Morgunblaðið - 19.02.1981, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1981
29
Marjatta Hakala:
Af hverju á James að heita
Jón en ekki James?
Þrír þingmenn hafa ákveðið að
flytja tillögu um, að útlendingar,
sem fái íslenskan ríkisborgara-
rétt, þurfi ekki að taka sér ís-
Ienskt nafn, heldur megi halda
sínu eigin nafni.
Þegar tillaga þessi var rædd á
Alþingi, hafði Ólafur Jóhannes-
son, utanríkisráðherra, samkv.
fjölmiðlum, látið þau ummæli
falla, að staða útlendinga væri nú
miklu betri en fyrir nokkrum
árum: Nú þyrftu þeir aðeins að
taka sér íslensk fornöfn, en mættu
halda sínu ættarnafni. Enn frem-
ur, að „enginn væri neyddur til að
sækja um íslenskan rikisborgara-
rétt“.
Sýna þessi ummæli ráðherrans,
að hann hefur engan skilning á
því, hvað nafn manns táknar fyrir
hann. Einnig vill hann loka aug-
unum fyrir þeim ástæðum, sem
liggja á bak við þessar umsóknir.
Frá fornu fari hefur nafn, þ.e.
fornafn manns, verið táknrænt
fyrir líf hans og örlög. „Nomen est
omen“ sögðu fornir Rómverjar.
Nafn manns faldi sem se" í sér
spádóm um örlög og gæfu hans í
lífinu. Nafn hefur ávallt verið
talið óaðskiljanlegur hluti manns-
ins. Enn þann dag í dag bera lög
flestra ríkja þess merki. Þannig er
t.d. mjög erfitt að fá fornafni sínu
breytt í nýtt nafn, en ættarnafni
er mun auðveldara að fá breytt. —
í þessu sambandi ber einnig að
hafa í huga að konur flestra ríkja
eru vanar því að skipta um
ættarnafn, því að alveg til síðustu
ára hafa þær orðið að taka
ættarnafn eiginmanns við hjóna-
band, eða a.m.k. nota það við
hliðina á sínu eigin nafni.
Jafnvel þeir, sem trúa ekki á
spádóma í nöfnum, telja þau oft
„heilög“, því að í huga manna eru
nöfn og nafngjöf sett í samband
við skírnina sjálfa.
Flestir þeirra útlendinga, sem
sækja um íslenskan ríkisborgara-
rétt, eru annað hvort í tengslum
við Islendinga eða íslendingar í
aðra ættina. Þetta mun jafnvel
utanríkisráðherrann vita.
Þeir útlendingar, sem hafa
bundið örlög sín við íslending,
hafa í flestum tilfellum orðið að
yfirgefa ættingja sína, vinahóp,
föðurland og móðurmál sitt.
MYNDAMÓT HF.
PRENTMYNDAGERÐ
ADALSTRETI • - SlMAR: 171S2-173S5
Margir þeirra einnig eðlilegar
framavonir á starfsbraut sinni.
Það eina, sem þeir hafa eftir af
gamla föðurlandinu sínu, er nafn-
ið, þessi óaðskiljanlegi hluti af
personuleika manns, sálartáknið
og gæfumerkið. Ef þeir vilja ekki
einnig yfirgefa þetta, verða þeir
að lifa sem utangarðsmenn í
samfélaginu, einhvers konar
„Fjalla-Eyvindar" nútímans, sem
vantar öll mannleg réttindi. Ef
þeir vilja hafa samneyti við lands-
menn, verða þeir að koma grímu-
klæddir ofan af fjöllunum, og
dylja raunverulegan persónuleika
sinn undir fölsku nafni.
