Morgunblaðið - 03.02.1981, Side 40
w
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1981
N
Fjórói sigur ÍR í röð
sigruóu Val örugglega
ÍR-INGAR gerðu sér lítið fyrir, og sigruðu lið Vals
örugglega í úrvalsdeildinni í körfuknattleik á sunnu-
dagskvöld, með 73 stigum gegn 68. Lið ÍR lék sennilega
sinn besta leik í vetur og sigraði nú í f jórða leik sínum í
röð í mótinu. Mikil leikgleði, kraftur, og barátta
einkenndi leik liðsins. Og oft á tíðum réðu Valsmenn
ekkert við vel útfærðar leikfléttur ÍR. Við þennan sigur
ÍR-inga eru möguleikar Vals endanlega úr sögunni í
íslandsmótinu í ár. Lið Njarðvíkur hefur þegar tryggt
sér sinn fyrsta íslandsmeistaratitii við þetta tap
Valsmanna.
Framan af fyrri hálfleik var
leikurinn mjög jafn. En er líða tók
á hálfleikinn tók ÍR forystuna og
jók forskot sitt hægt og bítandi. I
hálfleik hafði ÍR 11 stiga forystu,
43—32. Kristinn Jörundsson varð
fyrir því óhappi í fyrri hálfleikn-
um að snúa sig á ökkla og varð að
yfirgefa leikvöllinn. En þrátt fyrir
það hélt ÍR sínu striki og léku allir
leikmenn liðsins mjög vel.
Það var eins og leikmenn Vals-
liðsins vildu ekki trúa því að þeir
gætu tapað leiknum. Lítil sem
engin leikgleði og barátta var í liði
Vals fyrr en rétt undir lok leiks-
ins. I byrjun síðari hálfleiksins
komu ÍR-ingar tvíefldir til leiks og
Sigmar Karlsson lék vel og skor-
aði mikilvæg stig i leiknum.
ætluðu sér greinilega ekki að
missa niður forskot sitt. Þeir léku
af miklum krafti og náðu 15 stiga
forystu í leiknum 57—42. Þá var
eins og lið Vals tæki við sér.
Leikmenn fóru að berjast en það
var of seint.
Lið Vals brá á það ráð að leika
maður á mann í vörninni síðari
hluta hálfleiksins og gerðu ÍR-
ingum mjög erfitt fyrir.
Staðan breyttist úr 61—47 í
67—61. Þá voru rúmar fjórar
mínútur til leiksloka og allt virtist
geta gerst því Valsmenn voru
greinilega að ná sér á strik. En
IR-liðið gaf ekkert eftir, lék vörn-
ina vel og tókst að halda foryst-
unni þótt munurinn væri lítill.
Þegar tvær mínútur voru til
leiksloka var staðan 69—66. ÍR-
ingum gekk þá illa að halda
boltanum í sókninni og því var
brugðið á það ráð að setja Krist-
inn Jörundsson, hinn leikreynda
fyrirliða liðsins, inná. Hann lék
mjög vel síðustu mínúturnar, hélt
boltanum vel og skoraði mikilvæg
stig. Fimm stiga sigur ÍR, 73—68
var því sanngjarn í leiknum.
ÍR-liðið sigraði í sínum fjórða
leik í röð í mótinu og hefur sýnt
miklar framfarir. Allir leikmenn
liðsins léku vel að þessu sinni.
Ungu mennirnir komust mjög vel
frá leiknum. Þeir Hjörtur
Oddsson, Óskar Baldursson, Bene-
dikt Ingþórsson, og Kristján
Oddsson eru allir menn framtíðar-
innar. Þeir hafa sýnt það í leikjum
73-68
Jón Jörundsson átti mjög góðan
leik gegn Val.
að þeir geta gert góða hluti fái
þeir tækifæri. Andy Flemming lék
mjög vel og var sterkur jafnt í
vörn sem sókn. Athyglisvert var
hversu mörgum fráköstum hann
náði af hinum hávaxna Pétri
Guðmundssyni. Jón Jörundsson
átti stórgóðan leik. Sérstaklega í
síðari hálfleiknum. Kristinn lék
vel þann tíma sem hann var inná.
