Morgunblaðið - 17.01.1981, Side 47

Morgunblaðið - 17.01.1981, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1981 47 r Tveir markverðir úr 2. deild út með landsliðinu HILMAR Björnsson landsliðs- þjálfari í handknattleik hefur valið 14 manna hóp sem fer í hina stuttu og erfiðu keppnisferð til Vestur-Þýskalands og Danmerk- ur. Hópurinn er mjög breyttur frá Norðurlandamótinu og lands- leikjunum við Belga og Vestur- Þjóðverja, því Víkingarnir eru uppteknir af Gvrópuleikjum sín- um. Reikna má með þvi að lokahópurinn fyrir B-keppnina verði þvi töluvert frábrugðinn þeim er nú leggur land undir fót. Hópinn nú skipa eftirtaldir leik- menn: Jens Einarsson Tý Einar Þorvarðarson HK Gunnar Einarsson Haukum Axel Axelsson Fram Ólafur H. Jónsson Þrótti Bjarni Guðmundsson Val Páll Ólafsson Þrótti Brynjar Harðarson Val Sigurður Sveinsson Þrótti Steindór Gunnarsson Val Atli Hilmarsson Fram Þorbjörn Guðmundsson Val Stefán Halldórsson Val Jóhannes Stefánsson KR Nýjustu mennirnir í hópnum eru KR-ingurinn Jóhannes Stef- ánsson og Gunnar Einarsson markvörður Hauka. Annars er einnig athyglisvert, að tveir þriggja markvarðanna eru leik- menn í 2. deild, þ.e.a.s. þeir Jens og Einar. Jens er þó margreyndur iandsliðsmarkvörður og Einar lengi verið meðal bestu markvarða landsins. I þessari ferð verða leiknir þrír landsleikir sem fyrr segir. Fyrsti leikurinn fer fram í Hamborg 20. janúar og mæta íslendingar þá Vestur-Þjóðverjum. 22. janúar mætast þjóðirnar á ný í Lubeck. 23. janúar fer síðan fram lands- leikur við Dani í borginni Ribe. Tókst á síðustu stundu að koma þeim leik á, eftir að Belgar höfðu boðað forföll, en leika átti tvo leiki við þá að loknum leikjunum við Vestur-Þjóðverja. Fljótlega leika íslendingar og Frakkar síðan þrjá landsleiki í Laugardalshöilinni og að þeim ieikjum loknum mun Hilmar velja þann 16 manna hóp sem fer á • Gunnar Einarsson B-keppnina í Frakklandi. Síðasti liðurinn í undirbúningnum fyrir B-keppnina, eru síðan þrír lands- leikir á heimavelli gegn Austur- Þjóðverjum, sennilega besta hand- knattleikslandsliði í heiminum í dag. t, Nú styttist óðum í B-heims- meistarakeppnina i handknatt- leik sem fram fer í Frakklandi í lok næsta mánaðar. Tekst ís- lenska landsliðinu í handknatt- leik að tryggja sér sæti i A- keppninni sem fram fer árið 1982 í Vestur-Þýskalandi og verða meðal bestu þjóða heims í íþrótt- inni eins og undanfarin ár? Hilmar Björnsson landsliðsþjálf- ari er nú að leggja síðustu drög að undirbúningi sinum og fram- undan eru 9 landsleikir. Mbl. innti Hilmar eftir þvi hvernig honum litist á verkefnin sem framundan eru. — Ég er nokkuð bjartsýnn á að vel gangi. Við fáum 9 landsleiki og þeir geta gefið okkur góða mynd af því hvar við stöndum. Ferð okkar út á mánudag er fyrst og fremst hugsuð sem æfingaferð. Menn fá þar tækifæri til þess að sýna getu sýna. Við förum með 16 leikmenn til Frakklands, og ljóst er að nokkur breyting verður á hópnum sem var valinn. Eg mun að öllum líkindum byggja landsliðið upp í kring um Víkingsliðið. Og eitt af því sem ég býð eftir er hvort Árni Indriðason, Víkingi, gefur kost á sér í hópinn. Við eigum stórt verkefni framund- an og verðum að undirbúa okkur Lið ÍS: Bjarni Gunnar Sveinsson 5 Ingi Stefánsson 4 Gunnar Thors 4 Jón Oddsson 4 Árni Guðmundsson 8 Gisli Gislason 6 Albert Guðmundsson 4 Lið UMFN: Guðsteinn Ingimarsson 4 Gunnar Þorvarðarson 3 Július Valgeirsson 5 Jónas Valgeirsson 5 Jónas Jóhannesson 4 Árni Lárusson 3 Valur Ingimundarson 3 Þorsteinn Bjarnason 3 vel. Jafnframt þurfum við á öllum okkar bestu mönnum að halda. Síðustu þrír leikir okkar í und- irbúningnum verða hér heima við Austur-Þjóðverja, besta lið heims- ins í dag. Þá reynir á okkur og við þurfum að vera við því búnir að sýna kröftuga mótspyrnu. Lands- liðið mun æfa af miklum krafti fram að B-keppninni, því aðeins með góðum undirbúningi tekst okkur að ná takmarki okkar. þr. • Atli