Morgunblaðið - 19.02.1981, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 19.02.1981, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRUAR 1981 EINAR K. GUÐFINNSSON SKRIFAR FRA BRETLANDI Brezka bílaverksmiöjan British Leyland fékk 1500 milljaröa gjöf frá brezku stjórninni Milljarðagjöf handa risa á brauðfótum Breski iðnaðarráðherrann Sir Keith Joseph, er í augum margra, persónugerfingu, efna- hagsráðstafanna ríkisstjórnar Margaret Thatchers. Sir Keith hefur nú um nokkurra ára skeið verið einhver beinskeyttasti talsmaður þess, að horfið yrði frá forsjárhyggju ríkisafskipta- stefnu í Bretlandi og að því að efla einkaframtakið í landinu. Það kemur því kannski mörgum á óvart að Sir Keith skuli nú vera orðinn skotspónn margra breskra frjálshyggjumanna. Frjálshyggjumenn margir hafa það á orði, að Sir Keith þurfi víst ekki að óttast atvinn- uleysi, eins og þó svo margir hér í Bretlandi. Sir Keith, segja þeir, á vísa vinnu í Oxford-straeti, aðalverslunargötu Lundúna- borgar, um næstu jól. — Hann getur leikið þar jólasvein! En hvernig stendur á þessu óvægilega skoti á baráttumann markaðsbúskaparins, frá frjáls- hyggjumönnum? Talsmenn frjáls markaðar segja einfaldlega: Sir Keith hef- ur nú fallið í sömu gryfjuna og fjölmargir stjórnmálamenn á undan honum. Hann reynir ekki að búa í haginn fyrir frjálst athafnalíf í landinu. Þess í stað hefur hann brugðið sér í gerfi hins pólitíska jólasveins og af- hendir gjafir (í þessu tilfelli til vita gjaldþrota ríkisfyrirtækis) sem skattborgarar þurfa að standa straum af. Gjöfin sem jólasveinninn af- henti nam 990 milljónum sterl- ingspunda, eða tæpum 1500 milljörðum ísl. gkróna. Þessa rausnarlegu gjöf fær breska bílaverksmiðjan British Ley- land, sem er ríkisrekin, á næstu tveimur árum. Umdeild fjárveiting til British Leyland Misheppnuð þjóðnýting Það er langt síðan að halla tók undan fæti hjá bresku bílaverk- smiðjunum Leyland. Þjóðnýting sem átti áð leysa allan vanda, hefur ekki náð ætluðum mark- miðum. Sú var tíðin að menn trúðu því í alvöru að stór og stæðileg fyrirtæki þyrfti ekkert að óttast. Bandaríkjamaðurinn J.K. Gal- braith skrifaði um það bækur og tímaritsgreinar að hinir stóru auðhringir í Bandaríkjunum væru svo öflugir að ekkert gæti ógnað veldi þeirra. í krafti fjármagns, tækniþekkingar og auglýsingaflóðs byggju hin auð- ugu fyrirtæki örugglega um sig á markaðnum. Mikill fjármagns- kostnaður gerði það að verkum að enginn hætti sér inn á svið þeirra. Auðhringirnir lifðu því örugglega og í sátt og samlyndi hver við annan og við vinsamlegt ríkisvald. 3000 milljarðar Reynslan hefur afsannað þessa kenningu. British Leyland er skólabókardæmi um fyrirtæki af því taginu sem Galbraith lýsir. British Leyland er líka skólabókardæmi um það, að skemmtilega orðaðar hugmyndir Galbraiths, eru oft langt frá raunveruleikanum. British Leyland hefur alltaf notið velvilja stjórnvalda. Ekki vantar það. Frá árinu 1975 hefur fyrirtækið fengið 2.065 milljónir sterlingspunda í ríkisstyrk, það eru um 3000 milljarðar íslenskra g.króna eða um sex-föld íslensku fjárlögin. Breska hagkerfið er opið í þeim skilningi að viðskipti við útlönd eru verulegur hluti þjóð- arframleiðslunnar. Bresk stjórn- völd hafa þó séð ástæðu til að takmarka innflutning bíla til landsins, einkum frá Japan. Með þessu hafa þau reynt að hlúa að British Leyland. Þá ætti smæð fyrirtækisins ekki hafa verið þröskuldur í vegi fyrir grósku fyrirtækisins. Brit- ish Leyland er einhver stærsti vinnuveitandi í Bretlandi. Marg- ir ríkisafskiptasinnar, telja