Morgunblaðið - 10.02.1981, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1981
Grafikmyndir Ragnheiðar
fá góða dóma í Svíþjóð
RAGNHEIÐUR Jónsdóttir hélt í haust ícrafiksýningu í Kristianstad i
Svíþjóð stóð hún 25. okt. til 13. nóv. sl. Einnig var hún ein af
þremur Kestum, sem Grafikfélaxið í Lingköping bauð að sýna
Krafikmyndir 28. sept. til 19. okt. i tilefni 10 ára afmælis síns. Með
henni sýndu Pantti Kaskipuro frá Finnlandi og Philip von Schantz
frá Svíþjóð. Hlaut RaKnheiður ákafloja góða dóma á sýningunni.
Blaðinu hafa borist nokkrir af
þessum dómum gagnrýnenda um
verk Ragnheiðar. Til dæmis skrif-
ar Benkt Olén í SST um sýninguna
Sumargrafik eftir að hafa lofað
sérstæða menningu íslands og
myndauðugt landslag, að í hans
augum sé því einnig þannig farið
um grafik íslenzku listakonunnar
Ragnheiðar Jónsdóttur:
„Persónulega trúi ég því, að
listfræðilegur boðskapur í þágu
hinnar svokölluðu kvenréttinda-
baráttu eigi mikla möguleika á því
að ná til áhorfandans, þegar hann
er settur fram á jafnlistilegan
hátt og sjá má í verkum þessarar
gáfuðu grafíklistakonu. Hún reyn-
ir að eyða hleypidómum um hlut-
verk konunnar með kraftmiklu
samspili draums og veruleika.
Hún getur brugðið fyrir sig íróníu,
sem nálgast aðferðir áróðurs-
mannsins en án þess þó að vera
herská. Samúð hennar og innlif-
unargáfa grípur áhorfandann þó
enn fastar. Að vísu höfðar hún
kannski stundum meir til bók-
mennta en nauðsyn krefur, en hún
kveður niður allar hugsanlegar
mótbárur með sköpunargleði
sinni, fossandi eða öllu heldur
gjósandi, ef svo má að orði kveða,
og sameinast þannig hinni stór-
fenglegu og vilitu náttúru ís-
lands.“
Benkt Olén
Stig Lindman skrifar um sýn-
ingu Grafikfélagsins í Linköping:
„Meðal verka þeirra sýnenda,
sem nú eru mest í sviðsljósinu, eru
verk Ragnheiðar Jónsdóttur ef til
vill mest spennandi, en þau eru
langflest unnin með grafískri
blandtækni. Henni tekst að gæða
myndir sínar bæði óraunveruleika
og eins konar svart-hvítri glóð,
sem sjaldgæf er þegar þessari
tækni er beitt. Myndheimur sá,
sem hún dregur upp, er saman-
þjappaður."
Og um grafiksýningu Ragnheið-
ar í Kristianstad segir ennfremur:
„Laugardaginn 25. október
opnar „Samlargrafik" sýningu á
verkum einnar þekktustu grafík-
listakonu i heimi, Ragnheiðar
Jónsdóttur. Hún hefur vakið
mikla athygli á mörgum alþjóð-
legum bíennölum með konumynd-
um sínum, sem m.a. hafa hlotið
verðlaun í Frechen. Ragnheiður,
sem er frá íslandi, grefur yfirleitt
í risastórar sinkplötur þar sem
magnaður tjáningarmáttur kemur
fram í svertunni. í nokkrum
myndum er litum bætt við. Innileg
samúð geislar út úr persónulegri
list hennar, og mannúð hennar er
langt frá því að vera herská. Hér
talar maður við mann.“
Sumarið áður eða 23. júlí 1979
var grein og mynd af Ragnheiði í
Eskilstuna Kunst, þar sem borið
var mikið lof á listakonuna undir
fyrirsögninni „Hon gör Islands
grafik várldskánd".
Ein af myndum Ragnheiðar.
Skákþing Reykjavikur:
Jón stendur bezt að
vígi, þrátt fyrir tap
JÓN L. Árnason stendur ennþá
best að vígi í keppninni um
Reykjavíkurmeistaratitiiinn
þrátt íyrir tap sitt íyrir Helga
Olafssyni. Jón er efstur þegar
aðeins ein umferð er eftir af
mótinu og hefur hlotið sjö og
hálfan vinning af tíu möguleg-
um. Helgi er síðan næstur með
sjö vinninga. en þriðji er Elvar
Guðmundsson með sex vinninga
og unna biðskák. þannig að
allar likur eru á því að hann nái
Heiga fyrir síðustu umferðina
sem tefld verður á miðvikudags-
kvöldið klukkan 19.30 í skák-
heimilinu við Grensásveg. Þá
hefur Jón hvitt gegn Braga
Halldórssyni, Helgi hvítt á Sví-
ann Dan Hansson og Elvar
hvítt gegn Sævari Bjarnasyni.
