Morgunblaðið - 19.02.1981, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1981
Verður ófaglært fólk ráðið í stöður fóstra?
Við tökum því áreið-
anlega ekki þegjandi
Steinunn Steinþórsdóttir og Margrét Jónsdóttir.
að foreldrar stæðu margir með
fóstrum í kjarabaráttu þeirra og
þeir myndu ekki sætta sig við að
eingöngu yrði ráðið ófaglært fólk
í þeirra stað. Að lokum sögðust
þær vona að samið yrði við
fóstrur án þess að grípa þyrfti til
sérstakra aðgerða.
Þær Steinunn Steinþórsdóttir
og Margrét Jónsdóttir við leik-
skólann Kópahvoll voru að ljúka
starfsdegi þegar Morgunblaðs-
menn bar að. „Við getum trúlega
ósköp lítið gert ef ráðuneytið
veitir heimild til að ráðið verði
ófaglært fólk í okkar stað,“ sagði
Steinunn, „Við höfum ekki tru á
því að það verði en maður veit
auðvitað ekkert um það.“
„Ég held að samstaða fóstra í
þessu máli sé svo mikil að sigur
hljóti að nást að lokum," sagði
Margrét. „Foreldrar hafa líka
sýnt almennan stuðning við kröf-
ur okkar og þeir hafa hafið
undirskriftarsafnanir okkur til
stuðnings. Þá hefur Félag ein-
stæðra foreldra lýst stuðningi við
kröfur okkar og Félag þroska-
þjálfara lýst því yfir að félags-
menn þess muni ekki sækja um
stöður okkar. Það er þannig langt
því frá að við stöndum einar í
baráttunni.“
FÓSTRUR í Kópavogi og á Ak-
ur.yri munu ekki mæta ti) vinnu
á mánudag verði ekkert aðhafst i
kjaramálum þeirra en þær hafa
sem kunnugt er sagt upp störf-
um frá og með 20. þ.m. Eins og
komið hefur fram i fréttum
hefur bæjarráð Kópavogs haldið
nokkra fundi með fóstrum, þar
sem þeim hafa verið boðnar
kjarabætur gegn því að þær
dragi uppsagnir sinar til baka.
Fóstrur hafa hafnað þessum um-
leitunum þar sem ekki hefur
verið orðið við óskum þeirra um
að störf fóstra verði metin i
ákveðinn launaflokk og þeim
gefin kostur á að hækka i
launaflokkum eftir starfsaldri.
Bæjarráð Kópavogs hélt siðast
fund með fóstrum á mánudag en
þar náðist ekki samkomulag. Er
þvi ekki annað fyrirsjáanlegt en
að fóstrur í Kópavogi muni
ganga úr störfum sinum á mánu-
dag, en stöðurnar hafa þegar
verið auglýstar lausar til um-
sóknar.
Blaðamaður og ljósmyndari
Morgunblaðsins heimsótti þrjár
dagvistarstofnanir í Kópavogi nú
fyrir helgina og ræddu við fóstrur
um hvað væri framundan hjá
þeim. í leikskólanum Kópahvoli
var rætt við þær Valgerði Knúts-
dóttur og Emilíu Júlíusdóttur og
voru þær fyrst spurðar hvað
fóstrur hyggðust gera ef ráðið
yrði ófagiært fólk í þeirra stað.
„Til þess yrði bæjarráð að fá
heimild frá menntamálaráðu-
Emilia Júliusdóttir og Valgerður Knútsdóttir
Ljósm. Krislján.
neytinu en við teljum mjög hæpið
að hún fáist við þessar kringum-
stæður", sagði Valgerður. „Við
höfum ekki ákveðið neinar sér-
stakar aðgerðir ef til þess kemur
launaflokk eftir 12 ár. Það er
mjög erfitt fyrir fóstrur að una
við þetta, þegar fólk í hliðstæðum
starfshópum hækkar í launum
með vaxandi starfsaldri þá standa
Marianna Einarsdóttir og Þórunn Sigurðardóttir.
— en við tökum því áreiðanlega
ekki þegjandi. Ég tel hiklaust að
þær kröfur, sem við höfum sett
fram, séu fyllilega réttmætar —
þær felast í því að starf okkar
verði metið í ákveðinn launaflokk
og hækki í launaflokkum eftir
starfsaldri. Grunnskólakennarar
hafa t.d. svipaða grunnmenntun
og við og vinna svipað starf — það
er því ekki óeðlilegt að við miðum
okkur við þá. Þeir byrja í 13.
launaflokki, fara í 14. eftir fjögur
ár og 15. eftir sex ár. Við stöndum
hinsvegar í stað í 12. launaflokki
hversu lengi sem við erum í starfi,
— hækkum að vísu um einn
þær í stað.“
„Það er mikils virði að manna-
skipti séu sem minnst á svona
stofnunum," sagði Emilía. „Tíð
mannaskipti koma illa niður á
börnum því það tekur þau nokk-
urn tíma að venjast nýju starfs-
fólki.“
Maríanna Einarsdóttir og Þór-
unn Sigurðardóttir fóstrur á dag-
heimilinu við Furugrund höfðu
ekki trú á að ófaglært fólk yrði
ráðið í stöður fóstra. „Það er alger
samstaða um þessar kröfur meðal
fóstra hér í Kópavogi og við
ætlum að koma þeim fram,“ sagði
Þórunn og Maríanna bætti því við
til minningar um hjónin Helgu Jónsdóttur og
Sigurliða Kristjánsson í Háskólabíói í kvöld kl.
20.30.
Kl. 18.00 í kvöld 19. febrúar
HÁTÍ Ð ARKV ÖLDVERÐUR
Skelfisksalat Tosca
Heilsteiktur nautahryggur Opera
Verð kr. 135-
\ Kaffi Aida
, 'sL Verð kr. 25-
1 Einnig bendum við á okkar
^ - fjölbreytta sérréttamatseðil.
Óperusöngvararnir Ólöf K. Harðardóttir og
Garðar Cortes flytja Vínartónlist og taka lagið
meðan á borðhaldi stendur við undirleik dr.
Erik Werba.
Eftir hljómleika heldur gleðin áfram í
Tuttugu einsöngvarar:
Anna Júlíana Sveinsdóttir, Elín Sigurvinsdóttir, Elísabet Erlingsdóttir, Friöbjörn G.
Jónsson, Garðar Cortes, Guðmundur Jónsson, Guörún Tómasdóttir, Halldór
Vilhelmsson, Hákon Oddgeirsson, Ingveldur Hjaltested, John Speight, Kristinn
Hallsson, Kristinn Sigmundsson, Magnús Jónsson, Már Magnússon, Olöf Kolbrún
Harðardóttir, Rut L. Magnússon, Sólveig M. Björling og Þuríöur Pálsdóttir.
Kór íslenzku óperunnar. Sinfóníuhljómsveit íslands.
Stjórnandi: Robin Stapleton.
■ ■■k ■ r I ■ / ■ /■ // ■ m /
ATTHAGASAL
Opiö hús fyrir listafólkið og áheyrendur
Dansaö til kl. 01.00.
Borðapantanir í síma 25033.
Samkvæmisklæðnaður
Stofntónleikar j
íslenzka óperan