Morgunblaðið - 10.02.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.02.1981, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 33. tbl. 69. árg. ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Deila EBE um fiskimál óleyst BrUsscl, 9. febriiar. AP. EKKERT miðaði i samkomulags- átt á íyrra degi viðræðna sjávar- útvegsráðherra EBE um sameig- inlega fiskimálastefnu í dag. Að- eins írland samþykkti tillögur EBE um kvótaskiptingu. Um 40 brezkir fiskimenn héldu uppi áróðri á fundarstaðnum. Þýzkir fiskimenn lokuðu höfnun- um í Cuxhaven og Bremerhaven til að mótmæla því að samkomu- Dwyer-málið virðist leyst CYNTHIA B. Dwyer, banda- riskum rithöfundi, sem var dæmd fyrir njósnir og visað úr landi i íran, var meinað að fara með flugvél frá Teheran í gær, þar sem ferðaskilriki hennar voru ekki i lagi eða komu ekki i leitirnar, en starfsmenn banda- riska utanrikisráðuneytisins sögðu að málið virtist hafa verið leyst og hún mundi fara frá íran á þriðjudag. Frú Dwyer átti að fara með flugvél íranska flugfélagsins Iranair til Vínar. í Genf er sagt að næsta áætlunarflugferð frá Teheran verði á miðvikudag og flogið verði til Istanbul og Frankfurt. Iranair er eina flug- félagið, sem heldur uppi ferðum frá Iran. lag hefur ekki náðst. „Úthafsfisk- veiðar Þjóðverja mega ekki deyja út“, stóð á borða í Cuxhaven þar sem reynt var að afstýra löndun úr íslenzkum togara í síðustu viku. EBE vill leyfa síldveiði á ný og heimilað verður að veiða 92.000 lestir. Bretar segja að það sé of mikið, Frakkar að það sé of lítið. Franskir fiskimenn segjast hafa „sögulegan" rétt til að veiða í brezkri landhelgi, en því neita Bretar. Ráðherrarnir verða einnig að ná samkomulagi um samninga um fiskmál við utanaðkomandi ríki, einkum Kanada. Dana og Þjóð- verja greinir á í því máli. Indira Gandhi, forsætisráðherra Indlands, setur ráðstefnu óháðra rikja i Nýju Delhi. Forsætisráðherraim í Póllandi segir af sér Frú Williams segir af sér London. 9. febrúar. AP. SHIRLEY Williams fyrrverandi ráð- herra sagði sig úr framkvæmda- stjórn Verkamannaflokksins í dag og sakaði hana um að hafa gengið of langt til vinstri. Hún er fyrsti leiðtogi flokksins sem segir af sér síðan Sósíaldemókrataráðið var stofnað í síðasta mánuði. „Flokkur- inn, sem ég unni og starfaði fyrir um árabil, er ekki lengur til,“ sagði frú Williams í bréfi til aðalritara flokks- Varsjá, 9. febrúar. — AP. JOZEF Pinkowski forsætisráð- herra sagði af sér i kvöld og miðstjórn kommúnistaflokksins mun leggja til að hershöfðinginn Wojciech Jaruzelski verði skipað- ur eftirmaður hans. Jaruzelski verður fyrsti herforinginn sem verður leiðtogi pólsku stjórnar- innar frá stríðslokum. Hann er talinn hófsamur og var á móti valdbeitingu gegn verkamönn- um. Mannaskiptin voru tilkynnt á miðstjórnarfundi þar sem ríkis- stjórnin var sökuð um úrræða- leysi i efnahagsmálum. betta eru fimmtu breytingar á rikisstjórninni siðan i ágúst. Fjórum var vikið úr stjórnmála- ráðinu í desember og tveir nýir menn skipaðir, en annar