Ættum við, vesalings útlend-
ingar, að gera það? Því að annars
getum við engin áhrif haft á þróun
mála í þessu nýja heimalandi
okkar, sem einnig er föðuland
barna okkar og ástvina. Ótrúlegt
er, að nokkurt löggjafarvald í
vestrænu ríki vilji ræna mann
þessu eina, sem hann á og sem
honum þykir svo vænt um. Öheill-
amerki hlýtur það að hafa þótt
mörgum þeirra flóttamanna, sem
eftir mikla hrakninga komu
hingað til lands og urðu að kasta
brott jafnvel nafni sínu. Þykir
ekki Jóni vænt um nafnið sitt,
jafnvel þó Jónsson sé? Af hverju
þá ekki James eða Rita?
Skiljaniegt er þó, að ríkisvaldið
vilji takmarka erlend áhrif og
reyna að halda málinu „hreinu".
Raunhæf úrlausn væri þá sú, að
þeir útlendingar, sem fengu ís-
lenskan ríkisborgararétt, héldu
nafni sínu, en börn þeirra, sem
fæðast í þessu landi sem íslenskir
ríkisborgarar, fengju „íslensk
nöfn“.
Þannig gætum við e.t.v. losnað
við það fyrirbrigði sem ekki er
ýkja óalgengt hér á landi, að
maður er kallaður John Smith,
skrifar nafnið sitt John Smith,
hefur vegabréf fyrir John Smith,
en sjúkrasamlagsskírteini fyrir
Fæddur 22. september 1946.
Dáinn 7. febrúar 1981.
Mánudagurinn 9. febrúar hófst
eins og hver annar vinnudagur,
þar til okkur barst sú harmafregn
að Guðni í Daihatsu, eins og hann
var kallaður, hefði látist laugar-
daginn 7. febr. sl. Þessi fregn
varpaði dimmum skugga á tilver-
una því að ungur maður í blóma
lífsins hafði verið kallaður burt úr
þessu lífi. Einu sinni enn stóð
maður frammi fyrir þessari stóru
spurningu: Hvers vegna?
Þar sem Guðni starfaði við
fyrirtæki, sem flytur inn bifreið-
Jón Karlsson! Sýnir þetta augljós-
lega, hversu öfugsnúin núgildandi
lög eru og móti réttlætiskennd
manna.
Fjöldi þeirra útlendinga, sem
taka íslenskan ríkisborgararétt, er
varla svo mikill, að breyting laga
ylli erfiðleikum. I enskumælandi
löndum hefur fólk t.d. bjargað sér
í aldaraðir, þrátt fyrir það, að oft
verður að spyrja mann, hvernig
hann stafi nafnið sitt. Og nokkrir
tugir útlenskra nafna geta varla
spillt tungunni meira en öll þau
eríendu áhrif, sem íslendingar fá
gegnum fjölmiðla og á utanlands-
ferðum sínum. Finnst mér frekar,
að ráðherrar ættu að hafa áhyggj-
ur af þeim. Sem dæmi má nefna,
að þegar ég fyrir rúmum fimm
árum kom hingað til landsins í
fyrsta skipti, algjörlega mállaus,
fannst mér áberandi, hvernig
starfsmenn banka í höfuðborginni
luku allir símtöium sínum með
orði „Okei“. Fór ég þá að hugsa að
auðvelt yrði að læra íslenskuna,
því að hún væri eins og enskan, en
ég var vel mælt á þá tungu.
En hvað er „íslenskt nafn“, sem
er haldið svo heilagt? Hver ákveð-
ur það? Hvort eru t.d. Marinó,
Sesselja, Marsibil eða Játvarður
íslenskari nöfn og Marjatta eða
Jussi, tvö algeng finnsk nöfn?
Enginn íslendingur mun efast um,
hvernig eigi að beygja tvö síðust
nefnd orð. Skynsamlegt fyndist þá
að skilgreina hugtakið „islensk
nöfn“ með að gera þá kröfu, að
nafnið falli vel í íslenska hljóða-
og beygingakerfið. Nú virðist vera
þannig, að „íslensk" eru eingöngu
nöfn, sem standa annað hvort í
Landnámu — eða Biblíunni.
Ég vil ljúka þessari grein með
kveðjum til allra þingmanna
okkar og vonum um, að þessum
ómanneskjulegu lögum, sem nú
eru í gildi, verði breytt sem fyrst.
