Morgunblaðið - 10.02.1981, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1981
Sjötugur:
Jóhann Þórólfsson
frá Reyðarfirði
Þá ræddi Albert um skaðabóta-
greiðslur Landsvirkjunar til járn-
blendisins og sagði að það kostaði
milli fjögur og fimm hundruð millj-
ónir gkróna á mánuði, en ekki taldi
hann sannað að verksmiðjan yrði
fyrir nokkru tjóni. Hann sagði ekki
rétt að dreifa skaðabótagreiðslunum
á alla kaupendur rafmagns, a.m.k.
ekki þegar ekki væri vitað hvert
tjónið væri.
Næstur talaði Björgvin Guð-
mundsson (Afl). Hann sagði að um
tvo kosti væri að ræða, annars vegar
að sæta skömmtun á rafmagni, en
hins vegar að greiða bætur til
járnblendisins.
Farið að lögum í málinu
Næstur tók til máls Birgir ísl.
Gunnarsson (S). Hann sagði, að
borgarstjóri hefði skýrt allan gang
þessa máls í ræðu sinni. Birgir sagði
að hægt væri að skipta viðskiptavin-
um Landsvirkjunar í 3 hópa; al-
menningsrafveitur á orkuveitusvæði
Landsvirkjunar, almenningsrafveit-
ur utan orkuveitusvæðis Landsvirkj-
unar og stóriðjufyrirtæki, svo sem
Islenska járnblendifélagið og ÍSAL.
Birgir sagði að þegar gripið væri
til skömmtunar á rafmagni þá kæmi
hún nokkuð mismunandi niður á
aðilum. Hann sagði að Landsvirkjun
hefði ekki talið sig þurfa að gegna
skyldum við almenningsrafveitur
utan síns svæðis, aðrar en þær sem
sérstaklega væri samið við. Birgir
sagði að ef til skömmtunar þyrfti að
koma þá hefðu rafmagnsveitur á
Suðvesturlandi forgang. Þetta hefði
komið illa við rafveitur á Norður- og
Austurlandi. Hann sagði að Reyk-
víkingar hefðu ekki viljað að Lands-
virkjun skuldbitti sig til að selja
þessum iandshlutum rafmagn, eins
og farið hefði verið fram á. Síðan
sagði Birgir að ef „sameignarsamn-
ingur um Landsvirkjun", sem felldur
var í borgarstjórn fyrir rúmu ári,
hefði verið samþykktur, þá hefði
Landsvirkjun verið skuldbundin til
að taka þetta á sig og þ.a.l. hefði
komið til skömmtunar í Reykjavík í
vetur.
Þá sagði Birgir, að skipta mætti
því rafmagni sem til stóriðju væri
selt, í tvo flokka, forgangsraforku og
afgangsraforku. Þegar til skömmt-
unar kæmi þá væri byrjað að skera
niður afgangsorkuna, en þegar til
niðurskurðar á forgangsorku kæmi
þá væri hún skorin hlutfallslega
jafnt niður hjá öllum. Birgir sagði að
stóriðjan hefði tekið á sig meiri
skömmtun en hún hefði þurft, og
ekki gert við það athugasemd. Hins
vegar væri alveg ljóst að þegar enn
meira þyrfti að skera niður, þá væri
ekki lengur hægt að ganga beint að
stóriðjunni. Landsvirkjun hefði ver-
ið ljóst að ekki væri hægt að höggva
enn í þann knérunn, og því staðið
frammi fyrir því að skerða þyrfti
orku hjá Rafmagnsveitu Reykjavík-
ur, Rafmagnsveitu Hafnarfjarðar og
Rafmagnsveitum ríkisins á Suðvest-
urlandi. Þá hefði járnblendið boðist
til þess að taka á sig enn meiri
skerðingu, gegn bótum. Þetta hefði
verið samþykkt í Landsvirkjun. Nú
þegar Landsvirkjun hefði yfir þessu
rafmagni að ráða hefði Landsvirkj-
un gert almenningsrafveitunum til-
boð um að þær keyptu þessa raforku
á hærra verði. Ef menn vildu hafna
þessu tilboði, þá væri ljóst að aðrir
vildu kaupa þetta rafmagn á þessu
milliverði. Birgir sagði að öruggt
væri að farið væri að lögum í máli
þessu og ákvörðunin væri eins mild
og hægt væri gagnvart hinum al-
menna neytanda.
Landsvirkjun samið af sér
Næstur kom í ræðustól Albert
Guðmundsson (S). Hann sagðist
telja að hér ætti að ræða um
orkumál borgarinnar, en ekki lands-
manna eins og Birgir hefði gert. Þau
mál kæmu þessu ekki við. Albert
sagði það sama hver það væri, allir
hrósuðu sér af því að orka frá
Landsvirkjun væri ódýrari en inn-
flutt orka. Sagðist Albert ítreka að
ekki hefðu komið fram rök fyrir því
að Reykjavík ætti að greiða hærri
upphæð fyrir rafmagn sitt. Sagðist
Albert telja að Landsvirkjun hefði
samið af sér í samningum við
útlendinga, því væri ástandið í
orkumálum ekki gott.
