Morgunblaðið - 03.02.1981, Síða 16

Morgunblaðið - 03.02.1981, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1981 Orkubú Vestfjarða: 5 milljóna rekstrar tap að öllu óbreyttu EINS og fram hefur komið í fréttum ei«a rafveitur víða um iand við mikla fjárhaKsorðuK- leika að stríða um þessar mundir o« stafar það aðalleKa af tveimur ástæðum. Annars ve^ar þeirri að nauðsynleKar hækkanir á orkuverði hafa ekki fenKÍzt ok hins vegar af því að nú á að jafna skaðabót- um til Alversins ok Járnhlend- isins. veKna orkuskerðinKar, niður á rafveitur landsins. MorKunhlaðið hafði í þessu tilfelli samhand við Kristján Ilaraldsson orkubússtjóra á ísafirði ok saKði hann að fjár- haKsstaðan væri ekki K<>ð ok ef af þeim huKmyndum. sem nú væru uppi um skiptinKU á kostnaði veKna orkuskerðinKar sem nú væru til umræðu, yrði, myndi það þýða 5 milljóna nýkróna rekstrartap hjá Orkubúi Vestfjarða <>k þá væru afskriftir ekki meðtaldar. Ef hins veKar Orkubúið hyKKÍ við sömu kjór ok aðrir orkukaup- endur ok miðað væri við eðli- leKt ástand í orkumálum yrði rekstrarhaKnaður um 5 millj- ónir nýkróna. I»arna væri sem saKt munur upp á 10 milljónir ok þennan mun þyrfti að iaK- færa til að Krundvöllur yrði fyrir rekstri Orkubúsins. „Sá mismunur sem Orkubú Vestfjarða býr við varðandi raf- orkuverð stafar af því að Lands- virkjun ok RafmaKnsveitur ríkisins Kerðu með sér samninK um orkusöluverð til okkar án þess að við værum hafðir með í ráðum ok því þurfum við að greiða 31,6% ofan. á orkuverð Landsvirkjunar. Við fenKum að vita það að hægt væri að fá orku á þessu verði og ef við vildum ekki borga uppsett verð fyrir hana gætum við framleitt raf- magn með dieselstöðvum. Við áttum því engra kosta völ, þetta kemur fram í háu orkuverði frá okkur, við erum með sama taxta og RARIK, sem er sá hæsti á landinu og auk þess kemur þetta niður á nauðsynlegum rekstri Orkubúsins, og eykur skulda- söfnun. Mér finnst eðlilegt, að á ástandiö í orkumálum sé litið sem náttúruhamfarir, því nátt- úran veldur mestu um vatns- skortinn og því skuli koma til eitthvert „apparat" eins og við- lagasjóður, sem greiði þessar skaðabætur. Það sé því sameig- inlegur sjóður landsmanna, en ekki brot af þjóðinni, sem borgi brúsann. Þessir erfiðleikar hafa einnig komið fram í talsverðri skulda- söfnun og þó Orkubúið sé aðeins þriggja ára hefur það safnað svo miklum skuldum að afborganir og vextir eru einn fjórði hluti ráðstöfunarfjár og nú blasir talsverður niðurskurður fram- kvæmda við á þessu ári,“ sagði Kristján að lokum. Strætisvagn af Ikarus-gerð, eins og koma mun hingað til lands, nema þeir vagnar verða með tv*r hliðarhurðir. Sex Ikarus-vagnar til landsins í haust UNDIRRITAÐIR hafa verið samningar milli Strætisvagna Reykjavikur og Samafls sf. varð- andi kaup á Ikarus strætisvögn- um. sem framleiddir eru i Ung- verjalandi. en áður höfðu verið undirritaðir samningar um kaup Strætisvagna Kópavogs á Ikar- us-vögnum. Gengið var frá endanlegum samningum í siöustu viku, en fulltrúar Ikarus-verksmiðjanna hafa dvalizt hér á landi að undan- förnu