Lið Vals var lengst af áhuga-
laust í leiknum, og það var ekki
fyrr en í síðari hálfleiknum að
Lið ÍR:
Kristinn Jörundsson 7
Jón Jörundsson 8
Hjörtur Oddsson 7
Sigmar Karlsson 7
Kristján Oddsson 6
Benedikt Ingþórsson 6
Óskar Baldursson 6
leikmenn fóru virkilega að taka á
honum stóra sínum þegar ljóst var
að leikurinn var að tapast.
Miley lék mjög vel með Val og í
raun sá eini sem lék vel. Hann var
sterkur í vörninni og skoraði 20
stig. Þrátt fyrir að Pétur Guð-
mundsson skoraði 16 stig var hann
mjög daufur í leiknum. Sérstaklea
þó í varnarleiknum. Það fór mjög í
taugarnar á leikmönnum Vals hve
illa gekk í leiknum og oft á tíðum
hreyttu leikmenn ónotum hver í
annan í stað þess að reyna að
vinna saman.
STIG ÍR: Flemming 20, Jón 16,
Hjörtur 11, Kritinn 10, Benedikt 4,
Óskar 4, Sigmar 6, Kristján 2.
STIG VALS: Miley 20, Pétur 16,
Torfi 9, Jón 6, Ríkharð 6, Kristján
7, Þórir 2, Jóhannes 2. - þr.
Meistarar
UMFN mæta
KR-ingum
KR og Njarðvík eigast við í
úrvalsdeild íslandsmótsins í
körfuknattleik i kvöld. Fer leik-
urinn fram i Laugardalshöllinni
og hefst hann klukkan 20.00.
Eftir sigur ÍR gegn Val í úrvals-
deildinni á sunnudaginn, er ljóst,
að UMFN gengur til leiks sem
íslandsmeistari i körfuknattleik.
Er þetta i fyrsta skiptið sem liðið
hreppir íslandsmeistaratitil.
Lið Vals:
Rikharður Ilrafnkelsson 6
Kristján Ágústsson 6
Pétur Guðmundsson 7
Torfi Magnússon 7
Jón Steingrimsson 7
Þórir Magnússon 5
Jóhannes Magnússon 4
..Jafntefli ' í körfunni
- Gary skoraði 60 stig -
ÞAÐ VAR mikið fjör í körfubolt-
anum á Akureyri um helgina, því
þá kom lið Keflvíkinga og lék
báða leiki sína við Þór í 1.
deildinni. Á föstudagskvöldið
sigraði Þór 86—84 í æsispenn-
andi viðureign sem þurfti að
framlengja. en á laugardaginn
komu gestirnir fram hefndum;
sigruðu með 79 stigum gegn 76.
Gary Schwartz hjá Þór var í
miklu stuði í fyrri leiknum og
skoraði hann hvorki meira né
minna en 60 stig. Var hann nær
einráður um stigaskorun síns liðs í
seinni hálfleik, skoraði þá 38 stig,
og var sá eini sem skoraði í
hálfleiknum utan við Jón Héðins-
son sem laumaði 4 stigum inn á
milli.
Leikurinn var í jafnvægi mest
allan tímann og skiptust liðin á
um að hafa forystuna. Staðan í
leikhléi var 44—39, Þór í hag. Það
sama var uppi á teningnum í
síðari hálfleiknum, munurinn
varð aldrei mikill. Um miðjan
hálfleikinn fóru menn að tínast
útaf með 5 villur; Axel og Terry
hjá ÍBK og Eiríkur og Alfreð hjá
Þór. Þórsarar voru ívið sterkari í
lokin en þegar 20 sek. voru eftir
jafnaði Brynjar úr vítakasti 75—
75. Þórsarar brunuðu fram en
náðu ekki að skora. Framlengja
þurfti því í 1x5 mín. í framleng-
ingunni misstu Þórsarar Gary
útaf með 5 villur en engu að síður
náðu þeir að kreista fram sigur,
86—84, eins og áður segir.
