Morgunblaðið - 19.02.1981, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRUAR 1981
39
Minning:
Sveinn Kjarval
innanhússarkitekt
Þegar ég fregnaði á dögunum,
að Sveinn Kjarval hefði látið
flytja sig hingað heim frá Dan-
mörku til að deyja, varð mér
hugsað mörg ár aftur í tímann,
þegar stríð í Evrópu var yfirvof-
andi og ég las í islenska heimilis-
ritinu Vikunni stutta frásögn um
ungan pilt sem nýkominn var til
landsins frá Danmörku. Það var
árið 1939 og þarna var nýleg mynd
af honum í blaðinu. Hann var í
dökkum jakkafötum og með hatt á
höfði, sat í körfustól og var
trékassi fyrir aftan stólinn, en
málverk á veggjum. Pilturinn
horfði til hliðar á ljósmyndarann,
dálítið ólundarlega, eins og honum
væri ekkert um þessa myndatöku,
en í frásögninni um hann var
eftirfarandi setning höfð eftir
honm: Pabba mín er góður karl.
Sá sem þannig talaði hét Sveinn
Kjarval, fæddur í Danmörku og
hafði alist þar upp, fyrir utan örfá
ár sem hann hafði verið hér á
íslandi í frumbernsku. Hann var
sonur islensks listmálara, Jóhann-
esar Kjarvals, en móðir hans var
dönsk, Tove Merild rithöfundur,
og hjá henni ólst hann upp í
Danmörku, eftir að foreldrar hans
slitu samvistir. Hann bar nafn afa
síns, föður Jóhannesar, þessi
Sveinn, sem nú var kominn til
íslands, kallaður í íslenska viku-
ritinu „dönskumælandi unglings-
piltur". Hann var fæddur 1919 og
hafði orðið tvítugur nokkrum dög-
um áður en frásögnin birtist, en
hún er ein af þeim fréttaklausum
sem ég hef einhvernveginn ekki
getað gleymt, ef til vill sökum þess
að hér var sonur meistara Kjar-
vals á ferðinni, en þótt mér yrði
síðar hugsað til þess hvað orðið
hefði um þennan unga mann sem
kom til föðurtúna sinna árið 1939
og talaði dönsku eða bjagaða
íslensku, þá hafði ég engar spurnir
af honum og hélt helst að hann
hefði farið aftur af landi brott
eitthvað út í buskann. Hversvegna
hefði hann átt að kunna við sig á
þessu kalda landi, hann sem alist
hafði upp í hlýrra loftslagi?
Um það bil tíu eða tólf árum
eftir að ég las fyrrnefnda frétta-
klausu, sá ég hans getið aftur, og
var hann þá orðinn lærður innan-
hússarkitekt. Sjálfur kynntist ég
honum svo nokkuð, þegar bróðir
minn, Gísli Asmundsson, stofnaði
ásamt honum og fleiri mönnum
trésmíðaverkstæðið Nývirki. Hvar
hafði nú þessi maður, sem ég las
um í Vikunni 1939, verið allan
þennan tíma sem liðinn var þang-
að til ég heyrði hans aftur getið?
Nú veit ég það. Hann hafði ílenst
hér og kvongast árið 1940 Guð-
rúnu, dóttur hjónanna Rósu og
Helga Hjörvar, sem þá var þekkt-
ur um allt ísland fyrir frábæran
upplestur á sögum í útvarpi og
einstaka umhyggju fyrir íslensku
máli sem hann hafði mikla þekk-
ingu á. Ekki veit ég hvort Helgi
reyndi til þrautar að kenna
tengdasyni sínum íslenska mál-
fræði, en þegar ég kynntist Sveini,
talaði hann enn nokkuð á sama
hátt og í fréttaklausunni gömlu.
Það var hinsvegar einkennilegt
við íslensku Sveins, að þótt hann
næði ekki tökum á beygingarkerfi
málsins og hefði kynin ekki alltaf
rétt, var framburðurinn og þó
einkum málhreimurinn íslenskur,
svo úr þessu urðu kostuleg
skemmtilegheit og líkt og barns-
lega heillandi á stundum. Að öðru
leyti þótti mér Sveinn, þegar ég
kynntist honum, afar sérkenni-
legur maður, líkast því sem hann
væri stiginn út úr
einhverri íslendingasögunni, ekki
fínlegur eins og á myndinni í
Vikunni forðum, heldur stór vexti
og svipmikill eins og við höfum
stundum viljað imynda okkur for-
feðurna, spaugsamur eins og
Skarphéðinn Njálsson, en að lík-
indum glaðlegri, hressilegri og
kumpánlegri, því þannig konf
hann mér jafnan fyrir sjónir.