að því er Sigurður Magnús- son hjá Samafli tjáði Mbl. Var m.a. verið að ganga frá samning- um um varahlutaþjónustu. Keypt- ir verða 3 vagnar til SVK og 3 til SVR. Vagnarnir koma allir til landsins á sama tíma, á þriðja ársfjórðungi þessa árs og verða fullbúnir. Ungverskur tæknimað- ur mun koma til landsins með vögnunum og vera starfsmönnum verkstæða SVK og SVR, sem sjá um viðhald, til aðstoðar meðan þörf krefur, en Samafl sér um útvegun varahluta. Fjölmenni við útför Steinþórs Þórðarsonar Hófn, Hornafirói 31. jan. I DAG var félagsmálafrömuður- inn Steinþór Þórðarson bóndi á Hala í Suðursveit jarðsunginn frá Kálfafellsstaðakirkju að við- stöddu miklu fjölmenni. Prófast- urinn, séra Fjalar Sigurjónsson flutti útfararræðuna. Steinþór var fæddur að Hala 10. júní 1892 og á Hala vann hann allt sitt æfiskeið. Hann var alla tíð mikill félags- hyggjcmaður og mátti segja að öll hans aukastörf frá bústörfum væru bundin félagsmálum, enda var hann stjórnarformaður fjölda félaga og að síðustu heiðursfélagi margra þeirra félaga sem hann hafði stjórnað um árabil af mikl- um dugnaði og framsýni. Hann átti sæti í stjórn Kaupfélags Austur-Skaftfellinga frá stofnun þess, yfir 50 ár. Var formaður Búnaðarsambands Austur-Skaft- fellinga frá stofnun þess og nú síðast heiðursfélagi þess. Fulltrúi á fundum Stéttarsambands bænda um fjöida ára. Kona Steinþórs er Steinunn Guðmundsdóttir frá Skálafelli í Suðursveit. Lifir hún mann sinn nú 93 ára. Að lokinni jarðarfararathöfn var öllum viðstöddum boðið til erfisdrykkju að fornum sið í félagsheimilinu á Hrollaugs- stöðum, þar sem hangir mynd af Steinþóri, en hann átti mestan þátt í að koma húsi þessu upp af miklum dugnaði og framsýni. — Gunnar. A æfingu fyrir minningartónleikana um John Lennon i gær: Talið frá vinstri: Jóhann Helgason. Gunnar Þórðarson. Magnús Sigmundsson og Rúnar Júliusson. Uów Ramw \i4m. Tvennir tónleikar í minningu Lennons UPPSELT er á fyrri minn- ingartónleikana um John Lenn- on, sem haldnir verða klukkan 21 í kvöld, i Austurbæjarbiói, að þvi er óttar Felix Hauksson, einn þeirra er að hljómleikun- um standa, sagði i samtali við blaðamann Morgunblaðsins i gærkvöldi. Tónleikarnir verða siðan endurteknir kl. 23.15. Sagði hann greinilegt að mjög mikill áhugi væri fyrir þessum tónleikum, og hefðu miðarnir selst upp þegar i gærdag. Allur ágóði af tónleikunum rennur til styrktar Geðverndar- félaginu, en allir þeir sem að tónleikunum standa gefa vinnu sína. Þeir sem að þeim standa eru nokkrir þeirra, sem undan- farin ár hafa staðið í fremstu röð alþýðutónlistarmanna hér á landi. Hafa forsvarsmenn þeirra sagt að þeir eigi hinum nýlátna bítli skuld að gjalda, og helst sé við hæfi aö ágóði af tónleikunum gangi til góðgerðarmála. en Lennon-hjónin hafa í mörg ár látið ógrynni fjár renna til góðgerðastofnana víða um heim. Tónleikarnir munu fara fram á þann hátt að leikin verða rösklega tuttugu lög eftir John Lennon, frá ýmsum tímum, í réttri tímaröð. Þá mun Sigurður Skúlason leikari einnig lesa eig- in þýðingu sína á ljóðum Lenn- ons. Almannavarnir