Morgunblaðið - 10.02.1981, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 10.02.1981, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1981 33 T----------------—---------------------------------------------------------------------------------------------------------- Hringabrynjur og gúmmítré Listahátfð, RegnboKanum. Stjórn og handrit: Eric Rohmer. Kvikmyndataka: Nestor Aimendros. Sviðsmynd: Jean-Pierre Kohut Svelko. Nafn á frummáli: Perceval ie Gailois. Sýningartimi: 138 minútur. Þá er Listahátíð aftur komin í gang, og er það vel. Slíkar hátíðir eru nefnilega nokkurs- konar menningarfyllerí ólíkt venjulegu fylleríi að því leyti að því fylgja engir timburmenn. Fullorðið fólk sem er komið yfir þau ár þegar hægt var að drekka heilu næturnar og mæta til vinnu daginn eftir eins og ný- sleginn túskildingur, hlýtur að fagna menningarfylleríi Lista- hátíðar. Þar geta menn gleymt í viku eða svo því dægurþrasi sem hugmyndasnauðir frétta/stjórn- málamenn troða inn á heilabúin hér norður við ballarhaf, af slíkum eldmóð að maður gæti haldið að efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar væru ein- hverskonar skemmtileg leik- sýning; gráklæddu stresstösku- ráðherrarnir skemmtikraftar. Því miður eru efnahagsmál ekki neitt sérstakt skemmtiefni fyrir þorra fólks og því er Listahátíð eins og glufa í þeim gráa vegg sem hvursdags er byggður kring- um okkur úr orðum stjórnmála- mannanna. Og þar sem Lista- hátíð er orðin ein af þessum ágætu stofnunum okkar sem ekki geta farið á hausinn (hluti- af efnhagslögmálinu ekki rétt) er von að glufan haldist opin um langa framtíð. í ár býður Listahátíð upp á Kvikmyndafyllerí og er kokteill- inn hristur saman úr myndum frá fimmtán löndum. Lífleg blanda gæti maður haldið. Starfs míns vegna átti ég kost að bragða á hinni dýru veig strax á laugardag er frumsýnd var myndin: Perceval frá Wales eftir Eric Rohmer. Ég hafði satt að segja vænst mikils af þessari mynd. Fyrst og fremst vegna þess hve Rohmer er vandvirkur leikstjóri og mikill snillingur í að endurskapa horfin tímaskeið svo ekki skeikar í minnsta smáatriði. Þessi nákvæmu vinnubrögð Rohmers voru eink- ar skýr í mynd hans Greifa- frúnni, sem sýnd var hér í sjónvarpinu fyrir skömmu. En þar leið manni svipað og í miðju málverki eftir David. í mynd sinni Perceval frá Wales er Rohmer einnig mjög trúr þeim tíma er atburðirnir gerast á. Sstasta stelpan í myndinni kyssir á járnklædda riddara- löpp. Hann leggur sig sérstakiega eftir að ná búningum tólftu aldar þess tíma sem sagan um Perceval frá Wales átti sér stað. Þannig rogast riddararnir með ekta hringabrynjur og sverðin eru greinilega úr þungum málmi. Mér er ekki alveg Ijóst hvaðan fyrirmyndirnar að þess- um búningum eru fengnar. Gætu verið teknar eftir myndum Ucc- ello og Mantegna eða gömlum smámyndum. En Rohmer geng- ur lengra í stælingu sinni á fornum málverkum. Þannig kemur hvergi fyrir upprunalegt landslag í myndinni. Allt er málað, hin stórkostlegu leiktjöld sjá alveg um að móta umgjörð- ina. Jafnvel tré og blóm eru úr gerviefnum. Mannabústaðir eru og smíðaðir eða málaðir og lítt huldir ryki fortíðarinnar. Áherslan er lögð á að viðhalda að vissu marki þeirri blekkingu að við séum stödd í 12. öldinni en séum ekki að horfa á mynd sem er tekin í fornum köstulum árið 1980. Þessi formtilraun er athyglis- verð hjá Rohmer en að mínu mati algerlega misheppnuð. Efn- islegt svið leikhússins er eðli sínu samkvæmt næsta þröngt því það markast af húsrými, svið kvikmyndarinnar er vítt þar sem það markast af heiminum, þ.e. þeim hlut hans sem stendur til boða kvikmyndaleikstjóranum og hann kýs sem vettvang frá- sögu sinnar. Við hljótum að gera aðrar kröfur til sviðsmyndar leikhússins en kvikmyndarinnar, á vissan hátt meiri því í leikhúsi verður að skapa blekkingu þeirr- ar fjarvíddar sem auðvelt er að finna á beru landssvæði. Raunar gerir Rohmer enga kröfu um að við skynjum þessa fjarvídd né festumst í aðrar blekkingar leikhússviðsins, fremur eins og hann vilji fara mitt á milli myndmáls kvik- myndarinnar og leikritsupp- færslunnar. Áhorfandanum á að líða líkt og í leikhúsi því um- gjörðin er stílfærð mjög og í kvikmynd með allri þeirri vídd sem hún hefir möguleika á. Sé ég ekki betur en Brecht gamli sé með