Patreksfirði, 8.2.1981,
Marjatta Ilakala
ar, hafði hann mikil samskipti við
Bifreiðaeftirlit ríkisins og var hér
nær daglegur gestur í mörg ár.
Við þessi kynni komu kostir
Guðna í ljós. Hann hafði til að
bera mikla prúðmennsku og lipurð
sem er okkur, starfsfólki Bifreiða-
eftirlitsins, sérstaklega minnis-
stæð.
Við viljum þakka Guðna fyrir
þessi vinsamlegu samskipti og
ánægjulegu kynni við góðan
dreng.
Eftirlifandi eiginkonu hans og
börnunum tveim sendum við
Guðni Grétar Guð-
mundsson - Minning
Það er von hann sé undrandi. litli hringanórinn — hvað eiga líka
litlir selir að gera inni trékössum? En i þessum kassa var
hringanórinn fluttur úr flugvél Sverris Þóroddssonar frá
Akureyrarflugvelli og sleppt í Pollinn. Ljósm. KriKtinn.
Athugasemd frá Bilgreinasambandinu:
F rumkönnunin ekki
nógu vel unnin
Bílgreinasambandið fagnar því að
verðlagsyfirvöld hafi í samræmi við
gildandi lög um verðlag, samkeppnis-
hömlur og óréttmæta viðskiptahætti
frá 1978 hafið skipulegar verðkann-
anir á ýmsum vörum í því skyni að
efla verðskyn almennings, en almenn-
ingur er ætíð besta verðlagseftirlitið.
I tilefni af þessari könnun vill BGS
vekja athygli á því að verðlagsráð
hefur ákveðið að heimila frjálsa
álagningu á bifreiðavarahluti í fram-
haldi af erindum, könnunum og
greinargerðum BGS svo og könnun
Verðlagsstofnunar. Ríkisstjórnin hef-
ur enn ekki samþykkt þessa ákvörðun
Verðlagsráðs.
Bílgreinasambandið hefur ítrekað
hvatt til úrbóta í varahlutamálum og
bent á að frelsi í álagningu sé eina
raunhæfa lausnin. BGS hvetur ríkis-
stjórnina til að samþykkja ákvörðun
verðlagsráðs um frelsi í álagningu
varahluta og bendir á að 1968 þegar
svipað ástand var orðið hafi frelsi
verið gefið í álagningu bifreiðavara-
hluta og og gefist mjög vel. Frá 1971
hafa varahlutir verið bundnir verð-
stöðvun og álagning lækkað, meðan
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Starfsfólk hjá
Bifreiðaeftirliti rikisins.
innlendur og erlendur tilkostnaður
hefur hækkað sem ásamt mikilli
verðbólgu hefur skapað alvarlegt
ástand.
Ljóst er að þessi frumkönnun
verðlagsstofnunar er ekki nógu vel
unnin. Engra skýringa er leitað eða
forsendur gefnar. I töflunni eru
margar villur t.d. verð sem fengið er í
g.kr. er sumstaðar rangfært í nýkr.,
greinarmunur ekki gerður á hvort
þurfi 4, 6 eða 8 rafkerti í bíla eftir
vélarstærð. Þá er og sagt a.m.k. á
einum stað vanti 13 hluti í ákveðna
bíltegund, sem er með loftkælda
tvígengisvél sem þarf ekki umrædda
hluti. Ekki er minnst á það að
bílaumboðin hafa flest hvert samn-
inga við varahlutaverzlanir sem
flytja inn varahluti sem passa í
margar gerðir bíla, svo sem í rafkerfi,
vél og hemlabúnað, enda sérhæfa
þessar verzlanir sig í þessum vara-
hlutum.
Á grundvelli þessarar einu könnun-
ar hefur verið mæld þjónusta umboða
út frá einni ákveðinni tegund af
mörgum, og þar hikstalaust borin
saman varahlutaverð í bíla hvort sem
þeir kosta 30—50 þús. eða 150—200
þús., án fyrirvara eða skýringa. Held-
ur ekki getið um hvort fluttir eru inn
3 eða 300 bílar af viðkomandi tegund,
eða þá hvort til séu í landinu 10 eða
1000 bílar af umræddri tegund.
