Morgunblaðið - 19.02.1981, Page 11

Morgunblaðið - 19.02.1981, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1981 11 Fyrsti þáttur Þótt einhverjum þyki þaö e.t.v. skjóta skökku viö, er skólinn ekki efst í huga mér, þegar ég sezt aö síökvöld eitt á þorra og býst til aö taka saman lítinn þátt úr Skál- holti, hinn fyrsta af nokkrum. Önnur efni eru nær: Sumardægur gerast áleitin, — óttukyrrö, morg- unsöngur fugla, erill á hlaöi og í túni. Skólinn bíöur síns tíma og síöari þáttar, eins og fleiri áþreif- anlegir hlutir hér á staönum. í kvöld bregö ég á leik, þótt í litlu sé. Draumur og veruleiki Þegar ég fluttist hingaö fyrir bráöum níu árum, var Skálholt eiginlega annar kapítuli og verður ekki skrifaöur í bráö. Hungurvaka, — hvenær skaut henni upp kollinum? Vísast þaö hafi veriö snemma á mennta- skólaárunum. „Ekki er gaman aö guðspjöllunum, enginn er í þeim bardaginn," var einhvern tíma haft eftir harösnúnum náunga. Mér þótti ekki mikiö til um sögur af helgum mönnum eöa hálfhelg- um. Hins vegar minnist ég þess, hversu hugfanginn ég varð af stíl Hungurvöku og oröfæri strax viö fyrsta lestur. Hart og hljótt lauk hún upp dyrum og opnaöi ný salarkynni. Þar sat með tímanum Steingrímur J. Þorsteinsson próf- essor og flutti Lilju. Mér finnst hann hafa kveöiö hana viö greg- orskan tón. Þaö geröi hann vísast Hugurinn reikar vida mér lítiö annað en hugmynd eöa draumur. öll eigum viö áþekka hlutdeild í þessum draumi. Hann er nærgöngull á barnsaldri, þegar viö flettum sögukennslubókinni og lesum í nokkurri lotningu og um leiö Irtiö eitt álengdar um þá viöburöi, er hér geröust foröum. Tíu ára gömlum var mér Jón Gerreksson sérlega hugstæöur, enda haföi nafni hans Björnsson gert spennandi sögu um meintar áviröingar þessa útlendings. Hún endar á afturgengnum mönnum, sem fara umhverfis staöinn á tunglskinskvöldum og blikar á fægt stál. Þetta þótti mér þrælgóö saga, eins og krakkarnir segja nú á dögum. Skömmu síöar var Kamb- an á kreiki og í kjölfari hans Þorsteinn Erlingsson: „Þann staö, sem helgast ástum einum, má ekki snerta fótur vor.“ Hér er víst engu viö aö bæta. Aftur á móti las ég ekki Tor- fhildi Hólm. Ég ólst upp viö þá kenningu, aö biskupar væru yfir- gangsmenn og viösjálsgripir, eink- um fortíöarbiskupar. Mér var sagt, aö Torfhildur drægi taum Brynjólfs Sveinssonar á kostnaö elskendanna ungu. Síöar kynntist ég sögum þessarar skáldkonu og þykir vænt um þær, en þaö er ekki, en mér sem sagt finnst hann hafa gert þaö. Ennþá innar í því húsi, sem nú stóö upp á gátt, er vígsla Skál- holtskirkju, stærsti viöburöur ævinnar til þess dags. Síöar óvæntar oröræður biskups um framtíö staöarins en ekki fortíö. Allt er þetta hluti af drauminum um Skálholt, reyndar eftir á aö hyggja ekki nema brotabrotabrot af þeim stóra og áfenga draumi. Þegar ég svo settist hér aö á sólmánuöi 1972, uppgötvaöi ég, aö veruleikinn var allur annar; Skálholt var fyrst og fremst nátt- úruparadís. Aldrei hef ég lifaö annan eins fuglasöng, frá morgni til kvölds og nóttina hálfa meö. Ég var nýkominn frá útlöndum og haföi verið of lengi erlendis. Þar spretta laukar. En samt var grasiö hér heima svo grænt og sterkt, aö