Ef Jón vinnur Braga verður
hann efstur. en að öðrum kosti
eiga keppinautar hans mögu-
leika á að ná honum, eða jafnvel
komast upp fyrir hann.
Fyrirfram bjuggust flestir við
því að viðureign þeirra Helga og
Jóns í áttundu umferð yrði
úrslitaskák mótsins, en tvö töp
Helga, fyrst klaufalega fyrir
Benedikt Jónassyni og síðan
vegna afleiks í tímahraki við
Braga Halldórsson, gerðu það að
verkum að þrátt fyrir að Helgi
næði sigri í skákinni við Jón
dugði það ekki til þess að brúa
bilið á milli þeirra.
Hvitt: Jón L. Árnason
Svart: Helgi ólafsson
Sikileyjarvörn
1. e4 - c5. 2. Rf.3 - d6, 3. d4
- cxd4. 4. Rxdt - Rf6, 5. Rc3
- a6. 6. Be3 - e6, 7. a4 - Rc6,
8. Be2 - Be7,9.04) - 04), 10. Í4
- Dc7,11. Khl - He8.
(Á Evrópumeistaramóti unglinga
um áramótin lék Ungverjinn
Karolyi hér 11. — Hd8 gegn Jóni,
en það er ekki eins nákvæmur
leikur.)
12. Bf3 - Hb8
(12. — Rxd4, 13. Bxd4 — e5 nægir
til að jafna taflið, en fyrir Helga
kemur ekkert annað til greina en
sigur. Næstu leikir Jóns bera því
hins vegar greinilega vitni að
hann gerir sig ánægðan með
jafntefli og eru of hægfara.)
13. Bf2?! - Bf8, 14. Hel -
Bd7, 15. Rb3 - b6. 16. Dd2 -
Bc8,17. Bg3?! - Bb7,18. Df2 -
Rd7,19. Hadl - Ba8.20. IIe2 -
Ra5!
(Svartur hefur ekki þurft að hafa
mikið fyrir lífinu, enda notað
tímann vel og komið liði sínu í
mjög ákjósanlegar stöður. Nú
sölsar hann til sín frumkvæðið.)
21. e5?
(Hvítur hefur hér áttað sig á því
að verið er að yfirspila hann, en
þessi atlaga er ekki tímabær. 21.
Rxa5 — bxa5 er að vísu slæmt,
því svartur nær þá sterku spili
eftir b-Iínunni, en hins vegar
hefði hvítur átt að sætta sig við
21. Rd2 eða 21. Rcl, því svartur
hótar Ra5 — c4.)
dxe5, 22. fxe5 - Bxf3. 23.
Dxf3 - Rc4, 24. Re4
(Jón var nú kominn í tímahrak,
enda hefur honum líklega dvalist
hér vegna möguleikans 24. Rd5.
Svartur má þá ekki leika 24. —
exd5?, 25. e6 - Rde5, 26. Hxe5! -
Rxe5, 27. Bxe5 — Dxe5, 28. exf7+,
en á aftur á móti hið öfluga svar
24. - Db7!, 25. Rf6+ - Rxf6!, 26.
exf6 - Dxf3, 27. gxf3 — Hbd8, 28.
Hxd8 - Hxd8, 29. fxg7 - Bxg7,
30. c3 - Hdl+, 31. Kg2 - Hbl.)
— Rdxe5, 25. Bxe5 — Rxe5,
26. Dg3 - Be7!
Skák
eftir Margeir
Pétursson
(26. — Kh8 var varkárari leikur,
en nú fellur hvítur í djúpa
gildru.)
27. Rf2 - f6, 28. Rg4
Dc4!
(Hvítur virtist vera að ná mót-
spili, en þessi leikur þvingar hann
Eiostiq Nafn 1, 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12.