Rafmagn boðið til kaups
Síðastur talaði Ólafur B. Thors
(S). Hann sagði að þetta mál væri
alveg opið fyrir sér, meginlínurnar
væru skýrar. Ólafur sagðist ekki
skilja fyllilega rök Alberts, né held-
ur hvernig hann legði málið upp.
Ólafur sagði að öll gögn málsins
hefðu komið fram hjá þeim Birgi Isl.
Gunnarssyni og Agli Skúla borgar-
stjóra. Ólafur sagði að það væri
ljóst, að þegar Landsvirkjun gæti
ekki afhent rafmagn samkvæmt
samningi vegna óviðráðanlegra
orsaka, þá væri henni heimilt að
skerða afhendingu rafmagns niður
fyrir ákveðin mörk, en annars væri
Landsvirkjun skylt að skerða orkuna
hlutfallslega jafnt hjá kaupendum.
Ólafur sagði að svona hefði þetta
verið gert. Eina óvenjulega væri það
að Landsvirkjun hefði boðið til
kaups orku sem járnblendið hefði átt
kost á. Það eina sem gerst hefði væri
það að rafmagn hefði verið boðið til
kaups. Ef einhver vildi kaupa raf-
magnið, þá hlyti hann að gera það
vegna þess að hann sæi sér hag í því
að gera það. Ólafur sagði að það væri
ákvörðun járnblendisins sjálfs að
vilja selja rafmagnið. Ólafur sagðist
telja rétt að kaupa þetta rafmagn og
sagði það skoðun sína að ekki væri
verið að svína á einum eða neinum í
þessu máli.
Er Ólafur hafði lokið máli sínu
kom tillaga borgarstjóra, um að
tilboð Landsvirkjunar yrði tekið til
atkvæða, og var það samþykkt með
fjórtán samhljóða atkvæðum, en
Albert Guðmundsson sat hjá.
Það má ekki minna vera en ég
sendi glaðbeittum góðvini litla
afmæliskveðju í tilefni þess, að
hann fyllir nú sjöunda tuginn.
Engin verður það æviskrá, enda
vona ég að enn muni Jóhann vinur
minn auka mörgum árum í ævi-
þátt sinn, þó heilsan hefði mátt
vera betri í seinni tíð. En hvað
sem heilsunni líður þá er hressi-
leikinn samur við sig og aldrei er
æðrast, þó ýmislegt blási í mót.
Þannig hefur hann verið um
dagana, glaðvær og gustur hafa
fylgt honum og aldrei hefur hann
óað við erfiðleikunum. „Þeir eru
jafnan til að sigrast á þeim," hefur
hann Jóhann sagt.
Fáa veit ég hreinskilnari og
djarfari í viðræðum við hvern sem
er.
Þegar hann kemur niður í þing,
þá er það sjaldan til að bera lof á
þingmenn eða ráðherra, heldur
segir hann okkur óspart til synd-
anna, ef honum þykir sem illa sé í
fyrirrúmi róið. Hann er málsvari
þeirra verrr settu og fer hvergi
dult með skoðun sína á misrétti
þjóðfélagsins.
Það hvessir oft í kringum hann
og þá er hann kátastur. Þegar
hann sendir pistla í blöðin og það
gerir hann oft, þá er hann ekkert
að skafa utan af hlutunum, en
hann á líka til hlýju og einlægni
þegar hann er að minnast gamalla
vina að austan.
Þá sýnir hann á sér aðra hlið, og
hið góða hjartalag leynir sér þá
ekki.
Jóhann er Reyðfirðingur í húð
og hár, þar fæddist hann og ólst
upp og bjó lengi. Enda segir hann
sjálfur að enn sé sálin eystra, þó
líkamshróið verði að una vist í
Reykjavík.
Oft hefur hann sýnt það, hve rík
ræktarsemin er til átthaganna og
Reyðfirðingar hafa vel kunnað að
meta hlýhug hans. Þannig hefur
hann einn allra brottfluttra Reyð-
firðinga verið boðsgestur okkar
ágæta þorrablóts og eins og vænta
mátti lék hann þar á als oddi,
spjallaði létt við blótsgesti og lék
á munnhörpu.
Hann hefur ævinlega verið mik-
ill gleðimaður á góðum stundum.
Söngvinn vel, enda lengi í kórum á
Reyðarfirði og dansmaður einhver
sá mesti á Austurlandi og þó víðar
væri leitað.
Ekki hefi ég séð vænum vífum
vasklegar sveiflað en þegar bezti
gállinn var á Jóa og þá líkaði
honum lífið.
Margt hefur hann starfað um
dagana fleira en við bifreiða-
stjórn. Hann vann töluvert við
verkstjórn og fórst það vel úr
hendi, enda vel verki farinn og
útsjónarsamur um leið.
