Morgunblaðið - 19.02.1981, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 19.02.1981, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1981 3 5 Páll Vilhjálmsson: Þankabrot frá fræðslu- fundi um verkalýðsmál Viðskiptalífið Vandamálin í viðskiptum og framleiðslu í Bandaríkjunum snú- ast mest um bílaiðnaðinn og olíuna. Tvö sjónarmið virðast ríkj- andi hvað snertir bílaiðnaðinn. Annars vegar að setja höft á innflutning á japönskum bifreið- um og hins vegar að efla fram- leiðslu á samkeppnishaefum bandarískum bifreiðum. Fróðir menn telja að verksmiðj- urnar í Detroit séu alls ekki hæfar til framleiðslu á litlum bílum, og er sú kenning sennilega rétt, því engin af þessum bifreiðaútgáfum hefur staðist samkeppnina frá Japan. Framkvæmdastjóri Gener- al Motors sagði á sínum tíma að ef vel gengi hja þeim, þá gengi vel í fjármálum í landinu almennt. General Motors tilkynntu tap- rekstur fyrir síðastliðinn desem- bermánuð og er það í fyrsta skipti í áraraðir. Sýnir það vel hversu alvarleg þessi vandamál eru. Olíuvandamálið tröllríður hér á öllum sviðum, og tengist bíla- framleiðslunni mjög náið. Stríðið milli íran og Irak hefur sett bandarísku olíufélögin í varnar- stöðu, og yfirvofandi verðhækkan- ir frá OPEC hljóta að hafa það í för með sér að bandaríska þjóðin undir forystu Reagan endurskoði það mikla magn sem Bandaríkin flytja út af olíunni, sem er um 70% í dag, og fari að notfæra sér þessa heimaframleiðslu. Olíuverðshækkanirnar hafa einnig valdið miklum stefnubreyt- ingum í flugmálum hérlendis, og hefur orðið mikill samdráttur hjá flestum flugfélögum í landinu. Þetta stafar þó ekki aðallega af verðhækkunum á olíunni heldur hinni „opnu“ stefnu Carters í flugleyfisveitingum. Alls kyns leiguflugfélög hópast um arðbærar flugleiðir og moka inn peningum á lágum fargjöldum á meðan hin gömlu áætlunarflug- félög berjast í bökkum vegna kostnaðar við almennan rekstur, en svo hverfa þessi félög jafn- skjótt og þau urðu til með fulla vasa af peningum. Þessu mega þó íslenskir borgar- ar ekki blanda saman við „vanda- mál“ Flugleiða, sem stafa af allt öðrum ástæðum en hækkandi olíu- verði. Mikill skaði yrði ef íslend- ingar legðu niður þær samgöngur við Bandaríkin og Luxembourg sem tók mörg ár að byggja upp, svo ekki sé talað um framtíð Keflavíkurflugvallar, sem með réttri stefnu gæti orðið miðpunkt- ur fyrir millilendingar á öllu flugi bæði yfir Atlantshafið og svo yfir Norðurpólinn. Þetta hefst ekki nema núverandi ráðherrar dusti af sér það ryk sem ráðamenn Flugleiða hafa slegið í augu þeirra, þ.e.a.s. að flugið á Atlants- hafinu sé ekki arðbært, og þarf ekki annað en að líta á Sir Freddy Laker, sem áætlar 20 ferðir á viku á þessari „tapleið" Flugleiða á næsta sumri. Það er vitað mál, að bandarísk yfirvöld fylgjast vel með fram- vindu Flugleiðavandamálsins og niðurstaðan kemur til með að verða mikilvæg fyrir leyfisveit- ingar í framtíðinni ef Flugleiðir eiga eftir að leggja niður flugið og aðrir aðilar sækja um leyfið. Skálmöld Árið 1981 fór ekki vel af stað hvvað snertir Iögregluna í New York. Á fyrstu tveimur vikum janúarmánaðar voru 4 lögreglu- menn skotnir og 3 létust, en einn slapp með alvarleg skotsár, en hann var klæddur skotheldu vesti. Verkalýðsfélög lögreglumanna hefur krafist þess af yfirvöldum í Albany að dauðadómur fyrir morð á lögregluþjónum verði aftur tek- inn í lög en hann var afnuminn fyrir nokkrum árum. Lögreglu- stjóri New York-borgar hefur gef- ið undirmönnum sínum óhugnan- lega fyrirskipun: „Skjótum fyrst og spyrjum svo.