Morgunblaðið - 17.01.1981, Qupperneq 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1981
„Alls óhræddur verði
vörnin í lagi gegn Lugi“
- segir Kristján Sigmundsson
• íslandsmeistarar Vikings i handknattleik eiga erfitt verkefni fyrir höndum á morgun er þeir mæta
sænsku meisturunum Lugi.
Tekst Víkingi að sigra?
„ÉG ER alls óhræddur við Lugi
verði vörnin og markvarzlan i
lagi,“ sagði Kristján Sigmunds-
son, markvörður Víkings og is-
lenzka landsliðsins þegar hann
var spurður um möguleika Vik-
ings gegn Lugi. Kristján hefur
aldrei verið betri en einmitt i
vetur og vist er, að Vikingsliðið
Sveitaglíma
íslands í dag
Sveitaglíma íslands fer fram i
iþróttahúsi Vogaskóla i dag og
hefst hún klukkan 16.30. 4 sveitir
hafa boðað komu sina og glima
allir við alla. Ætti keppni að geta
orðið spennandi.
Mullersmót
á skíðum
Mullersmótið árlega á skíðum fer
fram í Hveradölum í dag og hefst
það klukkan 14.00. Keppt verður
i flokkasvigi.
getur þakkað honum öðrum
fremur, að enginn leikur hefur
tapast i 1. deild. Þegar Vikingur
vann nauma sigra i fyrstu um-
ferðum íslandsmótsins og slapp
fyrir horn gegn KR með því að
skora þrjú mörk á síðustu 47
sekúndum leiksins og þannig ná
jafntefli, var það Kristján sem
bókstaflega hélt Vikingum á floti
með markvörzlu sinni. Siðan hef-
ur Vikingsliðið styrkzt leik frá
leik og aukið yfirburði sina jafnt
og þétt i 1. deild.
„Við Víkingar erum ennþá
minnugir leikjanna við sænska
liðið Heim í fyrra," sagði Kristján
og hélt áfram: „Við töpuðum fyrri
leiknum á útivelli með fjögurra
marka mun og töldum okkur sigur
vísan í seinni leiknum. En þegar á
hólminn kom vorum við of tauga-
spenntir og gátum ekki staðið við
stóru orðin. Þetta má ekki endur-
taka sig. Það má aldrei vanmeta
nein lið, allra sízt sænsk.
Ég býst við því, að Svíarnir
berjist af fullum krafti og þá
veltur mest á vörn okkar og
markvörzlunni. Það hefur sýnt
sig, að sóknin skilar þeim árangri,
sem að er stefnt.“
ÍSLANDSMEISTARAR Vlkings
og sænsku meistararnir Lugi frá
Lundi mætast i 8-liða úrslitum
Evrópukeppni meistaraliða í
handknattleik i Laugardalshöli
sunnudaginn 18. janúar og hefst
leikurinn klukkan 20. Seinni
leikur liðanna fer fram í Lundi
viku seinna eða sunnudaginn 25.
janúar.
Víkingar sátu yfir i 1. umferð
keppninnar en slógu ungversku
meistarana Tatabanya út i 2.
umferð eins og frægt varð. í 2.
umferð sló Lugi út færeysku
meistarana.
Dómarar leiksins eru danskir,
Hjöler og Jörgensen, en sá fyrr-
nefndi dæmdi leik Vikings og
Tatabanya i Laugardalshölí
ásamt Ohlsen og þótti dómgæzla
þeirra með þvi bezta, sem hér
hefur sézt.
Jón Hjaltalín heiðursgestur
Heiðursgestur leiksins verður
Jón Hjaltalín. Hann hóf feril sinn
með Víkingi og varð fljótt aðal-
skytta Víkings og landsliðsins.
Þegar Jón var rúmlega tvítugur
hélt hann til Svíþjóðar til að nema
rafmagnsverkfræði og gerðist
jafnframt leikmaður hjá Lugi, og
lék hann með félaginu um margra
ára skeið. Jón er nú búsettur hér á
landi.
Erfiður leikur
Það er alveg ljóst að leikur
Víkings gegn Lugi verður mjög
erfiður og Víkingsliðið verður að
ná góðum leik ætli þeir sér að
sigra í leiknum. Nokkurrar bjarts-
ýni á hagstæð úrslit virðist gæta í
herbúðum Víkinga. Þannig spáði
Þorbergur Aðalsteinsson fimm
marka sigri fyrir Víking, 20—15, á
blaðamannafundi fyrir skömmu.
Kristján Sigmundsson mark-
vörður spáði tveggja marka sigri
fyrir Víking. Rósmundur Jónsson
spáði 18—16 fyrir Víking. Bogdan
þjálfari varaði hins vegar við of
mikilli bjartsýni. Páll Björgvins-
son lagði mikla áherslu á það að
góður stuðningur áhorfenda væri
upp á 4 til 5 mörk. Og víst er að
áhorfendur munu ekki bregðast
nú frekar en svo oft áður. Þeir
hafa sýnt að þeir geta fleytt liðum
yfir flúðirnar þegar svo ber undir.
Leikmenn Lugi eru flestir vel
yfir 1.90 m á hæð og í góðri
líkamlegri þjálfun, eru sterkir og
fljótir. Þá eru þeir skotmenn
góðir. Sigur verður að vinnast í
heimaleiknum ætli Víkingar að
gera sér vonir um að komast í
4-liða úrslitin í Evrópukeppni
meistaraliða.