Þegar Sveinn kvæntist hérlend-
is hálfu öðru ári eftir að hann
steig á land úr gamla Gullfossi,
mun hann hafa haft hér vinnu við
húsgagnasmíði, því hann var
lærður húsgagnasmiður, hafði
lært hjá Jakob Kjær í Kaup-
mannahöfn og er sagður hafa
metið þann meistara sinn mjög
mikils alla tíð. Eftir að stríði var
lokið, fór Sveinn árið 1946 til
frekara náms í Kaupmannahöfn
og var þrjú ár í Kunsthaandværk-
erskolen, útskrifaðist þaðan inn-
anhússarkitekt 1949, kom þá aftur
heim og settist hér að með fjöl-
skyldu sína til frambúðar. Hann
hóf undir eins störf hér í samræmi
við menntun sína, og var fyrsta
verkefnið innrétting Þjóðminja-
safnsins sem þá var enn í smíðum.
Síðan kom hann við sögu með
innanhússþekkingu sína á mörg-
um opinberum stöðum, svo sem í
íþöku menntaskólans í Reykjavík,
í bókhlöðunni á Bessastöðum, í
kirkju Óháða safnaðarins, i safn-
aðarheimili Langholtskirkju og
víðar. Hann vann árum saman á
vegum husameistara ríkisins (þá
verk eins og altari í Skálholts-
kirkju og innréttingar í nýbygg-
ingu Landspítalans). En auk
starfa sinna fyrir opinbera aðila
teiknaði Sveinn innréttingar í
ýmis veitingahús og verslanir,
vann fyrir fjölmarga einstaklinga,
skipulagði jafnvel heilu íbúðirnar
út í ystu æsar, valdi húsgögnin og
fann þeim stað.
Frægasta veitingahúsið, sem
Sveinn skipulagði innanhúss mun
vera Naustið, þar sem honum
tókst á aðdáunarverðan hátt að
notfæra sér kunnáttu sína og
hugkvæmni í gömlu húsi, og geta
þeir sem þangað leggja leið sína
nú á dögum hugleitt hve margir
hafa fetað í fótspor meistarans
hér í Reykjavík og víðar síðan
hann var þarna að verki. En
Sveinn teiknaði ekki aðeins inn-
réttingar fyrir opinberar stofnan-
ir og einstaklinga, þar sem stund-
um gilti einkum að samræma
hlutina eftir annarra óskum á
tilteknum stað, heldur teiknaði
hann líka mörg húsgögn sem
smíðuð voru í Nývirki flest hver,
fyrirtækinu sem bróðir minn,
Sveinn og fleiri höfðu stofnað
saman, en bróðir minn veitti
forstöðu. Samstarf Sveins og bróð-
ur míns var mjög náið í mörg ár,
enda var Gísli einlægur aðdáandi
Sveins og lagði mikla áherslu á að
láta verkstæðið framleiða hús-
gögn eftir teikningum hans og að
kynna þau í von um að hægt
mundi að fá íslendinga til að veita
þeim verðskuldaða athygli og
kaupa þau og helst, að hægt væri
að vekja athygli á þeim erlendis
einnig og jafnvel selja þau til
útlanda. Voru verk eftir Svein á
mörgum sýningum heima og er-
lendis og vöktu jafnan athygli
fyrir það hve nýstárleg þau voru
og frumleg. En Nývirki var ungt
fyrirtæki og blásnautt, enda róð-
urinn þungur að kenna íslending-
um að kaupa frumlega hluti, og þó
náði einn ruggustóll sem Sveinn
hafði upphaflega teiknað í sumar-
bústað fyrir Hermann Jónasson
fyrrverandi forsætisráðherra, en
varð seinna framleiddur hjá Ný-
virki, gífurlegum vinsældum og
var framleiddur í þúsundum ein-
taka.
