Morgunblaðið - 03.02.1981, Side 34
42
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1981
Leynisamningur
Mexikó og Kúbu
Chicago, 2. febrúar. — AP.
Utanrikisráðuneytið banda-
riska hefur komist yfir skjal, sem
virðist vera texti leynilegs oliu-
samninKs milli Mexikó og Kúbu
frá þvi í desember sl. Samkv.
þessum samningi heita Mexikó-
menn þvi að útvega Kúbu-
mönnum tæki til olíuleitar og
vinnslu.
Þessar upplýsingar komu fram í
blaðinu The Chicago Tribune sl.
sunnudag, sem hefur það jafn-
framt eftir ónafngreindum starfs-
mönnum utanríkisráðuneytisins,
að óttast sé að Mexikómenn sjái
Kúbumönnum fyrir bandarískri
tæknikunnáttu þrátt fyrir bann
bandarískra stjórnvalda.
Mexikómenn hafa ekki dregið
neina dul á aðstoð sína við Kúbu-
menn og i skjalinu er kveðið á um
olíuleit á landgrunni Kúbu, við-
hald á olíuhreinsunarstöðvum,
vöruskipti og miðlun tækniþekk-
ingar. Mexikómenn kaupa mest
allan tæknibúnað sinn fyrir olíu-
iðnaðinn í Bandaríkjunum.
Times:
Prentarar á móti
kröfum Murdochs
London, 2. febrúar. — AP.
VIÐRÆÐUR ástralska biaðakóngs-
ins Robert Murdoch og fulltrúa
hrezka prentiðnaðarins vegna
fyrirhugaðra kaupa Murdochs á
Times og Sunday Times, runnu út i
sandinn í dag, og eru nú litlar likur
á að samkomulag náist um kaupin
fyrir 12. febrúar, en þá rennur út
frestur sem Murdoch setti sér til að
ganga frá öllum atriðum vegna
kaupanna.
Prentararnir voru í fyrstu sam-
Veður
víða um heim
Akureyrí 0 snjóól
Amtterdam 7 heiðskírt
Aþena 16 heióskfrí
Berlín 7 heiöskírt
BrUssel 9 heiöskírt
Chicago 2 skýjað
Feneyjar 11 þokumóða
Frankfurt -3 heiöskírí
Faereyjar 6 skýjað
Ganf -2 þoka
Helainki Sékýjað
Jerúsalem 10 skýjað
Jóhannesarb. 25 heiðskirt
Kaupmannahöfn 6 skýjað
Laa Palmas 18 heiðskírí
Lissabon 16 heiöskírt
London 12 skýjað
Los Angeles 20 heiðskírt
Madrid 11 haiðskírt
Malaga 12 léttskýjað
Mallorca 14 místur
Miami 22 skýjað
Moskva -3 heíðskírt
Naw York 5 rigning
Osló 10 heiðskírí
París 12 heiðskírt
Reykjavík 3 skýjað
Ríó da Janeiro 35 heiðskirí
Rómaborg 12 heiðskírí
Stokkhólmur 10 skýjað
Tal Aviv 16 skýjað
Tókýó 9 heiöskírt
Vancouver 7 skýjað
Vínarborg 10 heiðskírí
þykkir kaupunum, þar sem ella vofði
það yfir að útgáfu blaðanna yrði
hætt. Hins vegar hafna þeir nú
kröfum Murdochs um hagræðingu
og að launahækkunum verði frestað.
Talsmenn prentiðnaðarins segja
kröfur hans óaðgengilegar, þær feli
m.a. í sér uppsagnir, og ekki vilja
þeir hlusta á hugmyndir hans um að
blöðin verði prentuð utan Lundúna.
„Hann krefst of mikils á of skömm-
um tíma,“ sögðu talsmennirnir í dag.
Fréttamenn við Sunday Times
hafa ákveðið að krefjast dómsúr-
skurðar í vikunni þar sem opinberri
nefnd verði fyrirskipað að ganga úr
skugga um hvort fyrirhuguð kaup
Murdochs á blöðunum brjóti í bága
við lög um bann við hringamyndun-
um og einokunaraðstöðu.
Sýndi Ertl
hrottaskap?
Bonn, 2. febrúar. — AP.
VESTUR-þýzkir embættismenn
visuðu i dag á bug fullyrðingum
um að Josef Ertl landbúnaðarráð-
herra V-Þýzkalands hefði neytt
Dani til að leyfa V-Þjóðverjum
þorskveiðar við Grænland með
hrottaskap og yfirtroðslu. Danskir
fulltrúar i samningaviðræðunum i
Brussel i siðasta mánuði sögðu að
Ertl hefði æpt og öskrað og steytt
hnefanum á fundunum þar til
hann fékk sinu framgengt.
