Morgunblaðið - 03.02.1981, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3, FEBRÚAR 1981
19
Ásgeir var rekinn
af leikvelli
ÁSGEIR Sigurvinsson var rek-
inn af leikvelli, er lið hans
Standard Liege tapaði 0 — 1
fyrir Anderlecht, efsta liðinu í
helgisku deildarkeppninni i
knattspyrnu um helgina að
sögn Péturs Péturssonar, sem
fylgdist með viðureigninni i
sjónvarpi i Hollandi. Að sögn
Péturs lenti Ásgeiri eitthvað
saman við einn leikmann And-
erlecht með fyrrgreindum af-
leiðingum. Annars sagði Pétur,
að leikurinn hefði verið geysi-
lega harður og margir leik-
menn fengið áminningar hjá
dómara. Sigurmarkið skoraði
Anderlecht úr víti. „Þetta var
margsýnt í sjónvarpinu, dómar-
inn dæmdi hendi á varnarmann
Standard. en það kom greini-
lega i ljós i sjónvarpinu, að
maðurinn kom hvergi nærri
með hendurnar. heldur tók
knöttinn á hnéð,“ sagði Pétur.
Annars urðu úrslit leikja sem
hér segir:
Molenbeek — Beerschot 1—1
Kortryk — Antwerp 0—0
Ghent — Waregem 1—1
Standard — Anderlecht 0—1
Beveren — Waterschei 2—0
Berchem — FC Briigge 1—1
Cercle Briigge — Lokeren 1—1
•Lierse — FC Liege 1—1
Anderlecht hefur góða for-
ystu, 34 stig, en Beveren hefur 30
stig í öðru sæti. Standard hefur
27 stig og Lokeren 24 stig í
þriðja og fjórða sæti.
beir Atli Eðvaldsson og Magnús Bergs sitja hér fyrir í upphafi strangrar æfingar hjá félagi sínu
Borussia Dortmund. Atli er nú óðum að ná sér eftir fótbrot rétt fyrir jólin, en Magnús Bergs lék sinn
fyrsta leik með aðalliðinu í síðustu viku.
Magnús lék sinn fyrsta leik
og Atli er óðum að ná sér
„ÉG ER óðum að ná mér af
meiðslunum. Ég er farinn að
hlaupa og byrja að æfa með
aðalliðinu á morgun." sagði
Atli Eðvaldsson leikmaður með
Borussia Dortmund er Mbl.
ræddi við hann í gærdag. „Þetta
kemur fljótt en samt eru mikil
viðbrigði að byrja aftur eftir að
hafa verið i gifsi með fótinn.
Brotið hefur gróið vel. En þrátt
fyrir það finn ég fyrir smá verk
i fætinum, en að sögn lækna
mun hann hverfa á næstu dög-
um.
Það er alveg óvíst hvenær ég
fæ að leika aftur, en sjálfur vona
ég að það verði eftir um það bil
tvær vikur. Það eru margir á
sjúkralista með smávægileg
meiðsli," sagði Atli.
Magnús Bergs félagi Atla hjá
Borussia lék sinn fyrsta leik með
aðalliði félagsins í 1. deildar-
keppninni í síðustu viku er
Borussia lék gegn Uerdingen á
útivelli. Magnús kom inn á í
síðari hálfleik í staðinn fyrir
einn af framlínumönnum Bor-
ussia. Magnús lék í 25. mínútur
og stóð sig vel. Borussia tapaði
samt leiknum 2—1. —þr.
Þórdís setti Islandsmet
ÞÓRDÍS Gísladóttir frjáls-
íþróttakona úr ÍR setti nýtt
íslandsmet i hástökki innan-
húss á frjálsíþróttamóti i Louis-
iana i Bandarikjunum um helg-
ina. Þórdís stökk 1,83 metra, en
eldra metið var 1,80 m. Það átti
hún að sjálfsögðu sjálf, sett i
Ontarió i Kanada fyrir ári.
Þórdis sigraði með umtals-
verðum yfirhurðum á mótinu,
næsta stúlka stökk 1,68 metra.
Þórdis keppti fyrir skóla sinn,
Alabamaháskóla, en þar dvelst
Þráinn Ilafsteinsson ÍR einnig.
