Morgunblaðið - 03.02.1981, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1981
13
Af róstum
finni svolítið fyrir íslandi.
Sylvia segir að þetta sé einmitt
það sérstæða á íslandi. — í
Þýzkalandi veit maður alltaf
þegar maður fer út, af fólki, ekki
alls fjarri, þótt maður sjái það
kannski ekki. En hér er maður
aleinn og getur notið þess.
Hún bætir því við, að hún eigi
að fá að fara til fjölskyldu á
Akureyri í eina viku og að
franski skiptineminn sem er á
ísafirði komi til Reykjavíkur í
viku. Svo ætli íslenzka fjölskyld-
an hennar að fara með hana á
Snæfellsnes og á páskum ætli
þau öll til Vestmannaeyja. Og
hún hlakkar mikið til.
Þórður skítur inn í, þegar hér
er komið samtalinu, að alls ekki
sé ætlast til þess að fjölskyldan
sem tekur skiptinema, geri neitt
sérstakt fyrir hann. AFS sér um
að hann sjái sig eitthvað um. Og
Jenný segir að maður taki
krakkana bara eins og börnin
sín, finni að við þau þegar þess
þarf með og tali um fram allt
óþvingað við þau um þau mál,
sem upp koma. — Maður á alls
ekki að þjónusta þau eins og
gesti, segir hún. Auðvitað verða
alltaf einhver vandamál, þegar
aðili kemur inn um nýtt fólk,
eins og alls staðar er í þjóðfélag-
inu, en þau eru ekki meiri en í
almennri umgengni manna á
milli. Mín reynsla er sú, að það
sé alis ekki erfitt að taka svona
skiptinema inn á heimilið. Fólk
ætti að vera óhrætt við það.
Bara að taka hiutunum eins og
þeir koma fyrir. En það er
gaman og víkkar sjóndeildar-
hringinn að hafa hjá sér fólk frá
gerólíkum stöðum.
— Já, maður verður bara að
fá að vera með, í því sem fram
fer á heimilinu, segir Sylvia. Ég
fékk t.d. fyrir jólin að vera með í
að baka iaufabrauðið og í haust
að taka svið. Ég var svolítið
kvíðin rétt þegar ég var að koma,
en mér reyndist ekki erfitt að
koma inn á nýtt heimili og til
ókunnugrar fjölskyldu. Það
gengur seinna að kynnast krökk-
unum í skóianum á íslandi.
íslendingar eru feimnir og erfitt
að koma ókunnugur inn í hóp.
Þegar maður er búinn að vera
lengi í einhverjum skóla, getur
maður ekki haldið áfram að gera
sér að erindi að spyrja hvar
klósettið sé, bætir hún við og
hlær dátt. Og málið þvælist
svolítið fyrir manni. Þegar við
erum saman skiptinemarnir —
og við erum sex hérna núna —
þá eru mörg tungumál í gangi í
einu, enska, franska og þýzka, en
sameiginlega málið er samt ís-
lenzka.
Þórður segir frá því að sú
tungumálakunnátta sé býsna
drjúg. Hingað hafi komið strák-
ur frá Bandaríkjunum um jólin.
Hann hafði verið hér sem skipti-
nemi í tvo mánuði fyrir löngu og
enn talar hann ágæta íslenzku.
Og hann bætir við: — Það veitir
okkur öllum ótrúlega mikið að
kynnast svo mörgum krökkum
af ólíkum þjóðum. — Og íslend-
ingar eignast góða vini í þeim.
- E.Pá.
Þórður Eiíasson 125
Guðlaugur Nielsen 125
Kári Sigurjónsson 110
Birgir Sigurðsson 108
Bridgedeild Skagfirðinga- félagsins Fjórum umferðum af fimm er lokið
í hraðsveitakeppninni. Staða efstu sveita: Jón Stefánsson 2554
Vilhjálmur Einarsson 2404
Guðrún Hinriksdóttir 2316
Hjálmar Pálsson 2167
Hafþór Haraldsson 2146
Sigrún Pétursdóttir 2101
Meðaiárangur 2160
Alls taka ellefu sveitir þátt í
keppninni og verður síðasta umferð-
in spiluð í kvöld kl. 19.30 í Drangey,
félagsheimili Skagfirðingafélagsins.
ÖLDIN SEXTÁNDA.
Minnisverð tiðindi
1501-1550.
Jón Helgason tók saman.
Iðunn 1980.