Þegar ég lít á ljósmyndir af
þeim hlutum sem smíðaðir voru í
Nývirki eftir teikningum Sveins,
og ég fylgdist raunar með þegar
þeir voru smíðaðir og settir á
sýningar fyrir mörgum árum, þá
virðist mér að hann hafi verið
mjög háður tískustefnu síns tíma,
þegar abstraktlistin var í algleym-
ingi, en hafði haft mikið hug-
myndaflug og mikla listgáfu til að
bera og þessvegna brotið af sér
stefnu tímans, þar sem hann
kemur til dæmis með boglínur
sem voru að kalla bannfærðar í
listaheiminum á þeim árum að
minnsta kosti hérlendis. Einn af
þeim hlutum Sveins, sem hvað
mesta athygli hefur vakið erlend-
is, er stóll sem sendur var á
norræna listiðnaðarsýningu í
Louvre-safninu í París árið 1958.
Hefur mér verið tjáð, að nu hafi
verið falast eftir eintaki af honum
til geymslu á safninu ásamt öðr-
um þeim húsmunum sem frumleg
mega teljast í heiminum.
Þegar Sveinn kom hingað til
landsins árið 1949 eftir nám sitt í
innanhússarkitektúr, voru hér-
lendis örfáir menn sem höfðu próf
í þeirri grein og enn færri sem
höfðu hana að aðalstarfi, enda
Islendingar óvanir að notfæra sér
slíka kunnáttu. Með tilkomu
Sveins varð hér á gerbreyting.
Hann var bjartsýpismaður og
ákafamaður og gerðist umsvifa-
laust brautryðjandi á þessu sviði,
nafn hans varð þekkt, hann
kenndi í skólum hér, flutti fyrir-
lestra um híbýlamenningu, varð
einn af steofnendum Félags ís-
lenskra húsgagnaarkitekta og
starfaði af lífi og sál í því félagi
um árabil, var auk þess nokkur ár
í stjórn félags sem nefndist Hús-
búnaður og var stofnað 1960, en að
því stóðu ýmis félög í húsgagna-
iðnaði, og hef ég fyrir satt, að þar
hafi Sveinn einkum beitt sér fyrir
þeirri draumsjón að vinna að
samstarfi íslenskra fyrirtækja í
húsgagnaiðnaði.
Eftir að Sveinn hafði verið
búsettur á íslandi í mörg ár og
þau hjón alið hér upp börn sín,
fluttust þau búferlum til Dan-
merkur, þar sem Sveinn starfaði
við innanhússarkitektúr og rak
leirmunagerð og verslun á Jót-
landi ásamt konu sinni og dóttur.
Ekki frétti ég mikið af honum frá
því hann fór héðan með fjölskyld-
una fyrr en ég hitti hann dag einn
á förnum vegi, þá hingað kominn
frá Danmörku gestur að halda
sýningu á allnokkrum verkum
eftir föður sinn, einkanlega göml-
um teikningum. Þá fannst mér á
honum, að hann væri hálfgramur
íslendingum fyrir það, að þeir
hefðu ekki tekið sýningunni nógu
vel, og má vera rétt, en engu að
síður talaði hann vinsamlega við
mig og var glaðlegur og hressi-
legur að vanda.
Þetta atvik hafði nokkur áhrif á
mig, þar sem ég vissi að hann var
fluttur brott af landinu til annars
ættlands síns, og ég hugsaði með
mér að hann hefði fengið nóg af
þessu kalda landi á útkjálka
menningarinnar, þar sem hann
hafði um langt skeið reynt að
vekja fólk til umhugsunar um það
sem hann hafði lært varðandi
híbýli og húsgögn, en orðið að
gjalda fámennis þjóðarinnar, van-
kunnáttu hennar og þekkingar-
leysis á þeim sviðum.