Gary átti frábæran leik hjá Þór
og Jón Héðinsson var einnig
sterkur. Ekki er þó nógu gott hve
lítil breidd er í liðinu hvað stiga-
skorun snertir. Gary skoraði 60
eins og áður segir, Alfreð var
næstur með 10 stig, Sigurgeir
gerði 8, Jón H. 6 og Olafur 2 stig.
Hjá ÍBK voru þeir Björn Nikulás-
son og Jón Kr. Gíslason bestir,
annars er liðið jafnt að getu og
mun meiri breidd hjá þeim en hjá
Þór. Terry Reed skoraði 20 stig,
Björn og Viðar skorðuð báðir 18
stig, Axel 9, Jón Kr. 8, Sigurður
einnig 8 og Brynjar gerði.3 stig.
Eftir jafnan og spennandi leik
kvöldið áður bjuggust menn við
svipuðum leik á laugardaginn er
liðin mættust aftur. í fyrri hálf-
leik var því þó ekki að skipta. ÍBK
réði þá lögum og lofum á vellinum
og allt leit út fyrir að þeir ynnu
stórsigur. Allt gekk upp hjá þeim
en Þórsarar voru mjög daufir.
Staðan í hálfleik var 47—27 fyrir
ÍBK.
En fljótt skipast veður í lofti.
Þórsarar komu mjög ákveðnir til
leiks í síðari hálfleik og söxuðu
jafnt og þétt á forskotið. A 13. mín
var munurinn aðeins 5 stig, 69—
64, en Þórsarar glopruðu tækifær-
inu til að jafna metin þar sem þeir
voru allt of æstir. Þeir klúðruðu 6
sóknum í röð á meðan Keflvík-
ingar léku af öryggi og juku
forskot sitt á nýjan leik. Á 17.
mín. fékk Gary sína 5. villu og
bjuggust menn þá við að sigur-
möguleikar Þórs væru úr sögunni,
en svo var þó ekki. Þeir drógu á
gestina og er örfáar sek. voru til
leiksloka brunaði Eiríkur Sigurðs-
son upp allan völl, brotið var á
honum er hann skaut, knötturinn
fór ofan í körfuna en Kristbjörn
dómari hafði flautað leikinn af
sekúndubroti áður en Eiríkur
skaut. Hefði Eiríkur skotið aðeins
fyrr hefði hann fengið 1 vítaskot
til að jafna úr, en fékk þess í stað
tvö og körfuna ekki gilda. Hann
hitti úr hvorugu vítinu; það skipti
þó ekki máli, Keflvíkingar höfðu
unnið.
Terry Reed var mjög atkvæða-
mikill í þessum leik og skoraði
hann 34 stig og hirti mörg fráköst.
Þess má þó geta að Jón Héðinsson
gat ekki leikið með Þór í leiknum
en hann hafði reynst Terry erfiður
í fráköstunum daginn áður. Jón
Kr. gerði 16 stig, Björn 12, Viðar
og Axel gerðu 7 hvor og Sigurður
3. Eiríkur Sigurðsson var mjög
góður í liði Þórs, sérstaklega í
síðari hálfleik og skoraði hann alls
29 stig. Gary skoraði 28, Sigurgeir
9, Erlingur 6 og Alfreð gerði 4
stig.
Þeir Hörður Tuliníus og Krist-
björn Albertsson dæmdu báða
þessa leiki og fá þeir hæstu
einkunn fyrir dómgæsluna. Það er
virkilega gaman að sjá svona
ákveðna dómara að störfum.
— sh.
Brynjar Harðarson svifur með miklum til
rak sig utan i Frakkann hörundsdökka oi
neðri myndinni. Ljósm. Mbl. Kristján.
Stefán Halldórsson þeysir fram hjá frön
jafnvægið. Ljósm. Kristján.
á