Morgunblaðið - 19.02.1981, Side 36

Morgunblaðið - 19.02.1981, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1981 DanNinn stÍKinn af mikilli innlifun á skemmtun Hróa hattar að Seljabraut 51 i Breiðhoíti á föstudagskvöldið. Myndirnar tók Július. A annað hundrað unglingar á Hróa hattar skemmtun HRÓI HÖTTUR gekkst fyrir vel heppnaðri skemmtun i Breið- holtinu um helgina, nánar til tekið á föstudagskvöldið, þar sem á annað hundrað ungiingar komu ok skemmtu sér hið besta. En Hrói höttur er sem kunnuKt er hópur un^s fólks, sem undan- farin misscri hefur starfað með unKÍinKum í Reykjavík. haldið skemmtanir, boðið upp á heitar súpur á Hallærisplaninu ok fleira. Gísli Þór Gíslason iðnskóla- nemi, sem var umsjónarmaður skemmtunarinnar á föstudaKS- kvöldið ásamt Erni Þorvarðar- syni menntaskólanema, saKði, að á annað hundrað unglinKa hefðu sótt skemmtunina, sem hafi farið hið besta fram. Dansað var á diskótekinu fram yfir miðnætti, og var ekki annað að sjá en allir skemmtu sér hið besta. Gísli Þór sagði, að öruggt væri að Hrói höttur léti meira til sín taka á næstunni, enda væru verkefnin ærin. Nær engin að- staða væri í allri höfuðborginni fyrir unglinga til að koma saman og skemmta sér, og því dygði ekki annað en að frjáls félagasamtök og hópar fólks bættu úr skortin- um. Alls komu á annað hundrað unglingar á Hróa hattar-skemmtunina. flestir úr efri bekkjum grunnskóla. en skemmtanir Hróa hafa verið þeim aldursflokki kærkomnar. Arfleif ð íslendinga Ekki mundi þurfa oft að spyrja spekinga og fræðimenn norrænna mennta erlendis hver væri gildasti og göfgasti hluti þess menningar- arfs, sem íslendingar ættu og hefðu lagt heimi í hendur. Það eru „handritin", yrði svar- að. Og þar bentu þeir á íslenzkar bókmenntir frá fyrstu tíð og fram á 16. öld, jafnvel fram á okkar daga, sem nú lifum. En einkum eru það fyrstu bók- menntagreinarnar, ritin frá upp- hafi ritlistar, sem sérstæðastar þykja. Gilda raunar sem jarðvegur og sáðkorn í senn fyrir þá mennt orðs, hugsunar og snilli, sem hæst hefur náð og skærast skartað meðal norrænna þjóða. Völuspá, Hávamál, Eddukvæðin yfirleitt, Islendingasögur, Riddarasögur, Fornaldarsögur Norðurlanda, allt þetta er hvert á sinn hátt gull og perlur í þessum fjársjóði og gullstokki íslenzkrar arfleifðar. „Út til hins kynlega lagfrána lands leitaði fornkappa- skarinn." Þar þróaðist og ávaxtaðist þessi andlegi auður íslenzkrar tungu við þröngan kost, en heita ást skálda og hugsuða. Varð síðan til sem handrit og listnautn við arin og langelda, varðveittu í söng og sögn í „baðstofum" við„ langra kvelda jólaelda", yljaði hjörtum, helgaði hugi, hreyfði hendur til starfa. En er þetta ekki allt á hraðri leið inn fyrir læstar dyr safna og sérfræða? Er þetta ekki að verða minning- in ein, aðeins nafn eða nöfn, án þess afls og þeirrar orku, sem það veitti lífinu sjálfu til að vaxa og þola, stældra í hverri raun? Er tölvan ein að taka völdin? Því miður virðist svo vera, sé litast um i sölum nútímanáms- brauta. Allir eða flestir hafa heyrt þessa arfleifð nefnda. En er það nóg. Hafa þeir skilið, lært að meta, virða, hrifast til að ávaxta gullið í eigin armi og barmi. Eru þessi fræði það afl í ósk og framtíðardraumi æskunnar sem við gluggann eftirsr. Árelius Nielsson áður var í baðstofumenningu fólksins? Eru þau lífsnautnin frjóa til aleflingar andans og athafna þar frá? Að rannsókn lokinni yrðu svörin neikvæð. Ómar þessara söngva og sagna eru að verða fjarlægt berg- mál fjarri hversdagslífi og listum íslendings á síðari hluta 20. aldar, tíma, sem þó ætti að geta ávaxtað arfinn þúsundfalt. Með þessa breytingu, þessa afturför í huga, varð mér mikið fagnaðarefni í upphafi þessa áratugar 20. aldar, að sjá líkt