Morgunblaðið - 19.02.1981, Page 19

Morgunblaðið - 19.02.1981, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGÍM' i9fJFEfiRÚAR 1981 19 Stærsti flugulax inn vó 26 pund STÆRSTI lax sem veiddist á veiðisvæði Stangarveiðifélags Reykjavikur siðastliðið sumar vó 26 pund og veiddist á fluKU, — rækju nr. 6, á Breiðunni fyrir Ásgarðslandi í Sogi. Lax þessi tók milli klukkan 19 og 20 seint í ágústmánuði og var honum ekki landað fyrr en í svarta myrkri og var viðureign- in ali söguleg, en frá henni var skýrt í Morgunblaðinu á sínum tíma. Veiðimaðurinn sem veiddi stórfisk þennan var Grétar Ólafsson læknir í Reykjavík. bessi lax mun væntanlega vera sá stærsti sem veiddist í sumar á flugu. en Morgunblaðinu er kunnugt um einn 27 punda fisk, sem veiddist fyrir landi Tanna- staða við Sog og veiddist hann á svokallað „Devon“. Laxinn veiddi Sigrún Guðmundsdóttir. Ennfremur er blaðinu kunnugt um einn 26 punda fisk úr Laxá i Aðaldal, þeirri frægu stórlaxaá, veiddist sá fiskur á „Devon" og veiðimaður var Þórður Péturs- son frá Húsavík, en hann er frægur „stórlaxabani" þar nyrðra. Þá veiddist einn 25 punda fiskur í Laxá og tók hann spún. Stangarveiðifélag Reykjavíkur hefur um árabil veitt verðlaun þeim veiðimönnum sem veitt hafa stærstu laxana í nokkrum ám félagsins og verður sá háttur einnig hafður á nú og verða verðlaunin afhent á árshátíð félagsins sem haldin verður á föstudagskvöld. Þar mun Grétar Ólafsson, banamaður 26 pundar- ans, flugulaxins úr Sogi, fá alls þrenn verðlaun, samkvæmt upp- lýsingum sem Morgunblaðið Grétar Ólafsson með 26 punda fiskinn sem hann veiddi i Sog- inu i sumar. Ljósm. Mbl. Kristján. fékk hjá SVFR. Verðlaunin eru þessi: Vesturrastarbikarinn, sem veittur er fyrir stærsta lax á frjálst agn á veiðisvæðum fé- lagsins, Sportvalsbikarinn, verð- laun fyrir stærstan flugulax á svæðum félagsins og loks eru veitt ný verðlaun, Gull og Silfur flugan, sem verslunin Gull og Silfur gefur, en það er sérsmíðuð fluga sem sá veiðimaður hlýtur sem stærstan flugulaxinn veiðir, og eru þessi verðlaun til eignar. Þessi fluga er verðmætur gripur og mun andvirði hans nema a.m.k. 3000 nýkrónum. Þá verða veitt verðlaun þeirri konu sem stærstan lax veiðir á svæðum félagsins, en að þessu sinni hljóta tvær konur verð- launin. Þær eru Magdalena Sig- urðardóttir og Sigríður Valdi- marsdóttir, en báðar veiddu þær 14 punda lax í Norðurá í Borg- arfirði. Fiskarnir tóku báðir maðk. Verðlaunin sem konurnar hljóta er Sportstyttan. Einnig eru veitt verðlaun fyrir stærsta flugulaxinn úr Norðurá, en þau eru Hlíðargrillsbikarinn. Verðlaunin hljóta Halldór Þórð- arson, Steinar Petersen og Jónas Jónsson, en allir veiddu þeir 17 punda fiska á flugu. Loks verða veitt verðlaun fyrir stærsta flugulaxinn úr Elliðaán- um, en hann veiddi Karl Ómar Jónsson formaður Stangarveiði- félagsins. Fiskurinn vó 16 pund og veiddist í svokallaðri Efri- Mjódd. Verðlaunin sem Karl hlýtur ei-u ný verðlaun, Útilífs- bikarinn, gefinn af versluninni Útilíf. Vissir þú að það eru 10 þúsund félagar í VR? VR er leiðandi afl í launþegamálum og innan þess er fólk úr meira en 70 starfsgreinum. I89i-i98l VR VINNUR FYRIR ÞIG v^viðskipti > &verzlun Ema Agnaradóttir, afgreidslumalnir í hlj&mpUituverzlun. Píll Ólaftaon, kerfisfrœbingur í hradfrystihúsi Björgvin Hallgrimaaon, Hólmfriður Gunnlaugadóttir, sendisveinn. sœtavísa í kvikmyndahúsi. Kolbrún Magnúadóttir, afgreiöslumaöur í apóteki. Þau eru í stærsta launþegafélagi landsins, Verzlunar- mannafélagi Reykjavíkur. 1 x 2 — 1 x 2 24. leikvika — leikir 14. febr. 1981 Vinningsröð: 2X1 — 2X2 — 111 — 1X1 1. vinningur: 12 réttir — kr. 37.650.- 23291 34175(4/11) 2. vinningur: 11 róttir — kr. 1.075.- 2301 16022+ 26098 34833 37429+ 45134 3568 18458 29631* 35079* 40464 45400 7250+ 20379+ 31861 35471+ 40929 45428 15460 25459 34284+ 36088 44288+ 57879 * = (2/11) Kærufrestur er til 9. marz 1981 kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboösmönnum og á aöal- skrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæöir geta lækkaö, ef kærur veröa teknar til greina. Handhafar nafnlausra seöla (+) verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR — íþróttamiðstöðinni — REYKJAVÍK LITASJONVORP 22” —26” Sænsk hönnun^ Sænsk ending ★ Bestu kaupin! ★ HLJÓMTÆKJADEILD UtiXtKARNABÆR L ^ LAUGAVEGI 66 SiMI 25 Utsolustaðir Karnabær Laugavegt 66 — | Karnabær Glæsibæ — Fataval Keflavík Porlió Akranesi — Eplið Isatirði — Alfhóll Siglufirði — Cesar Akureyri — Hornabær Hornafirði —M M h/f Selfossi 25999 —Eyiabær Vestmannaeyjum TTT iSSi&iarps*“ki III framtíðarinnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.