Morgunblaðið - 03.02.1981, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 03.02.1981, Qupperneq 36
Síminn á afgreióslunni er 83033 JM*r0unt>I«feid Síminn á afgreiöslunni er 83033 JH*r0unbInt>it> ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1981 Samið um 10% hækkun á skreið frá síðasta ári Sjávarafurðadeild Sam- handsins og Samlag skreiðarframleiðenda Kerðu fyrir nokkru samn- injí við fyrirtæki í Nígeríu um sölu á 22 þúsund pökk- um af skreið til Nígeríu. Er hér um lítinn samnintí að ra*ða eða sem nemur einum skipsfarmi. en hins vegar Ka*ti þessi samning- Slógust og skemmdu bíla í biðröð hjá Akraborg LÖGREGLAN var kölluð að Akraborg skömmu áð- ur en skipið lét úr höfn í Reykjavík klukkan 19 á föstudaginn. Til rifrildis hafði komið milli manna. sem biðu með bíla sína í biðröð. Magnaðist rifrildið stig af stigi og endaði með slagsmálum og skemmd á bílum viðkomandi. Reykvíkingur nokkur, sem ætlaði upp á Akranes, kærði málið til lögreglunnar. Kvaðst hann hafa lagt bílnum sinum í röðina en nokkru síðar hefði borið að bíl frá Akranesi og hefði hann reynt að troða sér inn í röðina, fram fyrir aðra bíla. Þessu vildi maðurinn ekki una og spurði Akurnesinginn hvort hann gæti ekki beðið eins og aðrir. Varð úr þessu mikið rifrildi og blönduðust í það 'arþegar í bílunum. Fóru leikar svo að hliðarrúður í bíl Akur- nesingsins voru brotnar með brennivínsflösku og í slagsmál- um milli manna rispaðist vélar- lok hins bílsins. Lögreglan var kölluð á stað- Inn og svo fóru leikar að hvorug- ur bíllinn komst í Akraborgina. ur orðið nokkurs konar rammasamningur í skreið- arviðskiptum við Nígeríu- menn í ár. Verðma*ti þessa samnings er um G,2 millj- ónir dollara eða 37 millj- ónir nýkróna og náðist um 10% hækkun í dollurum frá þeim samningum, sem fyrirtækin gerðu við Níg- eríumenn á síðasta ári. Að sögri Magnúsar Frið- geirssonar hjá Sambandinu var. þessi samningur gerður tii að brúa bilið þar til samningar hafa verið gerðir við ríkisfyrir- tæki í Nígeríu, en ekki er ólíklegt að skreiðarútflytjendur vinni að einhverju leyti saman að þeim samningum. Skipað verður út í fyfrnefndan samn- ing í lok þessa mánaðar. Sendinefnd frá Noregi verður á ferð í Nígeríu síðari hluta febrúar og er líklegt að íslenzk sendinefnd fari þangað í kjölfar Norðmanna, sem eru helztu keppinautar Islendinga á þess- um markaði. Stóru fjölskyld- urnar fá hærri lán en þær litlu EKKI liggur fyrir hversu há lán Húsnæðismálastofnunar verða i ár. en að sögn Ólafs Jónssonar, for- manns stjórnar stofnunarinnar, munu lánveitingar a.m.k. hækka um sem nemur verðbólgu frá því að upphæðir lána voru siðast ákveðn- ar. í samtaii við Mbl. í gaer sagði Ólafur, að nú væri unnið að nýrri reglugerð um lánveitingar og þar er m.a. gert ráð yfir annarri viðmiðun en áður, þannig að stórar fjölskyld- ur fái hærri lán en litlar fjölskyldur. Nýr forstöðumaður í Norræna Húsinu. Ann Sandelin frá Finnlandi tók um mánaðamótin við starfi forstöðumanns Norræna hússins i Reykjavik. Hún veitti áður forstöðu menningarmiðstöðinni á Hanaholmen við Helsinki. Myndin er tekin i bókasafni Norræna hússins á fyrsta vinnudegi hennar. Maður hennar er islenzki leikarinn Borgar Garðarsson. l.jósm. Ól. K.M. Stöðugir fundir FUNDIR vegna samninga starfs- manna rikisverksmiðjanna og Kis- iliðjunnar við Vinnumálanefnd ríkisins stóðu yfir hjá sáttasemj- ara frá kl. 14 í gær og fram eftir kvöldi. Hlé var gert um kvöldmat- arleytið. en fundir hófust að nýju um kl. 21. — Það hefur verið unnið mikið og verður svo áfram, en ég geri ekki ráð fyrir að við ljúkum þessu í nótt og við ráðgerum nýjan fund í fyrramálið, sagði Guðlaugur Þor- valdsson ríkissáttasemjari í sam- tali við Mbl. í gærkvöld og bjóst hann við að fundirnir myndu standa eitthvað fram yfir miðnætt- ið. Útreikningar Þjóðhagsstofnunar: Fiskvinnslan er nú rekin með 7 % hagnaði Hagnaður af frystingu 3 milljarðar, en 10 Talið að fiskvinnslan geti borið 14—15% SAMKVÆMT