Morgunblaðið - 03.02.1981, Síða 42
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1981
eina eða tvær félagslegar stefnur
og hefur svo reynt að finna sig í
því samfélagi sem hann þó getur
varla skilgreint. Hann er þekktari
heldur en kanslari Vestur-Þýska-
lands og hefur miklu meiri tekjur
heldur en hann.
„Kanslarinn ógæfa
þjóöarinnar“
Franz Beckenbauer lifir undir
stöðugri pressu, sem hann á hverj-
um degi styrkir ómeðvitandi.
Hinar geysilegu vinsældir hafa
gert hann tortrygginn, ómann-
blendinn og að hann hafi það á
tilfinningunni að hann sé hroka-
fuílur sem hann er ekki, langt frá
því. Hann er vingjarnlegur, heið-
arlegur, pínulítið tilgerðarlegur
þegar hann tjáir sig, en skjótur í
tilsvörum þrátt fyrir að málefnið
varði ekki knattspyrnuna.
En inn á milli eru honum oft
lögð orð í munn sem hann hefur
aldrei sagt. I kvikmyndinni sem
fjallar um líf hans og persónu-
leika, sem var fyrst sýnd eftir
kosningarnar í V-Þ 1969, þegar
SPD komst til valda og Willy
Brandt varð kanslari. Þar var
fullyrt að Beckenbauer hefði sagt:
„Willy Brandt er ógæfa þjóðarinn-
ar.“
„Ég varð alveg bit, en fannst
tilgangslaust að mótmæla," skrif-
ar hann í „Einer wie ich“. Að
Franz Beckenbauer væri hægra
megin og hefði afturhaldssama
CSU foringjann Franz Josef
Strauss sem fyrirmynd vár ekkert
leyndarmál. „Ég játa það vel að
mér líkar betur við Strauss heldur
en Brandt, en ég er ekki á móti
Brandt, heldur ekki persónulega,"
sagði hann að lokum.
Síðan hefur Beckenbauer ekki
setið í stúdíóinu hjá ZDF, þýska
sjónvarpsfélaginu sem framleiddi
myndina.
í „Einer wie ich“ segir Franz
Beckenbauer frá öðru dæmi þar
sem þýska pressan býr til frétt
sem byggð er á slúðri, þar segir
meðal annars: „Með stóru letri
stóð að arabískur fursti frá Ku-
wait hafi boðið Bayern Munchen
40 milljónir D-mark fyrir mig.
Enginn í Bayern hefur heyrt frá
þessum fursta. Hins vegar hefði
hann getað keypt allt liðið fyrir
þennan pening. Þessi blaðalýgi
vakti þess vegna hlátur.
Franz Beckenbauer gengur allt-
af með þann draum að verða
stjórnmálamaður. Hann er ekki
ættjarðarvinur heldur átthaga-
• Franz Beckenbauer á hátindi frægðar sinnar fagnar sigri gegn
Hollendingum i úrslitaleik heimsmeistarakeppninnar 1974.
KNATTSPYRNUNNAR
Það var 14. ágúst árið 1965 sem Franz Beckenbauer
lék sinn fyrsta leik í 1. deild í Vestur-Þýskalandi með liði
sínu, Bayern. Hann lék sem vinstri útherji og vakti strax
athygli. Það má segja að mjög óvenjulegur knattspyrnu-
ferill hafi byrjað þennan dag. Beckenbauer er einn af
þeim stóru frá upphafi í knattspyrnusögunni. Og því að
vera að rifja það upp. Jú þegar flestir eru að leggja
skóna á hilluna eöa eru þegar hættir, orðnir 35 ára
gamlir, leikur „keisarinn“ á nýjan leik í Þýskalandi.
Flestir töldu daga „keisarans“ talda sem knattspyrnu-
manns þegar hann gerði samning við liö Cosmos í
Bandaríkjunum. Eftir þriggja ára dvöl þar sneri hann
heim. Og það var ekki lakara lið en Hamborg SV sem
gerði honum tilboð. Ekki eingöngu vegna þess að hann
hét Beckenbauer heldur vegna þess að hann lék jafn vel
og þegar hann gerði garðinn frægan. Nú er ekki talað
um annað í knattspyrnuheiminum í Vestur-Þýskalandi
en að fá „keisarann“ í landsliðið aftur. Við skulum rifja
upp feril þessa einstaka knattspyrnumanns. Hér er
fyrsta greinin.