ríkisins: Neyðarfjarskiptakerfið á Kötlusvæði rof naði aldrei MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Almannavörnum ríkisins: í útvarpserindi um daginn og veginn sl. mánudag var því haldið fram, að í tíðum og langvarandi bilunum á rafmagni og síma nú sl. desember og í byrjun janúar, hafi fjarskiptastöðvar almannavarna á Kötlusvæði brugðist og verið óvirkar. Það rétta er, að fjarskiptakerfið á Kötlusvæði var á sínum tíma sett til að tryggja neyðarsamband fyrir byggðirnar við sínar al- mannavarnamiðstöðvar. Það sam- band rofnaði aldrei. í annan stað er endurvarpssamband milli al- mannavarnasvæða í V-Skafta- fellssýslu og rofnaði það samband aðeins í einn sólarhring, þegar öryggi fór í vararafstöð á Háfelli, sem gefur endurvarpsstöðinni vararafmagn. Við uppgötvun þess veikleika er nú unnið að því að tryggja tvöfalt varaöryggi með tengingu rafgeyma á endur- varpsstöðina. Er mál manna á svæðinu að lengst af hafi al- mannavarnakerfið verið eina virka fjarskiptasambandið á svæðinu. Við gerð neyðaráætlunar fyrir V-Skaftafellssýslu var gert ráð fyrir að neyðarfjarskiptum út af svæðinu við umheiminn, yrði sinnt með HF millibylgju — talstöðvum björgunarsveitarinnar og Kaupfé- lags V-Skaftafellssýslu. Voru þær stöðvar notaðar, en reyndust illa á nóttinni vegna truflana, sem eru mjög algengar á slíkum stöðvum. Vegna þessa var tafarlaust í janúarbyrjun aukið við rás í fjarskiptakerfi almannavarna á Suðurlandi, þannig að allt Kötlu- svæðið er nú hlustað á sambands- kerfi almannavarna allan sólar- hringinn af lögreglunni á Selfossi. Er allt talstöðvakerfið rafhlöðu- drifið í rafmagnsbilunum. Tekið er undir mikilvægi þess að tryggja öruggt neyðarsamband milli byggða og er vonast til að unnt verði að stórauka öryggis- samband almannavarna á þessu ári. I sama erindi er einnig haldið fram að hvorki almannavarnir né olíufélögin hafi sinnt ábendingu um öryggisleysi við bensínstöðvar, ef rafmagnsdælur stöðvast í raf- magnsleysi, og fólk þyrfti að flýja á bílum sínum. Almannavarnir þökkuðu ábend- inguna á sínum tíma og sinntu henni. Fullyrt er af olíufélögunum að unnt sé að handdæla tafarlaust úr öllum birgðatönkum á bens- ínstöðvum, ef neyð krefst. Islaug Aðal- steinsdóttir til Ferðamið- stöðvarinnar — ÉG BYRJAÐI hér íyrir nokkr- um dögum og þvi rétt að kynna mér störfin hér og átta mig á hlutunum. sagði íslaug Aðal- steinsdóttir i samtali við Mbl.. en hún veitti forstöðu farskrárdeild Flugleiða þar til siðasta haust er henni var sagt upp störfum vegna samdráttaraðgerða hjá fé- laginu. — Það er gaman að sjá þessa hluti frá nýrri hlið, en ég sinni almennum störfum á skrifstof- unni, en hins vegar byrjaði ég að vinna aftur nokkru fyrr en ég hafði hugsað mér, sagði íslaug, en hún hætti hjá Flugleiðum 1. sept- ember sl. Hún kvaðst sinna al- mennum störfum hjá Ferðamið- stöðinni, en ætlunin væri að hún tæki að sér starf framkvæmda- stjóra hennar að loknum hæfi- legum reynslutíma og tekur hún við því af Kristjáni Guðlaugssyni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.