að auðvelt sé að koma í veg fyrir sóun í stórum fyrirtækjum, þar sem hinir ýmsu þættir atvinnu- rekstrarins nýtist þar svo vel. Þetta hefur lengi verið ein megin röksemd þjóðnýtingarmanna (eins og Islendingar þekkja mæta vel af málflutningi þeirra sem vilja láta þjóðnýta trygg- ingarfélög og olíufélög á Is- landi). Hjá British Leyland er þessu öfugt farið. Flestir þeirra sem farið hafa ofan í sauma fyrirtækisins, eru sammála um að nauðsyn beri til að brjóta fyrirtækið upp í smærri rekstr- areiningar, til að auka hag- kvæmni. Þá er að nefna að British Leyland hefur síst af öllu verið eftirbátur annarra í auglýsinga- mennsku. Fyrirtækið hefur líka notið góðs af stöðugum áróðri stjórnvalda fyrir því aþ breskir neytendur styrki innlendan iðn- Sir Keith Joseph að. Auglýsingarnar hafa þó ekki megnað að breyta vilja bifreiða- eigenda. Markaðshlutdeild Brit- ish Leyland hefur nefnilega stór- um dregist saman á undanförn- um árum. Eitthvað stangast það á við kenningar fyrrgreinds Gal- braiths sem lét að því liggja að auglýsendur sköpuðu þarfir neytendanna og réðu óskum þeirra. Lifir á bónbjörgum Þrátt fyrir góðan vilja stjórn- valda og hagstæðar aðstæður hefur British Leyland ekki tekist að rétta úr kútnum. Fyrirtækið tapaði um 400 milljónum steri- ingspunda (um 600 milljörðum g.króna) á síðasta ári. Ástæð- urnar eru margar. Veigamest er vafalaust sú að fyrirtækið hefur getað ástundað stórfelldan hallarekstur í skjóli feiknalegra ríkisstyrkja. Það hefur lifað á bónbjörgum frá breskum skatt- borgurum. Hinn frjálsi markaður er í raun og veru hlutlaus aðili sem flytur fyrirtækjunum boð um hvaða vöru sé hagstæðast að framleiða. British Leyland hefur ekki lagað sig að samkeppninni sem ríkir á hinum frjálsa mark- aði. Fyrirtækið hefur notið falsks öryggis af niðurgreiðslum af almannafé, boð og upplýs- ingar hins frjálsa markaðar hafa þess vegna ekki borist því og fjárfestingar og framleiðsla þess því ekki beinst í arðvænlega farvegi. Þetta er að koma mönnum í koll nú. Bjartara framundan Ihaldsstjórn Margaret Thatchers stefnir að því að létta ríkisafskiptunum sem mest af bresku atvinnulífi og losa breska skattborgara við byrðarnar af niðurgreiðslum til atvinnuveg- anna. Þó enn hafi ekki náðst tilskilinn árangur hjá British Leyland, eru forráðamenn fyrir- tækisins bjartsýnir um að rofa muni til. Forstjóri fyrirtækisins, sir Michael Edwards, sem var ráðinn fyrir örfáum árum, þykir snjall og harður í horn að taka. Hann hefur lagt á það áherslu að beina framleiðslu fyrirtækisins að arðvænlegum verkefnum og telur að það muni skila árangri innan tíðar. Hin nýja Metró- bifreið hefur slegið mjög í gegn. Síðar á þessu ári kemur á markaðinn nýr bíll, frá fyrir- tækinu, Triumph Acclaim, sem menn gera sér vonir um að hljóti góðar viðtökur og loks hefur fyrirtækið á prjónunum áætlan- ir um nýjan fjölskyIdubí 1. Samkvæmt spám og áætlun- um British Leyland mun tap fyrirtækisins minnka talsvert á þessu ári og einnig á því næsta. Forsvarsmenn þess áætla að árið 1983 muni það loks skila nokkrum hagnaði. Gjöf sir Keith Josephs (les: breskra skattborgara) til British Leyland var umdeild, en var réttlætt með því að hún ætti a gera fyrirtækinu kleift að kom- ast yfir erfiðasta hjallann. Hvort það tekst veit auðvitað enginn. En fáir efast um, að það er vilji ríkisstjórnarinnar, að það verði hin járnhörðu lögmál hins frjálsa markaðar sem ráða muni ákvörðunum og lífi British Leyland, en ekki duttlungar stjórnmálamanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.