Morgunblaðið - 20.03.1981, Page 21

Morgunblaðið - 20.03.1981, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1981 21 Dr. Björn Jóhannesson: Hvað kostar að framleiða stangveiði- lax með sleppingu sjógönguseiða? Ekki ætla ég mér þá dul að svara ofangreindri spurningu með viðhlítandi öryggi, en tel eigi að síður æskilegt að reyna að gera sér nokkra grein fyrir þeirri stærðargráðu er hér um ræðir. Stuðst er við neðan- greindar forsendur: 1) Reiknað er með að göngu- seiðum sé sleppt beint í viðkom- andi á, en þau ekki undirbúin með fóðrun í nokkurn tíma í sleppikörfu eða sleppiþró. 2) Reiknað er með að 3 hundraðshlutar gönguseiða skili sér sem fullvaxnir laxar í ána; hér er stuðst við niðurstöð- ur rannsókna Veiðimálastofn- unarinnar, en vegna takmark- aðra gagna er hér um óvissa ágiskunartölu að ræða. 3) Gögn í grein Maríönnu Alexandersdóttur og Guðnýjar Eiríksdóttur í íslenskum land- búnaðarrannsóknum, 2. hefti 1978 gefa þessar upplýsingar: Á tímabilinu 1936—1973 veiddust á stöng í Elliðaánum í einstök- um árum frá 20 til 58% af þeim löxum sem gengu í árnar. Með- alstangveiðin nam tæpum 37% af löxum er gengu í árnar. Nú eru Elliðaárnar bæði vatnslitlar og „barðar" af meiri kunnug- leika og dugnaði en nokkur önnur laxveiðiá hérlendis. Mun því naumast að vænta að meira en um 25% veiðist að meðaltali á stöng af þeim laxi sem gengur í íslenskar ár; fyrir vatnsmestu árnar mun þessi tala án efa vera talsvert lægri. I forsendum þessa greinarstúfs er þó reiknað með að hluti eða 33% af laxinum veiðist á stöng. Á grundvelli framan- greindra forsenda veiðist á stöng einn lax af hverjum 100 gönguseiðum sem sleppt er i tiltekna á. Sé verð á laxgönguseiði 5 kr. (500 Gkr.), þá myndi einn stangveiðilax kosta kr. 500 (50.000 Gkr.), en 1.000 kr. (100.000 Gkr.) ef hvert seiði kostaði 10 kr. (1.000 Gkr.). Vera má, að eldri fisk- eldisstöðvar, sem þegar hafa verið afskrifaðar, gætu með nokkrum hagnaði framleitt gönguseiði fyrir 5 kr., en mér sýnist líklegt að þær eldisstöðv- ar sem nú er verið að reisa þurfi að fá, miðað við væntanlegt verðgildi krónunnar á nk. vori, a.m.k. 10 kr. fyrir gönguseiði, sé þeim ætlað að bera sig fjár- hagslega, án opinberra styrkja. Sé gönguseiðum sleppt í sleppikörfu eða þró nálægt sjó, þar sem þau eru alin um nokkurt skeið og varin fyrir vargi, má eflaust fá talsvert hærri, ef til vill nokkrum sinn- um hærri, endurheimtur en að ofan er reiknað með (3%). En slík sleppiaðstaða er að jafnaði það kostnaðarsöm, að óhagst- ætt myndi að nota hana nema um allmikið magn gönguseiða væri að ræða. Þorkell Gíslason aðal- bókari — Minning I heimi barnsins gegnir heimilið mikilvægu hlutverki. Það veitir börnum mikla öryggiskennd að finna sig heima. Eg var svo lánsamur að eiga þess háttar heimili á mínum uppvaxtarárum. Skeggjagata 10 var í mínum aug- um það hús sem mestu skipti, öruggt athvarf, meðan ég var að taka mín fyrstu spor í lífinu. Enda þótt foreldrar mínir byggju í kjallaranum, þá átti ég heima á öllum hæðum, ef svo mætti að orði komast. Það var fyrir velvild fólksins sem þar bjó og býr enn. Þorkell frændi var einn af þeim sem átti sinn þátt í að móta það andrúmsloft velvildar með ró sinni og hlýlegu brosi. Hann er nú allur en þar mun ávallt ríkja sami andblærinn í mínum huga. Þorkell Gíslason var fæddur þann 13. des. 1894 að Gelti í Grímsnesi. Foreldrar hans voru Gísli Þorkelsson, hreppstjóri á Ormsstöðum og kona hans, Ing- unn Jónsdóttir. Ingunn var dóttir Önnu Guðmundsdóttur, bónda í Eyvindartungu, Ólafssonar, bónda á Blikastöðum, Guðmundssonar, bónda og farvara í Leirvogstungu og Þormóðsdal, Sæmundssonar, Þórðarsonar, prófasts á Staðar- stað, Jónssonar, biskups, Vigfús- sonar. Þorkell lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1916 og cand. phil.