Nú um nokkurra ára skeið hefur
hann verið starfsmaður Lyfja-
verzlunar ríkisins og er þar hrók-
ur alls fagnaðar og liggur hvergi á
liði sínu fremur en áður.
Það hefur aldrei verið hik né
hálfvelgja þar sem Jói hefur farið,
hreinskiptinn og höfðingjadjarf-
ur, en jafnframt drengur góður.
Myndin sýnir Jóhann bórólfsson,
þar sem hann heldur i hestinn
Krapa í kvikmyndinni Paradisar-
heimt.
Hann ann góðri tónlist og góð-
um ljóðum og ferskeytlan er
sérstakur vinur hans, enda hefur
hann við hana fitlað sem fleira.
Annars ætlaði ég aðeins að
senda honum smáafmæliskveðju
frá mér og fjölskyldunni, bæði til
að þakka gömul og góð kynni, og
eins til að ára honum allra heilla á
þessum merkisdegi.
Eg átti fyrir nokkrum árum við
hann langt blaðaviðtal, þar sem á
æði margt var drepið í lífshlaupi
hans. I lokin get ég ekki stillt mig
um að rifja upp nokkrar vísur,
sem voru ortar um Jóa á árum
áður.
Það gleður vísnavin sem hann
örugglega að orna sér þar við.
37
Sú þjóðfræga kona, Þura í
Garði, var farþegi hjá Jóa eitt
sinn og kvað þá:
Jói ÞórólfH heitlr hann
hendint fljótt um vegi
þvi á bíla karskur kann
keyrir nótt meó deKÍ.
SaKÓur varla á svipinn hýr
Hveittur marxar stundir.
Fer á þridja or f jóróa gír.
Foldin synKur undir.
Oft i feróum á hann stranKt
allt þaó rýrir kæti.
til han.- heyrist harla lan«t
hóKKÍn. skrölt ok la*ti.
Seinast þaó ég seKja verö.
sizt mÍK skyldi óa.
Aó leKKja upp i ökuferÓ
i annaö sinn meó Jóa.
Þessar vísur kunni Jói vel að
meta, enda vissi Þura í Garði
öðrum betur hvernig orða átti
hlutina.
Nú og svo var það sameiginlegur
vinur okkar, skáldið góða Þor-
björn Magnússon, sem í gamni
sendi þessa stöku á þorrablót:
Jói er klir að keyra
ok kannski vió sitthvaÖ fieira.
Ef pilsíald hann sér
þá pikkaÓur er.
Já, pilturinn þulir ei meira.
Og þá var vininum dillað.
Lifðu heill, góði vinur og verði
þér framtíðin björt sem bezt má
verða.
Bæði að heiman og héðan færðu
hlýjustu kveðjur og óskir um góða
daga, yljaðar þökk fyrir ágæt
kynni og einlæga vináttu.
Helgi Seljan
Fullhuginn Jóhann Þórólfsson
er sjötíu ára í dag. Hann er hinn
brattasti andlega og hvergi
smeykur hjörs í þrá. Undanfarin
misseri hefir hann átt við nokkra
vanheilsu að stríða, sem vinir
hans gera sér nú vonir um að hann
hafi sigrazt á, enda maðurinn því
óvanur að leggja árar í bát þótt á
móti blási.
Jóhann hefir lagt gjörva hönd á
margvísleg verkefni á starfsamri
ævi, enda ekki mulið undir hann
af öðrum. Hann hóf kornungur að
leggja föður sínum lið eins og þá
var títt um unglinga, enda lífsbar-
áttan harðari en nú. Barn að aldri
hóf hann störf við sjósókn og þótti
snemma ódeigur og harðfylginn.
Um margra ára skeið var hann
bifreiðarstjóri hjá Kaupfélagi
Héraðsbúa á Reyðarfirði, enda vel
kunnugur og vinsæll um víðar
sveitir, ósérhlífinn og bóngóður.
Eftir að Jóhann flutti til
Reykjavíkur hefir hann gegnt
ýmsum störfum, við fiskverkun,
stundaði fisksölu um hríð, en
undanfarin allmörg ár hefir hann
unnið hjá Lyfjaverzlun ríkisins.
Um leið og ég og fjölskylda mín
sendum Jóhanni innilegar ham-
ingjuóskir á heiðursdegi biðjum
við þess að hann megi halda heilsu
sinni, glaðværð og kjarki enn um
langa framtíð.
Sverrir Hermannsson
Þau eru í hópi 10 þúsund félaga
1891-1981 í stærsta launþegafélagi landsins, Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur
VR
VINNUR
FYRIR ÞIG
Krístín Magnúsdóttir,
afgreidslumaöur
í blómcUmd.
Hrafnkell Stetánsson,
lagerma&ur.
Margrét Sigurjónsdóttir,
afgreiösluma&ur
í kvenfcUaverzlun.
Fríórík Eyfjöró,
afgreiöslumabur
í le&urvöruverzlun.
Halla Ólafsdóttir
VR er leiðandi afl í launþegamálum og innan þess er fólk úr meira en 70 starfsgreinum
vióski^xi
&verzlun|