Morgunblaðið - 09.04.1981, Síða 5

Morgunblaðið - 09.04.1981, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1981 5 Frá Grænlandi Norræna félagið: Hví ekki Grænland? í KVÖLD, 9. apríl, kl. 20:30 efnir Norræna félagið til kynningar á ferðum sínum á þessu ári, í Norræna húsinu. Auk frétta af hinum föstu ferðum til höfuðborga Norður- landa verður rætt um leigu- flug til Norðurkollusvæðanna og Færeyjaferðir. Einar Guðjohnsen ferða- frömuður kynnir fýsilegar ferðir til vesturstrandar Grænlands og sýnir litskyggn- ur. Allir eru velkomnir. Sinfóníuhljómsveit íslands: Tékkneskur einleikari á tónleikunum í kvöld Á NÆSTU áskriftartónleikum Sinfóniuhljómsveitar Íslands i Háskólabíói í kvöld eru verk eftir Ingvar Lidholm. Greetings from an Old World, Thorbjörn Lundquist, fiðlukonsert og Sib- elius, sinfónia nr. 1. Stjórnandi er Páll P. Pálsson og einleikari á fiðlu Karel Sneberger frá Tékkóslóvakíu, sem nú er bú- settur i Svíþjóð. Karel Sneberger stundaði nám við Tónlistarháskólann í Prag og lauk þaðan burtfararprófi árið 1943. Síðar varð hann prófessor við þann skóla en fluttist til Svíþjóðar og hefur leikið mikið með kammersveitum, svo sem Tékkneska nónettinum og Prag- er Musici. Hann hefur komið fram sem einleikari í Danmörku, Þýskalandi, Ítalíu, Austurríki, Islandi og Svíþjóð og hefur unnið til ýmissa verðlauna. Fiðlukonsert eftir Lundquist, sem leikinn verður á tónleikun- um, er tileinkaður prófessor Sneberger. Páll P. Pálsson, sem fæddur er í Graz í Austurríki, naut þar víðtækrar tónlistarmenntunar og tók 17 ára gamall við starfi í óperuhljómsveitinni þar. Árið 1949 flutti hann hingað til lands í 10 ár, en hélt þá til Hamborgar til frekara náms og nú í hljóm- sveitarstjórn og er nú fastráðinn hljómsveitarstjóri Sinfóníu- hljómsveitar Islands. Þá er hann einnig stjórnandi Karlakórs Reykjavíkur og hefur samið mörg tónverk fyrir hljómsveit, kóra og hljóðfæraflokka. Páll P. Pálsson verður stjórn- andi á tónleikum Sinfóniu- hljómsveitar íslands i kvöld. Þessí auglýsing er um hagks/æm kaup á SIEMENS litasiónyarpstækjum Loksins eru hin heimsþekktu SIEMENS Jitasjónvarpstæki fáanleg á íslandi. Við spörum hástemmd lýsingarorð enda mælir SIEMENS vörumerkið með sér sjálft. Því fullyrðum við að þau standast allan gæða og verðsamanburð við litasjónvarpstæki sem aðrir bjóða. Þér getið byrjað á að athuga þetta ótrúlega hagkvæma verð: 20” Litasjónvarp kr. 8.140 Greiðsluskilmálar: útborgun kr. 3.300 afgangurásex mánuðum. Staðgreiðsluverð: kr. 7.570 22” Litasjónvarp: kr. 10.470 Greiðsluskilmálar: útborgun kr. 4.200 afgangurásex mánuðum. Staðgreiðsluverð: kr. 9.740 26”Lítasjónvarp:kr. 11.580 Greiðsluskilmálar: útborgun kr. 4.600 afgangurásex mánuðum. Staðgreiðsluverð: kr. 10.770 FÁLKIN N 'Wejómtefyvi 'eifct SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.