og af hendingu fallega bók, sem einmitt ber nafnið: „Arfleifð kynslóðanna." Þar er einmitt átt við þennan arf íslenzkra kynslóða. í ljósu og skýru máli, sem sameinar hið hversdagslega og hátiðlega í senn í hverri setningu, er þar gerð ljós grein fyrir ljóðum og sögum, sögnum og fræðum, sem „handritin" frægu geyma. Þetta er matreitt á meistara- legan hátt í orðum, sem allir skilja, og borið á borð með þeim ilmi af réttunum, sem hinn þrautreyndi matreiðslumaður ís- lenzks máls um áratugi, finnur bezt muni hæfa neytendum og laða þá til neyzlu og hrifningar. „Kom þessi bók út fyrir jólin 1980?“, spurði ég bóksalann. Ég hef ekki heyrt á hana minnzt. „Já,“ var svarið. Líklega er engum gert rangt til, hugsaði ég, að loknum lestri, þótt þetta væri dæmd bezta bókin í jólabókaflóðinu, öllu „Valdatafli Valhallar" æðri, sem sögð var til sigurs valin á markaði fjöldans. En hverju sætir, að ekkert virðist á þessa merku andans smíði minnst á opinberum vett- vangi? Samt er hún rituð og framleidd af einum hinna snjöllustu kennara Reykjavíkur um áratugi. Svarið er auðvitað fólgið í fá- sinni því og fásinnu, sem áður var bent á gagnvart dýrustu og dýr- mætustu arfleifð íslendinga, hin- um forna menningararfi tungunn- ar. En ekki má svo til ganga, nema til heljar sé haldið, ef ekki í dag, þá á morgun. „Þeir ættu að geyma arfinn sinn, sem erfa slíka tungu,“ eiga slíka auðlind við eigin hjartarætur. Bókin hans Jóns Þórðarsonar frá Borgarholti um „Arfleifð kynslóðanna" yrði kærkomin handbók í hverjum íslenzkum skóla „allt frá grunni upp á tind“, ef menn skildu, hvað hér er í veði. Hver einasti islenzkukennari hefði þar i höndum fjársjóð til að miðla til framtíðarheilla nemend- um sínum, þegar hann býr sig undir að miðla þekkingu sinni, hvaða bók, sem hann annars notar. Gott hefði verið í gamla daga, að leita í slikan sjóð, lífsins sjóð, áður en sáðmaður gekk út að sá á hversdagsakri kennsludaga. Það hlýtur að vera eins enn. Heill þér, Jón Þórðar, að hafa lagt slíkt gull í lófa æskunnar og framtíðarinnar á Islandi. Vonandi verður það metið að verðleikum. Njóti hver, sem hann er maður til. Arfleifð kynslóðanna má aldrei gleymast, ef íslenzka þjóðin „ætlar að ganga til góðs götuna fram eftir veg.“ Reykjavík, 30. jan. 1981. Árelíus Níelsson. Finnbjörn Hjartarson, prentari: PÓLLAND Sjáið Guðslambið meðal þjóðanna leitt til slátrunar Það er oft einkennilegt hve nöfn á mönnum, stöðum eða þjóðum verða eins og til að undirstrika það sem er, verður eða koma skal. Mörgum er eflaust í minni, að stuttu eftir að Kortsnoj varð landfló.tta tefldi hann hér á Reykjavíkurskákmóti, þar sem einn áhorfandinn fann það út við lestur nafns hans af skáktöflunni að væri því snúið við mætti Iesa úr því Jón-strok. Þegar það varð hljóðbært á mótinu, glumdu við hlátrar, sem vonlegt var. Við íslendingar erum sífellt minntir á kraflið við Kröflu, þar sem borað er í vikur- og gjall- hauga, sem engri gufu eða sam- þjappaðri orku geta haldið. Þar eru rekin niður stálrör, og dreifð gufa í gljúpum jarðvegi vinsam- legast beðin að þjappa sér saman og þeytast á aflvélar kröflunnar, — ef hún vildi vera svo væn. En látum það vera. Nú eru alvarlegri hlutir að gerast og snúum okkur að Póllandi. Berjast Afganir fyrir Pólverja? I sjónvarpsþætti fyrr í vetur, þar sem til umræðu var ástandið í Póllandi, læddi Árni Bergmann, Þjóðviljaritstjóri því út úr sér, að m.a. væri ástæða fyrir þvL að Rússar væru ekki þegar búnir að ráðast á Pólverja, stríð þeirra í Afganistan.' Þeir hefðu nóg að gera þar. Þetta var óvænt hrein- skilni úr þeirri átt, þó ekki væri nú brýnd raustin, heldur hrein- lega hvíslað, eins og af ótta við einhverja hlustendur, og þá dettur manni helzt í hug Rússarnir