Eins og Jón Helgason bendir á
er Öldin sextánda „nokkuð ein-
hæf frásögn af róstum". Hann
heldur áfram: „Það á þó að því
leyti rétt á sér, að fram eftir
sextándu öld var hér á landi
andi, sem greinilega sver sig í
ætt við Sturlungaöld. Kirkju-
höfðingjar og veraldlegir fyrir-
menn lágu í stríði um jarðeign-
ir, fé og völd, veraldlegir höfð-
ingjar áttu í erjum innbyrðis,
manndráp voru tíð og ránsferðir
farnar, en samt lagt hið mesta
kapp á að hafa lagasnið á
málalyktum, enda þótt dómar
hafi sýnilega oft verið yfirvarp
eitt og upp kveðnir þeim til
þóknunar, sem tök höfðu á
Bðkmennlir
eítir JÓHANN
HJÁLMARSSON
dómendunum, og málaloka í
þokkabót leitað í garði konungs
og embættismanna hans með
mútum."
Eins og að líkum lætur verður
öldin sextánda afbrota- og mis-
gjörðasaga þar sem heimildir
eru fyrst og fremst dómar, bréf
og gerningar. Á bókina verður
að líta sem slíka og meta hana
eftir því hvernig til hefur tekist
hjá höfundi að koma efninu í
aðgengilegt form. Aldirnar eru
einkum fréttaannáll, eins konar
dagblað eða spegilmynd prent-
aðs máls. Mér virðist Jóni
Helgasyni hafa heppnast að
færa efnið í þann búning að það
vekur áhuga, er forvitnilegt og
spennandi.
Myndaval er gott þótt fá-
breytilegt sé að þessu sinni.
Fyrirferðarmiklar eru í Öld-
inni sextándu frásagnir af Jóni
biskupi Arasyni og átökum hans
við ýmsa menn, einkum Daða í
Snóksdai sem hann bannfærði á
Hólum í janúar 1549. Heldur
ógeðfelld er Iýsingin á aftöku
Jóns Arasonar og sona hans, en
hún stendur í bókarlok. Illa
gekk að hálshöggva biskup því
að höfuðið tók ekki af fyrr en í
Jón Helgason.
sjöunda höggi. En Daði í Snóks-
dal, fógetinn Kristján skrifari
og aðrir konungsmenn hrósuðu
sigri.
Meðal hnossgætis í Öldinni
sextándu eru ýmis dæmi um
siðferðilegar veilur manna,
sagnir af sifjaspellum, nauðgun-
um og framhjáhaldi. Eru kirkj-
unnar menn ekki undanskildir
að þessu leyti, enda öldin myrk.
Fyrirsögn eins og Unnið á
presti, sem fíflaði heitkonu bisk-
ups og móður í Skálholti er
dæmigerð fyrir tímana. En þar
hermir frá presti sem reyndist í
meira lagi kvensamur.
Eitt verður að segja að hafi
einkennt öldina, en það eru
stórfengleg veisluhöld og gleði
höfðingja og tilhneiging jafnt
karla sem kvenna að klæðast
skarti að hætti útlendinga, eink-
, um Þjóðverja og Englendinga.
Samgöngur við útlönd voru töju-
verðar þrátt fyrir allt. Arið 1527
er gerður á Öxarárþingi versl-
unarsamningur við Þjóðverja og
Breta. Árið eftir er nær hálft
annað hundrað enskra skipa við
ísland. Sama ár berjast Eng-
lendingar og Þjóðverjar í Rifi og
hafa þeir fyrrnefndu betur.
Á sextándu öld kemur út
þýðing Odds Gottskálkssonar á
Nýja testamentinu, prentuð í
Hróarskeldu, Jón Arason flytur
prentsmiðju til landsins og Guð-
brandur Þorláksson hefur
skipulega bókaútgáfu.
Frá ýmsu því sem boðaði
menningarlega sókn Islendinga
mun eflaust segja í væntanlegu
bindi um sextándu öld, ef það
kemst að fyrir frásögnum af
glæpum og kynferðismálum.
Grunnvara allt áríð
í stað skammtíma
Lækkað verð á mörgum
helstu neysluvörum
Nú er að byrja nýtt fyrírkomulag
með afsláttar- og tllboðsvörur,
sem leiða mun til varanlegrar
lækkunar vöruverðs í matvöru-
búðunum. I þeim stóra hópi,
sem mynda Grunnvöruna, en
þannig eru þær einkenndar í
búðunum, eru margar helstu
neysluvörur, sem hvert heimili
þarfnast svo sem hveiti, sykur,
grænmeti, ávextir og þvottaefni.
Þessi nýbreytni mun fela í sér
umtalsverða lækkun á matar-
reikningum þeirra, sem við kaup-
félagsbúðirnar skipta, félags-
menn sem og annarra jafnt.
Það býður engin önnur verslun
Grunnvöru á grunnverði.
$ Kaupfélagið
AUGLYSlNGASTOfA SAMeANOSINS
tilboða