þeirra var Mieczyslaw Moczar. A mið- stjórnarfundinum i dag veittust leiðtogar flokksins harkalega að verkalýðshreyfingunni Samstöðu og andófsmönnum sem styðja hana. Gefið var til kynna að ný og harðari afstaða yrði tekin til vandamálanna. Auk þess sagði stjórnmálaráðs- fulltrúinn Kazimierz Barcikowski að ráðið sæi enga ástæðu til að samþykkja stofnun sjálfstæðra samtaka bænda. í árásunum á leiðtoga og starfsemi Samstöðu, hinni hörðustu síðan í sumar, virðist valdbeiting þó útilokuð og hvatt var til „varanlegs sambands" við Samstöðu. Hugsanlegar mannabreytingar í stjórninni og flokknum virðast í uppsiglingu, þar sem umræðum um „skipulagsmál“ var bætt á dagskrá miðstjórnarfundarins. í Austur-Berlín ræddu sovézki sendiherrann og yfirmaður sovézka herliðsins við austur-þýzka herfor- Spenna eykst út af mannráni Amman, 9. febrúar. AP. Forsætisráðherra Jórdaniu, Mudar Badran, hótaði i dag að beita sér fyrir heimkvaðningu allra erlendra sendiráðsmanna Óháð ríki gagnrýna Rússa og Víetnama Nýju Delhl, 9. febrúar. AP. FJÖGURRA daga ráðstefna utanríkisráðherra óháðra ríkja hófst í dag með hörðum árásum á íhlutun Rússa í Afganistan og Víetnama í Kambódiu og harðorðri yfirlýsingu Pakistana sem virtist gera að engu vonir um viðræður um Afganistan. Lögregla stöðvaði þrjár mót- mælagöngur gegn innrásinni í Afganistan í sambandi við setn- ingu ráðstefnunnar. Afganir, sem tóku þátt í mótmælunum, hróp- uðu vígorð eins og „Við viljum frelsi — deyja fyrir frelsi", „Dauði yfir Brezhnev" og „Dauði yfir Karmal". Á borðum stóð „Við berjumst og deyjum fyrir frelsi“ og „Rödd okkar bergmálar rödd sérhvers Afgana". Utanríkisráðherra Pakistans, Agha Shahi, sagði á ráðstefn- unni, að hernám Rússa í Afgan- istan væri brot á sjálfstæði og fullveldi landsins og ógnun við jafnvægi í heimshlutanum. Hann hvatti til þess að ráðstefnan krefðist tafarlauss brottflutnings Víetnama frá Kambódíu. Aðspurður um tillögur um við- ræður við Afganistan og íran sagði Shahi, að engar viðræður mundu fara fram í Nýju Delhi. Afganistan vildi tvíhliða viðræð- ur, en Pakistanar þríhliða. íranir hafa þegar hafnað slíkum við- ræðum, þar sem þeir vilji ekki tala við „leppstjórn". Kurt Waldheim, aðalritari SÞ, er væntanlegur á morgun og talið er, að hann muni beita sér fyrir viðræðum þessara þriggja ríkja. Á fundinum í dag hvatti frú Gandhi eindregið til þess, að endir yrði bundinn á stríð íraka og írana. „í nafni friðar og framtíðar mannkynsins skorum við á stríðsaðila og þá, sem bíða átekta að kalla heim hina ungu menn sína,“ sagði hún. Um Afg- anistan sagði hún aðeins: „Við erum öll mjög döpur vegna at- burðanna í Afganistan." Hún hvatti til einingar óháðu ríkjanna. Kínverska fréttastofan sakaði Rússa í dag um að reyna að færa óháðu hreyfinguna inn á sovézkt áhrifasvæði og koma í veg fyrir umræður um Afganistan og Kambódíu. frá Libanon, ef jórdanski sendi- fulltrúinn, Hisham Muhaissen, sem var rænt úr ibúð sinni i Beirút á föstudaginn, yrði ekki látinn laus. Við þessa yfirlýsingu