á Túngötunni. Sú hetjulega barátta, sem háð er nú í Afganistan, og heimurinn horfir á aðgerðarlaus, væri ekki til einskis, ef hún nægði til þess að koma í veg fyrir innrás og blóðbað í Póllandi. En þetta er borin von, fyrst Rússar komast upp með enn eitt þjóðarmorðið í viðbót nú á Afgönum, mun röðin koma enn á ný að Póllandi. — „Það verður að bjarga sósíalismanum í Póllandi," heitir það á fagmáli þjóðarmorð- ingjanna rússnesku. Og verður sá söngur æ háværari. Er hægt að láta sig dreyma um, að möndull í framsókn kommúnista snúist i Póllandi? Hinn nýi forseti Bandaríkjanna Ronald Reagan hélt blaðamanna- fund þar sem hann lýsti Rússum eins og þeir eru. Svikum og prettum þeirra og undirstrikaði þar með þá harðnandi afstöðu, sem hann hélt fram í kosninga- baráttu sinni, gagnvart Rússum. Nú er kominn sá tími í Póllandi, að allt virðist geta gerzt. Hver verður afstaða Bandaríkj- anna? Hve langt gengur Ronald Reagan og vesturlandaleiðtogar yfirleitt, í stuðningi sínum við Pólverja? Getum við, sem sífellt erum að vara . við undirróðri Rússa, krafizt þess, að árás á Pólland verði tekið eins og á frjálsar þjóðir Evrópu? Og Pól- land verði þannig vendipunktur í framrás rússneskra heimsveldis- sinna? I þeim tveim myndum, sem hér hafa verið dregnar upp, virðist ljóst, að í hinni fyrri mynd yrði Pólland vettvangur stórátaka, og svo hin, sem gerist æ áleitnari, að Rússar ráðist inn í Pólland og þar verði enn eitt blóðbaðið. Og hver vill velja? Hinu er ekki að neita að Rússum hefur aldrei verið sýnt í tvo heimana nema ef vera skyldi í Kúbumálinu, og þar runnu þeir af hólmi. Við, sem höfum horft á aðfarir Rússa í Berlín,- Búdapest og Prag sjáum nú enn eina þjóðina leidda undir sigðina. Finnbjörn Hjartarson Spurningin, sem erf- itt er að fá svar við. Þegar nazisminn var að komast á legg í Þýzkalandi, milli heims- styrjaldanna, áttu þeir ítök í ungum mönnum víða um lönd. Menn, sem hrifust af þjóðernis- sósíalismanum, eins og títt er um unga uppreisnargjarna æsku, sem hylltu nazismann sem von um þúsund ára sæluríki. Hér á íslandi gengu ungir menn undir fánaborgum og hakakross- um í fallegum búningum. Glæsi- leiki þeirra hefur eflaust átt sin þátt í að æskan dróst að þeim, ekki síður en var og er um hinar rauðu fánaborgir kommúnismans. Þegar svo varð uppvíst um glæpi nazista í stríðinu, hvarf hreyfing þeirra úr öllum lýðræðis- þjóðum, eins og dögg fyrir sólu, sem eðlilegt er. Og þeir, sem hliðhollir voru þýzka sósíalisman- um vilja ekki fyrir nokkurn mun minnast þeirra daga. Já, ég sagði sem eðlilegt er. Og þá er spurningin, hvers vegna hafa kommúnistar á vesturlönd- um gert slíkt hið sama, hórfandi upp á þjóðarmorðin árviss?? Islenskir kommúnistar hafa næga söguþekkingu til að vita um glæpi Rússa. Um þjóðarmorðin á Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Þeir geta minnzt járnbrautarlest- anna, þar sem Eistlendingum var smalað saman og urðu að líkvögn- um af því þær lögðu ekki af stað til fangabúðanna í Síberíu fyrr en 7 til 14 dögum eftir að byrjað var að smala í þær fólkinu. Og alla daga síðan, eða í tæp 30 ár, er enn verið að dreifa Eistlend- ingum í vinnubúðir vítt um Rúss- land. Og við minnumst Ungverja- lands, Berlínar og Prag, þar sem blóðið rann í stríðum straumum. íslenskir sósíalistar. Hvenær verður mælirinn fullur? í hvaða landi á að stöðva þjóðarmorðin, svo að þið segið skilið við þessa hrollvekju sem sósialisminn er? Getum við fengið svar við þvi? Það opnuðust augu nazista í frjálsum löndum eftir stríðið. Hvað þurfið þið mörg þjóðarmorð til viðbótar?— Og nú er komið að Póllandi enn einu sinni. — Og þið þegið þunnu hljóði. — Það er líka hrollvekja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.