Keisarinn meöal
kónga knatt-
spyrnunnar
Franz Beckenbauer, venjulegast
þekktur sem „Keisari Franz“.
Hann hefur enga hugmynd um
hvers vegna eða hvaðan það nafn
er komið. „Gárungarnir segja, að
ég líkist Lúðvík II konungi í
Bayern. Sjálfur skynja ég mig sem
mann frá gamla tímanum, þegar
knattspyrnan var leikin fyrir
ánægjuna. Mér dettur í það
minnsta ekki í hug að reisa höll
eins og Lúðvík II eða einhverja
slíka loftkastala. Ég vil vera niðrá
jörðinni, á grasteppinu.
En eitt annað er það sem Franz
Beckenbauer vill, það er að gera.
allt sem hann langar til. Hann er
og verður viðfangsefni almanna-
rómsins. Allt sem hann tekur sér
fyrir hendur er umtalað af al-
menningi, yfirleitt allt skælt og
snúið.
Hann les í þýsku pressunni að
hann sé „das aussergewohnliche"
súperstjarna sem fær föt sín
saumuð af klæðskera frá Vín.
Leigi þotu tii að vera viðstaddur
óperu í Vín eða í Scala í Milanó.
Franz Beckenbauer, keisarinn
meðal kónganna í knattspyrnunni,
skynjar sjálfan sig óþolinmóðan
og óánægðan og glettni fylgir með
eða bara eins og hinn venjulegi
maður — eða eins og konan hans
segir: „Á milli undir- og yfirstétt-
ar“.
Maðurinn minn er
fæddur 100 ár-
um of seint
En hefur hann rétt fyrir sér?
Veit hann í raun og veru hvernig
hann er? Knattspyrnusérfræð-
ingar segja hann tíu árum á
undan sinni samtíð. Konu hans
finnst aftur á móti hann vera
fæddur 100 árum of seint. „Franz
tilheyrir annarri öld, rólegri og
ekki eins tæknilegri, en mann-
eskjulegri og tilfinningameiri."
Aðrir greina hann sem mikinn
tilfinningamann, sem ailtaf er að
leita að sjálfum sér, viðkvæmur
sem á sinn hátt hefur klæðst hami
kaupsýslunnar. „Franz er eirðar-
laus nema þegar hann er heima
hjá sér í tíu herbergja „villunni" í
Grúnwald, millahverfi í útjaðri
Múnchen. Sá besti er hvorki fé-
lagslyndur sem landsliðsleikmað-
ur né atvinnuleikmaður. Konan
hans er sú eina sem hann hefur
aðdáun á, ber virðingu fyrir,
elskar og á samleið með. Þessu
hefur hann aldrei leynt og það
gerir hann heldur ekki í síðustu
bók sinni sem er sú fjórða í
röðinni „Eine wie ich“.
Ævisaga Franz Beckenbauer
minnir á uppvaskara. Hann kem-
ur frá verkamannahverfinu Gies-
ing í Múnchen, þar sem pabbi
hans var póstur. Hann tók gagn-
fræðapróf og hlaut fræðslu í
gegnum tryggingakerfið. í krafti
snilli sinnar sem knattspyrnu-
maður leið hann áfram gegnum
• Beckenbauer lyftir sigurlaununum. Æðsta takmark-
inu hefur verið náð að leiða landslið sitt til sigurs í
heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu. Hinn frægi
þjálfari Ilelmuth Schön fagnar fyrirliða sínum í lok
úrslitaleiksins. Hann hefur sagt um Beckenbauer að
hann sé listamaður hvað knattspyrnu snertir. Allar
hreyfingar úthugsaðar og sendingar hans á meðspilar-
ana með ólíkindum nákvæmar og vel úthugsaðar.
Vestur-Þýskaland hefur aldrei átt annan eins fyrirliða,
sagði Schön.
KEISARINN
MEÐAL KÓNGA
J
'i