fingurna á púlsinum þarna eins og víðar og hver verður afleiðingin: Hugur áhorfandans alls ófær um að hverfa inn í atburðarásina vegna hinnar framandi umgjarðar-leitar á önnur mið. Áhorfandinn fer að KVIKMYNDIR Á LISTAIIÁTÍÐ '81 eítir Ólaf M. Jóhannesson hugsa um hvað sé í kvöldmatinn. hvað klukkan sé, hvort verðbólg- an sé í hjöðhun. Hann fer sum sé að haga sér í samræmi við þá kenningu Brechts að leikhúsið (kvikmyndin) eigi að gera neyt- endurna meðvitaða um eigin stöðu meðan þeir skoða það sem á borð er borið. Brecht nefndi þessi áhrif sýningarinnar fram- andleikaáhrif. Ég myndi kalla þetta að láta sér leiðast á sýningu. Einhver var að nefna það hér í blöðum að mynd Rohmers, Per- ceval frá Wales, gæti orðið einskonar model sem íslenskir kvikmyndagerðarmenn reistu myndir sínar á, sérstaklega þær sem byggðar væru á fornsögun- um. Má ég þá frekar biðja um bardagasenur í stíl Kurosawa eða hressiiega komedíu líkt og hjá Pasolini. Ég held að báðir þessir leikstjórar hafi áttað sig á því að það er ekki hægt að mála málverk með kvikmyndavél að vopni. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Innflytjendur Get tekiö aö mér aö leysa út vörur. Tilboö merkt: „Vörur — 3333", sendist augld Mbl. Löggiltur skjalaþýöandi Danska. Bodil Sahn, Lækjargötu 10, sími 10245. I □ Edda 59812107 = 1. □ Edda 59812107 = 2. I.O.O.F. Rb. 1= i302108'A — 9.0. □ Hamar 59812107 = 4. I.O.O.F.8=16202118W = Krossinn Biblíulestur í kvöld kl. 8.30 aö Auöbrekku 34, Kópavogi. Allir hjartanlega velkomnir. Kvennadeild Flug- björgunarsveitarinnar heldur aöaltund slnn miöviku- daginn 11. tebrúar kl. 20.30. Venjuleg aöalfundarstörf önnur Stjórnin. K.F.U.K. Amtmannsstíg 2b, Ad Ad. tundur í kvöld kl. 20.30. „Þættir úr baráttusögu norsku kirkjunnar". Ástráöur steindórsson skoiastjori. Molasopi. Sigur- Nefndin. Frá Sálar- rannsóknarfélaginu Hafnarfiröi Fundur veröur miövikudaginn 11. feb. í Góötemplarahúsinu og hefst kl. 20.30. Dagskrárefni annast dr. Gunnlaugur Þóröar- son og Elfa Björk Gunnarsdóttir borgarbókavöröur. þá veröur og tónHst. Stjórnln. Námskeið í febrúar—apríl Sokka- og vettlingaprjón, tusku- brúöugerö, bótasaumur (dag- námskeiö), spjaldvetnaöur, skógerö (sauöskinnskór), úr sögu íslenskra kvenbúninga (fyrirlestrar), útskuröur, tóvinna og fléttusaumur. Innrltun aö Laufásvegl 2, upplýsingar í síma 17800.______________________ Fíladelfía Almennur blblíulestur kl. 20.30. UmraBÖuefni wHvaö er söfnuö- ur“. Ræöumaöur Elnar J. Gísla- son. Mynda- og skemmtikvöld veröur í Freyjugötu 27 í kvöld (þriöjudag) kl. 20.30. Emll Þór Sigurösson sýnir myndir víðs- vegar aö. Allir velkomnir. Kaffi og kökur. Ótivlst. Fundur veröur í KR-heimillnu miövikudaginn 11. tebrúar kl. 20.30. Spiluö veröur félagsvist. Stjórnin. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Sjálfstæðiskvennafélagið Vorboði — Hafnarfirði heldur fund mánudaginn 16. febrúar nk. kl. 20.30 í Sjálfstæöishúsinu. Fundarefnl: Fjölskyldan í frjálsu sam- félagl. Framsögumenn: Björg Einarsdóttir, formaöur Hvatar, Davíö Oddsson, borg- arfuHtrúl. Almennar umræöur — Kaffiveltingar. Allar sjálfstæöiskonur velkomnar. Stjórnin Kópavogur — spilakvöld — Kópavogur Sjálfstæöisfélag Kópavogs auglýsir. Okkar vinsælu spilakvöld halda áfram þriöjudaginn 10. febr. kl. 21 í Sjálfstæöishúsinu, Hamraborg 1, 3. hæö. Mætum öll. Nýir þátttak- endur velkomnlr. Stjórnin. tilkynningar Tilkynning til launa- skattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiöenda skal vakin á því, að 25% dráttarvextir falla á launaskatt fyrir 4. ársfjóröung 1980 sé hann ekki greiddur í síðasta lagi 16. febrúar. Fjármálaráðuneytið. Auglýsing um breytingu á staðfestu deiliskipulagi Norðurbæjar í Hafnarfirði Meö vísan til laga nr. 19/1964 auglýsist hér með eftir athugasemdum við tillögu aö breytingu á staðfestu deiliskipulagi Norður- bæjar í Hafnarfirði. Uppdrátturinn, ásamt greinargerð er til sýnis á skrifstofu bæjarverkfræðings að Strand- götu 6, Hafnarfiröi, á venjulegum skrifstofu- tíma. Tillagan er þar til sýnis í 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna fyrir þennan frest teljast samþykkja tillöguna. Hafnarfirði, 9. febrúar 1981 Bæjarstjórinn í Hafnarfirði, Skipulagsstjóri ríkisins. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.