“ Þessi yfirlýsing hefur slegið miklum ótta í borgarana sem sjá fram á nokkurs konar óopinbera styrjöld milli lögreglu og glæpa- lýðs, sem á ef til vill eftir að bana mörgum saklausum borgurum. Illt er að taka afstöðu í málinu, því morðin á lögreglumönnunum voru geysilega harðsvíruð en ekki er það talin lausn á neinu að lögreglan fái frjálsar hendur á þennan hátt. Bann á skotvopnum er heldur ekki talin nein lausn, því glæpamenn verða sér alltaf úti um ólögleg vopn ef það er nauðsynlegt að þeirra áliti að hafa með sér skotvopn. Hér virðist því vera um þráskák að ræða, og það eina sem borgarar geta gert í málinu, er að halda sér í hæfilegri fjarlægð frá óróasvæðum borgarinnar. Skuggalegust eru þó morðin á svörtu börnunum í Atlanta, Georgia. Sextán svört börn hafa nú fundist myrt þar í borginni. Borgaryfirvöld hafa leitað aðstoð- ar við lausn þessa máls hvaðan- æva að í Bandaríkjunum, og meira að segja hafa þau ráðið til sín miðla og skyggnt fólk en enn virðist engin lausn í sjónmáli á þessu óhugnanlega máii. Hér með læt ég staðar numið, en þó er athyglisverð sú frétt að hinn heimsfrægi hnefaleikari Mo- hammed Ali hefur sótt um leyfi í tveimur fylkjum til að halda hnefaleikakeppni í sumar. Ali virðist ekki hafa farið að ráðum aðstoðarmanna sinna að hætta keppni heldur vill reyna einu sinni enn við heimsmeistaratitilinn. „The bigger they are, the harder they fall“, eins og Bandaríkjamað- urinn segir: Baldvin Berndsen Fyrir nokkru gekkst Launþega- félag sjálfstæðisfólks á Suðurnesj- um fyrir fræðslufundi um verka- lýðsmál. Til framsögu var fenginn Sig- urður Líndal, lagaprófessor. Sig- urður er kunnur fyrir allgagnrýn- inn málflutning um forustulið verkalýðshreyfingarinnar, bæði í blöðum og sjónvarpi. I framsögu sinni kom ræðumað- ur víða við og hóf mál sitt á almennri umfjöllun um inntak og eðli kjarabaráttu og fór síðan yfir í þann lagalega ramma sem verka- lýðshreyfingunni er settur og síð- an stöðu hennar í dag og varpaði fram nokkrum hugmyndum um hvað hugsanlega gæti horft til bóta. Inn í mál sitt fléttaði framsögumaður ýmis dæmi og atvik sem gerði fróðleikinn bæði skemmtilegan og auðmeltan. Óhjákvæmilega vöknuðu spurn- ingar í hugum fundarmanna og var þeim varpað fram í umræðu- hópum, sem myndaðir voru eftir framsöguna. Margt bar á góma í umræðun- um en hér verður aðeins fjölyrt um eitt þeirra atriða, sem væntan- lega telst mikilvægt fyrir verka- lýðshreyfinguna sem slíka, eða öllu heldur hinn venjulega félaga í hreyfingunni. Það er væntanlega flestum ljóst að almennir fundir verkalýðsfé- laga eru mjög illa sóttir. Jafnvel þó að á dagskrá séu mál sem snerta hag hvers félaga að veru- legu leyti, þá mæta einungis sárafáir. Hvað veldur? Skýring- una hlýtur að vera að finna einhversstaðar. Fólki og sérstak- lega Islendingum er ekkert um það gefið að aðrir ráðskist með þeirra eigin mál, hversu stór eða smá sem þau eru. Þessi mál flokkast væntanlega ekki undir smáatriði, því þau snerta lífsaf- komu manna. Með þessar staðreyndir í huga, er mjög erfitt að skilja þátttöku- leysi fólks. Tímaskorti hefur oft verið borið við, menn koma heim dauðþreyttir eftir 10 til 12 stunda vinnudag og hvað ætli þeir nenni að þvælast á fund þar sem ... og hér komum við að kjarna máls- ins... þeir hafa hvort sem er ekkert að segja. Þetta fullyrði ég að er aðalástæðan fyrir fjarvist- um félagsmanna á fundum verka- lýðsfélaganna. Það að mönnum finnst þeir afskiptir og skoðanir