Eðvaldsson er eini islenski knattspyrnumaðurinn sem leikið hefur sem atvinnumaður i þýsku 1. deildinni i knattspyrnu. Atli sem sést hér i leik i deildinni segir frá reynslu sinni i viðtali i fþróttablaði Morgunblaðsins á þriðjudag. Ardiles settur út í kuldann — mætti allt of seint • Osvaldo Ardiles sýndi á sér nýja hlið. ekki hafa hirt um það og siðan mætti hann næstum viku síðar og afar ferðalúinn. Tottenham mæt- ir Arsenal einnig án Ricardo Villa, sem á við meiðsl i hné að strfða. Tveir lykilmenn Arsenal eiga einnig i meiðslum. Brian Talbot og David O'Leary. Hvor- ugur verður með i dag. • Það þýðir litið að skriða fyrir dómaranum, ef búið er að dæma eitthvað, þá verður þvi varla breytt. Það ber þó ekki á öðru en að Fortuna Diisseldorf-Ieikmað- urinn Heiner Baltes beiti öllum ráðum til þess að dómarinn gefi sig og stingi gula spjaldinu i vasann aftur ... ARGENTÍNSKI knattspyrnu- snillingurinn Osvaldo Ardiles, verður ekki í liði Tottenham sem mætir Arsenal i 1. deild ensku deildarkeppninnar i dag. Framkvæmdastjóri Tottenham. Keith Burkinshaw, lét hafa eftir sér, að hann væri fýldur út i litla Argentinumanninn, þar sem hann lagði fyrir hann að koma aftur til Englands með fyrstu vél að „gullkeppninni“ svokölluðu lokinni. Hins vegar mun Ardiles Kðrfuknatlielkur Bjarni vann punktamótið PUNKTAMÓT Víkings í borð- tennis fór fram siðustu kvöldin og var keppni hörð og spennandi. í meistaraflokki karla sigraði Bjarni Kristjánsson UMFK, en í meistaraflokki kvenna bar Ragn- hildur Sigurðardóttir sigur úr býtum. Ragnhildur tilheyrir UMSB. í fyrsta flokki kai sigraði Jóhannes Hauksson I og i fyrsta flokki kvenna va Erna Sigmundsdóttir hlutsköi ust. Loks var keppt i öðrt flokki karla og þar sigraði Gui ar Eiriksson Erninum. Níu landsleikir eru framundan í handknattleik fram að B-keppni Kvenna- knatt- spyrna Laugardaginn 24. janúar 1981. boðar Knattspyrnu- samband íslands til umræðufundar um kvenna- knattspyrnu og framtið hennar á Íslandi. 1. Fundarsetning. Gunnar Sigurðsson formaður kvennanefndar KSl. 2. Ávarp. Ellert B. Schram formaður KSÍ. 3. Erindi. Reynir Karlsson æskulýðsfulltrúi rikisins, ræðir um þróun kvenna- knattspyrnu i nágranna- löndum okkar og stöðu kvennaknattspyrnu á ts- landi og framtíðarmögu- leika hennar. 4. Frjálsar umræður og skoðanaskipti fundargesta. Fundurinn hefst kl. 15.00 að Hótel Loftleiðum og er opinn öllum þeim, sem áhuga hafa á framgangi kvennaknattspyrnunnar. Sálfræði langhlaupa EINS OG áður hefur komið fram. verður á morgun. sunnudag, haldinn fræðislu- fundur um hlaup i öskju- hliðarskólanum. frá kl. 16 til 19. Nú hefur einn fyrir- lesari bæzt í hóp þeirra sem fjalia þar um ýmis atriði hiaupaþjálfunar, en það er Högni Oskarsson læknir og hlaupari, sem fjallar um sálfræði langhlaupa. Högni hefur um langt árabil lagt stund á langhlaup sér til hressingar, auk þess sem hann átti um tima Íslands- met i maraþonhlaupi. Að loknu læknanámi við Há- skóla tslands hélt Högni til Bandaríkjanna til fram- haldsnáms og sérhæfði sig i geðiækningum. íslandsmót í lyftingum ÍSLANDSMÓT fatlaðra í lyftingum fer fram í Sjón- varpssal laugardaginn 7. febr. nk. Keppt verður i eftirtöld- um þyngdarflokkum: 52 kg.. 56 kg.. 60 kg.. 67.5 kg.. 75 kg„ 82,5 kg.. 90 kg„ og +90 kg. Mótið er haldið i sam- starfi við Lyftingasamhand tslands og iþróttafréttarit- ara Sjónvarpsins. Bjarna Felixson. Þátttökutilkynningar þurfa að berast íþróttasam- bandi Fatlaðra íyrir 31. jan. nk. Arnarmót í borðtennis Borðtennisklúbburinn örninn heldur hið árlega Arnarmót laugardaginn 24. janúar kl. 14 i Laugardals- höll. Þetta er 10. árið sem keppt er um hinn veglega Arnarbikar. Mótið er punktamót og verður keppt í meistara-. 1. og 2. fl. karla og meistara- og 1. fl. kvenna. Keppt verður með stiga 3 stjörnu kúlum. Þátttaka kostar 30 krónur. Yfirdóm- ari verður Aðalsteinn Ei- ríksson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.