ekki gleymist. Reyndar er mér sagt, aö fugla- söngurinn í Skálholti hafi veriö meiri á árum áöur. En þannig er þaö meö alla góöa hluti: Þeir hafa yfirleitt verið betri fyrrum. Pílagrímar í rykmekki Oft er þaö staöhæft, aö áhugi kristinna manna fyrir pílagríms- ferðum haldist í hendur viö ást þeirra á páfanum í Róm. Sé þetta satt, erum viö íslendingar miklir páfatrúarmenn, þrátt fyrir ærna fyrirhöfn ágætra manna um alda bil. En auövitaö er þetta ekki satt. Trúlega eru pílagrímsferöir ná- tengdar öörum ferðalögum yfir- leitt, enda er erfitt aö greina muninn á pflagrími og annars konar feröalangi. Flestir eru aö líkindum ósköp venjulegir fjöl- skyldumenn í sumarferð, meöan þeir aka yfir brúna á löu eða jafnvel vestan um Grímsnesiö góöa. En þegar þeir koma í Skálholt, eru þeir oft orönir aö pflagrímum. Vinir okkar úr Austurkirkjunni, sem hér gistu eina viku í sumar, eiga sér hlýlega skýringu á þessu háttalagi: Helgur maöur er ekki allur, þótt hann sé látinn. Aö vísu er sál hans farin á fund jafningja sinna annars heims. En líkaminn var einnig helgur, og hann er hér og veröur kannski lengi. Hann á sér aödráttarafl og býr yfir bless- un. Sama máli gegnir um helga staöi: Þótt allt hrynji í rúst, er eitthvaö eftir og laöar aö sér sundurleitasta fólk. Enginn er svo mikiö veraldarbarn, aö hann skynji ekki þau áhrif, sem í boöi eru. Þess vegna koma menn. í rauninni ber þessi útlegging nokkurn keim óskilgreindrar efn- ishyggju, og má það undarlegt heita um svo andlega menn sem aö ofan greinir. Ekki skal henni heldur haldiö til streitu. En hug- þekk er hún. Hitt er víst, aö sólskinsdagur í Skálholti yfir hásumariö er stund pflagrímanna. Þaö var ekki fyrr en ég var setztur hér aö og haföi raunar búiö hér nokkuö lengi, aö þaö rann upp fyrir mér, hve ótrúlega vænt mönnum þykir um Skálholt. Atvikin höguöu því svo, aö ég stóö dögum oftar t anddyri kirkjunnar sumarpart einn og greiddi götu feröalanga, ekki ein- ungis hópa eins og löngum endra- nær, heldur einnig einstaklinga og fjölskyldna. Þaö var mjög gaman, þrátt fyrir rykiö, sem alltaf hvflir yfir malartorginu framan viö kirkj- una, þegar svona stendur á. Nú kom Kamban í góöar þarfir, — og allir hinir. Samt var Hungurvaka notadrýgst, ásamt öörum forn- sögum. íslendingar sem standa í sólskini austan undir Skálholts- kirkju, þar sem altariö reis á miööldum, eru oft mjög fallegir í framan. Þeir eru ekkert aö leika. Börnin ólmast í grasinu í kringum þá og bflarnir aka hjá. Allur tilbúinn hátíöleiki á erfitt upp- dráttar. En samt er hátíö. Fugl- arnir kveöa Lilju umhverfis ferða- langana. Og grasiö grær. í Þorlákssæti Þorlákssæti tekur fram mörg- um stöðum öðrum í Skálholti og er jafn viömótsþýtt sumar og vetur. Þorlákssæti er klettabelti austur af staðnum og veit móti suðri. Má vera, að helgur Þorlákur hafi setiö þar og gleymt umhverfi sínu, eins og blessaður Bernharð- ur þegar hann fór umhverfis vatniö í kvæöi Hjalmar Gullbergs. í Þorlákssæti er gott aö vera. Þar söng séra Sigmar Torfason á Skeggjastöðum stef úr Þorlákst- íðum fyrir helstu kirkjumúsíksnill- inga á Norðurlöndum og hreif þá a.m.k. í fjóröa himin. Tólf árum fyrr kenndi