Morgunblaðið - 19.02.1981, Side 37

Morgunblaðið - 19.02.1981, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1981 37 Hulda Egilsdóttir — Minningarorð Fædd 10. júní 1927. Dáin 12. febrúar 1981. Af eilifdar Ijósi bjarma ber sem brautina þungu Kreióir. Vort líf, sem svo stutt ok stopult er. það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn feKri’ en autca sér mót öllum oh8 faðminn breiðir. Mér kom þetta erindi í hug, þegar ég frétti lát vinkonu minn- ar, sem nú er kvödd á æðri leiðir langt um aldur fram. Það eru minningar allt frá árinu 1948 er við Hulda urðum vinnufélagar um nokkurt skeið. Ekki grunaði okkur á þeim árum að viðkynningin yrði svo löng. Það var vor í lofti og stofnun hjúskapar á næsta leiti, en nokkrum árum seinna bankaði lítil stúlka hjá mér í Kópavogi og bauðst til að vera barnapía. Þessi stúlka sagðist heita Þórdís og vera nýflutt í hverfið. „Hún mamma þekkir þig,“ og hún horfði á mig sínum stóru barnsaugum svo full- um af einlægni sem börnum er svo eiginleg. Þar með var endurnýjuð vinátta sem entist æ síðan og aldrei bar skugga fyrir þessa vináttu. Er mér ljúft og skylt að þakka við þessi tímamót. Hulda Egilsdóttir var fædd á Sauðárkróki 10. júní 1927, dóttir hjónanna Þórdísar Gunnarsdóttur og Egils Jónssonar, er þar bjuggu. Hún var elst þeirra systkina og einkadóttir. Hún fór snemma að heiman svo sem þá var algengt og vann lengi með föður sínum, sem þá var verkstjóri við vegalagn- ingar í sýslunni. Árið 1951 giftist hún Sigurði Jóhannessyni raf- virkja. Börn þeirra eru: Þórdís, Jóhannes, Egill og Gunnar. Þau hjón slitu samvistum þegar börnin voru á bernskuskeiði og þá hófst baráttan að vera bæði fyrir- vinnan og móðirin sem ávallt allt bölið bætti. Það var hörð barátta en hún var háð af æðruleysi og festu sem einkenndu Huldu. Hún fór afar hljóðlega gegn um tilveruna, miðl- andi öðrum miklum styrk og hlýju á hverju sem gekk. Það ríkti kyrrð í hennar nærveru og það kunnu vinir og vandamenn vel að meta, því var oft þröngt setinn bekkur- inn, hvort heldur var við eldhús- borðið eða annarsstaðar þar er hún átti húsum að ráða. Fyrir nokkrum árum keypti Hulda heitin verslunina Höfn og rak til dauðadags. Fyrir aðeins þrem vikum leit ég þar inn til hennar sem oftar, þáði þar kaffið, en því miður var lítill tími til samræðna, en á meðan Hulda sinnti vðskiptavinum sínum leit ég í Ganglera, rit Guðspekifélags- ins, sem stóð opið á borðinu og las: „Sá sem aldrei deyr. Hann (líkamsbúinn, hinn innsti andi) er ekki fæddur og aldrei deyr hann. Og úr því hann hefur tilvist getur hann ekki liðið undir lok. Ófæddur er hann og ævar- andi, forn og eilífur og verður ekki veginn þótt likaminn verði lífi firrturl... Vopn bíta hann ekki. Eldar brenna hann ekki. Vötn fá ekki vætt hann og vindar ekki skrælt hann ... Hann er sagður óskynhæfur, óbreytanlegur og óhugsanlegur. Og ef þú veist að honum er þann veg farið — skaltu ekki bera kvíðboga fyrir honum." — Bhagavad Gita, Sig. Kr. Pétursson þýddi. Að endingu votta ég börnum hennar, foreldrum og öðrum að- standendum samúð og bið þeim blessunar Guðs. S. Bjarnadóttir „Þú varst trú yfir litlu, því munt þú verða sett yfir meira.“ Þessi orð koma í hug minn, þegar ég minnist minnar góðu vinkonu Huldú Egilsdóttur. Nú þegar að leiðarlokum er komið hrannast upp í huga mér margar ljúfar minningar og ánægjuleg atvik frá okkar kunningsskap í gegnum árin. Við Hulda unnum saman í 10 ár, fyrst hjá Mjólkursamsölunni en síðar vann hún hjá mér í verslun- inni Höfn á Vesturgötu 12 um árabil en keypti síðan verslunina og rak hana sjálf uns yfir lauk. Hulda var einstaklega góður og trúr starfskraftur, heiðarleg og samviskusöm að hverju sem hún gekk. Hún var kona sem ekki bar tilfinningar sínar á torg eða skipti skapi, þótt á móti blési. Að eðlisfari var Hulda mjög dul í skapi og úthrópaði ekki sín vanda- mál í annarra eyru en var hins- vegar hrókur alls fagnaðar, ef því var að skipta. Hún giftist Sigurði Jóhannes- syni og átti með honum fjögur börn, Þórdísi, Jóhannes, Egil og Gunnar. Eftir nokkurra ára sam- búð, slitu þau Hulda og Sigurður samvistum. Einnig lætur hún eftir sig aldr- aða foreldra og þrjá bræður. Ég votta þeim öllum mína innilegustu samúð og bið góðan Guð að styrkja börnin og barnabörnin. Megi þau minnast góðrar og ást- ríkrar móður og ömmu. Nú er Hulda burt kölluð í blóma lífsins, eftir stutta en stranga baráttu við erfiðan sjúkdóm. Á lífsbraut sinni lagði hún sig fram um góðvild og heiðarleika gagnvart öðrum og mun í hjarta mínu ávallt skipa þann sess. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Aðalheiður Eyjólfsdóttir ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Hér eru einfaldar staðreyndir um grasköggla. Graskögglar bjóðast nú á mjög hagstæðu verði: kr. 1.950 tonnið við verksmiöju. Það er kraftur í kögglunum - íslenska kjarnfóðrinu Graskögglar eru undanþegnir kjarnfóðursskömmtun. Bændur, berið saman fóðurgildi og verð á innlendu og erlendu kjarnfóðri. Við tökum þátt í flutningskostn- aði þegar vegalengd frá verk- smiðju til kaupanda er yfir 50 km. Leitið nánari upplýsinga í verksmiðjunum. Sími 99-5089. Dalasýslu Sími Neðri-Brunná. Ctguadanc Terylenekapur i serflokki. Vorum að fá nýja send- ingu. Laugalæk, sími 33755. Korktöflur í kvenstærðum Yfirleöur, ekta skinn meö skinnfóöruöum korkinn- leggjum. Sérlega léttar. Teg: Corine. Litur: Hvítt. Verð: 137,20. Póstsendum samdægurs GRINDEX miðflóttaaflsdælur mefi eins efia þrlggja fasa rafmútor Skjöt og örugg vlögaröerþjönuata GÍSLI J. JOHNSEN HF. IfoM StnfiAKnæol 8 - S4mi 73111 MYNDAMOTHF. PRENTMYNDAGERP AÐALSTRÆTI I SlMAR. 1 71 52 - 1 7355

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.