þeirra að engu hafðar, býður ekki uppá almenna þátttöku í félagsstarfi, hvort heldur er í fundasókn eða öðrum félagsmálum yfir höfuð. Það er sem sagt ekki sinnuleysi sem veldur heldur tilgangsleysi. Það er vitað mál að innan verka- lýðsstéttarinnar er ekki mikið af langskólafólki. Miðað við sam- svarandi stéttir í öðrum löndum er hún þó vel upplýst, bæði hvað varðar innlend og erlend málefni, en hún (verkalýðsstéttin) kann ekki þá reikningskúnst, sem notuð er til þess að finna út kaup hennar og kjör, veit varla hvenær þau éru bætt eða rýrð jafnvel, og lái henni það hver sem vill. Hvað er gert til þess að auðvelda venjulegum manni skilning á því sem gert er í kjarasamningum? Ekkert, ná- kvæmlega ekkert sem skiptir máli. Þvert á móti eru notuð alls kyns hugtök og fræðiheiti, sem einungis langskólagengið fólk skilur. Enda hefur raunin orðið sú, að nú situr hagfræðingur í forsetastóli ASÍ. Við vitum hver tapar á þessu — hinn almenni félagsmaður í verka- lýðshreyfingunni. En hver eða hverjir hafa hag af þessu fyrir- komulagi? Jú, það eru þeir sem halda í taumana, m.ö.o. hinir alræmdu smákóngar. Þeir geta ráðskast með fjöldann. Varla er nokkur svo lokaður að hann viti ekki hvernig þetta er gert. Vald er ávallt notað til þess að ná í meira vald. Það merkilega við valdið er, að það hefur tilhneig- NÝSTOFNUÐ hljómsveit. „Head Effects", heldur annað kvöld, miðvikudagskvöld, hljómlcika á Hótel Borg og hef jast þeir klukk- an 22. Fjórir menn skipa hljóm- sveitina, sem leikur aðallega rokk. Hljómleikarnir á miðvikudags- ingu til þess að komast í sífellt færri hendur. Til þess að stemma stigu við þessari þróun tiggur beinast við að kljúfa verkalýðshreyfinguna niður í smærri einingar. Líklega væri eðlilegast að hver vinnustaður (fyrirtæki) starfaði sem eining. Eftir atvikum mundi þá launafólk á vinnustöðum í sömu atvinnu- grein mynda með sér samband, sem sjá myndi um kjaramál þess — en láta almenna stjórn ríkisins í hendur þeirra sem til þess eru valdir. Þetta fyrirkomulag hefur þá kosti að hver einstaklingur hefur meiri og betri möguleika á ákvarð- anatöku og þar með á mótun síns eigin vinnustaðar, m.ö.o. fær hver einstaklingur meira gildi á sínum vinnustað. Þetta er mun lýðræðis- legra og eðlilegra en ríkjandi kerfi. Á Alþingi liggur nú fyrir frum- varp um þetta mál, en það þekki ég ekki nógu vel til þess að geta rætt um það. Trúlega er það samt í rétta átt, en lög og lagafrumvörp ein sér nægja ekki, heldur verður að vekja almenning til umhugsun- ar um það þjóðþrifamál sem þetta er. Keflavík 10. febrúar 1981, Páll Vilhjálmsson kvöld eru aðrir opinberu hljóm- leikar hljómsveitarinnar, en fyrst kom hún fram í Stúdentakjallar- anum í síðustu viku. Hljómsveit- ina skipa Richard Korn bassaleik- ari, Graham Smith fiðluleikari, Jónas Björnsson trommuleikari og Gestur Guðfinnsson gítarleikari. „Head Effects“ skipa Richard Korn, Graham Smith, Jónas Björnsson og Gestur Guðfinnsson. Ný hljómsveit á Hótel Borg MEIRIHATTAR HLJOMPLOTUUTSALAN Ath.: Síöustu forvöö aö senda pöntunarlista í póst nk. laugardag. Sendið í pósti eöa notið pönt- unarsíma 53203 kl. 10—13 og 19—20 virka daga. <HalIerp Hæhjartorg Hafnarstrceti 22 Nýja SVR húsinu Lækjartorgi OPIÐ TILKL KVÖLD annars opið á venjul. verslunartíma. STÓRKOSTLEGT TÆKIFÆRI! 10—80% AFSLÁTTUR Sendið inn pöntunarlista eigi síðar en nk. laugardag ATH: PÖNTUNARLISTI BIRTIST í MORGUNBL. Á ÖFTUSTU SÍÐU FÖSTUDAGINN 13.02.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.