-prófi frá Há- skóla Islands ári síðar. Hann vann síðan skrifstofustörf hjá Karli Höepfner í Rvk. og hjá Reykjavík- urhöfn 1926—65, lengst af sem ég heimsókna Þorkels í Hlöðutún, þar sem Jónína, föðuramma mín, og móðursystir hans bjó. Þá mál- aði Þorkell sér til ánægju og málverkin hans urðu fyrstu kynni mín af málaralistinni. Með einu málverki sínu festi hann mynd af Baulu fyrir lífstíð í huga mínum og hann fékk mig með myndum sínum til að gefa umhverfinu nánari gaum. Þorkell kveður nú eftir langan og starfsaman ævidag. Hann gaf af sjálfum sér bæði með list sinni og manngæsku. Jórunni votta ég samúð mína og bið Guð að blessa minningu eigin- manns hennar. Björt minning verður frá engum tekin. ólafur Oddur Jónsson aðalbókari. Hann var mikill áhugamaður um málaralit og einn af stofnendum Myndlistarskólans í Rvk. Hann gegndi trúnaðarstörf- um við skólann í tvo áratugi og var að lokum gerður að heiðursfé- laga. Þorkell hefur tekið þátt í sam- sýningum áhugamálara og hélt einkasýningu 1965. Hann kvæntist Jórunni Norð- mann 28. júlí 1951, Jónsdóttur Norðmanns, kaupmanns á Akur- eyri. Alúð og velvild hefur alla tíð einkennt þau bæði. Áhugamál þeirra voru skyld. Hún unni tón- listinni en hann málaralistinni og bæði lögðu sitt af mörkum til þess að aðrir nýttu hæfileika sína í þeim listgreinum. Er ég rifja upp liðna tíð minnist Birting afmælis- og minningar- greina. ATHYGLl skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast i siðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera i sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasið- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu linubili. örn Arnþórsson og Guðlaugur R. Jóhannsson, margfaldir Reykjavikur- og íslandsmeistarar i sveitakeppni og tvímenningi, keppa á Evrópumótinu i Birmingham i júli i vor. Landsliðskeppni Bridgesambands íslands STJÓRN Bridgesambands ís- lands hefur ákveðið að velja parið Örn Arnþórsson og Guð- laug R. Jóhannsson í landslið það sem keppa mun í opna flokknum á Evrópumótinu í Birmingham í júlí nk. Þetta er gert með hliðsjón af hinum góða árangri þeirra undanfarið ár. Eftirtalin pör hafa verið valin til keppni um þau tvö sæti sem eftir eru: 1. Jón ÁsbjörnsHon — Slmon SimonarHon 2. Guðm. Ilrrmannra. — Sævar Þorb). 3. Þorgeir Eyjóllsson — Bjorn Eysteinss. 4. Jón Þorvarðarson — Ómar Jónsson 5. Skúli Einarsson — Þorlákur Jónsson 6. óli Guðmundss. — Þórarinn Sigþórss. 7. Gtsli Hafliðas. — Sijturður Þorsteinss. 8. Hörður Arnþórsson — Jón Hjaltason 9. Heljd Jónsson — Heliö SÍKUrðsson 10. Guðm. Péturss. — Þórir Sigurðss. 11. Sigurður Sverriss. — Hróifur Hjaltas. 12. Ásm. Pálss. — Karl Sigurhjartars. 13. Hermann Lárusson — Ólafur Láruss. 14. Jón Baldursson — Valur Sigurðsson Spilaður verður tvímenningur með Butler-fyrirkomulagi með 10 spilum á milli para og munu pörin hafa það rásnúmer sem skráð er hér að ofan. í upphafi hverjar umferðar byrja bæði pörin með 30 stig sem síðan bætist við eða dregst frá eftir unnum eða töpuðum Imp-stig- um. Hver leikur getur þannig mest unnist 60—0. Við útreikn- ing verða teknar frá tvær hæstu tölur í NS og AV og síðan fundið meðaital af þeim þrem tölum sem eftir verða. Spilað verður í Drangey, Síðumúia 35. Laugardag 28.3 frá kl. 13.00-18.30 20.00-24.00 Sunnudag 29.3 frá kl. 13.00—18.30 20.00-22.30 Frá Bridgefélagi Reykjavíkur Miðvikudaginn 