Karl Theodor Paschke talsmaður
utanríkisráðuneytisins sagði í dag,
að Hans-Dietrich Genscher utan-
ríkisráðherra hyggðist svara kvört-
unarbréfi danska starfsbróður síns,
þar sem látin var í ljós óánægja
með framferði Ertls, sem hefði
„orgað, æpt og öskrað" á fundunum.
„Eg trúi því ekki að óreyndu, að
Ertl hafi „öskrað á þorsk", „sagði
Erwin Reuss blaðafulltrúi Ertls.
Reuss sagði ennfremur, að hefðu
Danir neitað V-Þjóðverjum um
heimildir til þorskveiða við Græn-
land, hefði úthafsfloti Þjóðverja
ekki haft á neinar slóðir að sækja.
Undanfarið hafa harðir bardagar geisað í Kunar-héraði i Afganistan. Sovétmenn hafa beitt
fallbyssuþyrlum og stórskotaliði i baráttunni gegn frelsissveitum Afgana, og hafa heilu þorpin verið
lögð í rúst. Á þessari mynd AP-fréttastofunnar sjást rústir eftir árásir Sovétmanna.
Skoðanakönnun The Observer:
Nýi miðjuflokkurirai
fengi flest atkvæði
Lundúnum, 2. febrúar. — AP.
MARGRÉT Thatcher, forsæt-
isráðherra Bretlands, sagði í
sjónvarpsviðtali í gær, að hún
hygðist ekki hverfa frá hinni
hörðu efnahagsstefnu sinni,
þrátt fyrir vaxandi andstöðu.
„Við vissum að það yrði erfitt
og sársaukafullt,“ saðgi
Thatcher í viðtalinu en fyrir
tæpum tveimur árum vann
íhaldsflokkurinn mikinn
kosningasigur undir stjórn
Thatchers og þá hét hún því,
að endurreisa brezkt efna-
hagslíf með harðri stefnu i
efnahagsmálum.
Fyrir skömmu lýstu um 20
þingmenn brezka íhaldsflokksins
því yfir að þeir íhuguðu nú, að
ganga til liðs við hófsaman sósí
aldemókratískan flokk, sem líkur
eru á að myndaður verði. Þegar
hafa fjölmargir þingmenn Verka-
mannaflokksins, undir stjórn þre-
menningaklikunnar svonefndu —
Shirley Williams, David Owens og
William Rogers lýst því yfir, að
þeir mundu hugsanlega segja sig
úr Verkamannaflokknum. Raunar
hefur David Owen þegar lýst því
yfir, að hann muni ekki framar
bjóða sig fram fyrir Verkamanna-
flokkinn.
Tvö brezk dagblöð birtu í gær
niðurstöður skoðanakannana sem
gerðar voru í síðustu viku. I
skoðanakönnun The Observer fékk
hinn nýi sósíaldemókratíski flokk-
ur 41% atkvæða þeirra, sem
spurðir voru. Verkamannaflokk-
urinn fékk 32% en íhaldsflokkur-
inn aðeins 25%. Þá kom fram í
Stokkhólmi, 2. íebrúar. Frá fréttaritara
Mbl. Guðfinnu Ragnarsdóttur.
SPARNAÐARRÁÐSTAFANIR
sænsku rikisstjórnarinnar með
lækkuðum styrkjum og vaxta-
hækkunum hafa komið mjög hart
niður á sænskum bæjar- og sveit-
arfélögum. Bara útgjöldin vegna
vaxtahækkana úr 10 i 12% aukast
um 500 milljónir sænskra kr.
Sparnaðaraðgerðirnar koma fyrst
og fremst niður á dagheimilis- og
elliheimilistryggingunum. Þar
verður samdrátturinn mestur.
Fjöldi bæjar- og sveitarfélaga hef-
ur nú þegar tilkynnt að ekki verði
hægt að standa við gerðar áætlan-
ir um fleiri dag- og elliheimili.
Dagheimilisgjöld munu einnig
hækka og sömuleiðis gjöld fyrir
ýmsa aðra þjónustu. A mörgum
stöðum er einnig rætt um að spara
skólamatinn eða krefjast auka-
gjalds fyrir hann en í Svíþjóð fá öll
skólabörn fullgilda máltíð í skólan-
skoðanakönnun Observer, að fleiri
kjósendur Ihaldsflokksins mundu
hlaupast undan merkjum yfir til
nýja miðjuflokksins en frá Verka-
mannaflokknum.
um ein'u sinni á dag sér að kostnað-
arlausu.
Sömuleiðis munu styrkir bæjar-
og sveitarfélaganna til ýmiss konar
félagsstarfsemi lækka eða hverfa.