Áhorfendur geta
gert gæfumuninn
„Ahorfendur voru stórkostlegir
þegar við lékum við Tatabanya í
Laugardalshöll og það var ekki
síst þeim að þakka að við kom-
umst áfram í Evrópukeppninni.
Það getur oltið á stuðningi áhorf-
enda, hvernig leikur okkar í Höll-
inni gegn Lugi þróast," sagði
Þorbergur Aðalsteinsson, stór-
skytta Víkings, þegar rætt var við
hann um leikina gegn Lugi. Það
var einmitt Þorbergur sem kom
Víking áfram í 8-liða úrslit Evr-
ópukeppni meistaraliða þegar
hann skoraði sigurmark Víkings í
Ungverjalandi þegar venjulegum
leiktíma var lokið.
„Lugi hefur tekið miklum fram-
förum eftir slaka byrjun í All-
svenskan og það er því rétt að vera
ekki of sigurviss fyrir leikina,"
sagði Þorbergur. „Ég held að
Víkingur hafi aldrei átt á að skipa
sterkara liði og því hreinlega
verðum við að grípa tækifærið og
reyna að komast eins langt í
Evrópukeppninni og við getum. Ef
við leikum af skynsemi þá eiga
möguleikar okkar að vera miklir
en við þurfum auðvitað að hafa í
huga að leikur vinnst hvergi nema
á leikvellinum sjálfum."
- þr
Handknattleikur um helgina
Laugardalshöll
Kl. 14.00 I. d. ka.
Kl. 16.00 II. d. ka.
Kl. 17.15 I. d. kv.
Kl. 18.15 2. fl. ka. B Valur - Fylkir
Laugardagur 17. janúar
Fram - KR. Óli Olsen - Ingvar V.
IR - Þór. Einar Sveins. - Helgi Gunnars.
Valur - Fram. Einar Sveins. - Helgi Gunnars.
Varmá
Kl. 15.00
Kl. 16.15
d. ka
d. kv.
B
Hafnarfjörður
Kl. 14.00 I. d. kv.
Kl. 15.00 I. d. kv.
Kl. 16.00 2. fl. ka. C
Kl. 16.45 2. fl. ka. B
Vestmannaeyjar
kl. 13.30 III. d. ka.
Laugardagur 17. janúar
UMFA - Týr. Hjálmur Sig. - Gunnar Steingr.
HK - ÍBV. Hjálmur Sig. - Gunnar Steingr.
Laugardagur 17. janúar
FH - í A. Pétur Guðm. - Jón Magnúss.
Haukar - Víkingur. Pétur Guðm. - Jón Magnúss.
Haukar- ÍR
FH - Víkingur
Laugardagur 17. janúar
Þór - Reynir. Stefán Arnalds. - Ólafur Haralds.
Akureyri
kl. 16.00 I. d. kv.
Njarðvík
Kl. 13.00 II. d. kv. A
Keflavik
Kl. 14.30
Laugardagur 17. janúar
Þór - KR. Guðm. Lár. - Jón Hensley
Laugardagur 17. janúar
UMFN - UMFA. Sig. Gíslas. - Steingr. Sig.
Laugardagur 17. janúar
II. d. kv. A ÍBK - ÍR. Sig. Gíslas. - Steingr. Sig.
Laugardalshöll
Kl. 14.00 II. d. ka.
Kl. 15.15 Il.d. kv. B
Kl. 16.15 Il.d. kv. A
Kl. 17.15 2. fl. ka. B
Kl. 20.00 I. d. ka.
Ásgarður
Kl. 20.00 III. d. ka.
Laugardalshöll
Kl. 19.00 2. fl. ka. C
Kl. 20.00 I. d. kv.
Sunnudagur 18. janúar
Ármann - HK. Rögnvald E. - Ólafur Steingr.
Þróttur - ÍBV. Erlingur K. - Alf P.
Fylkir - Stjarnan. Erlingur K. - Alf P.
Fylkir - Fram
Þróttur - Víkingur. Jón Friðst. - Árni Tómass.
Sunnudagur 18. janúar
Stjarnan - IBK. Ingvar V. - Guðm. Magnúss.
Þriðjudagur 20. janúar
ÍR - UBK
Víkingur - KR. Stefán Arnalds - Ólafur Haralds.
Körfuknattleikur um helgina
EFTIRTALDIR leikir fara fram í íslandsmótinu i körfuknattleik um
helgina og i vikunni sem framundan er.
Hagaskóli 17 janúar laugardagur: kl. 14.00 Ú Ármann—Valur
Njarðvík kl. 14.00 I UMFG-UMFS
Akureyri kl. 14.00 I Þór-Fram
Hagaskóli kl. 16.00 II Esja-ÍA
Hagaskóli 18. janúar sunnudagur: kl. 13.30 Ú KR-ÍS
Hagaskóli 19. janúar mánudagur: kl. 20.00 Ú ÍR—Ármann
Hagaskóli 22. janúar fimmtudagur: kl. 20.00 Ú ÍR-ÍS
Keflavík kl. 20.00 I ÍBK-Fram
Njarðvík 23. janúar föstudagur: kl. 20.00 Ú UMFN—Valur
• Rúllu-skiðaííanga gefur ágæta raun til undirbúnings komandi vetrar. Ekki við hæfi byrjenda.
• Rúllu-skíði eru notuð eins og venjuleg skíði og flestar gerðir sem til eru, eru ætlaðar til notkunar á malbiki. Hafið gát á umferðinni.