Þegar ég nú á dögum talaði við
bróður minn um það sem vakið
hafði furðu mína, að Sveinn, sem
svo lengi hafði verið búsettur í
Danmörku, skyldi að lokum óska
þess dauðsjúkur að vera fluttur til
Islands, þá kom það honum ekki
eins á óvart og mér, því hann
kvaðst aldrei hafa þekkt mann
sem hafi tekið eins miklu ástfóstri
við Island og Sveinn gerði, það
hafi verið hans líf og yndi að
ferðast um landið, stunda lax- og
silungsveiðar í ám og vötnum og
njóta íslenskrar náttúru. Ein-
hverntíma eftir að hann fluttist
búferlum til Danmerkur hafði
hann skrifað veiðifélögum sínum
hér á íslandi, að hann hefði dag
einn setið við einhverja lækjar-
sprænu í Danmörku og notið þess
að horfa á rennandi vatnið og látið
sig dreyma um kristalstæra á
heima á íslandi. Ég man að vísu
sjálfur eftir glaðværð Sveins og
áhuga, þegar ég var með honum og
bróður mínum á ferð um landið,
en hann þekkti Svein miklu betur
en ég og eru ótaldar ferðirnar sem
þeir fóru saman um landið og voru
þá oft að veiða lax eða silung. En
Sveinn var í rauninni svo hug-
fanginn af öllu sem íslenskt var að
gamlir og af sér gengnir hlutir
íslenskir voru perlur í augum hans
og hann gekk jafnvel svo langt að
hafa gaman af því að stífa sviða-
kjamma úr hnefa frammi fyrir
steini lostnum ameríkönum sem
vanir voru að fá mat sinn upp úr
dósum, en Sveinn ekkert hrifinn
af slíkri verksmiðjuframleiðslu,
hafði meira dálæti á gamaldags
íslensku súrmeti, sviðum, hangi-
kjöti og fleira slíku. Hann var í
sannleika sagt eins og stiginn út
úr einhverri íslendingasögu, líkt
og samgróinn landinu. Ég fór að
skilja hversvegna hann var kom-
inn aftur. En þegar ég til viðbótar
heyrði eftirfarandi sögu, skildi ég
það að lokum til fulls:
Eins og fyrr frá segir var
Sveinn hér á íslandi í frum-
bernsku, mun ekki hafa verið
byrjaður í barnaskóla þegar farið
var með hann til Danmerkur, þar
sem hann hóf skólagöngu sína. Þá
gerðist það einhverju sinni, þegar
hann var í barnaskóla, að börnin
áttu frí í vændum og kennarinn
hugðist kanna hvað þau langaði
helst til að gera í fríinu. Sjálfsagt
var það misjafnt, hvað börnin
sögðu, en' Sveinn Kjarval svaraði:
Ég vil fara heim til íslands. Þá
sagði kennarinn: En þú átt heima
hér. Þú ert danskur. Nei, ég á
heima á Islandi, svaraði Sveinn
Kjarval. Ég er íslendingur.
Jón Óskar.
Kveðja frá veiðifélögum
Sveinn Kjarval er lagður af stað
yfir móðuna miklu.
Við slíka harmafregn hrannast
upp minningar með slíkum leift-
urhraða að það er eins og margra
ára kynni framkallist í einni
sjónhending, hvert atvikið rekur
annað eins og perlur á bandi.
Slíkur persónuleiki sem Sveinn
var grópast svo djúpt í vitundina
að aldrei verður af máð.
Fyrstu kynnin voru við stofnun
veiðiklúbbsins okkar um haustið
1959. Kom þá glöggiega í ljós hve
Sveinn var mikill félagshyggju-
maður. Alltaf var hann tilbúinn
til skrafs og ráðagerða um fram-
tíðaráform klúbbsins og alltaf var
hann tilbúinn til að þeysast um
landið þvert og endilangt til könn-
unar á aðstöðu fyrir okkur. Ég
minnist margra ferða í Borgar-
fjörð bæði sumar og vetur, nokk-
urra ferða norður í land, vestur á
Barðaströnd og austur í Skafta-
fellssýslu, þar sem hann komst í
fyrsta skipti á æskustöðvar föður
síns, Jóhannesar Sveinssonar
Kjarval.
Stöndum við félagarnir í mikilli
þakkarskuld við Svein vegna þessa
brautryðjandastarfs, minnugir
þess lífsviðhorfs hans að „það skal
vanda sem lengi á að standa“.
Á gleðistundum var Sveinn
hrókur alls fagnaðar. Við veiðifé-
lagarnir minnumst nokkurra árs-
hátíða sem haldnar voru á vegum
klúbbsins fyrstu árin. Fastur liður
á þessum skemmtunum var
bögglauppboð. Uppboðshaldari
var alltaf sjálfkjörinn, þar kom
enginn annar til greina en Sveinn,
sakir gjörvuleika og fádæma radd-
styrks.
Ógleymanlegt er það atvik er
skeði á árshátíð hjá okkur í
Golfskálanum 1964 er Sveini
fannst uppboðið ganga helst til
stirðlega, að hann þrífur af sér
annan skóinn og notaði sem upp-
boðshamar.
Þannig var Sveinn, hann gat
alltaf náð athyglinni ef þörf krafði
og átti auðvelt með að vera í
sviðsljósinu.
Það var árið 1961, að við vorum
að koma úr Laxá í Aðaldal þar
sem Sveinn hafði fengið sinn
Maríulax, sællar minningar, og
ætluðum suður Kjöl. Þegar komið
var upp á Auðkúluheiði og landið
birtist Sveini í sinni mestu nekt,
þá hrópar hann: Stopp, stopp,
leyfið mér að fara hér út.