séra Sigmar nokkrum nýliöum í klerkastétt sömu tóna á þessum stað, — aö ógleymdum textanum: Uno Deo sit gloria: Drottni einum sé dýröin. Eftir þetta allt finnst mér ég ævinlega veröa að raula þaö vers og önnur samkynja í Þorlákssæti einum degi fyrir jólaaftan. Þá rifjast reyndar upp fortilvera: Þorláks- blót Hafnarstúdenta fyrir áratug- um. Einnig þar voru stef úr Þorlákstíðum sungin á Þorláks- messu. Viö læröum þau heima hjá Jóni Helgasyni og borðuöum hangikjöt meö. Skemmtilegt er aö fara meö sumargesti í Þorlákssæti. Nám- skeiösmenn reika þangaö tíöum og eru reyndar oft leiddir í einum hóp á þennan sérkennilega klett. Hér tslasir Skálholtskirkja viö í sínum tigna einfaldleika, en fjalla- hringurinn til austurs og suöurs er oplnn undir sól aö sjá. Steinsnari ofar er minningarmark Jóns Ara- sonar og handan þess Skólavarð- an, en þangað liggur leiðin um forna götu. Allt er þrungið ilmi og lífi, móar og börö, tún og hagar. Einnig hér æöa bflar hjá í rykkófi og nú mun hraðar en heima á staönum. Annríki virkra daga er ekki minna hér en annars staöar. En fugiarnir láta ekki kveöa sig f kútinn. Og í hverju spori vita göngumenn á sig hina fornu sögu þessa makalausa staöar, sem eitt sinn var svo stór og heillandi og af og til skelfilegur og aldrei lætur mann ósnortinn nokkra andartaksstund. Heimir Steinsson Gæsir hrynja úr blýeitrun Montrllu. Wisconsin, 16. Irhrúar. AP. LJÓST ER, að um 2.500 Kanada- Kæsir haía dáið af völdum blý- eitrunar ojf umhverfisverndar- menn hafa þar með fengið nýtt vopn í hendur i baráttu sinni gegn blýkúlum. Umhverfisverndarráð Wis- consin-ríkis bannaði eitt sinn fuglaveiðimönnum að nota blýkúl- ur þar sem fuglarnir gleypa skotin og fá blýeitrun. En löggjafarþing Wisconsin og ríkisstjórinn, Lee S. Dreyfus, hnekktu banninu í fyrra eftir mikla herferð veiðimanna, sem segjast heldur vilja hefð- bundnar blýkúlur en stálskot, sem valda ekki eitrun, þar sem þaer séu ódýrari og öruggari. Einn þingmannana, sem studdi niðurfellingu bannsins, segist hafa skipt um skoðun vegna gæsa- dauðans, en Dreyfus kveðst ekki hafa undir höndum nægar upplýs- ingar til að geta hafizt handa. Þetta er mesti dauði Kanada- gæsa af völdum blýeitrunar í Bandaríkjunum að sögn yfirvalda. AUt að 30.000 vatnafuglar deyja af blýeitrun á hverju ári, en venju- lega ekki samtímis eða á einum stað. Umræddar gæsir dóu hundr- uðum saman á stöðum sem þær safnast á við Southern Green Lake. • LM, MW og FM bylgjur. mDOLBY fyrir betri upptökur. ® Útgangsorka 2x20 SINUS Wött v/4 Ohm. SHARP SG-1H/HB: Klassa steríó samstæöa meó eöa án hátalara, í,,silfur“ eöa ,,brons“ útliti. Breidd 390 mm. Hæö 746 mm / 373 mm. Dýpt 330 mm. Breidd 220 mm. Hæð 373 mm. Dýpt J8.3 mm. SHARP CP-1H/HB: • Rafeinda /HETAL Hatalarar, bassa og diskant styrk^,jr stimng fyrir metai 25 Watta í ,,silfur“ eöa kassettur. ,,brons“ útliti. Allt settiö, veró kr.: 6.320.00. =)l LAUGAVEGI 66 SÍMI 25999 Utsölustaöir; Karnabær Glæsibæ — Fataval Keflavík — Portiö Akranesi — Epliö ísafiröi — Alfhóll Siglufiröi — Cesar Akureyri — Hornabær Hornafiröi — Eyjabær Vestmannaeyjum — M.M. h/f Selfossi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.