Að lokum vill Bílgreinasambandið
hvetja ríkisstjórnina til að sam-
þykkja frjálsa álagningu varahluta
þannig að mögulegt verði að efla
varahlutabirgðir fyrirtækjanna og
efla þjónustu við neytendur og þá
ekki sízt þjónustu við landsbyggðina.
Einnig vill Bilgreinasambandið
vekja athygli á því að yfirvöld hafa
með gífurlegum álögum á bíla haft
þau áhrif að verð bílanna er það
atriði sem mestu og næstum öllu máli
skiptir, er menn ákveða hvaða bíla
þeir ætla að kaupa. Með hóflegri
skattheimtu og lægra bílverði mætti
minnka sveiflur í innflutningi milli
tegunda og skapa eðlilegt ástand á
markaðnum auk þess sem Islendingar
væru ekki nærri eins háðir sveiflum á
erlendum gjaldmiðlum varðandi inn-
kaup á bílum.
(Fréttatilk> nning.)
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Innflytjendur
Get tekiö aö mér aö leysa út
vörur. Tilboö merkt: „Vörur —
3333", sendist augld. Mbl
Keflavík
4ra herb. neöri hæö ásamt
stórum bílskúr. Verö 440 þús.
3ja herb. etri hæö í góöu
ástandi. Verö 270 þús.
4ra herb. íbúö viö Mávabraut
Glæsileg eign. Verö 390 þús.
4ra herb. fbúö f fjórbýll ásamt
bílskúr. Verö 450 þús.
Njarðvík
Glæsileg 3ja herb. íbúö viö
Fífumóa. Verö 340 þús.
3ja herb. íbúö viö Hjallaveg.
Verö 320 þús.
Glæsilegt elnbýlishús viö Borg-
arveg. Skipti á ódýrari eign í
Reykjavík eöa á Suöurnesjum
koma til greina. Verö 800 þús.
Úrval eigna é akré um öil
Suóurnea. Hjé okkur er úrvaliö.
Eignamiölun Suöurneaja, Hafn-
argötu 57, aimi 3868.
□ Helgafell 598119027 — VI.
IOOF 5= 1622198'ó = FL-Málf.
IOOF 11=1 1620219814 = Umr.
AD K.F.U.M.
Fundur í kvöld kl. 20.30 aö
Amtmannsstíg 2B. Stjórn
K.F.U.M. sér um fundinn. Nýir
meölimir teknir inn í félagiö. Allir
karlmenn velkomnir.
Frá Guöspeki-
fólaginu
Áekrtftarsimi
Qanglera er
39573.
I kvöld kl. 21 veröur Halldór
Haraldsson meö erindi „Frelsi
og fjötrar" (Mörk). Allir velkomn-
ir.
Aðalfundur íþrótta-
fólags Kópavogs (ÍK)
veröur haldinn laugardaginn 21.
febr. nk. ki. 13.30 aö Hamraborg
1.
Leðurvinna
í kvöld kl. 20.00—22.00 aö
Laufásveg 41.
Fíladelfía
Almenn samkoma kl. 20.30. Páll
Lúthersson boöinn velkominn
frá Afrfku.
Grensáskirkja
Almenn samkoma veröur í safn-
aöarheimilinu í kvöld kl. 20.30.
Allir hjartanlega velkomnir.
Séra Halldór S. Gröndal.
Hjálpræðisherinn
Almenn samkoma í kvöld kl.
20.30. Rannveig M. Nielsdóttir
talar.
Krossinn
Samkomurnar meö Robert Hunt
og frú frá U.S.A. byrja á laugar-
dagskvöldiö kl. 8.30 en ekki í
kvöld eins og fyrirhugaö var.
Háteigskirkja
Messa og fyrirbænir kl. 20.30 í
kvöld.
Tómas Sveinsson