Hann krýpur þar við stóran
stein sem þakinn var marglitum
mosaskófum, starir sem bergnum-
inn drykklanga stund og hrópar
siðan hástöfum.
Þar fékk hin hljómmikla rödd
notið sín og ég heyri orðin enn, —
grjót — meira grjót, og ennþá
meira grjót.
Það er margur veggurinn og
arinninn sem Sveinn hefur hann-
að úr íslensku grjóti, er bera
honum ótvírætt merki um list-
ræna hæfileika. Þannig tókst hon-
um eins og föður sínum að opna
augu fólks fyrir fegurð landsins,
þótt á annan hátt væri.
Árið 1966 var okkur Sveini falið
að útvega húsgögn í veiðihúsið við
Laxá í Leirársveit, en Sveinn var
bæði lærður húsgagnasmiður og
arkitekt. Ekkert fannst okkur við
hæfi af því sem hér var þá á
markaðnum, svo það var ákveðið
að ganga á vit dverganna í Hafn-
arfirði og fá sérsmíðuð húsgögn. Á
leiðinni suður spyr ég Svein um
teikningarnar. „Þær eru hér uppi,“
segir hann og bendir á heilabúið.
Þegar suður í Dverg er komið
tekur Sveinn til við að teikna á
allt sem tiltækt var, brúnan um-
búðapappír, krossviðsplötur o.fl.
og biður síðan um verkfæri.
Þá var Sveinn í „essinu" sínu og
handlék sögina og hefilinn eins og
sá sem valdið hefur og vissuna um
góðan árangur.
Ekki veit ég hvort Sveinn gerði
síðar teikningar af þessum hús-
gögnum, en það hlýtur að vera
verðugt verkefni húsgagnahönn-
uða eða annarra að halda slíku til
haga, því þarna er ein af sérstæð-
ari perlum í íslenskri húsgagna-
gerð. Það er eins og persónuleiki
Sveins speglist í þessum stólum,
traust og stórskorið byggingariag
sem haldið er saman af stórum
svörtum boltum, og brennd furan í
sterklegum örmunum býður
manni faðminn.
Skaphöfn Sveins og atgervi var í
fullkomnu samræmi. Hann var
yfir allan smáborgarahátt hafinn
og tók helst ekki þátt í karpi um
keisarans skegg. Áldrei heyrði ég
hann hallmæla verkum kollega
sinna, sennilega haft þessi spak-
mæli föður síns að leiðarljósi:
„LastaAu okkcrt
en lofaAu fátt
En sé eitthvaA fuilkomiA
segAu b»A hátt."
Ég minnist ferðar er við fórum
saman í Vatnsdalsá 1962. Guðrún,
kona Sveins, dóttir hins mæta
manns Helga Hjörvar, var með í
ferðinni. Eitt kvöldið tókum við
Guðrún tal saman og fórum að
ræða um „daginn og veginn“.
Segir Guðrún þá þessa ógleyman-
legu setningu: „Ég á fimm börn og
einn stóran strák.“
Við nánari kynni af Sveini urðu
mér þessi orð skiljanlegri og ekki
síst við þá ákvörðun Sveins að
selja hús þeirra á Seltjarnarnesi
er Sætún heitir. Þar höfðu þau
hreiðrað vel um sig og þar fannst
mér þeim líða vel.
En það er nú svo með stóra
stráka, að þeir. þurfa stóra leik-
velli og hólminn okkar var of lítill
fyrir Svein Kjarval og hans stóru
hugmyndir.
Þau fluttu til Danmerkur 1969.
Þar held ég að Sveinn hafi komist
að þeirri niðurstöðu að á stóra
leikvellinum er samkeppnin jafn-
vel enn meiri, leikreglur strangari
og einstaklingurinn einangraðri.
Það var því eðlileg hinsta ósk að
fá augum litið fósturjörðina og
vera hér til moldar borinn af
vinum.
Sveinn Kjarval er fyrsti kvist-
urinn er fellur af þeim meiði, er
hann sjálfur sáði til fyrir 22 árum
og hlúði að á uppvaxtarárunum.
Við félagarnir í veiðiklúbbnum
minnumst hans með virðingu og
vottum elskulegri eiginkonu, börn-
um, tengdabörnum og barnabörn-
um okkar dýpstu samúð.
Rafn Ilafnfjörð