.01.1981, Side 44

Morgunblaðið - 17.01.1981, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1981 HÖGNI HREKKVÍSI fjíTTO AÐ LÍ/KA þK /IQ * Ast er... ... að boróa þann mat sem þú vilt aldrei til aó vera hjá henni. TM Reo U.S. Pat. Off.-all rights resarved * 1980 Los Angeles Times Syndicate COSPER ----— Og hér hefst skólasjónvarpið! Þannig bregst Rauði krossinn við Jón Ásgeirsson skrifar: Þórir Guðbergsson félags- ráðgjafi skrifaði nýlega ágæta grein í Morgunblaðið um öldr- unarmál, og í greininni spyr hann m.a.: Hvernig bregst Rauði krossinn við? Þá segir Þórir orðrétt: „Löngum hefur starf Rauða krossins verið happadrjúgt og víða hefur hann lagt hönd á plóginn, víða grætt sár, sem e.t.v. enginn annar hefði reynt eða getað hlúð að. Mörgum eru minnisstæðir atburðir og stór- átök, grettistök, sem Rauði krossinn hefur lyft á undan- förnum árum.“ Sl. þriðjudag birti Velvakandi grein eftir Bj. Sig. sem einnig fjallar um öldrunarmál, og þar er einnig spurt um aðgerðir af hálfu Rauða kross íslands. Greinahöfundum ber að þakka báðum fyrir innleggið, því ástæða er til að vekja athygli á vandamálum aldraðs fólks á íslandi. Ánægjulegt er einnig til þess að vita, að báðir greinahöfundar, og sjálfsagt margir fleiri, treysta Rauða krossinum best til þess að taka á þessum vandamálum. Falla í skuggann af tímabundnum verkefnum Það hefur oft komið fram, að meginstörf Rauða kross íslands, og deildanna, eru unn- in hér innanlands. Þau verk- efni vilja samt stundum falla í skuggann rétt á meðan unnið er að tímabundnum verkefn- um öðrum, sem miðast við að veita bráða hjálp annars stað- ar en hér heima. Afríkuhjálpin 1980 vakti mikla athygli. Hún vakti at- hygli fólks á mikilvægi þess, að skjótt sé við brugðið, þegar voða ber að höndum, hvort heldur er innanlands eða utan, og hún vakti athygli á Rauða krossi íslands, og starfsemi hans almennt. Unnið er að undirbún- ingri enn frekara átaks Rauði kross Islands hefur löngum haft öldrunarmál á stefnuskrá sinni, og um all- langt skeið hafa þau raunar verið efst á verkefnaskránni. í því sambandi má t.d. nefna stórátak í Kópavogi, sjálfboða- vinnu Kvennadeildarinnar í Reykjavík o.fl. Á vegum RKÍ er nú starf- andi sérstök nefnd, sem unnið hefur skipulega að því að gera úttekt á vandamálum aldraðra um allt land, og í lok síðasta árs var ráðinn sérstakur starfsmaður til þess að vinna að málefnum aldraðra ein- göngu. Þetta fólk hefur unnið störf sín í kyrrþey fram að þessu, enda að mestu leyti um að ræða undirbúningsstörf, und- irbúning að enn frekari átaki Rauða kross Islands á þessu umrædda sviði þjóðfé- lagsmála. Ef landsmcnn standa með RKÍ — þá fer vel Mér gafst tækifæri til þess í sjónvarpinu sunnudaginn 14. desember sl. að nefna í örfáum orðum, að stöðugt er unnið að málefnum aldraðra á vegum RKI, og á næstu dögum og vikum munu þeir, sem gerst þekkja til þessara mála og starfa Rauða krossins í tengsl- um við þau, gera nánari grein fyrir þeim, en ég hef gert hér að framan. Ef landsmenn sýna í verki, að þeir vilja standa með Rauða krossinum á inn- lendum vettvangi öldrunar- mála, eins og þeir gerðu í Afríkuhjálpinni, þá fer vel. Boðið upp í dans Sportveiðimaður skrifar: „Gleðilegt nýár, Velvakandi góður! Ég hafði nú ekki ætlað mér að standa í ritsmíðum fram á nýbyrjað ár, vegna nöldurs tveggja siðameistara, sem vilja að samborgararnir álíti þá betri menn en aðra. Þeir fyrtust ekki lítið yfir ábendingum mínum og var því tilganginum náð. Þessir menn höfðu hreytt úr sér óhróðri um rjúpnaveiðimenn og áttu fylli- lega skilið að þeim yrði svarað, hvað þeir vitanlega þoldu ekki. Það er ábyrgðarhluti að segja um menn að þeir séu haldnir „drápsfýsn", svo nefnt sé eitt dæmi af mörgum úr málflutn- ingi þeirra. Þegar menn bjóða upp í svoddan dans, sem þessir menn hafa gert, gátu þeir ekki við öðru búist en að fá andsvar, þótt fæstir nenni að elta ólar við taumlausar öfgar. TrúleRa telja bændur sig eiga himininn Þessir tveir menn voru sam- mála um að bændur ættu svo til allt landið, öræfin, jöklana og eldfjöllin meðtalin. Þeir hafa enn ekki nefnt hvað bændur eigi langt upp á himininn né hve djúpt niður. Trúlegt þykir mér að bændur telji sig eiga himin- inn allan, en svo kemur hitt, það gagnstæða, þar virðist mér að sumir siðameistarar hafi lært orðbragðið og þaöan virðist mér þeir hafa náð broti af hugarfar- inu, nóg um það. Rjúpnaskyttur ekki verri menn en aðrir Nú vil ég spyrja siðameistar- ana einnar spurningar: Hvers vegna skammist þið ekki á síðum blaðanna yfir lundadrápi Vestmanneyinga? Þið vitið að þeir snúa nokkur þúsund lunda úr hálsliðnum á sumri hverju. Illa trúi ég því að Vestmanney- ingar myndu liggja undir hrak- yrðum siðameistaranna lengi. Þeir eru ekki vanir að láta ausa sig auri og hafast ekki að. Þetta árvissa skammdegisþvaður um rjúpuna er ósköp leiðigjarnt og það veit ég að rjúpnaskyttur eru ekki verri menn en aðrir. Meðan þessar veiðar eru löglegar og menn stunda þær á afréttum landsmanna, geta hvorki bænd- ur né einhverjir siðapostular bannað þær. En nú vil ég minna á að það eru einmitt bændur sem mest drepa af rjúpunni, aðrir koma þar sáralítið við sögu. Getum treyst vísindamönnum Annar siðapostulanna talar um slysið þegar minkurinn var fluttur til landsins, já, rétt er það, en svona geta bændur verið seinheppnir þegar þeir ætla að græða á villidýrarækt. En skyldi ekki vera að það sé einmitt minkurinn, sem hefir hrakið rjúpuna milli landshluta? Það var mikið um rjúpu víða á landinu í vetur, en hinu gagn- stæða var haldið fram af siða- meisturunum. Ég tel að við getum treyst þeim vísinda- mönnum sem fylgjast með rjúpnastofninum og þurfum ekki getgátur manna, sem láta stjórnast af hleypidómum. Flest annað í skrifum þeirra læt ég sem vind um eyru þjóta. Vitan- lega er þessum tveim mönnum heimilt að „bjóða upp í dans“ á síðum blaðanna, en þá verða þeir að ganga svolítið þrifalegar um ritvöllinn. Komi þeir snyrti- lega fram, skal ég dansa við þá báða. Ella segi ég bara: Sama og þegið.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.