hefur spennan í sambúð Jórdaníu og Sýrlands aukizt enn. í Damaskus sakaði embættismaður Badran um að þjálfa hryðjuverkamenn, sem berðust gegn sýrlenzku stjórninni, og styrkja þá fjárhagslega. Auk þess væri orðrómur um, að Badran væri útsendari CIA. Badran ítrekaði í yfirlýsingu á þingi ásakanir um að Sýrlend- ingar stæðu á bak við ránið, þótt sýrlenzka stjórnin hafi oft neitað því. Hann kvað Jórdaníumenn í fullum rétti að ræða við hlutaðeig- andi aðila um ráðstafanir til að tryggja öryggi sendiráða í Beirút og líf Araba og erlendra dipló- mata gagnvart Sýrlendingum. Ráðherrann sakaði Sýrlendinga um að hafa hrifsað völdin í Líbanon og „breytt Líbanon í frumskóg morandi í útlögum". Þetta er harðorðasta gagnrýnin sem hefur komið fram á friðar- gæzluhlutverk Sýrlendinga í land- inu. Seinna í dag sendi Jórdaníu- stjórn orðséndingu til Araba- bandalagsins, þar sem hvatt er til sameiginlegra aðgerða til að koma í veg fyrir að atburðir eins og ránið á Muhaissen endurtaki sig. ingja og embættismenn um „gagn- kvæm hagsmunamál". Austur- þýzka fréttastofan kallaði allsherj- arverkfallið í Jelenia Gora „gagn- byltingaraðgerð" og kenndi Lech Walesa um skipulagningu þess. I Moskvu sakaði Tass Samstöðu um að hafa aukið „undirróðursher- ferð“ til að grafa undan hlutverki pólska kommúnistaflokksins. I frétt frá Varsjá sagði, að leiðtogar Sam- stöðu hefðu æst til verkfalla fyrir miðstjórnarfundinn „undir yfir- skini aukins þrýstings á yfirvöld". íhlutun spáð í Bonn sagði talsmaður að hætt- an á sovézkri íhlutun í Póllandi hefði ekki minnkað og væri enn mikil, en vildi ekki tiltaka mótað- gerðir gegn innrás. Samkvæmt fréttum frá Washington er Reag- an-stjórnin sannfærð um að Rússar muni grípa til íhlutunar í Póllandi. NBC segir bandaríska utanríkis- ráðuneytið telja, að Rússar gripi til hernaðaríhlutunar innan nokkurra vikna. Allsherjarverkfallið í Jelenia Gora í dag var gert þar sem viðræður um kröfur verkamanna höfðu siglt í strand. Walesa fór til Varsjár, þar sem stjórnvöld og verkalýðsleiðtogar ræddu ástandið. Kommúnistaleiðtoginn Tadeusz Grabski kvað verkfallið „annað styrkleikapróf„ og „grófa ögrun“. Verkföllin hefðu fengið á sig „póli- tískan blæ“, sumir leiðtogar Sam- stöðu réðust á flokk og stjórn og stunduðu „ósmekklegan áróður gegn flokknum". Pólland yrði kommúnistariki, gæti tryggt sósíal- isma og leyst sín mál. „Öll pólitísk öfl“ mundu berjast gegn tilraunum til að veikja sambandið við Rússa. Ekkert rúm væri fyrir „pólitiska brjálæðinga" og ábyrgðarlaust fólk. Barcikowski gagnrýndi bændur harðlega. Hann sagði að flokkurinn hefði misst um 92.500 félaga síðan i júlí, en fengið 26.000 nýja, og 2.400 verið reknir. Hann steig það ein- stæða skref að nafngreina leiðtoga andófssamtakanna Kor og kallaði Kor-félaga menn sem „stefndu að því að hefta eða afskræma þróun uppbyggingar sósíalisma" og væru að undirbúa jarðveginn fyrir „stjórnmálaflokka í framtiðinni og andsósíalíska stefnu'.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.