2230 1. Bragi Halldórsson, SM 1 'h 0 'h 1 0 1 1 0 1
2240 2. Björgvin Viglundsson, SM 0 0 'h 1 0 1 0 0 0 1
2160 3. Dan Hansson, TR V4 1 0 1 0 1 'h 0 1
2270 4. Sævar Bjarnason, TR 1 'h 1 'h 1 0 0 0 'h 'h
2145 5. Hilmar Karlsson, TS Vi 0 0 'h 'h 'h 0 'h 'h
2205 6 Karl Þorsteins, TR 0 1 1 0 'h 1 'h 'h 'h 0
2305 7. Asgeir Þór Árnason, TR 1 0 0 1 0 0 0 'h 'h 'h
2220 8. Elvar Guðmundsson, TR 0 1 'h 'h 1 'h 1 'h 1
2495 9. Helgi Ólafsson, TK 0 1 1 1 'h 1 'h 1 1 0
2100 10. Þórir Ólafsson, TR 1 'h 1 'h 'h 'h 0 0 0 'h
2420 11. Jón L. Árnason, TR 1 1 1 'h 1 'h 'h 0 1 1
2135 12. Benedikt Jónasson, TR 0 0 0 'h 'h 0 1 'h 0
Jón og Helgi. t.h., tefla skák þáttarins i dag.
til þess að gefa skiptamun, því
hann hefur enga sókn eftir 29.
Rh6+ - Kf8, 30. Hf2 - De4.)
29. Hxe5 - fxe5, 30. Rh6+ -
Kf8, 31. Rd2 - De2, 32. Hfl+ -
Bf6, 33. Rg4 - Dxd2!, 34. Rxf6
- gxí6, 35. Hxf6+ - Ke7, 36.
Dg7+ - Kd6. 37. g3 - He7, 38.
Dg4 - Dd5+, 39. Hf3 - Hf8, 40.
Db4+ - Kd7
og hvítur gafst upp.
Eftir þetta tap Jóns gat Elvar
Guðmundsson komist í efsta sæt-
ið með því að sigra Braga Hall-
dórsson. Elvar í íkk ágæta stöðu
eftir byrjunina, en lagði síðan of
mikið á stöðuna og Bragi vann
skemmtilega. Þar með var Bragi
kominn í toppbaráttuna, en á
sunnudaginn gerði Þórir Ólafsson
honum slæma skráveifu:
Hvítt: Bragi Halldórsson
Svart: Þórir Ólafsson
Kóngsindversk vörn
1. d4 - RÍ6, 2. c4 - g6, 3.
Rc3 - Bg7, 4. e4 - d6, 5. Be2
- 0-0, 6. Rf3 - Rbd7, 7. 0-0 -
e5, 8. d5 - Rc5, 9. Dc2 - a5,
10. Bg5 - h6,11. Be3 - b6,12.
Rd2 — Rg4, 13. Bxg4 — Bxg4,
14. a3 - a4!?
(Fræðin gefa hér einungis upp
14. — Ra6 og 14. — f5 og hvítur
nær nokkru betra tafli. Þórir
gefur aftur á móti peð til þess að
halda Braga niðri á drottn-
ingarvæng.) 15. Bxc5 — bxc5,
16. Rxa4 - Dg5, 17. f3 - Bd7,
18. Rc3 - h5, 19. Rb5 - Bh6,
20. Dh4, 21. Dd3 - IIfc8, 22.
Hbl — f5, 23. b4 — cxb4, 24.
axb4 — Ha2
25. Rc3??
(Sorglegur afleikur sem gerir út
um von Braga um að ná efsta
sæti að sinni. Nauðsynlegt var
25. Hafl.)
- Dxf2+!, 26. Kxf2 - Hxd2+,
27. Dxd2 - Bxd2
og um síðir náði Þórir að inn-
byrða vinninginn.
Staðan í öðrum flokkum:
B-flokkur: 1. Guðmundur Hall-
dórsson, T.Hr. 6 v., 2. Sveinn
Kristinsson, T.R. 5 'k v., 3.-4.
Björgvin Jónsson, S.Ke., og
Magnús Gunnarsson, S.S., 5 v. og
biðskák, 5. Torfi Stefánsson,
T.H.N. 5 v.
C-flokkur: Sveinn I. Sveinsson,
T.R. 7% v. og biðskák, 2. Hrafn
Loftsson, T.R. 7 v. og biðskák, 3.
Páll Þórhallsson, T.R. 6 v. og
biðskák.
D-flokkur: 1. Jóhannes Ágústs-
son, T.R. 7 v., 2. Gunnar Fr.
Rúnarsson T.R. 6'/2 v.
E-flokkur: 1. Eggert Ólafsson 9
v. og biðskák! 2. Davíð Ólafsson
T.R. 7 'Æ v. Eggert hefur því
trygKt sér sigur.