Morgunblaðið - 09.04.1981, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRIL 1981
11
Nýtt fyrirkomulag varðandi
innritun skólaskyldra barna
TEKIÐ heíur verið upp nýtt
íyrirkomulag varðandi innrit-
un skólaskyldra barna og ungl-
inga, sem þurfa að flytjast milli
skóla fyrir næsta vetur. Innrit-
un þessi fer fram í fræðslu-
skrifstofu Reykjavíkur.
Tjarnargötu 12 í dag. fimmtu-
dag. og á morgun, föstudag, 9.
og 10. apríl. kl. 10 til 16 báða
dagana.
Þetta gildir jafnt um þá nem-
endur sem flytjast til borgarinn-
ar eða koma úr einkaskólum, eða
þurfa að skipta um skóla vegna
breytinga á búsetu innan borg-
arinnar.
Að sögn Kristjáns J. Gunn-
arssonar og Ragnars Georgsson-
ar skólafulltrúa, er það áríðandi
að þessu kalli sé hlýtt, að öll
börn og unglingar sem svo er
ástatt fyrir verði skráð á ofan-
greindum tíma, vegna nauðsyn-
legrar skipulagningar skóla-
starfsins og undirbúningsvinnu í
því sambandi.
Það kom fram á blaðamanna-
fundi hjá fræðslustjóra, að ekki
þarf að innrita þá nemendahópa
sem flytjast í heild milli skóla,
en það eru börn er ljúka námi í
sjötta bekk Breiðagerðisskóla og
Fossvogsskóla og flytjast í Rétt-
arholtsskóla, börn úr sjötta bekk
Laugarnesskóla sem flytjast í
Laugalækjarskóla, og börn úr
sjötta bekk Melaskóla og Vestur-
bæjarskóla sem flytjast í Haga-
skóla.
Tómas Árnason,
viðskiptaráðherra:
Ný löggjöf um
bankakerf ið og
Seðlabankann
í undirbúningi
VERIÐ er að gera margháttaðar
ráðstafanir til þess að trygga að
Útvegsbanki íslands geti gegnt
hlutverki sínu i framtiðinni,
sagði Tómas Árnason, banka-
málaráðherra á ársfundi Seðla-
bankans í gær og hefur þar verið
ákveðið að bankanum séu lagðir
til 5 milljarðar gkróna á næstu
12 árum. Ennfremur sagði ráð-
herra, að endurskoða ætti löggjöf
um Seðlabanka íslands.
Tómas Árnason sagði: „Enn-
fremur hefur ríkisstjórnin sam-
þykkt að skipa milliþinganefnd í
bankamálum til þess að endur-
skoða allt bankakerfið, þ.á m.
löggjöfina um Seðlabanka íslands
og hlutverk hans, með það að
markmiði að mynda stærri og
virkari heild og einfalda banka-
kerfið innan ramma heilsteyptrar
löggjafar um viðskiptabankana.
Ráðgert er einnig að leggja fram á
haustþinginu frumvarp til laga
um sparisjóði."
Seðlabankinn gaf
Blindrafélaginu
250 þúsund kr.
BANKARÁÐ Seðlabanka íslands
hefur ákveðið að færa Blindafé-
laginu 250 þúsund krónur til
starfsemi félagsins vegna 20 ára
afmælis bankans. Þetta kom fram
í ræðu Halldórs Ásgrímssonar,
formanns bankaráðs. Halldór
sagði jafnframt að forystu-
mönnum Blindrafélagsins hefði
þegar verið færð þessi gjöf og væri
það ósk bankaráðsins, að hún yrði
til heilla í mikilvægu uppbygg-
ingarstarfi.
Seðlabankahús
á lóð Sænska
frystihússins
SAMNINGAR milli Reykjavikur-
borgar og Seðlabanka íslands um
það að bankinn reisi sér hús á lóð
Sænska frystihússins eru nú á
lokastigi, að þvi er fram kom i
ræðu Halidórs Ásgrimssonar,
formanns bankaráðs Seðlabank-
ans, i gær. Hefur Reykjavikur-
borg jafnframt til athugunar að
reisa bilageymslu á núverandi
lóð bankans sunnan Sænska
frystihússins, handan Sölvhóls-
götunnar.
Halldór Ásgrímsson kvaðst ekki
vilja fullyrða, hvort framkvæmdir
við nýtt Seðlabankahús hæfust á
þessu ári, það væri ekki endanlega
ráðið, en hann kvað vel við hæfi að
endanleg ákvörðun fengist í mál-
inu á þessu starfsári bankans. í
árslok 1980 voru 2 þúsund milljón-
ir gkróna í húsbyggingarsjóði
Seðlabanka Islands.
GÆTISPARAÐ ÞÉR
ÁHYGGJUR OG ERFIÐISÍÐAR
Þessi auglýsing fjallar um nýjung í
fasteignaviðskiptum á íslandi: Verð-
tryggingu. Seljandi fær sanngjarna út-
borgun - og afborganir sem halda
fullu verðgildi sínu á hverjum tíma.
Greiðslubyrði kaupanda dreifist jafn-
ar. Nú er sem sagt runnin upp sú stund
að fólk getur hagað fasteignaviðskipt-
um sínum eftirgreiðslugetu sinni í dag
og í framtíðinni, án þess að raska lífs-
háttum sínum um of.
Hugsaðu þig um augnablik. Gerðu þér
grein fyrir hvað þessi nýjung í fast-
eignaviðskiptum þýðir fyrir þig og
áform þín.
Leitaðu frekari upplýsinga hjá starfs-
fólki okkar.
Fasteignamarkaöur
,0,RE?K?ArsP:sS Fjárfestingarfélagsins hf
(HÚS SPARISJÓÐS REYKJAVÍKUR) Lögfræöingur: Pétur Þór Sigurösson