Morgunblaðið - 09.04.1981, Qupperneq 12
1
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1981
Anker Jörgensen í samtali við Morgunblaðið:
Danir standa
við sitt í NATO
—Jafnt í aðildarlöndum
Atlantshafshandalajísins
sem annars staöar áttuðu
menn sig á því eftir innrás
Sovétríkjanna í Afganist-
an, að ekki eru forsendur
fyrir því, að dregið sé úr
varnarmætti einstakra
ríkja. Við viljum ekki, að
nýtt vígbúnaðarkapp-
hlaup hef jist, þess vegna
miðum við stefnu okkar í
varnarmálum við það að
viðhalda óbreyttum styrk,
sagði Anker Jörgensen,
forsætisráðherra Dan-
merkur, þegar blaðamað-
ur Morgunblaðsins hitti
hann í forsætisráðuneyt-
inu í Kristjánsborgarhöll
fyrir skömmu.
— Ég legg á það áherslu, sagði
forsætisráðherrann, — að við
stöndum við skuldbindingar
okkar gagnvart Atlantshafs-
bandalaginu. Við teljum ekki þörf
á kjarnorkuvopnum í Danmörku
og viljum að risaveldin nái
samkomulagi um þau mál. Þess
vegna er eðlilegt, að bréf það, sem
Brezhnev, leiðtogi Sovétríkjanna,
sendi til vestrænna ráðamanna
verði tekið til gaumgæfilegrar
athugunar.
Þegar forsætisráðherrann var
að því spurður, hvort hann teldi
um óeðlilegan þrýsting á dönsk
stjórnvöld að ræða innan Atl-
antshafsbandalagsins eða frá
einstökum aðildarlöndum, sagði
hann, að svo væri ekki. Að vísu
mætti lesa ýmislegt í forystu-
greinum blaða eða skrifum
blaðamanna, en það væri ekkert
til að kippa sér upp við. — Danir
standa við það, sem af þeim er
krafist, sagði foræstisráðherr-
ann. — Og við höfum einnig þor
til að segja frá því, sem við getum
ekki tekið að okkur.
í Danmörku er sá háttur hafð-
ur á við ákvörðun útgjalda til
hermála, að gert er samkomulag
milli stjórnmálaflokkanna til
nokkurra ára um það, hve hárri
fjárhæð skal varið ár hvert.
Tvisvar sinnum hefur verið gert
slíkt fjögurra ára samkomulag og
rann hið síðara út nú um áramót-
in. Ekki hafði þá tekist að semja
til næstu fjögurra ára, svo að
gildistími síðara samkomulagsins
var framlengdur um eitt ár. Er
við það miðað, að í byrjun næsta
árs hefjist nýtt samkomu-
lagstímabil. Miðað við efnahag
Dana þarf ekki að koma á óvart,
að erfiðlega gangi að ná pólitískri
samstöðu um útgjöld til hermála
og fylgja þeirri samþykkt Atl-
antshafsbandalagsins, að fram-
lögin hækki um 3% umfram
verðbólgu ár hvert. Athygli vek-
ur, að í opinberum umræðum um
þessi mál í Danmörku taka full-
trúar hersins fullan þátt og setja
óhikað fram sjónarmið sín, eins
og hver annar þrýstihópur, ef
þannig má að orði komast. Virð-
ist ríkisstjórnin fella sig vel við
þetta og telja eðlilegan þátt í
hinu opna stjórnkerfi.
Anker Jörgensen, forsætisráð-
herra Danmerkur.
í bæklingi, sem leyniþjónusta
danska hersins gaf út á síðasta
sumri um árásarmöguleika
Varsjárbandalagsins á danskt yf-
irráðasvæði er hernaðarlegu mik-
ilvægi Danmerkur út frá land-
fræðilegri legu lýst með þessum
hætti:
— Umferðarleið, þar sem
dönsku sundin eru samgönguæð
milli Eystrasalts og heimshaf-
anna.
— Hindrun, þar sem nota má
danskt land til að loka verslunar-
og herflota Varsjárbandalagsins
inni í Eystrasalti og einnig koma
í veg fyrir, að skip NATO-ríkja
komist inn á Eystrasalt. Auk þess
getur sá, sem ræður yfir Dan-
mörku heft flugferðir yfir og um
svæðið.
— Eftirlit, unnt er að fylgjast
með ferðum um Eystrasalts-
svæðið frá Danmörku.
— Landherbækistöð, í Dan-
mörku er bæði unnt að snúast til
varnar og sóknar, þaðan er annað
hvort unnt að gera gagnárás af
hálfu NATO gegn sókn Varsjár-
bandalagslanda í vestur eftir
láglendinu við strendur Norður-
Þýskalands eða sækja landveg úr
norðri af hálfu Varsjárbanda-
lagsins aftan að varnarsveitum
NATO við austurlandamæri
Norður-Þýskalands.
Danskt landsvæði hefur sér-
staka þýðingu bæði fyrir Bret-
land og Noreg sem framvarnar-
svæði og veitir Svíum öryggi gegn
árás úr vestri. Þannig er Dan-
mörk tengiliður milli heimshaf-
anna og Eystrasalts, milli Norð-
ur- og Mið-Evrópu og jaðarsvæði
með tilliti til varna Mið-Evrópu.
Danir líta því svo á, að óhjá-
kvæmilega muni þeir dragast inn
í hvers konar átök, sem leiða
munu af íhlutun Sovétríkjanna
utan landamæra Varsjárbanda-
lagsins í Evrópu.
Hvað gerist á Eystrasalti
ef Sovétmenn ráðast inn í Pólland?
Umsvif Varsjárbandalagsins á Eystrasalti á friðartímum