útreikning- um þjóöhagsstofnunar eru fiskvinnslugreinarnar þrjár, frystinjí, söltun og herzla, nú reknar með 7% hagnaði. Hins vej?ar er staða greinanna þriggja mjög ójöfn innbyrðis. Lesendaþjónusta Morgunblaðsins: Spurt og svar- að um skattamál Hringið í síma 10100 kl. 14—16 MORGUNBLAÐIÐ mun veita lesendum sínum þá þjónustu i samhandi við skattaframtöl að þessu sinni að leita eftir svörum og upplýsingum við spurningum lesenda um skattamál. Eru lesendur hvattir til að notfæra sér þessa þjónustu og hringja i síma 10100 kl. 14 —1G dag hvern þar til framtalsfrestur er útrunninn. Verða spurningar teknar niður og svara síðan aflað við þeim. Nauðsynlegt er að nafn og heimilisfang fyrirspyrjanda fylgi með. Leiðbeiningar ríkisskattstjóra um útfyllingu skattaframtals munu ekki verða birtar í Morg- unblaðinu að þessu sinni. Gefinn hefur verið út sérstakur bækl- ingur með þessum leiðbeiningum og er honum dreift til allra framteljenda, þannig að ekki er af þeim sökum ástæða til að birta þessar leiðbeiningar hér í blaðinu. Allir framteljendur eiga að hafa þær við hendina ásamt eyðublöðum undir skattafram- tal. Frystingin er samkvæmt útrcikningum Þjóðhags- stofnunar rekin með 1,6% hagnaði á ári eða sem nemur um 3 milljörðum g.króna hagnaði á ári, en miðað er við rekstrarskil- yrði í janúar fyrir fisk- verðsbreytingu. Söltunin er rekin með um 10% hagnaði eða 7,5 milljörð- um á ári og skreiðarverk- unin er rekin með 25% hagnaði eða sem nemur 10 nulljörðum g.króna á ári. Eins og áður hefur komið fram er útgerðin nú rekin með um 11% halla eða 1718 milljarða g.króna halla miðað við sömu for- sendur. Ólafur Davíðsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar, sagði í gær að fyrirfram hefði verið vitað að frystingin stæði lakar en hinar greinarnar. Hins vegar sagði hann að menn hefðu ekki átt von á því að skreiðin stæði svo miklu betur en söltunin. Ólafur benti á það, að mjög oft væru sömu fyrirtækin með frystingu og skreiðarverkun og jafnvel allar greinarnar, þann- ig að svfeiflur á milli einstakra fyrirtækja væru ekki eins miklar milljarðar af herzlu hækkun fiskverðs og á milli greinanna þriggja. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins telur Þjóðhagsstofnun að 1% hækkun fiskverðs kosti um 800 milljónir g.króna. Samkvæmt því hefur frystingin ekki mikið svigrúm til fiskverðshækkunar. Ef hins vegar er litið á meðalafkomu greinanna þriggja má reikna með að fiskvinnsla geti borið 14% hækkun fiskverðs. Hins vegar er talið að útgerðin þurfi 1718% hækkun fiskverðs til að rétta reksturinn af. Niðurstaða athugunar Verðlagsstofnunar: Fiskur seldur yfir leyfi- legu verði í fiskbúðum ATHUGUN, sem Verðlagsstoínun hefur gert á fiskverði á höfuðborgarsvæðinu hefur leitt í Ijós, að í mjög mörgum fiskbúðum er fiskur seldur á hærra verði en leyfilegt er. Að sögn Georgs ólafssonar verðlagsstjóra er kílóið af ýsuflökum selt á 17 krónur í mörgum fiskbúðum eða 18% yfir leyfilegu verði, sem er 14,30 krónur. Georg Ólafsson sagði að fisksal- arnir hefðu borið því við að þeir væru tilneyddir að selja yfir leyfilegu verði vegna þess að ákvörðun almenns fiskverðs hefði dregizt úr hömlu. Núgildandi verð á neyzlufiski væri miðað við verð á fiski upp úr sjó í október sl. og það væri vitað mál, að þann fisk, sem fisksalarnir keyptu eftir áramótin yrðu þeir að greiða útgerðar- mönnum fyrir á nýju og hærra verði, sem því miður lægi ekki fyrir ennþá. „Þetta ástand er mjög baga- legt,“ sagði Georg Ólafsson, þegar Morgunblaðið spurði hann að því hvort Verðlagsstofnun hygðist kæra fisksalana fyrir verðlags- brot. „Fisksalar komast í hina verstu aðstöðu þegar dregst svona að ákveða verð á fiski upp úr sjó og það er erfitt að láta þá gjalda þess að fiskverðsákvöðrun dregst. Verðlagsstofnun mun skoða þetta mál nánar en ég vona að það leysist sjálfkrafa á næstu dögum með ákvörðun almenns fiskverðs."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.