Þráinn sagði í samtali við Mbl.
um helgina, að Þórdís hefði fyrst
og fremst lagt áherzlu á styrkt-
aræfingar og þrek það sem af
væri vetrar, en lítið stokkið enn
sem komið væri. Því mætti gera
ráð fyrir enn betri árangri þegar
á vetur og vor liði, og metið væri
gott vegarnesti.
Árangur Þórdísar er athyglis-
verður. Hún þarf lítið að bæta
við þetta til að verða í fremstu
röð hástökkvara í Bandaríkjun-
um. Á síðasta ári stukku níu
bandarískar stúlkur 1,85 metra
eða hærra, þar af fimm 1,90 eða
hærra, en bandaríska metið í
hástökki kvenna er 1,95, sett á
síðasta ári. Þá stukku níu stúlk-
ur til viðbótar yfir 1,83 metra,
sömu hæð og Þórdís gerði á
laugardag. Hún er því nú þegar
komin í hóp 20 beztu, og ekki
ótrúlegt að hún verði í hópi 10
beztu hástökkvara í Bandaríkj-
unum áður en skóla lýkur í vor.
„Við munuiti kæra þetta“
— segir Gísli Bjarnason formaður
handknattleiksdeildar KA
Það vakti athygli um helg-
ina. að handknattleikslið
KA lét ekki sjá sig í tvo leiki
sem settir voru á, annars
vegar gegn Tý í Vestmanna-
eyjum og hins vegar gegn
HK að Varmá. Leikjum þess-
um var frestað fyrr I vetur,
en fyrrnefndi leikurinn átti
að fara fram á laugardag-
inn, cn sá siðarnefndi á
sunnudaginn. í báðum til-
vikum voru leikirnir flaut-
aðir af og Týr og HK
hrepptu þvi auðtekin stig.
En eitthvað hlaut að liggja
að baki fjarveru KA-manna,
sem berjast á toppi deildar-
innar og máttu alls ekki við
þvi að sjá af íjórum stigum.
Morgunblaðið snéri sér til
Þorleifs Ananíassonar, fyrir-
liða KA og innti hann eftir
skýringum á fjarveru liðsins.
Þorleifur kom af fjöllum og
tjáði Mbl. að ekkert flug
hefði verið frá Akureyri á
laugardaginn, liðið hefði þó
pantað flugvél frá Arnar-
flugi, þar sem um tíma leit út
fyrir að veðrið væri að lagast.
En Arnarflugsvélin komst
aldrei lengra en að Sauðár-
króki.
Gísli Bjarnason, formaður
handknattleiksráðs KA
sagði, að hann hefði verið í
stöðugu sambandi við móta-
nefnd HSÍ og tjáð samband-
inu, að ef ófært yrði til
Vestmannaeyja á laugardeg-
inum, sæi KÁ sér ekki fært
að koma til Reykjavíkur á
sunnudaginn heldur, þar sem
félagið af fjárhagsástæðum
leggur alit kapp á að leika tvo
leiki í hverri ferð suður. Tjáði
Gísli Mbl. að mótanefndar-
menn hefðu engum andmæl-
um hreyft og skilið afstöðu
KA. „Hér er því verið að fara
gróflega á bak við okkur og
við munum að sjálfsögðu
kæra þessi vinnubrögð,“
sagði Gísli.
I þessu sambandi má geta
þess, að félögin hér fyrir
sunnan hafa það fyrir venju,
ekki síður en Akureyrarfél-
ögin, að leika tvo leiki í
hverri ferð norður. Er það
viðtekin venja, að ef sunnan-
félögin komast ekki norður á
laugardeginum, þá er fer-
ðinni frestað og þau koma
ekki á sunnudeginum þó fært
sé. Það er því vandséð hvers
vegna annað eigi að gilda
fyrir norðanfélöginn. sor./gg.
Þórdis Gisladóttir, hin bráðefnilega frjálsiþróttakona. setti nýtt og
glæsilegt Islandsmet i hástökki um helgina. Metið setti hún í
Bandarikjunum þar sem hún dvelst um þessar mundir.