18. marz hófst sveitakeppni með stuttum leikj- um og þátttöku 12 sveita. Að fjórum umferðum loknum er staða efstu sveita þessi: Sveit stig Símonar Símonarsonar 63 Guðmundar P. Arnarssonar 57 Sigmundar Stefánssonar 54 Sigurðar Sverrissonar 54 Þorfinns Karlssonar 42 Næstu umferðir verða spilað- ar í Domus Medica nk. miðviku- dag kl. 19.30 stundvíslega. Brldge Umsjón. ARNÖR RAGNARSSON Bridgefélag Breiðholts Sl. þriðjudag voru spilaðar síð- ustu umferðirnar í Barómeter- keppninni og lauk henni með sigri Árna Guðmundssonar og Rafns Kristjánssonar sem hlutu 202 stig yfir meðalskor. Röð næstu para: Sigurður Ámundason — Óskar Friðþjófsson 144 Haukur Margeirsson — Sverrir Þórisson 127 Magnús Ólafsson — Páll Bergs 124 Steingrímur Þórisson — Sigríður Jónsdóttir 115 Svavar Björnsson — Sigfinnur Snorrason 110 Ragna Ólafsdóttir — Ólafur Valgeirsson 107 Á þriðjudaginn hefst sveita- keppni og verða spilaðir tveir stuttir leikur á kvöldi. Spilarar eru beðnir að mæta tímanlega til skráningar. Aðstoðað verður við að koma stökum pörum saman í sveitir. Spilað er uppi í húsi Kjöts og fisks Seljabraut 54 og hefst keppn- in kl. 19.30. Keppnisstjóri er Her- mann Lárusson. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar húsnæði i boði ji—A—a_/1_A_jvWL mA Kefiavík Til sölu 2ja hæöa verslunarhús vtö Hafnargötu. Hentugt tyrir hvers konar verslunar- og skrlfstofurekstur. Raðhús við Greniteig I mjög góöu ástandi Njarövík 4ra herb. á efri haað ásamt bflskúr viö Reykjanesveg. Grindavík Eldra einbýlishús. Nýstandsett. Söluverð 265 þús. Einbýlishús ásamt 90 fm. lönaöarhúsnæöi. Söluverö 560 þús. Fasteignasaian Hafnargötu 27 Keflavík. Simi 1420. ýmislegt Kvennadeild Rauöa kross íslands Konur athugið Okkur vantar sjálfboöaliöa til starfa fyrir deildina. Uppl. f símum 34703, 37951 og 14909. Frönskunámskeiö — heimilisaöstoð Stúlka óskast á íslenskt heimili í Genf næstu 3 mánuöi til mlnni- háttar heimillsaöstoöar. Ferö greldd aöra leiö. Tilvallö tækl- færi til frönskunáms. Upplýs- ingar í sfma 39880. Vinsœlar hljómplötur John Lennon — Double Fant- asy, The Beatles Ballads. B.A. Robertsson, Initlal Success, Goombay Dance Band — Land of gold, Sun of Jamalca. Dr. Hook — Greatest Hits. Einnlg aörar íslenskar og erlendar hljómplötur og kassettur mikiö á gömlu verði. Póstsendum. F. Björnsson, radíóverslun, Bergþórugötu 2, sími 23889. IOOF 12 = 1623208'/i = Er. □ St:. St:. 598103215 — VIII — Sth. kl. 5 IOOF 1 = 1623208'A = FERÐAFÉLAG ^ ' ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR 11798 og 19533. Dagsferöir sunnudaginn 22. marz: 1. kl. 11. fh. Skföaganga um Kjósarskarö. Fararstjórl: Slgurö- ur Kristjánsson o.fl. 2. kl. 13. Meöaltell. Fararstjóri: Þórunn Þóröardóttir. 3. kl. 13. Fjöguganga v/Hval- fjörö. Fararstjóri: Slguröur Krlst- insson. Verö kr. 50.-. Fariö frá Umferöamiöstööinni austanmegin. Farmiöar v/bf). Ferðafélag íslands. Skíöadeild Reykjavíkurmót 1981. Keppni I kvennaflokki kl. 11.00 og f karlaflokki kl. 11.30. Stórsvig laugardag og svig sunnudag. Börn 11 og 12 ára kl. 11.00. Seinni ferö kl. 14.00. Börn 10 ára og yngri 11.45. Seinni ferö kl. 14.45 laugardag og sunnudag. Brautlr veröa tb. til skoöunar kl. 10.00. Keppendur vinsamlegast mætiö stundvíslega. Stjórnin Sálarrannsóknarfélag Suöurnesja Tekiö veröur á móti pöntunum í tfma hjá bresku mlölunum Eileen og Hobert Ison sunnudaginn 22. marz kl. 1—7 í síma 3348. Fímir fatur Dansæfing í Hreyfilshúsinu sunnud. 22. marz '81 kl. 21.00. £ Al i.l.YSINCASIMINN KR: 22480 JBúrotuthlaöib

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.