Allur þessi samdráttur, ekki síst í
byggingarframkvæmdum, er talinn
hafa í för með sér aukið atvinnu-
leysi.
Sparnaðaraðgerðirnar koma
mjög misjafnlega niður á bæjar- og
sveitarfélögunum. Verst er ástand-
ið hjá þeim sem hafa ný og há lán,
þar er vaxtaaukningin mest. Ýmsar
raddir eru uppi um hækkun útsvara
en slíkt er þó varla talið trúlegt því
að ríkisstjórnin hefur mælst gegn
því. Útsvar er víða mjög hátt og
hefur á undanförnum 20 árum
tvöfaldast og er nú víðast 30 kr.
sænskar fyrir hverjar 100 kr.
Á sama tíma hefur þáttur bæjar-
og sveitarfélaganna í framleiðslu á
vörum og þjónustu aukist úr 11%
og fjöldi starfsfólks aukist úr
300.000 í 1.000.000.
Bæjar- og sveitarfélög í Svíþjóð:
Mikill samdráttur í
félagslegri þjónustu
Gro Harlem Brundtland
-tekst henni að laða kjósendur að Verkamannaflokk
Gro Harlem Brundtland er
þekkt fyrir ýmislegt annað en að
fara troðnar slóðir. Innan Verka-
mannaflokksins hefur hún verið
umdeild og í umhverfismálaráðu-
neytinu þótti hún harður hús-
bóndi. Bjartmar Gjerde, fyrrum
olíu- og orkumálaráðherra og nú
síðast keppinautur hennar um
forsætisráðherraembættið, kvart-
aði sáran undan frekju hennar og
yfirgangi þegar bæði sátu í stjórn-
inni, og ýmsir grónir áhrifamenn í
flokknum kunna ekki að meta
hana. Konan hefur jafnan verið
talin nokkuð orðhvöt og fylgin sér,
en slíkir eðlisþættir eru misjafn-
lega metnir eftir því hver í hlut á.
En eitt eru flokksvinsældir og
annað lýðhylli, og fáum blandast
hugur um það að Gro Harlem
Brundtland á miklum persónu-
vinsældum að fagna hjá þeim sem
úrslitum ráða, þ.e. norskum kjós-
endum, og þar stendur enginn
innan Verkamannaflokksins
henni á sporði, ef marka má
nýlegar skoðanakannanir og fylgi
hennar í kosningum hingað til.
Gro Harlem Brundtland er
læknir að mennt. Hún er rúmlega
fertug að aldri, gift og móðir
fjögurra barna. Maður hennar er
sérfræðingur í öryggismálum og
virkur í Hægri flokknum, þannig
að hjónin eru á öndverðum meiði í
stjórnmálum.
Á námsárunum tók Gro Harlem
Brundtland þátt í stúdentapólitík
og þótti róttæk, en þegar hún tók
sæti í norsku stjórninni árið 1974
sem umhverfismálaráðherra
höfðu stjórnmálaafskipti hennar
að mestu verið hljóðlát og bundin
við nefndasetu. Þá var hún sem sé
óþekkt meðal almennings, en ekki
leið á löngu áður en nafn hennar
var á allra vörum og henni var
falið hvert trúnaðarstarfið af
öðru. Hún var fljótlega kjörin
varaformaður flokksins. Árið 1977
var hún kjörin á þing, en það var
ekki fyrren hún lét af ráðherra-
embætti síðla árs 1979 að hún tók
sæti á þingi, því að í Noregi gegna
menn ekki samtímis þingmennsku
og ráðherradómi.
Þegar Gro Harlem Brundtland
fór úr stjórninni og tók sæti á
þingi töldu margir það vísbend-
ingu um að hún hefði ætlað sér
annað hlutskipti en að vera til
frambúðar skrautfjöður með tak-
mörkuð völd.
Gro Harlem Brundtland þótti
sanna hæfni sina sem leiðtogi
eftirminnilega þegar óhapp varð á
olíupalli í Norðursjó með þeim
afleiðingum að „svarta gullið"
spýttist stjórnlaust í sjóinn dög-
um saman og olli mikilli mengun.
Hún stjórnaði björgunarstarfi af
miklum skörungsskap og tók
djarfar ákvarðanir um varúðar-
ráðstafanir til að hindra meiri
mengun en þegar var orðin, og
hlaut mikið lof fyrir.
Framan af ráðherraferli sinum
var Gro Harlem Brundtland talin
mjög afdráttarlaus í orkumálum
og jafnvel um of. Hvað eftir annað
lenti henni saman við Bjartmar
Gjerde, olíu- og orkumálaráð-